Morgunblaðið - 05.05.1960, Blaðsíða 12
12
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 5. maí 1960
TTtg.: H.f Arvakur Reykjavík
l'ramkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
MÓTTAKA
FERÐAMANNA
UTAN UR-HEIMI
Virki Hinriks við Sagres.
17YRIR nokkrum dögum var
* skýrt frá því hér í blað-
inu, samkvæmt upplýsingum
frá Flugfélagi íslands, að
greinilega væri að vakna
mikill áhugi erlendis fyrir
Islandi sem ferðamannalandi.
Aldrei hefði verið pantað
jafnmikið af farmiðum fyrir-
fram með flugvélum til
landsins. Mikill fjöldi ferða
í sumar eru nú fullskipaðar
og verulegur hluti væntan-
legra farþega eru útlending-
ar. ■—
En fleiri ferðamenn væri
. liægt að flytja hingað í sum-
ar en þá, sem verða fluttir og
fleiri vilja koma en munu
lcomast. Þessu veldur hinn
margumtalaði skortur á
gistiherbergjum. — Gistiher-
hergi skortir víða um land,
en þó fyrst og fremst í
Reykjavík. Vonir standa þó
til, að ástandið muni batna
verulega í þessum málum á
næstu árum.
Nýlega hefur tekið til
starfa frekar lítið en gott
hótel í Reykjavík. Áætlað er
að stækka Hótel Borg. í húsi
Búnaðarfélagsins munu eiga
að vera 70 gistiherbergi. Og í
undirbúningi er bygging á
stóru og glæsilegu hóteli. En
þessi hótel, og þó að fleiri
væru, munu ekki geta leyst
allan vandann varðandi mót-
töku ferðamanna í Reykja-
vík.
Útlendingar koma fyrst Og
fremst til landsins í júní, júlí
og ágúst. Hótelum nægja
ekki verkefni í þrjá mánuði
á ári og því verða varla byggð
nægilega mörg hótel til að
taka við öllum, þegar þeir
koma flestir. Vandamálið
með gistiherbergin verður
því að leysa á fleiri vegu, en
með byggingu hótela.
Heimavistarskólahús úti
um landsbyggðina hafa víða
komið að góðum notum sem
sumargistihús. í framtíðinni
þyrfti enn frekar að hafa í
huga þessa tvíþættu notkun.
Enda er full nýting dýrra
bygginga mikilvæg öllum við
komandi aðilum og reyndar
þjóðinni í heild. Slíkar bygg-
ingar ætti að leigja einstakl-
ingum til gistihúsahalds yfir
sumartímann.
Sama er að segja um stúd-
entagarðana við Háskólann.
Þeir hafa um árabil bætt
nokkuð úr brýnni þörf fyrir
sumargistihús og munu gera
það áfram. En stúdentagarð-
arnir eru ekki eins hentugir
og skyldi sem gistihús. Það
Það er því mjög mikilvægt
að þegar ráðizt verður í
byggingu þriðja stúdenta-
garðsins, sem vonandi verður
gert áður en langt um líður,
þá verði vel hugsað fyrir
þörfum væntanlegra gesta á
sumrin.
En auk þess virðist eðli-
legt, að sá háttur verði á
hafður, að gistihús hafi sam-
band við heimili og útvegi
gistingu í heimahúsum, þegar
hótel eru fullsetin. Þessi hátt-
ur er víða hafður á erlendis,
þegar búizt er við óvenju-
miklum ferðamannastraumi
lítinn hluta úr ári, svo sem
vegna vörusýninga, íþrótta-
hátíða eða annars. Þegar
heimssýningin stóð yfir í
Brússel í Belgíu, þá gisti
verulegur hluti hinna er-
lendu gesta í heimahúsum.
Hið stutta sumar á íslandi
skapar að nokkru leyti svip-
uð vandamál og áðurnefndir
atburðir erlendis og því sýn-
ist rökrétt að þau séu leyst
á svipaðan hátt.
Rétt gengisskráning hefur
eðlilega aukið mjög áhuga út-
lendinga fyrir ferðum til ís-
lands, þannig að nú hafa
skapazt alveg ný viðhorf í
þessum málum. Æ fleiri taka
þátt í ferðalögum milli landa
með hverju ári sem líður og
er ekki nokkur efi á, að
ferðalög til íslands gætu
komizt mjög í tízku. Hér
skortir að vísu margt, sem
ferðamenn sækjast hvað helzt
eftir. En þetta gerir ísland
einmitt frábrugðið öðrum
löndum og svo er hér ýmis-
legt óvenjulegt, sem á vart
sinn líka.
Móttaka ferðamanna getur
orðið arðvænlegur atvinnu-
vegur og það er því mikil-
vægt að honum verði ekki
spillt á nokkurn hátt. Menn
verða að muna, að það er
almennt viðurkennt að bezta
auglýsingin fyrir sérhvern
ferðamannastað er gott um-
tal fyrri gesta.
Góðar hugmyndir og fram-
takssemi munu styðja þenn-
an atvinnuveg. Má í því sam-
bandi benda á sjóstangaveiði-
keppnina, sem bráðlega mun
fara fram við Vestmanna-
eyjar. Margir útlendingar
munu taka þátt í henni, en
fleiri urðu frá að hverfa
vegna skórts á gistiherbergj-
Um. — '
Brautryöjandi ianda
fundanna miklu
í PORTÚGAL er þess nú
minnzt með miklum hátíða-
höldum að senn eru liðin
500 ár frá dauða landkönnuð-
arins mikla, Hinriks prins af
Portúgal, sem hlaut viður-
nefnið Siglingafræðingurinn.
Hátíðahöldin hófust 4. marz
sl. á afmælisdegi Hinriks, en
hann var fæddur árið 1394, og
lýkur þcim hinn 13. nóvem-
ber, en þann dag árið 1460
andaðist hann.
Hinn 10. júní n.k. verður opn-
uð sýning í Bélem, sem er nálægt
Lissabon, helguð afrekum prins-
ins, og verður hún opin þar til
hátíðahöldunum lýkur. Þá verð-
ur hinn 7. ágúst flotasýning út af
Sagres á St. Vincents höfða syðst
í' Portúgal, en í henni taka þátt
flotadeildir fjölda landa.
Merk skjöl í Leningrad
Alþjóðaráðstefna um sögu land
kannana verður haldin í Lissa-
bon dagana 4—12. september og
sitja hana um 1.500 fulltrúar
ýmissa landa ,þeirra á meðal full
trúar Ráðstjórnarríkjanna. Vek-
ur þátttaka Rússanna sérstaka
eftirvæntingu, þar sem fundizt
hafa á seinni árum skjöl í Ríkis-
niaive... ..m sýnir Alfonso konung V. (krjúpandi)
Hinrik prins (meö svartan hatt) og ýmsa ættingja konungs-
fjölskyldunnar. —
skjalasafninu í Leningrad, sem
staðfesta þá skoðun, sem lengi
hefur ríkt í Portúgal, að frá því
Bartolomeu Dias sigldi fyrir
Góðravonarhöfða árið 1487, þar
til Vasco da Gama sigldi til Ind-
lands árið 1497, sendu Portúgalar
út marga könnunarleiðangra, sem
ekki hefur hingað til verið vitað
um með vissu, og sem haldið var
leyndum af öryggisástæðum. En
Arabisk Leiðsögubók fyrir skip-
stjórnarmenn ,sem fannst í safn-
inu í Leningrad, leiðir fram sann-
anir fyrir þessum leiðangrum.
Af konungakyni
En hver var Hinrik prins af
Portúgal? Faðir hans var Joao
konungur I. í Portúgal, sem barð-
ist gegn Spánverjum og Márum
með þeim árangri, að Portúgal
var skipað á æðri bekk meðal
þjóða Evrópu, en móðir hans var
Philippa, dóttir Johns hertoga af
Lancaster, sem var sonur Ját-
varðar III. Bretakonungs.
Hinrik gat sér mikinn orðstir
við hertöku Ceuta, „Gíbraltar
Afríku" árið .1415 og upp úr því
vaknaði hjá honum mikill áhugi
á að öðlast vitneskju um víðáttu
meginlands Afriku. Márar höfðu
þá þegar kannað nokkuð norður-
hluta álfunnar og er talið að þeir
hafi komizt allt þangað sem Tim-
búktú stendur nú við Nigerfljót-
ið. En enginn Evrópubúi vissi
hvað tók við þar fyrir sunnan.
Var jafnvel talið að þaðan væri
ekki langt að endamörkum jarð-
ar.
Upplýsingasöfnun
Árið 1419 var Hinrik skipaður
landsstjóri ,,konungdæmisins“
Algarve, syðsta héraðs Portúgals,
og settist hann að í Sagres. Þar, á
klettóttri sjávarströndinni, stend-
ur enn kastali mikill með skjald
armerki Hinriks yfir fordyrum.
Þangað bauð hann nú landfræð-
ingum, stjörnufræðingum og
kaupmönnum til að fá sem víð-
tækastar upplýsingar um lögun
jarðar, siglingarfræði og ókunn
lönd. Þaðan stjórnaði hann leið-
angrum sínum, sem á næstu 40
árum könnuðu strönd vestur
Afríku og komust allt suður til
Ghana. Einn fyrsti leiðangurinn
fann eyjuna Madeira, en fram
að þeim tíma hafði hún verið ó-
byggð með öllu og óþekkt.
Hinrik prins og vísindamenn
hans söfnuðu saman öllum upp-
lýsingum sem fengust úr leiðangr
um hans og skipulögðu nýja.
Þeir fylgdust vel með öllum
tæknilegum framförum annars-
Framhaid.á bls. 17.