Morgunblaðið - 27.04.1960, Page 22

Morgunblaðið - 27.04.1960, Page 22
22 MORGUHTU. AÐ1Ð Miðvikudagur 27. aprfl 1960 Ungir leikmenn ,halda' Keflavík Rœtt við tormann KnattspyrnuféSngs Keflavíkur TEKST Keflavík að halda sæt- inu í I. deild. Þetta er spurning, sem margir velta fyrir sér, en ýmsar sögusagnir ganga manna á meðal, um að lið ÍBK muni tæplega verða eins sterkt í sum- ar og það var síðastliðið ár, þeg- ar það barðist um fallsætið. Fréttaritari Mbl. fór i gær á fund Bjarna Albertssonar, for- manns Knattspymufélags Kefla- víkur til að afla frétta af gangi knattspyrnumála í Keflavík. — Er mikið fjör í knattspyrn- unni hjá ykkur í Keflavík? — Já, hér er mikill knatt- spyrnuáhugi, segir Bjarni. Fyrsta mótið hefst á sunnudaginn 24. þ. m., en það er svokallað vormót Reykjaness og taka þátt í því lið UMFK og KFK í Keflavík og væntanlega Reynir í Sand- gerði, en ÍKF mun ekki senda lið, þar sem æfingar hjá þeim eru rétt að byrja. Einnig hefur verið ákveðið að Keflavíkurmót hefjist hjá yngri flokkunum 1. maí, en meistaraflokkskeppnin fari fram 15. maí. — Hvað er hæft í þeim sögu- sögnum að lið ykkar verði veik- ara í fyrstu-deildarkeppninni i ár, heldur en það var í fyrra? — Um það er ekkert hægt að segja að svo stöddu, úr því fæst aðeins skorið, þegar á hólm- inn er komið. — Annars er ó- víst að við verðum að öllu leyti með sama liðið. Guðmundur Guðmundsson er t. d. erlendis og tæplega væntanlegur heim fyrr en í júní eða júlí og komið hefur til orða að Haukur Jak- obsson flytjist aftur til Akur- eyrar, en liðinu var mikill styrk- ur af þessum mönnum sl. ár. En við eigum líka unga og uppvax- andi knattspyrnumenn, sem við væntum okkur mikils af, eins og t. d. þá Einar Magnússon og Guð mund Þórðarson, sem nú hafa náð aldri til að keppa með fyrsta flokki og væntanlega eiga eftir að sýna getu sína í I. deild. Enn fremur fóru tveir knattspyrnu- menn, þeir Hólmbert Friðjóns- son og Högni Gunnlaugsson til þjálfunar í Englandi í vor og æfðu hjá Queens Park Rangers um mánaðar tíma. Við vonumst eftir að geta notið reynslu þeirra við þjálfunina hjá okkur í sum- ar. Hólmbert Friðjónsson og Högni Gunnlaugsson eru menn, sem Keflvíkingar byggja miklar vonir við. Þeir eru nýkomnir frá Englandi, þar sem þeir kynntu sér knattspyrnuþjálfun Þeir félagar munu annast þjalf- un yngri flokkanna í sumar. — — Hvernig hafa knattspyrnu- mennirnir æft í vetur? — Æfingar hafa verið tvo daga œtla oð í 7. deild í viku innanhúss. Höskuldur Goði Karlsson hefur stjórnað fimleikaæfingum, en Hafsteinn Guðmundsson kennt knattmeð- ferð. — Hvernig er aðstaðan til úti- æfinga? — Hún hefur batnað mjög mik ið. Keflavíkurbær hefir látið byggja mjög fullkomið 170 fer- metra hús við íþróttavöllinn, en þar eru böð og búningsklefar og allur aðbúnaður mjög góður. Hús þetta var tekið í notkun í vor, en áður voru engir búnings- klefar til í nágrenni vallarins. Ennfremur mun. ÍBK fá inni fyr- ir starfsemi sina í húsi þessu. Alls mun húsið hafa kostað um 700 þúsund krónur, en í ár er fyrir hendi fjárveiting frá bæn- um að upphæð 400 þúsund krón- ur og verður henni varið til fram kvæmda við hið nýja íþrótta- svæði og verður unnið að undir- búningi á fyrirhuguðum gras- velli. Malarvellinum verður að sjálfsögðu haldið við og er í at- hugun hvort ekki sé hægt að afgirða áhorfendasvæði, þannig að hægt verði að selja aðgang að knattspyrnukappleikjum og jafnaframt að halda áhorfendum frá keppnisvellinum sjálfum. — Það eru sem sagt næg verk- efni framundan hjá knattspyrnu ráðinu í sumar. — Já, verkefnin eru mörg og það er ánægjulegt að vinna að þessum málum, einkum vegna þess hve mikil gróska er í yngri flokkunum, segir Bjarni að lok- um, en Keflvíkingar urðu ís- landsmeistarar í IV. flokki 1959. B. Þ. Einstök afreks- kona kvödd Minnzt Kolbrúnar Ólafsdóttur ÞAÐ var glað- vær hópur æskufólks sem undirbjo sig til þátttöku í sund keppni Olymp íuleikanna í Luudúnum ’48. Og það ríkti glaðværð með- al stærri hóps sundfólks bæði fyrir þann tíma og eftir. í dag stendur sund fólkið hnípið. Það á á bak að sjá einni skær- WBMm II; ustu stjörnu hópsins. Kol- é' brún Olafsdótt \ m \ ir er borinn til ||||||iPiíml|lll moldar í dag. Stórt skarð er ffliHliili 1H höggvið í rað- ir mesta afreksfólks á sviði íþrótta. indastríð hefur hún borið af stakri hugprýði. Sú sama lund og sá sami hetjuskapur og einkenndi íþróttaferil hennar, einkenndi líf hennar til hinztu stundar. Bitur voru ör- lög hennar, en mikil var henn- ar hetjulund. Á hátindi frægð ar og frama sem var er og verð ur einstakur meðal kvenna, varð hún, sérstaklega glæsileg stúlka og fríð, að horfast i augu við veikindi, sem enginn venjuleg manneskja hefði get- að barizt við, án þess að bug ast. En þrek hennar og æðru- ieysi var slíkt, að til hinztu stundar var hún sami ljúfi félaginn og þá er lífið brosti við henni á æskuárunum. Margar íþróttasíður geyma frasagnir um afrek hennar er vöktu alþjóðarathygli. Á sömu siðu er hún nú kvödd og skal þökkuð vinátta og allar sam- virustundir. Minningin um Kolbrúnu mun lengi lifa i Aðeins 27 ára gömul er hún liugum íþróttaunnenda. í valinn fallin. Tólf ára veik- I A. St. Kveðja há sundfélogum Kolbrún Ólafsdóttir var fædd í Reykjavík 10. febrúar 1933 Hún var dóttir hjónanna Mettu Sig- urðardóttur og Ólafs Oiafssonar, Sólbirgi við Laugarásveg. Kolbrún gerðist ung félagi í Sunddeild Armans og hóf hún sundæfingar með þeirri ástund- unarsemi, sem henni var svo eig- inleg, enda lét árangurinn ekki standa á sér. Hún varð okkar bezta skriðsunds og baksunds kona í nokkur ár. Hún ruddi met- unum í báðum þessum sundgrein um.Og um tíma átti hún öll ís- landsmet í bak- og skriðsundi kvenna. Iþróttaferill Kolbrúnar gæti orðið öðrum þeim, sem íþróttir iðka til fyrirmyndar. Arangur sinn átti hún því að þakka að æfa reglulega, lifa reglusömu lífi og hlýða skilyrðislaust þjálfara sínum Hún var valin í fyrsta lands- lið Islands í sundi. Landskeppn- ín var við Noreg og var háð hér í Reykjavík 1946 og átti Kol- bri'm sinn drjúga þátt í sigri Is- iands í þeirri keppni. Þá var hún einnig keppandi fyrir Is- land á Olympíuleikjunum 1948. S7ió, sem urðum þeirrar ham- mgju aðnjótandi að eyða frístund um okkar með Kolbrúnu í starfi að sameiginlegum áhugamálum, minnumst þeirra ára með þakk- læti er við hugsum til þeirra tólf ára, sem hún barðist við sjúk- dóm sinn. Aldrei féll þar æðru orð, en sama glaða brosið ljómaði á andliti hennar og allir fóru giaðari af hennar fundi, en þeir komu. Við sundfélagar hennar færum eiginmanni hennar, syni og for- eldrum hugheilar samúðarkveðj- ur og biðjum Guð að blessa þau í hinum sára harmi þeirra E.Hj. Þátttakendur knattspyrnudómaranámskeiðsins. — Við borðið sitja Einar Hjartarson, formaöur K.D.R. (t. v.) og Hannes Sigurðsson, kennari námskeiðsins. — Glasgow Rangers Skotlandsmeistari 19 nema til knattspyrnudómara 37 dómarar eru starfandi i Reykjavik Ungverjar ti* Rómar UNGVERJÁR unnu síðari leik- inn við Tékkóslóvakíu 2:1, í und ankeppni Olympíuleikjanna, en leikurinn fór fram sl. laugardag. Ungverjar hafa þar með unnið alla leiki riðilsins en í riðlinum voru Ungvenjaland, Austurríki og Tékkóslóvakía. STJÓRN Sundsambands Lslands hefur ákveðið eftirtalda lágmarks tíma fyrir sundmenn ef um þátt- töku af hálfu íslands á að vera að ræða í sundi á Olympíuleik- unum í Róm. Karlar: — 100 m skriðsund 58,8 sek. 400 m skriðsund 4:45,0 mín. — 1500 m skriðsund 19:20,0 mín. — 200 m bringusund 2:44,0 mín. — 200 m flugsund 2:38,0 mín. — 100 m baksund 1:07,5 mín. SNAR þáttur í þróun góðrar knattspyrnu er að menn virði Iög og reglur. Glöggur skilningur og virðing fyrir leikreglum, er ekki síður þýðingarverður þáttur í sköpun knattspyrnumannsins, en æfingar í meðferð knattarins. Konur: — 100 m skriðsund 1:07,5 mín. — 400 m skriðsund 5:15,0 mín. — 200 m bringusund 3:00,0 mín. — 100 m flugsund 1:17,0 mín. — 100 m baksund 1:17,0 mín. Synda skal í 33 m eða 50 m braut. Sundsamband íslands vill taka það fram að Olympíunefnd íslands mun endanlega ákveða þátttöku sundmanna í leikunum eins og annarra þáttakenda af ís- lands hálfu. Dómarinn er sá aðili í knatt- spyrnukappleik, sem falið er að gæta þess að leikmenn fari eftir settum reglum. Vald hans er mikið. Staða hans er kröfuhörð og erfið. Hæfni dómarans, getur valdið miklu um hvort leikur verður skemmtilega og vel leik- inn, eða hið gagnstæða. Dómarastarfið er því vanda- samt starf og ekki á allra færi að geta orðið góðir dómarar. Það er og ástæðan fyrir því að tiltölu lega fáir hafa fengizt til að reyna getu sína við dómarastörf. Dómarafélag Reykjavíkur, (K. D. R.) er sá aðili, sem hefir þann vandasama starfa á hendi að annast kennslu og þjálfun verðandi knattspyrnudómara, og jafnframt að halda hinum eldri sem lengst við starfið, því aldrei má vanta dómara og kappleikir eru háðir hér í Reykjavík svo hundruðum skiptir yfirsumartím ann, auk þess sem dómarar úr höfuðstaðnum eru fengnir til að dæma leiki út um landsbygðina. ★ 19 þátttakendur Sl. mánudag byrjaði dómara- námskeið á vegum K. D. R., en námskeið hefir ekki verið haldið síðan 1958. Margir sem þá tóku dómarapróf hafa helzt úr lest- inni og því drjúg ástæða til að gefa fleiri mönnum tækifæri til að verða knattspymudómarar. í þetta sinn var sá háttur hafð- ur á að stjóm K. D. R. skrifaði félögunum og fór þess á leit við þau hvert um sig, að tilnefna menn, sem stjórnir félaganna hefðu trú á að myndu taka starf- an alvarlega og væru líklegir til að starfa í nokkur ár. Árangurinn varð sá að 19 þátt- takendur eru í námskeiðinu og skiptast þeir þannig niður á fé- Framh. á bls. 23 SKOZKA atvinnumanna liðið Glasgow Rangers vann Skotlands titilinn í knattspyrnu í 15 sinn sl. laugardag er þeir unnu Kilmar- nock 2:0 Jimmy Millar, miðframherji Glasgow Rangers skoraði bæði mörkin með skalla, sitt markið i hvorum hálfleik við mikinn fögnuð 107.000 áhorfenda. Glasgow Rangers er kunnugt íslenzkum knattspyrnumönnum, því hinn kunni knattspyrnuþjálf- ari Murdo McDonnald, sem nú starfar hjá Val, var fyrir stríðið einn bezti leikmaður liðsins og fyrir hans tilstilli hóf Albert Guðmundsson atvinnuknatt- spyrnuferil sinn með Glasgow Rangers og gat sér þar sina fyrstu frægð á erlendum leik- vangi. Sundknattleiksmenn Ármanns kepptu við handknattleiksmenn félagsins og várð leikurinn jafn- tefli 20:20. — Þessi úrslit komu mjög á óvart og vafasamt er tal- ið að handknattleiksmennirnir geti staðið sig eins vel er til sund I handknattleiksins kemur. Lágmörk til Rómarfarar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.