Morgunblaðið - 05.05.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.05.1960, Blaðsíða 8
8 MORCVtiBtAÐIÐ Fimmtudagur 5. mai 1960 Alþingi skýrt írá notkun bandarísks lánsfjár Upplýsingar Gunnars Thoroddsen fjármálaráðherra i gær kvarðanir hafa ekki verið tekn ar um ráðstöfun þessa fjár. ★ Síðan kom eftirfarandi fyrir- spurn: Hve mikið af 6 millj. dollara láninu í Bandaríkjunum hefur nú verið tekið og notað, og hverjj nemur sá hluti lánsins í íslenzkum krónum? Til svars þessari fyrirspurn GUNNAR THORODDSEN,' anlands um 55,5 millj. kr. A- fjármálaráðherra, svaraði á Sam. Alþingi í gær nokkrum fyrirspurnum frá Eysteini Jónssyni um lántökur í Bandaríkjun- um og ráðstöf- un þess fjár. Fyrírspurnir Eysteins Jónsson- ar voru bornar fram í tvennu lagi, þessar fyrst: 1. Hverju nem- ur nú samtals andvirði þeirra vara, sem keypt ar hafa verið frá Bandaríkj- unum samkv. sérstökum vöru kaupasamning- um (P.L. 480)? upplýsti Gunnar Thoroddsen, fj ármálaráðherra, að tæplega 2,6 millj. af þessu 6 millj. dala láni hefði verið notað og næmi mótvirði þess hluta lánsins 79,2 millj. ísl. kr. I fjárlögum fyrir 1960 hefði verið ráðstafað 98 millj. kr. af heildarláninu í þrennu skyni: Til raforkusjóðs. ... 45 millj. kr. — ræktunarsjóðs ..25 — — — hafnarframkv. 28 — — Alls 98 millj. kr. Þessi upphæð væri því enn ekki að fullu komin inn. Eysteinn Jónsson þakkaði fjár- málaráðherra fyrir upplýsing- arnar, sem hann kvað koma að fullum notum. 12,5 millj. kr. brátt út- hlutað í byggingalán Lán til húsbyggjenda í ár jukust um helming vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar 2. Hve mikið af andvirðinu verður til útlána í landinu, og hve miklu hefur þegar verið ráðstafað og til hvaða fram- kvæmda? 3. Hve miklar vörukaupaheim- ildir eru ónotaðar, og hve mik- iO lánsfé fellur til samkvæmt þeim? Hefur ríkisstjórnin gert áætlanír um, hvernig því láns- fé verði varið? Þessum spurningum svaraði Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra, svo: 1) Andvirði vara, sem keypt- ar höfðu verið þann 1. maí sl. og greiddar í Landsbanka íslands nam 180,7 millj. kr. 2) Af andvirðinu má verja til útlána innanlands 143,3 millj. kr. og hefur af þeirri upphæð verið ráðstafað 84 millj. kr., sem skiptast þannig: millj. kr. Efra-Sog .............. 72,7 Rafmagnsveitur ríkisins 10,0 Einkafyrirtæki ........ 1,3 Alls 84,0 3) Ónotaðar kaupheimildir, sem ætla má að notist á þessu ári eða fyrstu mánuðum næsta árs, nema 73,2 millj. kr. Þar af má ætla að verði til útlána inn- LÁNVEITINGAR til hús- bygginga voru ræddar lítið eitt á fundi Sameinaðs Al- þingis í gær og kom þar m. a. fram að í þess- um mánuði mundi Bygg- ingasjóður rík isins úthluta 12% af 25 milljón krónum, sem ríkisstjórnin hefur á- kveðið að útvega til lán- veitinga. 40 millj. kr. aukaframlag Það var félagsmálaráðherra, Emil Jónsson, sem gaf þessar upp lýsingar til svars við fyrirspurn frá Ingvari Gíslasyni um það, hvenær vænta mætti 40 millj. kr. framlags þess, er ríkisstjórn- in hefði tilkynnt þann 21. febr. sl., að hún mundi útvega bygg- ingarsjóðnum? Emil Jónsson sagði, að þessi 40 millj. kr. fjárveiting skipt- ist þannig, að 25 millj. kr. fari til úthlutana, en 15 millj. kr. til þess að breyta stuttum lán- um i föst lán til lengri tíma. Af fyrri upphæðinni verði helmingnum 12% millj. kr., út- hlutað í þessum mánuði og þeim næsta — og komi þau lán svo til greiðslu í júní og júlí; hinn helm ingurinn komi síðar. Um 15 millj. kr. framlagið hefði enn ekki ver ið tekin ákvörðun en viðræður átt sér stað við stjórnir bank- anna. Ingvar Gíslason þakkaði fyrir þessar upplýsingar og kvað gott að heyra að lánin mundu senn verða veitt, því að margir biðu eftir úrlausn. Útlán tvöföldut Jón b'kaftasou spurðtst fyrir um það, hvort útnlutanir af föst- um tekjum byggingasjóðs mundu ekki eiga sér stað jafnframt þess- um viðbótarlánveitingum? Emil Jónsson sagðist gera ráð fyrir, að hinar venjulegu lánveit- ingar mundu verða svipaðar og gert hefði verið ráð fyrir, enda þótt skyldusaparnaður hefði dreg izt eitthvað saman. Alla vega mundi láta nærri að útlán sjóðs- ins tvöfölduðust á þessu ári mið- að við það sem orðið hefði, ef þessar sérstöku ráðstafanir hefðu ekki verið gerðar. „Hvorki iðrandi né Utanrikisráðherra S-Afriku ver stefnu stjórnar sinnar LONDON, ff. maí. — (Reuter). — Akveðið hefir verið á samveldisráðstefnunni, að ræða ekki formlega hið við- kvæma mál, stefnu Suður- Afríkustjórnar í kynþátta- málunum. Hins vegar hefir Louw, suður-afríski utan- ríkisráðherrann tjáð sig fús- an að ræða málið utan funda við aðra ráðherra. — Louw hélt blaðamannafund í dag, þar sem hann varði mjög stefnu stjórnar sinnar — og sagði m. a., að hvítir menn í Suður-Afríku ætluðu sér ekki að „afsala sér völdum í hendur Bantu-manna“, sem þá myndu að öllum líkindum stjórna með einræði. Hvítir menn hefðu gert landið að því, sem það væri — og létu ekki reka sig burt. — ★ — Greinilegt var, hve köldu and- aði til Louws frá þeim 100 frétta- mönnum, sem viðstaddir voru fundinn. — Þegar ráðherrann gekk frá stjómarbyggingu Suð- ur-Afríku eftir fundinn, var mikill mannfjöldi úti fyrir, sem gerði hróp að honum. Mátti heyra óp eins og: „Rottur!“ — og: „Morðingjar!“ ir Engin bi-eyting A blaðamannafundinum sagði Louw m. a., að stjórn sín mundi ekki breyta grundvallarstefnu sinni í kynþáttamálum — hún (aðskilnaðarstefnan) miðaði að „friðsamlegri sambúð kynþátt- anna í Suður-Afríku“. — Þegar Louw ræddi um gagnrýni þá, biðjandi" sem fram hefur komið um all- an heim á stefnu stjórnar hans undanfarið, sagði hann m. a., að hann hefði ekki komið til Lond- on sem „sakborningur“ og „hvorki iðrandi né biðjandi". — Suður-Afríka vildi sem bezt sainband við önnur samveldis- ríki, eri slíku sambandi væri stofnað í hættu með árásum og rangtúlkun mála, sem ættu að vera alger innanríkismál. Hann sagði, að tvö „skaðvænleg" sam- tök, Þjóðernissamtök Afríku- manna og „hið ofstækisfulla" Al- afríska samband, hefðu komið óeirðunum af stað. ir Af sörnu ástæðum Louw vísaði til þess, að Bret- ar hefðu drepið 51 Afríkumann og sært 99 i Njassalandi á sl. ári, þegar óeirðir urðu þar og lögreglan hefði þurft að gripa til harðra aðgerða til að halda uppi lögum og reglu. „Af sömu ástæðum voru lögregluaðgerð- irnar í Sharpeviilc og Njanga í Suður-Afríku nauðsynlegar," sagði ráðherrann. Niðurgreiðslur neyzluvara áætlaðar 287,4 millj. kr. í ár — Skýrsla Gylfa Þ. Gíslasonar, viðskipta- málaráðherra á Alþingi í gær VIÐSKIPTAMÁLARÁÐHERRA Gylfi Þ. Gíslason, gaf k Sameinuðu Alþingi í gær skýrslu um áætluð útgjöld ríkis- sjóðs vegna niðurgreiðslna á neyzlu- vörur. Þessar niðurgreiðslur munu sam- kvæmt áætluninni nema um 287,4 rmllj. kr. á yfirstandandi ári, þar af um 65,3 millj. kr. niðurgreiðslur á dilka og geldfjárkjöt, 93,4 millj. kr. á mjólk og 37,0 millj. kr. á smjör. — Fyrirspurnum svarað Þær upplýsingar, sem viðskipta málaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, gaf um þetta efni voru svör við tveim fyrirspurnum frá þeim Halldóri E. Sigurðsyni og Ás- geiri Bjarnasyni. 1) Hvaða vörutegundir eru nú greiddar niður, og hve miklu nemur niðurgr. á hverri vöru tegund, miðað við kg eða lítra? 2) Hvað er áætlað, að niður- greiðsla á hverri vörutegund nemi miklu samtals á yfir- standandi ári? Ásgeir Bjarnason fylgdi fyrir- spurnunum úr hlaði með nokkr- um orðum, en síðan tók Gylfi Þ. Gíslason til máls, og komu eftir- farandi upplýsingar m.a. fram í ýtarlegri skýrslu hans: Kjötvörur At dilka- og geldfjárkjöti er ársíramleiðslan 1960 áætluð 6850 lestir, sem greidd er niður um kr. 9,53 hvért kg eða samtals um 65,3 millj. kr. — Aðrar niður- greiðslur vegna kjötvara þ. e. ær- kjöts svo og geymslukostnaðar á kjöti nema um 7,3 millj. króna. önnur en bein margföldun magns og niðurgreiðslu gefur til kynna. Niðurgreiðslur felldar niður Auk áðurnefnda niðurgreiðslna skýrði G.Þ.G. frá því, að fram til þess að niðurgreiðslum á ull, gær ur og skinn hefði verið felld nið- ur um síðustu mánaðamót, hefðu þær niðurgreiðslur numið alls 3,0 millj. kr. Þá hefðu niðurgreiðslur á manneldiskorn, kaffi og sykur frá febrúarlokum til 8. apríl sl. numið 3,2 millj. kr. Lítilsháttar breytlngar Loks var í skýrslunni greint frá því, að ákveðnar hefðu verið 10 millj. kr. niðurgreiðslur á inn- fluttar fóðurvörur og 6 millj. kr. á tilbúinn áður, en niðurgreiðsl- ur á landbúnaðarvörur til neyt- enda verða lækkaðar um sömu tölu vísitölustiga og þessar nið- urgreiðslur nema. Hér er því ekki um viðbót við niðurgreiðslukostn aðinn að ræða. Niðurstaða framangreindrar skýrslu verður því sú, að áætl- uð útgjöld ríkissjóðs vegna niðurgreiðslna á neyzluvörur árið 1960 nema alls krónum 287.429.000.00. Mjólk og mjólkurafurðir Niðurgreiðsla á mjólk frá mjólk urbúum nemur kr. 2,53 á hvern lítra; ársmagnið er áætlað 33 millj. lítrar og niðurgreiðslur alls því um 83,8 millj. kr. Mjólk seld beint til neytenda er áætluð 6 millj. lítrar, sem greiddir eru niður um kr. 1,61 hver eða alls um 9,6 millj. kr. Samtals eru því niðurgreiðsl ur á mjólk áætlaðar um 93,4 millj. kr. á árinu. — Smjörframleiðslan er áætl- uð 1100 lestir, nú greidd niður um kr. 34,35 hvert kg. — en alls á ár- inu 1960 um 37,0 millj. kr. — Nið- urgreiðslur á öðrum mjólkuraf- urðum, þ. e. osti, skyri, rjóma, dufti o. fl. nema samtals um 6,1 millj. króna. Kartöflur, smjörliki o. fl. Kartöfluframleiðsla þessa árs er áætluð 7700 lestir og nema niðurgreiðslur kr. 2,40 á hvert kg., auk geymslukostnaðar, eða samtals um 17,8 millj. krónum. Smjörlíki er nú greitt niður um kr. 7,99 hvert kg. eða allt áætlaða ársmagnið, 2100 lestir, um 16,1 millj. kr. Aðrar niðurgreiðslur eru sjúkra samlagsiðgjöld 16,2 millj. kr., salt fiskur, nýr þorskur og ýsa 15,6 millj. kr. og kaffi 6,4 millj. kr. Þess skal getið til skýringar við framangreindar tölur og út- reikninga, að niðurgreiðslur á hverja einingu viðkomandi vöru- tegunda, eru í útreikningunum miðaðar við 2. maí sl. Þar sem sú upphæð á hins vegar ekki í öllum tilfellum við um allt tíma- bilið frá áramótum, kann heild- arupphæð niðurgreiðslna á hverja vörutegund að vera örlítið Ásgeir Bjarnason þakkaði fyr- ir greinargóð svör við fyrir- spurnun Á f járlögum hefðu verið ætlaðar 302 millj. kr. til niður- greiðslna og virtist áætlunin vera mjög nálægt þeirri upphæð. Á.B. kvaðst við þetta tækifæri vilja benda á, þá hættu, sem í niðurgreiðslunum fælust fyrir framleiðsluna, ekki sízt þeg- ar vörurnar væru greiddar niður úr báðum áttum, þ. e. bæði fram leiðslukostnaðurinn lækkaður og verð varanna til neytenda. Ef ákveðið hefði verið, hvaða breyt- ingar yrðu gerðar á niðurgreiðsl- um landbúnaðarvara til neytenda vegna niðurgreiðslnanna á fóður vörur og áburð, væri æskilegt að fá um það upplýsingar. Gylfi Þ. Gíslason svaraði því til að ekki væri unnt að skýra frá þessum breytingum enn sem komið væri, en ef ákvörðun um þær yrði tekin með þing sæti yrði þingheimi strax skýrt frá því. Kaffisala kvenstúdenta NÆSTKOMANDI sunnudag verður kaffisala í Sjálfstæðis- húsinu á vegum Kvenstúdenta- félags íslands. Ágóði af kaffisölunni rennur í styrktarsjóð kvenstúdentafé- lagsins. Á síðastliðnu ári voru veittir tveir 12 þúsund króna styrkir til kvenstúdenta, sem voru við nám erlendis en nú er í ráði að veita tvo jafnháa styrki til náms hér heima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.