Morgunblaðið - 05.05.1960, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.05.1960, Blaðsíða 4
4 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. maí 196t 3ja herb. einbýlishús í smíðum í Kópavogi til sölu. Lítil sem engin útb. Tilb. merkt: „Fokhelt — 3268“, sendist Mbl. fyrir laugardag. Traktor með sláttuvél Massy-Harry, ódýrt, til sölu. Uppl. hjá Páli í Salt- vík á Kjalarnesi, sími um Brúarland. Til sölu Chevrolet Station 1955 (Orginal). — T O L E 0 O Fischersundi. Nýtt Grundig segulbandstseki til sölu, Tk-25'. Tilb. sendist afgr. Mbl., merkt. „Nýtt — 3360“, fyrir 10. þ. m. Svefnherbergishúsgögn og tvö gólfteppi, allt sem nýtt. Einnig eikarskrifborð til sölu, Kirkjuteig 25, kjallara. — Sími 35735. — Sunbeam-hrærivél ferðakista og rúmstæði til sölu, Suðurgötu 26, uppi, kl. 2—4 e.h. í dag. Bílleyfi á Vestur-Þýzkaland til sölu. Tilboð sendist Mbl., merkt: „3361“. íbúð Vantar íbúð strax. — Upp- lýsingar í síma 19589. íbuð til leigu 90 ferm., í Langholti. — Upplýsingar í síma 34922. Vantar 3 eða 4 herb. íbúð frá 14. maí. Uppl. í síma 15585, til 6 síðdegis. 2—3 múrarar óskast Mikil og góð vinna. Upplýs ingar í síma 16105. Barnavagn til sölu Vel með farinn. — Georg, Mjóuhlíð 12. Til sölu „ESY-PRESS strauvél. — Uppl. í síma 18258. Til sölu Danskur sófi og stóll, Sól- heimum 27, 2. hæð. Húsbyggjendur Sel rauðamöl og vikurgjall. 1. flokks efni. Sími 50997. f dag: er fimmtudagurinn 5. maí, 126. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 00.09. Síðdegisflæði kl. 12.58. Slysavarðstofan er opin allan sólar- hringmn. — Læknavörður L..R. (fyrir vitjanir), er á sama stað kl. 18—8. — Sími 15030. Næturvörður vikuna 30. apríl til 6. maí verður í Laugavegsapóteki. Næturlæknir í Hafnarfirði vikuna 30. apríl til 6. maí er Olafur Oiafsson, sími 50536. Holtsapótek og Garðsapótek eru opin alla virka daga kl. 9—7 og á sunnudög- um kl. 1—4. JLjósastofa Hvítabandsins Fomhaga 8 er opin fyrir börn og fullorðna alla virka daga kl. 2—5 e.h. RMR Föstud. 6-5-20-KS-Mt-Htb. I.O.O.F. 5 = 142558 Ms = * Leiðrétting: — l>orsteinn Guðbrands- son, Lind var 70 ára í gær, ekki 75 ára. Konur loftskeytamanna:— Fundur í Bylgjunni í kvöld kl. 8,30 að Bárugötu 11. — Æskulýðsfélag Laugarnessóknar: — Fundur í kirkjukjallaranum í kvöld kl. 8,30. Fjölbreytt fundarefni, ferm- ingarmyndirnar verða til sýnis. — Séra Garðar Svafarsson. Minningarspjöld Hallgrímkirkju fást á eftirtöldum stöðum: Verzl. Amundar Arnasonar, Hverfisgötu 37, Verzl. Mæli fell, Austurstræti 4 og Verzl. Grettis- gata 26. Kvenfélag Njarðvíkur: — Fundur í kvöld. Að síendurteknu tilefni eru það ein- læg tilmæli til allra þeirra, sem kom- ast í færi við hvalavöður, að reka þær ekki á land, nema þeir örugglega viti, að í landi séu traust lagvopn til deyð- ingar og tæki og aðstæður til þess að nýta hvalafla. — Samband Dýravernd- unarfélaga Islands. Ástinni fylgir aðeins ánægja meðan hún er leyndarmál tveggja. — Aphra Behn. Málstaður frelsisins er málstað ur guðs. — William Lick Bowles. AHEIT og GJAFIR Gjafir og áheit til hins íslenzka Biblíufélags frá 1. jan. til 1. maí 1960: — Safnað í Dómkirkjunni á Biblíud. (Sr. J.A. og S. O.J.í>.) 2226,25 kr.; Safn að í Setbergsprestakalli (Sr. M.G.) 590,00 kr.; Kristján Jónsson Eiði, Grundarf. 10,00 kr.; Safnað í Neskirkju (sr. J. TH.) 635,00 kr.; G.S. Finnboga- son 80,00 kr.; Safnað 1 Akureyrarkirkju (sr. P. §igurg.) 750,00 kr.; Safnað 1 Hallgrímskirkju (Sr. S.A. og sr. L.H.) 1361,60 kr.; Safnað í Víkurprestakalli (Sr. J.G.) 400,00 kr.; Arni Bjarnason, Reykjavík 80,00 kr.; Safnað í Langholts kirkju (sr. A.N.) 811,50 kr.; Kona á Elliheimilinu Grund 50,00 kr.; Kona á Elliheimilinu Grund 150,00 kr.; Gísli Jónsson, Hvalsnesi 200,00 kr.; Safnað í Bessastaðakirkju (sr. G.Þ.) 504,35 kr.; Guðjón Guðmundsson, Ingólfsfirði 500,00 kr.; Jón Guðbrandsson, Kefla- vík 500,00 kr.; Safnað í Keflavíkur- kirkju (sr. Bj. J.) 935,00 kr.; Safnað í Njarðvíkurkirkju (sr. Bj. J.) 540,00 kr.; Guðm. Gíslason, A.-Landeyjum 100,00 kr.; Frá NN 100,00 kr.; Séra E. Guðnason, Reykholti 50,00 kr.; Safnað í Stykkishólmi (sr. S. Lár.) 1185,00 kr.; Safnað í Háteigspr.kalli (sr. J. Þ.) 270,00 kr.; N.N 50,00 kr.; Safnað í Siglu fjarðark. (sr. R. Fj. L.) 230,00; Afh. Biskupsskrifstofunni: Safnað í Landa- kirkju, Vestm. (sr. J. Hl.) 1839,00 kr.; Sigríður Jónsd. Hofi 50,00 kr.; Safnað í Neskaupstað (sr. I. J.) 200,00 kr.; Anna Einarsd., Múlakoti, Borgarfirði 100,00 kr.; Safnað í Laugarnesk. (sr. G. Sv.) 157,00 kr.; Aðventsöfnuðurinn 1413,00 kr.; Safnað á Eyrarbakka (sr. M. G.) 840,00 kr.; Safnað á Isafirði (sr. S. Kr.) 340,00 kr. — Kærar þakkir Oskar J. Þorláksson, gjaldkeri. Gefin hafa verið saman 1 hjóna Ijand í Fríkirkjunni af sr. Þor- steini Björnssyni ungfrú Sólveig Matthíasdóttir (Matthíasar 1 Holti) og Bragi Lárusson loft- skeytamaður á Hvassafelli. Heim ili ungu hjónanna verður á Miklu braut 50. Það var einu sinni hundur, horaður, ljótur og húsbóndalaus, að flækjast í borginni, svo aumur og vesæll og enginn, sem þekkt’ hann, og ekkert, sem veitt' honum huggun í sorginni. Svo dó hann úr sulti seinni part vetrar, það var sjálfsagt réttmætt og skynsamlegt af honum, fyrst heimurinn smáð’ hann. Og hafandi glatað þeim húsbónda, sem að forsjónin gaf honum. Sú þraut var sjálfsögðu þung fyrir hundinn, en þetta var sjálfskaparvíti hjá honum, er hann ákvað einn laugardag síðla sumars, að svíkja sinn herra og strjúka frá honum. Ég ætl’ ekki að dæma né áfellast hundinn, þeir eru svo margir, sem ginu við flugunni, og lögðust í flæking og hæddu sinn herra, unz heimurinn lokaði síðustu smugunni. Steinn Steinarr: Kvæði um hund. HIÐ kóreanska nafn John M. Changs er Chang My- un. Hann var sem kunnugt er af fréttum, varaforseti Suður-Kóreu, en tapaði í síðustu kosningum fyrir Lee Ki Pong, sem leiddi tii óeirðanna þar. Chang nam lögfræði í New York og sex af sjö börnum hans hafa fengið menntun sína í Bandaríkj- unum. Það skarst fyrst verulega í odda með þeim Syngman Bhee, er Rhee, sem þá var forsætisráðherra, hugðist breyta stjórnarskrá lands- ins í þá átt að gera váld sitt óháð þinginu. Og þegar lög- regla Rhees hafði í hótun- um um handtöku andstæð- inga forsætisráðherrans leit aði Chang hælis í banda- rísku sjúkrahúsi í Fúsan. En tveim árum síðar barðist hann opinberlega gegn kjöri Rhees í forseta- embættið, og bakaði sér hreint hatur forsetans, er hann var kjörinn varafor- seti árið 1956. Rhee einangraði hann sem hann mátti og talaði aldrei við hann, nema við hátíðleg opinber tækifæri, ef nauðsyn bar til. Þá var gerð tilraun til að myrða Chang, en mistókst, en eftir það hélt hann sig heima við og hafði um sig lífvörð. Hann hefur ekki tekið þátt í streitunum í Seoul og er gefin sú skýr- ing á því, að hanri álíti það aðeins gera illt verra og jafnvel hefði þáttaka hans getað orðið til að til veru- legs ófriðar drægi í Iandinu. JÚMBÓ Saga barnanna Þegar búið var að afhenda verð- launin, fengu þau frí það sem eftir var dagsins. Og þegar þau komu út í skólagarðinn, hrópuðu þau húrra fyrir Júmbó, en hr. Leó horfði út um gluggann og brosti. Mikkí og Júmbó fylgdust að heim. — Þegar ég er búinn að lesa bókina, skal ég lána þér hana, sagði Júmbó. — Þakka þér fyrir, sagði Mikkí, —• mér þykir svo gaman að lesa —. ekki sízt um sjóræningja. Þegar Júmbó hafði fylgt Mikkí heim, kom versta veður. Vatnið helltist úr loftinu, og það komu þrumur og eldingar. — Gættu þín nú að verða ekki votur! hrópaði Mikkí. En það var nú hægar sagt en gert. Jakob blaðamaður Eftir Peter Hoffman Lestarstjórinn gekk fram hjá og þú talaðir ekki við hann. Nei! Hnífurinn rak of mikið á eftir honum! Dídí, nógu er það slæmt að verða að hanga hér án þess að þurfa að hlusta á brandara! Gerðu það nú fyr- ir mig að þegja! Allt í lagi mamma. Takk fyrir að þú skulir „gefa“ mér byssuna þína. Þá getum við hafizt handa! Getum við það?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.