Morgunblaðið - 27.04.1960, Side 15
Miðvikudagur 27. aprfl 1960
MOrtcTJMTiT 4 niÐ
15
Útgáfa og
kynnisig rímna
Blómleg sfarfsemi Rimnafélagsins
RÍMNAFÉLAGIÐ hélt aðalfund
sinn sunnudaginn 10. þ.m. For-
seti þess, Karl Kristjánsson, al-
þingismaður, setti fundinn og
bauð fundarmenn velkomna.
Flutti hann síðan ársskýrslu fé-
lagsstjórnar.
Á liðnu starfsári hafði félagið
getið út nýct bindi af rímum, en
það er hið IX. í röðinni af ritum
félagsins og nefnist Stakar rím-
ur frá 16., 17, 18. og 19. öld.
Bjó Finnur Sigmundsson, lands-
bókavörður, rímurnar til prent-
unar.
Rímurnar í IX. bindinu eru:
Fjósaríma, eftir Þórð Magnússon
á Strjúgi. Ekkjuríma, eftir
Bjarna Jónsson Borgfirðinga-
skáld. Flateyjarríma, eftir, síra
Magnús Ólafsson Laufási. Ým-
isríma, eftir síra Eirík Hallsson
í Höfða. Bekraríma, eftir sama.'
Tímaríma, eftir Jón Sigurðsson
sýslumann. Svaðilför, eftir Arna
JónsSon — Eyjafjarðarskáld.
Griðkuríma, eftir Gamalíel Hall-
dórsson og Illuga Einarsson.
Skákmeistari
Akureyrar ’60
AKUREYRI 22. apríl: Meistara-
móti Akureyrar í skák er nýlok-
ið. Urðu þau úrslit að Skákmeist
ari Akureyrar 1960 varð Kristinn
Jónsson með 914 vinning af 11
mögulegum. Júlíus Bogason varð
annar með 814 og þriðji Jóhann
Snorrason með 8. — Mag.
Draugsríma, eftir Sigurð Breið-
fjörð. Ríma Gamlamuna og Nýja
móðs, eftir Hallgrím Jónsson.
Rímur þessar eru flestar létt-
ari og aðgengilegri til lestrar, en
ýmsar þeirra rímna, sem áður
hafa komið út á vegum félagsins.
Um útgáfustörf félagsins að
öðru leyti er þetta að segja:
Stjórn félagsins fór þess á leit
við prófessor Sigurð Nordal að
fá að gefa út erindi það, sem hann
flutti á síðasta aðalfundi félags-
ins. Varð prófessorinn goðfúslega
við þeim tilmælum. Erindið, sem
er bæði fróðlegt og snjallt, og
nefnist: „Rímur og lausavísur".
hefur nú verið prentað og er það
III. aukarit Rímnafélagsins.
Stjórn félagsins ákvað að senda
félagsmönnum aukarit þetta
ókeypis.
Um sl. áramót lét stjórn félags-
ins prenta greinargerð um félag-
ið og útgáfustörf þess á ensku og
hefur dreift henni út til erlendra
bókasafna, fræðistofnana og
nokkurra bóksala. Væntir stjórn-
in þess, að þetta verði til nokk-
urrar kynningar á ritum og starf
semi félagsins meðal erlendra
manna, er leggja stund á íslenzk
fræði
Enn hefur orðið dráttur á, að
Brávallarímur Arna Böðvarsson-
ar kæmu út. Valda því veikindi
dr. Björns Karels Þórólfssonar,
sem annast útgáfu rímnanna.
Þess er þó fastlega vænzt, að
rímurnar geti komið út síðari
hluta þessa árs.
Pontusrímur eftir Magnús Jóns
' son prúða og Pétur Einarsson á
Revían „EITT LAUF"
n
1 ELDHÚSI Ehsabetar Bretadrottningar eru heimsmálin
rædd af miklum hita og vizku. Elísabet (Steinunn Bjarna-
dóttir) stjórnar ríki sínu og eldar matinn jöfnum höndum,
í hinni bráðsnjöllu revíu „Eitt lauf“, sem sýnd hefur verið
í Sjálfstæðishúsinu frá páskum, ávallt fyrir fullu húsi. A
myndinni hér að ofan er Elísabet að tala við Filippus mann
sinn, sem er kominn á spítala á Patreksfirði. Margrét (Þóra
Friðriksdóttir) fylgist spennt með samtalinu. Næsta sýning
á hinni skemmtilegu revíu er í Sjálfstæðishúsinu annað
kvöld klukkan 8,30.
Ballará í útgáfu Gríms Helgason-
ar, cand. mag., eru í prentun.
Má ætla, að þær komi út á þessu
ári.
Stærsta verkefni félagsins, sem
nú er unnið að, er Rímnaskrá
Finns Sigmundssonar, landsbóka-
varðar. í þá skrá verða teknar
allar rímur, sem kunnar eru, birt
ig verða þar birt stutt æviágrip
um rímnahöfunda. I Rímna-
skránni verður margskonar fróð-
leikur um rímur, sögur, sem rím-
ur hafa verið ortar út af, og
rímnaskáld. Verður þar margs-
konar fróðleikur, sem hvergi er
áður til í prentuðum ritum. Út-
gáfa rímnaskrárinnar mun því
marka tímamót í rannsóknum
upphafserindi þeirra, vísað í út-
gáfur og handrit og greint frá j rímnanna og rímnasögunnar.
heimildum um efni þeirra. Einn- I Af Rímnaskránni er nú búið að
setja um 30 arkir. Verður reynt
að hraða útgáfu hennar eftir föng
um, en hins vegar ekkert full-
yrt um það — eins og sakir
standa — hvenær hún muni koma
út.
Ekki er enn fyllilega ráðið,
hvaða rímur verða næst valdar
til útgáfu. Verkefnin eru óþrjót-
andi, en fjárhagsgetan af skorn-
um skammti. Auk þess er erfið-
ara en ætla mætti að fá vana
menn og vel hæfa til að takast á
hendur útgáfustörfin.
Gjaldkeri félagsins, Ragnar
Jónsson, hæstaréttarlögmaður,
las upp endurskoðaða reikninga
félagsins sl. ár á fundinum, og
voru þeir samþykktir í einu
hljóði.
Úr stjórn félagsins gekk eftir
þriggja ára ritarastarf Baldur
Steingrímsson, skrifstofustjóri,
og mátti ekki eftir reglum félags-
ins endurkjósa hann. I stað hans
var kosinn Arnór Guðmundsson,
skrifstofustjóri.
Dr Jakob Benediktsson skýrði
1 fyrir hönd útgáfunefndar félags-
ins frá því, hvaða rímur útgáfu-
nefndin teldi, að til- greina gæti
komið að taka til útgáfu næst á
eftir þeim, er um getur í skýrslu
stjórnarinnar, þó að engu hefði
um verið slegið föstu um, hverj-
ar yrðu fyrir valinu.
Dr. Björn Sigfússon flutti á
fundinum skemmtilegt erindi,
sem hann nefndi: „Getur nokkuð
verið sameiginlegt með rímna-
gleði hinna elztu og yngstu, sem
nú lifa á íslandi?*
Stjórn Rímnafélagsins skipa
nú: Karl Kristjánsson, alþingis-
maður, forseti, Arnór Guðmunds-
son, skrifstofustjóri, ritari, Ragn
ar Jónsson, hæsetaréttarlögmað-
ur, gjaldkeri.
Útgáfunefnd félagsins skipa:
Björn K. Þórólfsson, dr. phil.,
skjalavörður, Finnur Sigmunds-
son, landsbókavörður, Jakob
Benediktsson, dr. phil, orða-
bókarritstjóri.
4
LESBÓK BARNANNA
CRETTISSAGA
25. Grettir mælti til ber-
serkja:: „Seljið mér það í
hendur, sem þér viljið af
le&gja, vopn o g vosklæði**.
Þórir svarar: „Það lízt mér
sem vér munum hafa þig að
trúnaðarmanni“.
Síðan lögðu þeir af flest öll
vopn. Eftir það mælti Grett-
ir: „Ráðlegt þykir mér, að
þér farið til borðs og drekk-
ið nokkuð, því að yður mun
þyrsta af róðri**.
Þeir kváðust þess albúnir.
Grettir fer til og sækir öl, en
þeir voru mjög móðir og sulgu
stórum.
•
26. Grettir mælti: „Göng-
um út áður þér farið til
svefns, og mun ég sýna yður
fatabúr Þorfinns**.
Þeir létu það leiðazt. Komu
þeir að útibúri ákaflega stóru,
þar voru á útidyr og sterkur
lás fyrir. Það v?~ alisterkt
hús. Þar hjá var salerni mik-
ið og sterkt og eitt skjaldþil
milli húsanna. Berserkir gerð
ust nú umfangsmiklir og
skotruðu Gretti. Hann fór
undan í flæmingi, og er þeim
var minnst von, hljóp hann
út úr húsinu og greip í hesp-
una og rekur aftur húsið og
setur lás fyrir.
27. Grettir flýtlr ferðinni
heim að bænum og spurði,
hvort þar væru nokkur vopn.
Húsfreyja svarar: „Eru
vopnin, en eigi veit ég til
hvers þér koma“.
„Tölum síðar um það“, seg-
|r hann. „Dugi nú hvers sem
«ná“.
Húsfreyja mælti: „Yfir
sæng Þorfinns hangir króka-
spjótið hið stóra, er átt hefur
Kárr hinn gamli. Þar er og
hjálmur og brynja og saxið
góða, og munu eigi bila vopn-
in, ef þér dugir hugurinn**.
Grettir vopnast þá og geng-
ur út skjótt. Húsfreyja bað
húskarla fylgja svo góðum
dreng. Þeir hlupu til vopna
fjórir, en fjórir þorðu hvergi
nærri að koma.
28. Nú er að segja frá
berserkjunum, að þeim þótti
Grettir dveljast afurkoman.
Þeir brjóta nú skjaldþilið og
komast svo út á riðið. Kem-
ur á þá berserkgangur og
grenja sem hundar.
I því bili kom Grettir að.
Hann tvíhenti spjótið á Þóri
miðjan, er hann ætlaði ofan
fyrir riðið, svo að þegar gekk
í gegn um hann. Ögmundur
illi gekk næst Þóri og hratt
honum á lagið, svo að allt
gekk upp að krókunum. Stóð
þá spjótið út um herðarnar á
Þóri og svo framan i brjóstið
á Ögmundi. Steyptust þeir
báðir dauðir af spjótinu.
Tígrisdýrið
LANGT inni í frumskóg-
inum var búgarðurinn,
þar sem Watung átti
heima. Hann var verk-
stjóri á stóru gúmmíekr-
unum sem lágu út frá hús
inu í allar áttir. Watung
hafði alist upp í grennd
við frumskóginn og kunni
hvergi betur við sig. Fátt
fannst honum jafnast á
við það að halla sér í
bambusstólinn sinn úti á
svölunum, og hlusta á hin
margvíslegu hljóð, sem
bárust til hans utan úr
skóginum.
Það var hlýtt og kyrrt
sumarkvöld og Watung
sat eins og venjulega úti
á svölunum hjá konu
sinni, en litli drengurinn
þeirra lék sér í háu gras-
inu niðri í garðinum. í
þetta sinn, hafði hann
fengið að vera úti lengur
en venjulega, af því að
kyrð og friðsæld kvölds-
ins var svo mikil, að þau
vissu ekki, hvernig tím-
inn leið.
Allt í einu heyrðu þau
veik köll í fjarska. Þau
gátu ekki greint, hvað
sagt var en báðum var
þeim ljóst, að það var
drengurinn þeirra, sem
var að kalla. Þau hlupu
af stað eftir stígnum, sem
lá gegn um hávaxið gras-
ið og í flýti þreif Watung
riffilinn sinn með sér.
Allt var hljótt. Nokkrum
sinnum kallaði Watung á
son sinn en fékk ekkert
svár. Hann bað konu sína,
að snúa við heim að hús-
inu og biðja um hjálp með
því að hringja yfir í verka
mannabústaðina, er voru
aðeins um 200 metra í
burtu. Sjálfur hélt hann
áfram að læðast eftir
stígnum, en þegar hann
kom að opnu svæði nam
hann snögglega staðar. í
þurrum sandinum sá hann
greinilega för eftir tígris-
dýr, sem nýlega hafði
gengið þar um. Af dýpt
sporanna og slóðinni í
sandinum mátti ráða, að
dýrið hafði dregið eitt-
hvað með sér. Það var
vandalaust að geta sér
þess til hvað það hefði
verið. I sandinum fyrir
fótum hans lá leikfang,
— lítill bíll —, sem son-
ur hans hafði verið að
leika sér að.
Watung hraðaði sér á-
fram og fylgdi slóðinni.
Dimman féll á og það
varð erfiðara að sjá frá
sér. Watung varð gripinn
vaxandi hræðslu. Gat það
átt sér stað, að dýrið hefði
dregið son hans alla þessa
ieið, án þess hann gæfi
hljóð frá sér, eða var
hann kannske þegar dá-
inn? Við dálítið rjóður,
sem lítill lækur rann um,
nam Watung staðar. Hann
varð að bíta á jaxlinn til
að æpa ekki svo skelfi-
leg var sú sjón, sem við
honum blasti.
í miðju rjóðrinu mátti
greinilega sjá stórt tígris-
dýr, sem stóð hreyfingar-
laust yfir bráð sinni. Wat-