Morgunblaðið - 05.05.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.05.1960, Blaðsíða 11
Fimmtudáfeur 5. maí 1960 MOH CÍJlKfíL 4Ð1Ð 11 Frá aðalfundi Kaupmannasamfaka íslands AÐALFUNDUR Kaupmannasam taka íslands var haldinn í Leik- húskjallaranum miðvikudaginn 27. apríl sl. Fundinn setti for- maður samtakanna Páll Sæm- undsson, en fundarstjóri var síð- an kjörinn Jón Helgason, en Björn Guðmundsson fundarrit- ari. Að loknum venjulegum aðal- fundarstörfum urðu fjörugar um- ræður um þau mál, sem nú eru efst á baugi og hag verlunarinn- ar varða. Stóð fundurinn fram ýfir miðnætti og gerði ýmsar alyktanir. Þorbjörn Jóhannesson flutti framsöguerindi um verðlagsmál. 3enti hann á það að samkvæmt þeim lögum og fyrirmælum ,sem sett hafa verið í sambandi við efnahagsmálaráðstafanir ríkis- stjórnarinnar sé engri atvinnu- grein ætlað að taka á sig eins miklar byrðar og einmitt verzi- uninni. Með gengisbreytingunni hefur kapital verzlunarinnar verið skert um þriðjung, verzlun arkostnaðurinn hefur aukizt að sama skapi, en þrátt fyrir það hefur álagningin verið skorinn niður um V*—%. Flutti hann síð- an tillögu verðlagsmálanefndar, sem fundurinn síðan samþykkti. Þar segir m. a.: Lækkun álagn- ingar, sem ákveðin var með til- kynningu Innflutningsskrifstof- unnar nr. 2/1960 á þeirri óraun- hæfu verzlunarálagningu sem fyrir var, samfara stórhækkuðum verzlunarkostnaði vegna efna- hagsráðstaf ana ríkisstj órnarinn- ar svo sem vaxtahækkun, kostn- aði við innheimtu söluskatts o. fl., hlýtur að leiða til verulegs af- hroðs frjálsri verzlun, ef ekki verður þegar úr bætt. Þá er enn- fremur bent á það, að ákvæði áðurnefndrar tilkynningar Inn- flutningsskrifstofunnar fái alls ekki staðizt lagalega séð, þar sem þau geri að verulegu leyti ráð íyrir því að vörur séu seldar með álagningu langt undir verzl- unarkostnaði, en lögin sjálf, þ. e. lög nr. 35/1950 um verðlag og fleira, segja að verzlunarálagn- ingu skuli miða við dreifingar- kostnað hjá vel reknu fyrirtæki. Hins vegar leggja lögin þá skyldu á Kaupmenn að selja vörur sínar sarr.t, þó að þeir sjái fram á fyrirsjáanlegt tap á sölunni, og t eru slíkar kvaðir í lögum mjög vafasamar gagnvart eignaréttar- vernd stjórnarskrárinnar, að ekki sé meira sagt. Að lokum er í ályktun þessari skorað á ríkis- stjórnina að hún beiti sér fyrir afnámi Verðlagsákvæðanna og veiti verzluninni að því leyti jafn rétti við aðra atvinnuvegi um fullt samningafrelsi um kjör sín, enda telur fundurinn að reynslan hafi sýnt, „að frjáls samkeppni háð á jafnréttisgrundvelli sé far- sælasta og réttlátasta verðlags- eftirlitið“. Björn Jónsson flutti framsögu um gjaldeyris- og innflutnings- mái, og samþykkti fundurinn til- lögu til ályktunar um þau mál, þar sem fagnað er þeim ráða- gerðum, sem felast í frumvarpi ríkjsstjórnarinnar um skipan gjaldeyris- og innflutningsmála, sem nú liggur fyrir Alþingi, og treystir því að stjórnvöld lands- ins haldi áfram á sömu braut unz innflutningur verði gefinn frjáls frá hvaða landi sem er. Telur fundurinn nauðsynlegt meðan út- flutningsverzlunin beinist til jafnkeypislanda, að slík viðskipti séu bundin við eðlilega þörf, jafn framt því sem áherzla sé lögð á vörugæði og samkeppnisfært verð. Fundurinn fagnaði þeirri fyrirætlan að leggja niður inn- fluíningsskrifstofuna og afnema fjárfestingartakmarkanir. Framsögu um skattamál hafði Oskar Norðmann. Gerði fundur' inn síðan samþykkt um skattamál þar sem m. a. eru harðlega ítrek- uð mótmæli, sem stjórn Kaup- mannasamtaka íslands hefur þeg- ar flutt ríkisstjórninni, vegna laga um söluskatt, jafnframt því sem harmað var að ekki skyldi vera farið að tillögum samtak- anna í því efni. Fundurinn telur að spor sé stigið í rétta átt með útsvarslagafrumvarpi því, sem flutt hefur verið af ríkisstjórn- inni á Alþingi, að því er tekur til frádráttarheimildar vegna út- svarsgreiðslu undanfarins árs, svo og leiðréttingar misréttis í útsvarsgreiðslum einkafyrirtækja og hlutafélaga gagnvart sam- vinnu og samlagsfélögum. Hins vegar varar fundurinn eindregið við þeirri stefnu, sem frumvarp- ið gerir ráð fyrir að viðhaldið sé, að veita bæjar og sveitarfé- lögum áframhaldandi heimild til þess að leggja útsvör á veltu án nokkurs tillits til hagnaðar við- komandi atvinnugreinar eða starfsemi, svo og á því misræmi, að sama tegund verzlunar skuli þurfa að hlita því að greiða mis- háan hundraðshluta af veltu sinni í útsvar, allt eftir því undir hvaða bæjar — eða sveitarfélagi hún á að sækja. ítrekaði fundurinn að lokum fyrri ályktanir um sam- ræmda heildarendurskoðun skatt- og útsvarslaga á þeim grundvalli, að heildargjöld til ríkis og bæjar eða sveitarfélags megi aldrei nema meiru en ákveðnum hundraðshluta af hreinum tekjum fyrirtækja. (Fréttatilkynning frá Kaupmannasamtökum íslands). TALIÐ er nú fullvíst, að rúm- lega 700 manns, mest konur og börn, hafi farizt í hinum ægilegu landskjálftum, sem urðu í suðurhluta írans sunnudaginn 24. apríl sl. — en, eins og frá var skýrt í fréttum, voru það borgirnar Lar og Garash, sem harðast urðu úti í náttúruhamförum þessum. í Lar má segja, að ekki standi steinn yfir steini — að borgin sé algerlega jöfnuð við jörðu. Enn er verið að grafa eftir líkum í rústum Lar, en það er engan veginn hættulaust verk, því að nær daglega Rófað í * rústum verða meiri og minni jarð- hræringar á þessu svæði, þótt þær séu smáræði hjá hin- um geigvænlega landskjálfta, sem lagði borgina í rústir. — Samgöngur í þessum lands- hluta eru mjög ófullkomnar, og hefur því reynzt erfitt um vik að koma þangað nauðsyn- legum vistum og hjúkrunar- gögnum. Öttast menn nú mjög, að upp kunni að koma drepsótt á landskjálftasvæð- inu. ★-------- Vegna samgönguerfiðleik- anna hefur ekki heldur verið hægt að koma neinum stór- virkum tækjum til Lar til þess að flýta fyrir uppgreftr- inum, og hafa björgunar- sveitirnar lítið annað haft í höndunum en skóflur, haka og járnkarla. Má því búast við, að færri hafi náðst lifandi úr brakinu en ella. — Meðfylgj- andi mynd sýnir, hvar menn eru að róta í rústunum. Sigurjón Einarsson: Fyrirspurn til Landhelgisgæzlunnar vegna yfirlýsingar inn netatjón ÚT af yfirlýsingu landhelgisgæzl unnar í blöðunum“, — til að forð ast misskilning — eins og það er orðað, vildi ég mega biðja landhelgisgæzluna um frekari upplýsingar og fer því hér með fram á, að hún svari eftirfarandi spurningum í sömu blöðum: 1. Hve lengi helga yfirgefin veiðarfæri fyrsta rétt til veiða á ákveðnu svæði og hvaða bóta- skylda leggst á aðvífandi skip, sem kemur á svæðið í myrkri og hefur þar veiðar í góðri trú, þar sem engin skip eru á staðnum, sem gefa til kynna að þau séu þar að veiðum með slík T. eiðar- færi og afleiðingin verður veið- arfæratjón sem aðkomuskipið veldur í grandaleysi? 2. Er ekki sjálfsagt að skip sem vilja helga sér veiðiréttinn, sanni hann með nærveru sinni á staðnum með greinilegri merkja- gjöf um veiðar sínar svo önnur skip, sem einnig hafa þar veiði- rétt, geti hagað sér þar eftir og er þetta ekki bein skylda til full- nægingar veiðiréttinum? 3. Telur landhelgisgæzlan ekki það æskilegast og áretksrarhættu minnst, að bátamir haldi sig með net sín innan 8 mílna markanna, þar sem togurunum er leyfð veiði að þeim mörkum og það enda þótt að veiðiréttur þeirra sé þar fyrir hendi, eins og togaranna? Ennfremur þetta úr því ég fór að hreyfa penna: Togaramenn líta svo á, að veiði leyfið inn að 8 mílum hafi fyrst og fremst verið ákvörðun tekin þeirra vegna, til þess að útiloka þá ekki með öllu frá veiðum á Selvogsbanka, (sem hafa verið þeirra aðalmið um vertíðina) eftir að búið var að afhenda bát- unum öll þeirra gömlu og beztu mið á þeim slóðum. Bátasjómenn virðast hins veg- ar ekki vera á þeirri línu og halda fast við að það sem þeim sé ekki bannað, það leyfi þeir sér, enda eru hinar stórathyglisverðu aðferðir þeirra í fullu samræmi við það. Þeir lögðu netin sín á togveiði- svæðið út af Krísuvíkurbjargi með það fyrir augum að bægja togurunum frá. Þeir fóru frá netum sínum á skírdag til að halda heilagan föstudaginn langa og tryggðu sér og okkur öllum þar með 2 nátta fisk með því að ætla að draga laugardag fyrir páska, hvað ekki tókst vegna veðurs og netin því ekki dregin fyrr en eftir páska og hvernig halda menn að hrá- efnið hafi svo verið, þegar að það loksins kom að landi? Það kemur því miður oft fyrir, að fiskur skemmist í þorskanet- um, bæði að þörfu og óþörfu. Gæðavara getur hann aldrei tal- izt og á ekkert erindi inn fyrir dyr á neinu hraðfrystihúsi. Eina örugga aðferðin til þess að skemma ekki meira með honum, en skemmt hefir verið, er að á- kveða, að þorskanetjafisk megi alls ekki hraðfrysta. Fiskurinn, sem togararnir veiddu þessa daga eða fyrir og um páskana, kom að landi sem gæðavara, eins og togaraveiddur fiskur hefir öll skilyrði til, enda byrjar aðgerð á honum strax og hann er veiddur. Sá farvegur, sem fiskveiðar okkar eru nú komnar í, er þjóðhættulegur þakkað veri þorskanetunum. Það er stór hætta á ferðum, ef sú þró- un verður ekki stöðvuð, en það er síður en svo að út líti fyrir það, ef að gefa á þeim allan rétt, hvar sem menn láta sér detta í hug að leggja þau í sjó, því aS þar sem þau eru í sjó er engum öðrum veiðarfærum hægt að koma við. Til þess að halda við hval- stofninum eru veiðar bannaðar á hval fyrir neðan vissa stærð. Komi það fyrir að minni hvalur sé skotinn, rennur sú veiði til ríkisins og er því ónýt veiði- manninum. Á sama hátt mætti girða fyrir að menn gerðu sér leik að því að ónýta fisk í þorska netum. Menn verða að gera sér ljósa grein fyrir því að einnar nætur þorskanetahengdur fiskur er lé- leg vara, 2 nátta ennþá verri eða afleit vara, 3 nátta og þaðan af eldri tekur engu tali. Sigurjón Einarsson. 50 ára afmœli Ungmenna sambands Skagafjarðar LAUGARDAGINN 7. maí hefst á Sauðárkróki fulltrúafundur Ung- mennasambands Skagafjarðar. - Þá um kvöldið verður hóf í sam- komuhúsinu Bifröst til að minn- ast 50 ára afmælis sambandsins, og gefst ungmennafélögum eldri og yrigri kostur á að vera þátt- takendur. UMSS var stofnað í Vík, Staðarhreppi þann 17. apríl 1910 og var því 50 ára síðasta páskadag. Stofnendur voru þrjú félög Ungmennafélagið Framför í Lýtingsstaðahreppi, Ungmenna félagið Æskan, Staðarhreppi og Ungmennafélagið Fram, Seilu- hreppi. Auk þess átti ungmenna- félagið Hegri fulltrúa á fundin- um. Fyrstu stjórn skipuðu: Bryn- leifur Tobíasson, Jón Sigurðsson frá Reynistað og Árni J. Haf- stað, Vík. Af stofnendum eru á lífi auk þeirra Jóns og Árna, Þórarinn Sigurjónsson og Ólafur Sigurðsson, Hellulandi. Sambandið hefur ætíð staðið að og gengizt fyrir mörgum menn ingar- og framfaramálum í hérað inu. Um næstu helgi kemur út vandað afmælisrit í tilefni 50 ára afmælisins. Núverandi for- maður sambandsins er Guðjón Ingimundarson, kennari, Sauðár- króki, en hann hefur verið í stjórn í 18 ár, þar af 16 ár for- maður. — jón. Kaupmenn óá- nœgðir meðlœkk aða álagningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.