Morgunblaðið - 05.05.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.05.1960, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 5. maí 1960 MORCVNBLAÐIÐ 3 -í Kindakofar hverfa úr íbúðarhverfunum STAKSIEIMAR I>Ö Reykjavík hafi breytzt stórlega á undanförnum ára- tugum og nálgist óSum um margt stærri borgir erlendis, er sauðfjárbúskapur stundað- ur í bænum heima við hús manna. 1 gærdag heimsóttu blaða- maður og ljósmyndari Mbl. sem snöggvast fjárbú Hjalta Benediktssonar brunavarðar í Smáíbúðahverfinu, að Grund- argerði 14. Sumir hafa yndi af hund- um, hestum eða köttum, en ég hefi alltaf haft mikið yndi af kindum og hefi sjálfur átt kindur í 14 ár, sagði Hjalti, aldrei neitt stórbú, svona eins og þú sérð hér á blettinum mínum. Hjalti hefur ekki gróðursett tré eða túlipana í garðinn, heldur er hann fjárrétt, fyrir þær 16 ær sem hann hefur haft á fóðri í vetur. — Og sauðburður er í full- um gangi, sögðum við, því í garðinum voru mörg falleg lömb sem voru að leika sér. — Já og hér er þrílemban mín, sagði Hjalti, og króaði síðan af eyglótta á, með þrem lömbum tveim bíldóttum og einu svart höttóttu. Hún er ekki nema 4 ára þessi ær en börnin henn- ar eru nú orðin 9. Sjaið hvað höfuðlagið er fallegt á þessum lömbum sagði Hjalti, sem dró brauð upp úr vasanum til að gefa mömmunni meðan hann sýndi okkur þessi fallegu lömb. Sauðburði lýkur 24. maí, en lömbin hans eru nú orðin 15, undan átta ám. Okkur fannst sú gamla vera ósvikin sauðkind, því svo virt- ist sem hún ætlaði ekki að finna einn brauðmola er Hjalti kastaði til hennar. Nei þessi er ekki heimsk skal ég segja ykkur. Hún er afskaplega góð móðir. Hún fer alltaf sínar ákveðnu leiðir þegar ég sleppi henni á vorin. Nei ég held að það sé með sauðféð eins og mennma hvað gáfnafar snertir að þar er mis jafn sauður í mörgu fé. — Og nágrannarnir eru ekki á móti fjárbúskapnum? Nei ég hefi ekki orðið þess Hjalti, þrílemban og lömbin hennar þrjú. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Móðir og dóttir var. Nær sanni er hið gagn- siæða. — Þú ert bundinn af þessum búskap þínum. Já ég er það eðlilega, ' en svo mikla ánægju hef ég af því að slíkt tel ég ekki eftir mér. Þegar þið farið í bíó eða leik- hús, máttu vita það að ég er úti hjá kindunum, ef ég er þá ekki á vakt niðri á stöð. Þú heyjar sjálfur? í bíl- skúrnum stendur rauður Far- mall með sláttugreiðu Já það er eitt helzta vandamálið hjá okkur sem erum með kindur hér í bænum, að heyja í þær. En ég fékk mér Farmall til að leysa það mál sómasamlega. Mér nægir að heyja á tveim nekturum lands. — Og hér ætlarðu að reka fjárbú þitt áfram? Nei þetta er síðasta sumar- ið sem ég verð hér. Nú munu fjáreigendur flytjast inn í Blesagróf, en þar var Fjáreig- endafélaginu úthlutað nokkru landi og því verður skipt upp á milli félagsmanna. Þá fæ ég þar skák og flyt kind- urnar mínar þangað Mun þá sennilega alveg leggjast niður svona fjárbúskapur í útihús- um í skúrum heima við hús íjárbænda í Reykjavík. Mikil aðsókn að hygging- arþjónustunni Hún hefur nú starfað í eitt ár B Y GGIN GARÞJÓNU ST A arki- tektafélágsins á Laugaveg 18 hef- ur nú starfað í eitt ár, og aðsókn verið betri en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Sl. ár hafa úm 20 þúsund manns komið þar, skoð að þann byggingavarning sem á boðstólum er, og fengið tækni- legar upplýsingar. Fréttamaður blaðsins leit í gær inn hjá byggingarþjónustunni. Þar voru þá í heimsókn múrara- nemar og rafvirkjar úr Iðnskól- anum í fylgd með kennara sín- um, og var Guðmundur Kristins- son, arkitekt, framkvæmdastjóri Byggingarþjónustunnar að sýna þeim ýmis konar byggingarefni, sem iðnfyrirtæki og innflutnings- fyrirtæki hafa á boðstólum. Þar gaf að líta alls konar kynditæki, einangrunarefni, málningu, hurð- ir, glugga, rafmagnsáhöld og ótal margt fleira, sem þarf í hús. Sýningarbásarnir eru 51 að tölu og leigir arkitektafélagið þá 24 iðnfyrirtækjum og 23 innflytj- endum, sem þar sýna byggingar- vörur sínar. Allir eru básarnir leigðir og nokkur fyrirtæki á biðlista. Ætlazt er til að fyrir- tækin sýni það nýjasta á sínu sviði og reynt er svo að fylgjast með verðlagi og því hvað fæst á hverjum tíma og veita tæknileg ar upplýsingar, eftir því sem hægt er að koma við. Er inn er komið blasir við tafla með áætl- un um málningarkostnað. Og að- spurður sagði Guðmundur Krist- insson þar vera ætlunina að reyna að veita upplýsingar um annan áætlaðan kostnað við byggingar, eins og t.d. múrun, en það lægi ekki fyrir ern. Byggingarþjónustunnar Hjá byggingarþjónustunni liggja líka frammi vöruskrár og tímarit, sem menn í byggingar- hugleiðingum eiga aðgang að. Auk þess er stefnt að því að flytja fyrirlestra um ýmis konar byggingarefni, bæði fyrir almenn ing og fagmenn. Og í fyrra voru sýndar kvikmyndir um þetta efni á miðvikudagskvöldum í húsa- kynnum Byggingarþjónustunnar og mun svo verða einnig nú. Byggingarþjónustan er opin alla daga kl. 1—6 e.h., og veitir Ólafur Jensson þá gestum upp- lýsingar. Ævintýri á göngu- för i Ólafsvík ÖLAFSVÍK, 30. apríl. '— Hér á Ölafsvík var frumsýndur í fyrra kvöld gamanlelkurinn góðkunm Ævintýri á gönguför við hús- fylli og stórglæsilegar undir- tektir áhorfenda. Leikstjóri var Sigurður Seheving og með hlut- verk fóru: Kristján Jensson, Hinrik Konráðsson, Vigfús Vig- fússon, Gunnar Hjartarson, Alex- ander Stefánsson, Magnús Antons son, Björg Finnbogadóttir, Hrefna Bjarnadóttir og Kristinn Sig- mundsson. Uppselt er á tvær sýn- ingar í kvöld og á mánudag. Leik félagið hyggst ferðast með leik- ritið um nágrennið. — Fréttaritari. Mikilvægar y irlýsingar í Genf Tíminn birtir í gær viðtal vi8 Hermann Jónasson um Genfar- ráðstefnuna. Þar segir Hermann, er hann ætlar að afsaka þá af- stöðu sína að vera á móti fliutn- ingi íslenzku tillögunnar: „Ég held t.d. að þegar nefndir greiddu atkvæði gegn tilllögum íslands, hafi þar fleiri orðið til þess að gera grein fyrir því í ræðum, hvers vegna þeir sæju sér ekki annað fært, — en átti sér stað út af flestum öðrum at- kvæðagreiðslum“. Þarna bendir Hermann ein- mitt á eitt hið þýðingarmesta við flutning breytingartillögunnar, þ. e. a. s. að fá fram á ráðstefnunni sjálfri þann stuðning, sem mál- staður íslands naut, þó að sér- staða þess yrði nú ekki viður- kennd. Þessi stuðningur kom ein- mitt fram í ræðum þeim, sem Hermann nefnir, og kann hann síðar að reynast okkur ómetan- legiar. Bældar óskir og hngsanir f Vísi í fyrradag er rætt um það, þegar Hannibal Valdimars- son mismælti sig á Lækjartorgi 1. maí og hrópaði, að íslendingar ættu að segja sig úr ALÞÝÐU- BAND........... en tók sig síðan á og sagði Atlantshafsbandalag- inu. Vísir segir: „Sálfræðiy segir að mismæli sem þessi séu engum tilviljunum undirorpin. Um það segir próf. Símon Jóh. Ágústsson í einni bók sinni: „Mistök (t.d. mismæli) eiga sér oft sálrænar orsakir og stafa ekki nærri alltaf af klaufaskap og vankunnáttu. Mistök af þessu tagi eru ekki undir tilviljun kom- in .heldur eiga þau rót sína að rekja til bældra óska og hugs- ana“.“ Ef hin sálræna skýring á mis- tökum Hannibals er rétt, vaknar spurningin um það, hvaða flokk- | ur mundi nú fáanlegur til að taka við honum. Hvernig væri að reyna Framsókn? íslendingar viðstaddir hergöngurnar Þjóðviljinn segir í gær: „Alþýðusambandi islands bár* ust boð um að senda gesti til að vera viðstadda 1. maí-hátíðahöld- in í höfuðborgum Sovétríkjanna, Austur-Þýzkalands og Tékkó- slóvakíu. Boðin voru frá verka- lýðssamböndum þessara landa. Voru boðin þegin og tveir menn valdir til hverrar farar“. Nokkrir íslendingar hafa því orðið þeirra sælu aðnjótandi að horfa á hergöngur þær og her- búnað, sem einkenndi 1. maí há- tíðahöldin í kommúnistaríkjun- um. Fríverzlun gengin í gildi Formlega hefur nú verið undir- ritaður samningur fríverzlunar- ríkjanna, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Bretlands, Sviss, Aust urríkis og Portúgals. Eru tvö fríverzlunarbandalög orðin að veruleika í Evrópu. j Enda þótt islendingar hljóti að ! fagna sigri þessara þjóða yfir böftum og þvingunum, hlýtur . það að vekja ugg, að við skulum vera að einangrast frá þessum þjóðum. | Við hljótum þó að vona, að þess verði skammt að bíða, að við getum orðið þáttakendur í frjálsum viðskiptaheimi, en að því m.a. miðar viðreisnarstefnan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.