Morgunblaðið - 27.04.1960, Síða 23

Morgunblaðið - 27.04.1960, Síða 23
Miðvikudagur 27. apríl 1960 MORGUNTtT. 4 Ð1Ð 23 Ríkisreikningurinn 7957 rœddur á Alþingi; Tekjur og gjöld ríkisins umfram áœtlun 1957 I stað greiðsluafgangs varð nœr 7 milljón króna halli FRUMVARP um staðfestingu á ríkisreikningi ársins 1957, sem lagður var fram á Al- þingi fyrir skömmu, var til fyrstu umræðu á fundi Eiri deildar í gær. Það var núverandi fjármála- ráðherra, Gunnar Thoroddsen, sem fylgdi frumvarpinu úr hlaði. Farið fram úr áætlun Skýfði hann frá því m.a., að tekjur ríkisins hefðu í fjárlögum fyrir umrætt ár verið áætlaðar 811,6 milljónir króna, en þær hefðu farið 99,5 milljónum króna fram úr áætlun og orðið 911,1 millj. króna — Um greiðslur úr ríkissjóði sagði fjármálaráðherra, að þær hefðu í fjárlögum verið áætlaðar 810,3 millj. kr., en gjöld in hefðu líka farið fram úr áætl- un um 107,8 millj. kr. og því orðið samtals 915 millj. kr. I fjárlögum fyrir árið 1957 hefði verið gert ráð fyrir greiðsluafgangi að upphæð 1,3 millj. kr., en niðurstaðan hefði orðið greiðsluhalli, sem nam tæpum 7 milljónum kr. Abendingar yfirskoðunarmanna I»á skýrði Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, frá því, að yf- irskoðunarmenn hefðu að vanda endurskoðað reikninginn og að þessu sinni gert við hann 38 at- hugasemdir. Eftir að fjármála- ráðuneytið hafði leitað umsagna hlutaðeigandi stofnana og starfs- manna varðandi athugasemdirn- I ar, gáfu yfirskoðunarmenn ýmist Sjú En-lai eins og „harður klettur" Viðrœðum þeirra Nehrús lokið án árangurs Nýju Delhi, Indlandi, og Kat- mandu, Nepal, 26. apríl. — (Reuter) — SJÚ EN-LAI, forsætisráðherra Kína, hélt frá Nýju Delhi til Katmandu í Nepal í dag, að loknum sex daga viðræðum við Nehrú, forsætisráðherra Ind- lands, um landamæradeilur rikj- anna. — Af sameiginlegri yfir- lýsingu þeirra má marka, áð við- ræðurnar hafa orðið algerlega árangurslausar — aðeins hafa þeir orðið sammála um, að frekari samningaumleitanir skuli fram fara. — Ágreiningurinn er í grundvallaratriðum hinn samí og áður, sagði Nelirú á blaða- mannafundi eftir viðræðurnar. Hvað skal gera? A þingi síðdegis rigndi spurningum yfir Nehrú frá stjórnarandstæðingum um, hvao hann vildi nú taka til bragðs, úr því að allar þessar viðræður hefðu til einskis orðið. — For sætisráðherrann svaraði á þá leið, að það væri a. m. k. ekkv /jb róttir Framhald á bls. 22. lögin: Fram 6, Víkingur 6, Valur 5 og K.R. 2. — Þróttur sá sér ekki fært að benda á neinn mann nú að þessu sinni, en Þróttur á 8 af starfandi dómurum í Reykja vík. Aðalkennari námskeiðsins er Hannes Sigurðsson, en hann hef- ir öðlazt mikla reynslu sem knattspyrnudómari og leiðbein- andi á dómaranámskeiðum hér í Reykjavík og víða um land. ■Jc 37 dómarar Alls eru 37 starfandi dómarar innan K. D. R. — 10 landsdómar- ar, 18 héraðsdómarar og 9 ungl- ingadómarar. Nýlega hefir fjórum mönnum verið veitt landsdómararéttindi; en þeir eru: Baldur Þórðarson, Þrótti, Einar Hjartarson, Val, Hreiðar Ársælsson, K.R. og Hörð ur Óskarsson, K.R. Formaður Dómarafélags Reykja víkur er Einar Hjartarson, Val. IOOF IOOF 9 = 1414278 V* — NK. hægt að hefja styrjöld til þess að reka Kínverja frá hinum um- deildu héruðum í Ladakh. — „Við getum ekki lýst yfir styrj- öld á landamærunum og ráðgert frekari samningaumleitanir um leið“, sagði Nehrú. á; Andstæðar fullyrðingar Nehrú sagði m. a. á blaða- mannafundinum, að hann gerði ekki ráð fyrir því, að til frekari árekstra drægi á landamærun um. Hann kvaðst í viðræðunum við Sjú ávallt hafa rekið sig á „harðan klett“ skoðunarmismun- arins og andstæðra fullyrðinga. — Það er til dæmis um það, hvað á milli ber, að Kínverjar halda því fram, að þeir hafi ver- ið á hinum umdeildu Ladakh- svæði um 200 ára skeið — eu Indverjar segja, að þeir hafi ráð izt inn á svæðið fyrir aðcins 18 mánuðum. ir Við eigum Everest Sjú En-lai kom til Kat- mandu, höfuðborgar Nepals, síð- degis, en þar mun hann einnig ræða landamæraágreining vxð forsætisráðherrann, Koirala. — Kínverjar hafa nýlega sett fram kröfur um eignarrétt sinn á Everest, hæsta fjalli heimsins — og þegar Sjú ók inn í Katmandu, gat víða að líta spjöld með mynd af fjallkónginum með fána Nep- als á tindinum. Sumar myndanna báru og áletrunina: „Við eigum Everest“. — Má segja, að kin- verska forsætisráðherranum hafi verið fremur fálega tekið, sem í Indlandi. Garðyrkjufræðsla FJÓRÐA og siðasta fræðslukvöld Garðyrkjufélags Islands verður haldið í kvöld, miðvikudag 27. apríl, í Iðnskólanum á Skóla- vörðuholti og hefst kl. 20,30. A þessum fundi tala próf. Níels Dungal (um orkídeur) og Seefeld Wolf (um blóm í listaverkum). ábendingar um heppilegar breyt- ingar, töldu að við svo búið mætti standa eða vísuðu málunum til aðgerða Alþingis. 1 síðastnefnda tilfellinu var um að ræða vanda- mál tveggja stofnana, Ríkisút- varpsins og Tryggingastofnunnar ríkisins, sem yfirskoðunarmenn töldu hæpið að unnt yrði að leysa farsællega án atbeina þingsins. Chessmonn heldui í hólmstróið Sacramento, Kalif., 26. apr. (NTB/Reuter). — ÉG neita að viðurkenna, að mér sé ekki undankomu auðið, sagði Caryl Chess- man, þegar hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í gær 16. beiðni hans um að taka mál hans upp að nýju. — Hann sagði, að Iíkumar væru reyndar 99 á móti 1 gegn sér — en hann tryði á þetta eina tækifæri. Það eina, sem nú virðist geta bjargað honum, er að tveir blaðamenn, sem telja sig hafa sannanir fyrir því, að hann sé ekki glæpamað- urinn ,Rauði lampinn", hafi rétt fyrir sér — því að Brown ríkisstjóri Kaliforn- íu hefir Iýst því yfir, að stjórnarskráin veiti sér enga heimild til að náða Chcssman. Chessman, sem var dæmd ur fyrst fyrir 12 árum, fyr- ir mannrán og kynferðis- glæpi, skal líflátast í gas- klefa San Quentinfangels- isins nk. mánudag. — — Syngman Framh. af bls. 6. opnaðir. — Rhee kvaðst hafa sagt allt, sem hann vildi segjo að sinni, í yfirlýsingu sinni fyrx í dag. Sendiherra Bandaríkjanna, Walter McConaughy, ræddi exnn ig við Syngman Rhee í dag. — Síðar gaf sendiráðið út tilkynn- ingu, þar sem segir m. a., að yfir- völdin í Suður-Kóreu verði að ráða hið fyrsta bót á því ástandi, „sem fólkið kvarti yfir með réttu“. — Eftir samtal sitt við Rhee kvaðst sendiherrann sann- færður um, að hann mundi efna heit sitt og afsala sér öllum vóld- um. • Forsprakkar flýja Víðar í Kóreu urðu óeirðir í dag, sérstaklega í borginni Pus- an, þar sem flestar opinberar byggingar voru skemmdar mik- ið. — Herlögunum, sem var af- létt að nokkru í gær, var á ný fengið gildi í Seoul, Pusan og nokkrum fleiri borgum. Lengi dags svifu þyrlur yfir bústað Syngmans Rhees — og komst á kreik sá orðrómur* að hann hefði með leynd komizt á brott með einni þeirra — ei, opinber talsmaður neitaði alger- lega þeim orðrómi. — Hins vegar er vitað, að nokkrir foringjar Frjálslynda flokksins fara nú huldu höfði, þar á meðal vara- forsetaefnið Lee Ki Poong. Stúlka óskast I sælgætisgerð í Hafnarfirði. Uppl. í síma 36195. Nýjar jarðhrœr- ingar í Lar Eifurslöngur skríða í rykugum rústunum TEHERAN, íran, 26. apríl. (Reuter) — Þegar björgunar- sveitir voru að grafa í rústum Lar í dag í leit að þeim, sem kunna að vera þar enn með lífi, gekk nýr landskjálftakippur yf- ir. Ekki er gott að fá áreiðanleg- ar fréttir frá Lar, en heyrzt hef- ir, að nokkrir björgunarmann- anna hafi slasazt eða jafnvel beð ið bana. ★ Fregnir af manntjóninu á sunnudag eru mjög ósamhljóða, og talar ein heimild um, að 400 hafi fundizt látnir, önnur segir, að um 3000 hafi farizt — og svo heyrast ýmsar tölur þar á milli. — Eftirlifendur hafast flestir við í tjaldbúðum í grennd við Lar, en menn, sem flogið hafa yfir nágrennið, segja að sjá megi langar lestir fólks á leið til næstu þorpa. ★ Björgunarmenn telja, að taka muni um þrjár vikur að leita í rústunum. Mikil drepsóttahætta er talin þar — og sjá má eitur- slöngur skríða um rykugar rúst- imar, en þær geta auðvitað orðið hættulegar þeim, sem enn kunna að liggja lifandi í brakinu. — Matvæli, fatnaður og hjúkrunar- gögn eru flutt flugleiðis til Lar, og hefir hjálp borizt víða er- lendis frá. ★ Talið er, að landskjálftinn á sunnudaginn hafi verið mun harðari en sá, sem lagði Agadir í Marokkó í rústir fyrir nokkru. Hugheilar þakkir sendi ég öllum er sýndu mér vinar- hug á 70 ára afmæli mínu 18. þ. m. Pálína Þorfinnsdóttir, Urðarstíg 10. Útför móður okkar HlDRDlSAR HANNESDÖTTUR Tjarnargötu 34, fer fram frá þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 29. apríl kl. 2 e. h. Þórhildur Óiafsdóttir, Guðrún Ölafsdóttir. Jarðarför BRAGA MARTEINS JÓNSSONAR frá Vífilsmýrum, fer fram fimmtudaginn 28. þ. m. kl. 1,30 frá Fossvogs- kirkju. Fyrir hönd vandamanna. Indriði Jónsson. Jarðarför konunnar minnar, móður, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR EINARSDÓTTUR fer fram fimmtudaginn 28. þ. m. frá Hafnarfjarðarkirkju og hefst með bæn að heimili hennar, Vesturbraut 20, kl. 1,30. — Blóm og kransar afbeðin, en þeim sem vildu minnast hennar, er bent á Líknarstofnanir. Friðrik Ágúst Hjörleifsson, « dætur, tengdasynir og barnabörn. Jarðarför föður okkar GUÐJÓNS SIGURÐSSONAR sem andaðist þann 21. þ. m. fer fram frá heimili hins látna Voðmúlastaða-hjáleigu, laugard. 30. apríl kl. 1 e. h. Jarðsett verður frá Voðmúlastaða-kirkjugarði. Böm, tengdabörn og bamaböm. (Þeir sem kynnu að óska eftir ferð héðan úr Reykja- vík, vinsamlegast hringið í síma 2-22-43 eftir kl. 5 sem fyrst). Jarðarför bróður míns GUÐMANNS ÁRNASONAR Klömbrum, sem andaðist miðvikud. 20. þ.m. að Elliheimilinu Grund, fer fram föstudaginn 29. þ. m. að Breiðabólstað, Vestur- Hópi kl. 2 e. h. — Kveðjuathöfn verður í Dómkirkjunni fimmtudaginn 28. þ. m. kl. 10,30 f. h. Fyrir hönd aðstandenda. Guðmundur Árnason. Alúðar þakkir öllum þeim sem vottuðu vináttu og Isamúð við andlát og jarðarför MARIU HALLDÖRSDÓTTUR , Vandamenn. ^ r p f p r n f ff f ^

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.