Morgunblaðið - 05.05.1960, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.05.1960, Blaðsíða 22
22 MORCVNTiTAÐlb ^immfudagur 5. maí 1960 i kwSld E KVÖLD lýkur sundmóti ÍR Sundhöllinni. Keppt veröur i 9 sundgreinrum en meðal þeirra eru greinar sem sýnt jr að verða svo tvísýnar t.d. ,einvígi“ Guðmundar og Lars >on í 200 m skriðsundi, einvígi \gústu og Strange í 200 m skriðsundi, „einvígi“ Petersen »g Hrafnhildar í 100 m bringu jundi og síðast en ekki sízt keppni í 50 m skriðsundi karla (Larsson, Guðmundur o. fl.). Þetta er síðasta tækifæri Tjrir Rej'kvíkinga að sjá lanska sundfólkið. Agústa og Guðmundur sigruðu þau dönsku * Agætt sundmót IR í gærkvöldi EEFTIR 'æsispennandi, jafna og tvísýna keppni sigraði íslenzka sundfólkið í þremur einvígisgreinum við hina góðu dönsku :.gésti súndmóts ÍR og voru Ágústa Þorsteinsdóttir og Guðm. Gíslason þar að verki. — í hinu fjórða „einvígi“ bar Linda :Petersen sigorð af Hrafnhildi Guðmundsdóttur. — Eitt rirtet Var sett, Ágústa Þorsteinsdóttir í 100 m. skriðsundi E:1.05;6 (átti það gamla 1.05,7). — Það er sannarlega ánægju- legt að sjá árangur íslenzka sundfólksins. Hinir dönsku gestir eru valdir úr röðum hezta sundfólks Dana, en keppni ;við það var ísl. sundfólkinu engin ofraun. Það sýnir hæfni okkar fólks og getu. Við erum reynslunni ríkari eftir þenn- an fyrri dag mótsins — og hvað skeður.í kvöld? Kolbrúnar Ólafsdóttur minnzt L: Sundhöllin var fullskipuð á- horfendum sem nutu ágætrar kepþni. Meðat gesta var forsetí ísJands, Ásgeir Ásgeirsson, forseti ÍSÍ, .generalkonsull Dana Ludvig :Stþrr, stöfnandi ÍR A. J. Berteí- ;sen. —: í upphafi minntist leik- :Stjóri Kolbrúnar Ólafsdóttur og ivíðstaddir heiðruðu minningu :herinar: -/ : j Skemmtilegustu augnablik ■r.'-Z mótsins voru skriðsunds „ein- rr: vígin“ og var það sundkeppni . eins og hún getur verið bezt og ~ r skemmtilegust. Hið fyrra var : 100 m skriðsiund karla. Guðm. : Gjsiason tók forystuna, hélt henni örugglega framan af en : jók síðan forskotið og sigraði : - glæ'silega 1/10 úr sek. frá ís- landsmeti sínu. Lars Larcson náði aldrei snerpu í sitt sund, enda gengur hann ekki alveg heill til skógar, smávægileg meiðsli í handlegg kunna að hafa einhver áhrif. Síðara skriðsundseinvígið milli Ágústu og Strange var ekki síðra. Ágústa náði mun betra viðbragði og tók örugga forystu. Strange sótti heldur á framan af en síðari hluta leiðarinnar gaf Ágústa hvergi eftir, og setti nýtt met — en ætla má að hún geti enn betur, því legan virtist ekki góð síð- asta fjórðung leiðarinnar. Síðar á mótinu mættust þær stöllfir aftur í 50 m skriðsundi. Tókst þeim heldur ver upp en bú izt var við. Ágústa hafði forystu frá upphafi og náði ágætum tíma. Þau settu mestan svip á mótið. Fremst frá vinstri: Hrafn- hildur, Linda Petersen og Ágústa. Miðröð Kirsten Strange, : Lars Larsson og Guðmundur Gislason. Efst Sigurður Sig- urðsson, Akranesi og Einar Kristinsson. (Ljósm. Sveinn Þormóðsson). Öruggur sigur Linda Petersen var hinn öruggi sigurvegari í 200 m bringusundi kvenna. Hrafnhildur fylgdi henni fast eftir 175 metra en varð þá að lúta að nokkru en var fast við sitt met. Petersen náði mun lak- ari tíma en hún á beztan. Æsispennandi keppni Bringusund karla var jafn- asta keppnin. Mátti sjaldnast á milli sjá hver hefði forystu Sig'urður Sigurðsson Akranesi eða Einar Kristjánsson Á. Svo fór að klukkurnar sýndu eng- an mismun á þeim við markið, en augu dómaranna sáu Sig- urð grípa í bakkann fyrr og hlaut hann sigurinn. Tímar þeirra 2:44,0 sek. eru beztu timar íslendings utan mettíma Sigurðar Þingeyings 2:42,6 Hinir ágætu dönsku gestir Lars Larsson, Linda Petersen og Kirsten Strange. Ágústa flýgur fram í laugina — í eitt af sínum mörgu og frækilegu sundum. mín. Guðmundur Samúelsson Akranesi varð 3. á ágætum tíma 2:48,8. Guðmundur keppti einn síns liðs í baksundi karla og vann til eignar bikar þann sem SSÍ gaf. Fyrir 100 m skriðsundið vann hann og til eignar bikar Ólafs Loga Jónassonar. Hélt hann því heim með tvo bikara undir hend- inni. Boðsundið var tvísýn keppni milli ÍR og Akraness og lauk með sigri ÍR. 50 metra bringusund telpna 1. Olöf Olafsdóttir, A 44,4 sek. 2. Sigrún Sigvaldadóttir, KR 47,8 sek. 3. Kolbrún Guðmundsd., IR 48,3 sek. 50 metra skriðsund kvenna 1. Agústa Þorsteinsdóttir, A 29,7 sek. 2. Kirsten Strang, Danm. 30.6 sek. 3. Hrafnhildur Guðmundsd., IR 31,6 3x100 metra þrísund karla 1. Sveit Iþróttafél. Rvíkur 3:38,5 mín 2. Sveit Iþróttab. Akraness 3:42,6 mín Iimanfélagsmót SUNDDEILD ÍR efnir til innan- félagsmóts í Sundhöllinni á föstu dagsmorguninn kl. 11,30. Verður þar keppt í 100 m skriðsundi karla, 100 m skriðsundi kvenna og 200 m bringusundi kvenna. Undankeppni OL í knattspyrnu lokid Úrslit fyrri dags 100 metra skriðsund karla 1. Guðmundur Gíslason IR 58,3 sek. 2. Lars Larsson, Danmörku 59,8 sek. 3. Siggeir Siggeirsson, A 1:06,0 mín. 100 metra bringusund drengja 1. t>orsteinn Ingólfsson IR 1:21,8 mín. 2. Sigurður Ingólfsson A 1:24,0 mín. 3. Þorkell Guðbrandsson KR 1:25,8. 200 metra bringusund kvenna 1. Linda Petersen, Danm. 2:57,0 mín. 2. Hrafnhildur Guðmundsdóttir, IR 2:59,8 mín. 100 metra skriðsund kvenna 1. Agústa Þorsteinsdóttir A 1:05,6 mín. Islandsmet. 2. Kristen Strange, Danm. 1:06,6 mín. 200 metra bringusund karla 1. Sigurður Sigurðsson, IA 2:44,4 mín 2. Einar Kristinsson, A 2:44,4 mín. 3. Guðmundur Samúelsson, IA 2:48,8 100 metra baksund karla 1. Guðm. Gíslason, IR 1:11,3 mín. 50 metra baksund drengja 1. Þorsteinn Ingólfsson IR 36,0 sek. 2. Þröstur Jónsson Æ 39,5 sek. 3. Kristinn Einarsson A 40,3 sek. UNDANKEPPNI Olympíu- leikanna í knattspyrnu er nú senn lokið, aðeins einn leikur er óútkljáður, en það fer eft- ir ákvörðun alþjóða knatt- spyrnusambandsins, hvort hann verður leikinn, eða hvort Suður-Kórea verður dæmd úr leik og Kína (Þjóð- ernissinnum) dæmdur réttur- inn til að fara til Rómar. 16 þjóðir Það er því þegar vitað um 16 þjóðir, sem hafa unnið til þess að leika í aðal-knattspyrnu- keppni Olympíuleikjanna, og því aðeins eftir að draga um riðla og röðun leikja, en það verður gert innan skamms í aðal-bækistöðv- um alþjóða knattspyrnusam- bandsins í Sviss. Þau 16 lönd, sem hafa unnið sér rétt til að senda knattspyrnu- lið til Rómar eru: Danmörk, Pólland, Búlgaría, Júgóslavía, England, Frakkland, Ungverja- land, Ítalía, Tyrkland, Indland, Kína (þjóðernissinnar), Egypta- land, Túnis, Argentína, Perú og Brasilía. Það hefir vakið mikla athygli Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.