Morgunblaðið - 05.05.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.05.1960, Blaðsíða 14
14 Moncinsnr 4 t>ið FTmmtudagur 5. maí 1960 ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐLSMANNA RITSTJÖRI: BJARNI BEINTEINSSON Landsprófið gallagripur, meiri fungumál í Idrtskólanum, skóla skyldan skki of löng Rætt v/ð nokkra skólanemendur um námsefni og námstilhögun NÚ er vor í Jofti. Náttúran er að vakna af vetrardvalanum. Hinir margbreytilegu Jitir snmaisins eru að ryðja burtu hinni gráu slikju vetrarins. Skepnurnar fyllast vorhug, farfuglar koma, kindur fæða lömb sín og hið hressandi vorloft fyllir mennina bjartsýni. Ungu stúlkurnar eru farnar að ganga í léttum skraut- klæðum á götunum mönnum til augnayndis og karlmennirnir hafa tekið niður trefilinn og lagt úlpuna til hliðar. Hannibal er búinn að tala á torginu. Allt fyll- ist lifi og fjöri Þó er ein „stétt“ manna hér á landi, sem verður að láta sér nægja að horfa á allt þetta út um gluggann sinn. Þetta eru skólanemendumir,sem nú eru óð um að búa sig undir vorprófin. Þúsundir ungra manna og kvenna sitja nú yfir bókum sín- um, og búa sig undir að ganga fram fyrir prófdömara sinn til að standa honum reikningsskap gjörða sinna sl. vetur. Einar Magnússon yfirkennari flutti á dögunum mjög skelegt erindi um fræðslulöggjöfina, þar sem hann fann henni flest til foráttu. Ekki verða hér lagðir dómar á efni þessa erindis, en víst er að það hefur vakið all- mikla athygli. Erindi Einars varð tíðindamanni Æskulýðssíð- unnar hvöt til að ónáða nokkra nemendur mitt í prófunum og fá álit þeirra á fræðslukerfinu og námstilhögun í skóla þeirra. Fyrst hittum við að máli Jak- ob Möller, nemanda í 6. bekk B Jakob Möller Menntaskólans í Reykjavík. Jakob er sonur hjónanna Bryn- hildar og Ingólfs Möller, skipstjóra. Hann býr sig nú undir stúdentspróf. Við spyrjum Jakob nánar um upp- lestrarfríið og prófin . og segir hann okkur að prófin byrji 23. maí og sé þeim lokið 13. júní. Er við spyrjum hann um það, hvenær upplestrarfríið hafi byrjað, þ. e. hvenær „dimission" hafi farið fram, segir Jakob að hann hafi haldið að þessi spurning væri óþörf. Hin frægu " sundafrek stúdentsefha á dim- issiondaginn standi mönnum á- reiðanlega í fersku minni. Og nú spyrjum við um fræðslukerfið I og námstilhögun í Menntaskól- anum. — Hvað vilt þú segja okkur um landsprófið svonefnda? — Ég tel að leggja eigi lands- próf niður í sinni núverandi mynd, og láta Menntaskólana sjálfa ákveða, hvaða nemendur hefji Menntaskólanám, eins og tíðkaðist hér fyrir daga lands- prófsins. Landsprófið er að mörgu leyti hinn mesti galla- gripur. Það er t. d. mikill galli að nákvæmlega sömu kröfur eru gerðar rm námsefni hvar sem landsprófið er tekið. Afleiðing þess er sú að kennslan miðast öll við það að troða inn í nem- endur ákveðnu blaðsiðumagni af utanaðbókarlærdómi en hinir einstöku kennarar hafa sáralitla möguleika til að fræða nemend- urna frá eigin brjósti og gera kennsluna líflegri. Til þess hafa þeir engan tíma. Nemendurnir skulu jú hafa lært utanbókar svo og svo margar blaðsiður af hinum einstöku námsgreinum. Allir þekkja dæmi um frægar spurningar á landsprófi, sem sýna glögglega, hvers konar próf landsprófið er: Nefnið allar ár, sem renna hægra megin í Dóná? er fræg spurning, sem hefur komið oftar en einu sinni á lands prófi. Sannleikurinn er sá að landsprófið veitir alls ekki nægi- lega menntun, það þroskar alls ekki hæfi nemenda til sjálf- stæðrar hugsunar né sjálfstæðra vinnubragða. Margir lenda því í Menntaskóla, sem ^ þangað hafa ekkert að gera. Ég skal t. d. nefna, að þegar ég settist í þriðja bekk vorum við 150, sem hófum nám það haustið. Nú erum við aðeins orðin 108, sem göngum undir stúdentspróf og hafa þó nokkrir nemendur bætzt við síð- an í upphafi. Þetta dæmi sýnir að varlega áætlað dettur þriðj- ungur nemendanna út úr námi einhvern tíma á námsbrautinni og hafa þeir því eytt dýrmætum árum til einskis.. __ Finnst þér skólaskyldutími unglinga of langur hér á landi? — Nei, alls ekki, Hið marg- þætta þjóðfélag nútimans krefst menntaðra þegna. Menn, sem ekki eru sæmilega vel að sér eru alls ekki samkeppnisfærir í þjóð- félaginu í dag. Þetta hafa ná- grannaþjóðirnar komið auga á og stefnan þar er frekar aðlengja skólaskyldutímann en stytta hann. Bretar hafa t. d. skóla- skyldu til 16 ára aldurs Og eru alvarlega að hugsa um að lengja hana upp í 19 ár. — Hvað viltu segja um Mennta skólanámið? — Ég tel að brýna nauðsyn beri til að fjölga deildum í skól- anum. Það þarf t. d. að koma upp náttúrufræðideild, sem væri þá einhvers konar millistig milli stærðfræði- og máladeildar. Enn fremur mætti skipta máladeild í tvennt, nýmála- og fornmála- deild. Skilyrði þess er að sjálf- sögðu aukið húsrými fyrir Menntaskólann og aukinn fjöldi nemenda. Það verður að hafa i huga að Menntaskólanám er ! fyrst og fremst undirbúningur undir vísindalegt háskólanám. Þess vegna er það nauðsynlegt að byrja þegar í Menntaskóla að þjálfa menn til sjálfstæðrar hugs unar og vísindalegra vinnu- bragða. Aukin deildaskipting væri skref í þá átt. — Viltu gera einhverjar breyt- ingar á námsefni Menntaskól- anna? — Já, segir Jakob, en ég vil taka það fram að ég vil alls ekki leggja niður Latinu kennslu, eins og raddir hafa verið uppi um. Hins vegar mætti leggja meiri áherzlu á nýju málin, t. d. frönsku. Auk þess þarf að taka Kristinn Ragnarsson upp raunhæfari kennslu i þjóð- félagsfræðL Mælskulist, mætti einnig kenna, þ. e. framsögn og ræðugerð. Jakob segir okkur að síðustu, að hann sé ráðinn í að hefja nám í lagadeild Háskólans næsta haust og þegar við spyrjum hann að lokum hvort það sé eitthvað sérstakt, sem hann vilji taka fram, sprettur hann upp úr stóln um og segir: Já endilega. Það verður að koma í veg fyrir þá þróun að hvaða skóli sem er geti útskrifað stúdenta. Sú þróun er stórhættuleg. Síðan flytur hann langa ræðu um, hve íslenzku menntalifi sé mikil hætta búin, ef ekki verði hér spyrnt við fót- um, en sú ræða verður að bíða betri tíma. ★ Næst tökum við tali Kristinn Ragnarsson nemanda í Iðnskól- anum. Kristinn er sonur hjón- anna Ragnars Jajkobssonar og Margrétar Jónsdóttur. Hann leggur stund á húsgagrtasmiði, er að byrja sitt fjórða námsár í ágúst nk. og því í þriðja bekk Iðnskólans. Hann er í læri hjá Trésmiðjunni, hf. Brautarholti30. Þegar Kristinn fréttir hvert er- indi okkar sé, þ. e. að fá hans álit á fræðslukerfinu og náms- tilhögun í skóla hans, segir hann að Iðnskólinn hafi svo mikla sér- stöðu, námstilhögun þar sé svo ólík námstilhögun annarra skóla að þar verði enginn samanburð- ur gerður. Hann kýs því að halda sér við Iðnskólann eingöngu. Við spyrjum hann því fyrst, hvernig náminu sé hagað. — Aðalnámið fer fram hjá við- komandi meistara. Námstími í skólanum sjálfum er aðeins tveir mánuðir á vetri hverjum í fjóra vetur. Hið bóklega nám er í aðal atriðum hið sama hjá nemum í öllum iðngreinum. En það sem einkum skilur að ex hin svo nefnda fagteikning svo og önnur atriði, er lúta sérstaklega að við komandi iðngrein. Við í hús- gagnasmíði lærum t. d. svo- nefnda efnisfræði (viðarfræði o. fl.), sem rafvirkjar eða aðrir slíkir læra ekki. — Hvar telur þú sérstaklega þörf úrbóta í iðnnáminu? — Að því er mína grein snertir tel ég að leggja þurfi meiri á- herzlu á, að hinir ýmsu meistar- ar, sem lærlinga taka, hafi að- stöðu til þess að kenna þeim greinina nægilega vel. Eins og stendur er ekkert eftirlit með því. Margir meistarar, sem lær- linga taka hafa alls enga aðstöðu til að kenna þeim, hafa t. d. ekki þær vélar, sem væntanlegir hús- gagnásmiðir þurfa að kunna að fara með. Afleiðing þessa verður sú að margir hafa ekki fengið nægilega undirstöðu, þegar þeir teljast fullgildir sveinar og stand ast því ekki þær kröfur, sem gera verður til slíkra manna. — Hvað segir þú um þá hug- mynd að hið opinbera eigi að setja á stofn skólaverkstæði í helztu iðngr«inunum þar sem allt námið faxi fram. — Ég er ekki hrifinn af þeirri hugmynd, a. m. k. ekki að því er húsgagnasmíði viðkemur. Sl.Vkt skólaverkstæði mundi hafa til- tölulega fáa kennara og menn læra miklu minna af 1—2 kenn- urum heldur en á stóru verk- stæði, þar sem margir, fagmenn vinna. Nei, leiðin er sú að gera ákveðnar lágmarkskröfur til þeirra manna eða verkstæða, sem lærlinga taka. Meistaranafnbótin ein á þar ekki að vera nægileg. Kristinn segir okkur að lokum, að í hinu bóklega námi þurfi að leggja meiri áherzlu á tungumál, t. d. dönsku. Ef iðnaðarmenn búa ekki yfir sæmilegri tungumála- þekkingu, hafa þeir ekki aðstöðu til að kynna. sér þær erlendu nýjungar, sem fram koma í við- komanöi grein. Þeir geta ekki lesið tímarit eða bækur þar um, nema þeir afli sér sérstaklega þekkingar í tungumálum. Afleið ing þess verður aftur sú, að hætta er á að íslenzkir iðnaðarmenn einangrist og geti ekki fylgst sem skyldi með því er gerist á er- lendum vettvangi í þeirra grein. Þetta á ekki sízt við um okkur húsgagnasmiðina, segir Kristinn að lokum. Gunnlaugur Jóhannsson Gunnlaugur Jóhannsson, nem- andi í 2. bekk í Verzlunarskól- anum verður næst á vegi okkar. Gunnlaugur er sonur hjónanna Jóhanns Sigurbjörnssonar skip- stjóra og Kristínar Ketilsdóttur, konu hans. — Þú ert auðvitað í prófum, spyrjum við Gunnlaug. — Nei, ekki aldeilis. Við erum búin og skólaslit hafa þegar far- ið fram, svarar Gunnlaugur. Við spyrjum hann nánar um skólatímann og segir hann, að skólinn hefjist 1. október á haust in eins og aðrir skólar. Fjórði bekkur byrji þó þ. 15. september með námskeiði í hagnýtum verzl unarfræðum. Hins vegar sé skól- anum lokið í aprílmánuði. — Þetta tel ég mjög til bóta, segir Gunnlaugur, að stytta svo skólatímann. Nemendurnir losna þá við þann námsleiða, sem vill gera vart við sig á vorin. Auk þess sitjum við í Verzlunarskól- anum fyrir allri atvinnu á vorin, þar sem við hættum svo fyrr en aðrir skólar. — Segðu okkur í örstuttu máli, hvernig námstilhögun er í Verzl unarskólanum. — Nám í verzlunardeild fer fram á fjórum vetrum, en auk þess er tveggja vetra lærdóms- deild, sem útskrifar stúdenta. Til þess að komast inn í skólann þarf að ganga undir inntöku- próf, en við það próf reyna venju 'legast töluvert fleiri en inn í skólann komast. Framh. á bls. 21. Tvær ráðsteínur SUS í júníbyrjun STJÓRN Sambands ungra Sjálf- stæðismanna hefur ákveðið að boða til tveggja ráðstefna í Reykjavík dagana 7.—9. júní n.k. og er hér með vakin athygli stjórna allra þeirra félaga, sem innan samtakanna eru, á bréfi sem sent hefur verið öllum að- ilum. Iðnaðarráðstefna Akveðiö hefur verið að halda iðnaðarráðstefnu Sambands ungra Sjálfstæðismanna dagana 7. og 8. júní n.k. Ráðstefna þessi verður sennilega með svipuðu sniði og land'búnaðarráðstefna S.U.S. 1957 og sjávarútvegsráð- stefna, sem haldin var 1958. Má því búast við að á iðnaðarráð- stefnunni verði fluttir nokkrir fyrirlestrar um iðnaðarmál, fyr- irtæki sótt heim og rætt um stefnu ungra Sjálfstæðismanna í iðnaðarmálum og gerðar álykt- anir um þau. Gert er ráð fyrir að öllu ungum Sjálfstæðismönn- um, sem áhuga hafa, gefist kostur á að sækja ráðstefnunna og er æskilegt að stjórnir félaganna inn an S.U.S. tilkynni stjórn S.U.S. nöfn þeirra, sem hún mælir með til þátttöku og áhuga hafa til hennar. Fundur fulltrúaráðs og sambandsráðs S.U.S. Þá hefur verið ákveðið aS halda sameiginlegan fund full- trúaráðs og sambandsráðs S.U.S. Rétt er í þessu sambandi að vekja athygli á 10. og 13. gr. laga S.U.S. um fulltrúaval. Trúnaðarmenn S.U.S. eru hvattir til að huga að þessu fund- arboði og senda stjórn S.U.S. sem tyrst upplýsingar um full- trúa sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.