Morgunblaðið - 27.04.1960, Side 16
16
MORCUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 27. apríl 1960
SKÁK
Skákþing (slendinga
SKÁKÞING Islands var haldið
í Reykjavík um páskahelgina,
og voru mættir til leiks 30 kepp-
endur í Landsliðs- og Meistara
íl. Keppnin í Landsliðsflokkn-
um var óvenju jöfn, enda feng-
ust ekki úrslit um efsta sætið
fyrr en í síðustu umferð, en þaO
hefur ekki skeð síðan 1953, eí
ég man rétt. Að þessu sinni bar
sigur úr býtum Freysteinn f»or-
bergsson, og kom hann mörgum
aðdáendum Guðmundar Palma-
sonar á óvart með því að skilja
Guðmund eftir hálfum vinmng
fyrir neðan sig. Freysteinn tap-
aði engri skák í mótinu, en það
bendir til aukins öryggis og und-
irstrikar að frammistaða hans i
Múnchen 1958 var aðeins tíma-
spursmál. Freysteinn komst i
flokk fremstu skákmeistara Is-
lands 1956 með því að verða
nr. 2—4 á skákþingi íslands, og
skora síðan ca 75% vinnínga á
4. borði á Ólympíuskákmótinu i
Moskva sama ár. Skákstíll Frey-
steins er enginn áhlaupastíll,
heldur temur Freysteinn sér
hægfara stöðuþróun (position),
en slíkur skákstíll útheimtir
mikla þolinmæði og nákvæmm.
Ég er ekki frá því að Freysteinn
ætti að reyna að tefla örlítið
skarpara, þó það hafi óneitan-
lega meiri áhættu í för með sér,
en á hinn bóginn gefur flóknari
taflmennska skákmeisturum
tækifæri til framfara, og sýnir
þannig hvað í þeim býr. Skák-
þátturinn vill nota tækifærið til
þess að óska hinum nýbakaða
skákmeistara til hamingju með
titilinn.
Guðmundur Pálmason náði
öðru sæti með 6 vinningum, og
eins og áður er sagt olli hann
mörgum vonbrigðum, með að
sleppa Freysteini svo auðveld-
lega úr greipum sér. Þegar árang
ur Guðmundar er metinn ber þo
að gæta þess að hann hefur ekki
snert á taflmönnum síðan 1958,
en það er óneitanlega langur
fjarverutími frá skákborðinu,
enda kom þetta æfingarleysi
honum í koll t. d. í skák hans
við Freystein, þegar hann reikn-
aði rangt út leikin Dc2 og lét
í staðinn Re5, þá má nefna skak
hans við Pál Jónsson, en þar
stóð honum til boða vinningui
á eina tvo vegu, en í aðal af-
brigðinu, sem varaði um einung-
is 5 til 7 leiki, reiknaði hann
líka rangt. Þegar þetta er athug
að þá verður árangur Guðmund-
ar að teljast góður, og má segja
að hann hafi sýnt sinn styrkleiku
með því að ná öðru sæti án þess
að tapa skák. — 1 3.—5. sæt’
komu Gunnar Gunnarsson, Kárí
Sólmundarson og Guðmundur
Lárusson með 5Vz vinning. —
Frammistaða þeirra Kára og
Guðmundar kom nokkuð á ovart.
því að flestir bjuggust við Ingv-
ari óg Benóný á þessum stað
Af þremenningunum virtist mer
Gunnar sýna mesta öryggið,
enda hefur hann öðlazt reynslu
í tveim mikiivægum skákrnól-
um. Þetta er tvímælalaust bezta
mót Kára til þessa, en hann ælti
að temja sér örlítið skarpari |
NeitaSi náounarbeiðni
Washington, 25. apríl.
HÆSTIRÉTTUR Banda-
rikjanna neitaði í dag að
verða við síðustu og sex-
tándu náðunarbeiðni Caryls
Chessmans. Beiðnin var
frá lögfræðingum Chess-
mans, sem fóru þess á leit
að málið yrði tekið upp að
nýju og aftökunni frestað.
Hafði Chessman sjálfur
óskað eftir því að lögfræð-
ingarnir hættu baráttunni
fyrir iífi hans.
Chessman hefur nú set-
ið nærri 12 ár í dauðaklefa
San Quentin fangelsisins i
Kaliforníu dæmdur fyrir
brottnám og kynferðisbrot,
en búið er að afnema dauða
refsingu við þessum glæp-
um í Kaliforníu.
Meðfylgjandi mynd er af
(talið frá vinstri) Davis
lögfræðingi, Chessman og
Rosalie Asher lögfræðingi.
Aftakan er ákveðin nk.
mánudag, 2. maí.
taflmennsku í framtíðinni. Guð-
mundur Lárusson mun vera
yngsti þátttakandinn í Landsliðs
flokknum, ca 18 eða 19 ára gam
all. Guðmundur er þegar orðinn
vel heima í skákbyrjunum, þó
að hann hafi ekki fyllilega form-
að skákstíl sinn. Hann tefidi
nokkrar skemmtilegar skákir á
mótinu, og i skák sinni við Braga
útfærði hann snoturlega kóngs-
sókn. Aftur á móti tefldi hann
nokkrar mjög lélegar skákir og
lenti oft í brjálæðiskenndri tíma
eklu (eins og Þórir Ólafsson atti
stundum til), en þetta eru agnúar
sem rétt er að stilla í hóf sem
allra fyrst, Guðmundur! — 6.—7.
komu Ingvar Ásmundsson og
Ólafur Magnússon með 4 'A vinn-
ing. Ingvar var ekki svipur hjá
sjón miðað við Landsliðsmótið
1959, en hann stundar kennara-
störf á Laugarvatni og er því
„isóleraður“ frá skákmótum höí-
uðstaðarins. Ólafur virðist vera
Framh. á bls. 17.
3
LESBÓK BARNANNA
LESBÓK BARNANNA
3
ung var ekki 1 neinum
vafa um, hver bráðin var.
Af margra ára þekkingu
á frumskóginum og lifn-
aðarháttum tigrisdýrsins,
vissi hann, að hann mátti
ekki hreyfa sig eða gefa
frá sér minnsta hljóð, þá
vaeri úti um son hans, ef
hann skyldi ennþá vera
á lífi.
Fastar og fastar greip
Watung um riffilinn og
spennti bóginn. Hann
varð að hreyfa sig mjög
hægt, þegar hann Iyfti
byssunni upp og miðaði á
dýrið. Ætlun hans var að
hæfa það í ennið næst þeg
ar það sneri höfðinu í átt
ma til hans. Watung gerði
sér ljóst að ef honum
tækist ekki að fella dýr-
ið í fyrsta skoti, væri úti
um hann. Sært tígrisdýr
er ekkert lamb að leika
sér við. Um það vitnuðu
margar sögur, af viðskipt
um innfæddra þorpsbúa
við tígrisdýrin.
Hægt og hægt snéri dýr
ið höfðinu í áttina að
Watung. Það kom ekki
auga á hann, þar sem
hann faldist í háu og
þéttu grasinu. Watung
miðaði eins nákvæmt og
honum var unnt og tók
t gikkinn. Glymjandi skot
hvellur kvað við í skóg-
inum. Andartak stóð tígr-
ísdýrið kyrrt og hallaði
undir flatt, en svo steypt-
ist það niður og ]á graf-
kyrrt. Watung þorði varla
að trúa sínum eigin aug-
um. Hann flýtti sér á
staðinn og ýtti grasinu til
hliðar með skjálfandi
höndum. Tígrisdýtið lá
steindautt. Fyrsta hugsun
Watungs var að rannsaka
drenginn.
Mikil var gleði hans,
þegar hann komst að raun
um, að hann var ekkert
særður, en hafði aðeins'
misst meðvitund. Dýrið,
sem allir í nálægum þorp
um óttuðust af því það
sat um fólk, hafði borið
drenginn alla þessa leið,
án þess að gera honum
mein.
Watung flýtti sér héim
í húsið til konu sinnar.
Hún þorði ekki að líta
upp, þegar hann kom inn.
„Drengurinn er lifandi
og hann er ómeiddur",
kallaði hann.
Knud Larsen.
Skríttur
Frænkan: — Sæ., Ella
litla, er pabbi þinn heima?
Ella: — Já, en hann er
víst eitthvað slæmur í
augunum .
Frænka: — Af hverju
heldur þú það, væna mín?
Ella: — Hann sigist
ekki þola að sjá þig.
★
Kehnarinn: „Hvað er
miðjarðarlína?"
Jón: „Svart strik á kort-
inu“.
★
Sitt
af hverju
um
súkku-
laði
☆
• KAKÓBAUNIN, sem
súkkulaðið er að mesta
búið til úr, er upprunnin
frá „nýja heiminum",
Ameríku. Það var Kólum-
bus, sem fyrstur flutti
hana til Evrópu.
Nokkrum árum siðar
kom spænski ævintyra-
maðurinn Cortes til Mexi-
ko. Hann sá hina ríku
höfðingja indíánanna (az-
tekanna) drekka brúnan,
ilmandi drykk, sem þeim
þótti mjög góður. Það var
súkkulaði, • sem vanilla
hafði verið sett í og vttr
þykkt eins og hunang
Aztekarnir muldu kakó
baunirnar og létu síðan
sólina bræða í þeim kakó-
smjörið. Þá myndaðist
nokkurs konar deig, sem
hnoðað var saman og síð-
an geymt á köldum stað.
Spánverjunum hug-
kvæmdist síðar að blanda
sykri í súkkulaðið og
drekka það heitt.
í fyrstunni var súkku-
laðis einungis neytt sem
drykkjar. Aðeins ríkis-
fólk gat veitt sér það, því
að í flestum Evrópulönd-
um voru lagðir mjög há-
ii tollar og neyzluskatt-
ar á þessa vöru.
Þegar hinn frægi,
sænski grasafræðingur
Linné, átti árið 1735 að
velja nafn á kakótréð,
nefndi hann það „Theo-
brom Cacao“. „Theo-
broma" er gríska og þýð-
ir „Fæða guðs“. Það nafn
valdi Linné, af því að þá
var mjög til siðs að gefa
sjúklingum súkkulaði þeg
ar þeir voru á batavegi
eftir sjúkdóm. Þá söfnuðu
þeir fljótt kröftum, því
eins og kunnugt er, þá er
súkkulaðið mjög nærandi
og ríkt af hitaeiningum.
★
Kæra Lesbók.
Ég þakka þér fyrir alla
skemmtunina, sem þú hef
ur fært mér.
Ég hef safnað öllum
Lesbókunum og er nýbú-
ín að láta binda þær inn.
Svo langar mig til að
biðja þig að ' irta nafn
mitt, ef einhver (11—12
ára) vildi skrifast á við
mig. Bezt væri, að mynd
fylgdi bréfinu.
Hvernig er skriftin?
Vertu nú blessuð og sæl.
Jónína Ármannsdóttir,
Hásteinsvegi 18,
Vestmannaeyjum,
★
Lesbókin þakkar Jón-
ínu þetta ágæta bréf, það
er gaman að heyra, að þú
hefur safnað öllum blöð-
unum af Lesbókinni og
látið binda hana inn. Það
er miklu skemmtilegra að
eiga hana í bók, en á laus
um blöðum. Sum blöðin
eru nú ófáanleg.
Við vonum, að þú fáir
mörg bréf og eignist bréfa
vini víða um land. Skrift-
in þín er stílföst og hrein
leg en á sjálfsagt eftir að
verða fallegri. —