Morgunblaðið - 05.05.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.05.1960, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 5. maí 1960 M OHCVTSBl. 4Ð1Ð 13 Viffskipti Þýzkalands og Norffurlanda rædd í Hannover. Fremst á myndinni er Gylfi Þ. Gísla- son, ráffherra, þá Skaug, viðskiptamálaráðherra Noregs og þriffji frá hægri er dr. Erhard, efna- hagsmálaráðherra Þýzkalands. tolla sín á milli en beita toll- múrum gegn öðrum ríkjum, tóku ríkin sjö höndum saman um myndun fríverzlunarsvæð is. Utan við bæði bandalögin standa svo enn nokkur ríki, hinn svokallaði „þriðji“ ríkja- flokkur. j Toll-„blokkirnar“ tvær j standa nú hvor andspænis ann i arri, tilbúnar að hefjast handa X og eru margir uggandi um í hvernig þróunin verðúr ef til ; tollatogstreitu kemur milli j þeirra, einkum nú, eftir að fyrstu aðgerðum markaðs- bandalags hinna sex hefur ver ið flýtt um hálft annað ár, eða til 1. júlí n.k., samkvæmt Hall steinplaninu. Mörg ríki innan beggja bandalaganna hafa hingað til haft mikil viðskipti sín á milli, en hækkaðir tollar á vörum eins ríkis við innflutn ing í annað, sem ekki er í Norrænn dagur í Hannover Á HINNI stóru vörusýningu, sem árlega er haldin í Hanno ver í Vestur-Þýzkalandi, hafa undanfarin ár veriff haldnar ráffstefnur meff ákveffnum viff skiptalöndum Þýzkalands eða viðskiptasvæðum. í þetta sinn var einn dagur ráðstefnunnar helgaður viðskiptunum viff Norffurlönd og í því tilefni boðið viffskiptamálaráðherr- um Norðurlandanna fimm, á- samt fulltrúum verzlunar og iðnaðar í þessum löndum. Fyrir fslands hönd sóttu fundinn Gylfi Þ. Gíslason, viff skiptamálaráðherra, Gunnar Guffjónsson, formaður Verzl- unarráðs og Sveinn Valfells, form. Félags ísl. iðnrekenda, auk Helga Briem sendiherra, sem kom frá Bonn. Mánudag- inn 25. apríl sátu fulltrúar Norðurlandanna ráðstefnu þessa meff dr. Erhard, efna- hagsmálaráðherra Þýzkalands og voru þar rædd viðskipti landanna og hinir ýmsu erfiff- leikar, sem nú blasa við í sam bandi viff þau. Astæðan fyrir því að nú þótti mikilvægt að taka til meðferðar framtíðarviðskipti Þýzkalands og Norðurlanda, er efalaust hin nýstofnuðu tollabandalög tvö, fríverzlun- arsvæði ríkjanna sjö annars vegar og markaðsbandalags- landanna sex hins vegar, enda var auðheyrt á umræðum á fundinum, að bæði Þjóðverjar og Norðurlandabúar eru ugg- andi um að þessi skipting Vest ur-Evrópu í tvo tollabandalög með nokkur lönd utan við, muni í framtíðinni stórdraga úr eða jafnvel gera áð engu viðskipti þessara landa. Dr. Erhard, efnahagsmálaráð- herra Þýzkalands er einkum sagður beita sér ákaft fyrir því að koma á sættum í ein- hverri mynd milli sex og sjö- veldanna. Tollabandalögin tvö Þýzkaland er, sem kunnugt er, í markaðsbandalagi sex- veldanna, ásamt Frakklandi, Ítalíu, Hollandi, Belgíu og Luxemburg, en Noregur, Sví- þjóð og Danmörk mynda frí- verzlunarsvæði sjöveldanna, ásamt Englandi, Sviss, Austur ríki og Portúgal. Upphaflega var ætlunin að komið yrði á - einu markaðsbandalagi allra Vestur-Evrópuríkjanna, en Bretar voru tregir til að ger- ast aðilar að nánu bandalagi stóru ríkjanna á meginland- inu, einkum vegna tengsla sinna við samveldislöndin, Sviss og Svíþjóð vildu hlut- leysis síns vegna ekki vera með í slíku tollabandalagi, þar eð samfara því skyldi vera ná- ið pólitískt samstarf, Austur- ríki óttaðist að stóru ríkin mundu ráða of miklu í slíku bandalagi og ýmislegt fleira kom til. Er fyrrnefnd sex meg inlandsríki höfðu svo bundizt samtökum um að fella niður sama markaðsbandalagi, hlýt ur áð verða til þess að það beini viðskiptum sínum til samherja sinna á þessu sviði, þar sem það þarf enga tolla að greiða, og viðskiptin við fyrri viðskiptalönd leggist nið Veruleg viffskipti Þýzkalands og Norðurlanda Það kom greinilega fram í ræðu þeirri, sem dr. Erhard flutti á vörusýningunni í Hannover, að honum er mjög í mun að finna einhverja leið til að draga úr áhrifum þess- ara aðgerða á viðskipti lands síns við Norðurlöndin. Kvaðst hann vona, að á næstu mánuð um mætti með miklum umræð um og stöðugum samningaum leitunum af hálfu beggja að- ila opna leið. Það kom fram á fundinum, að veruleg viðskipti eru milli Þýzkalands og Norðurlanda og hljóta þau að skiptá ríkl þessi miklu máli. Norðurlönd- in fluttu á síðasta ári vörur til Þýzkalands fyrir um 1100 mijúj. marka og Þýzkaland flutti til Norðurlanda vörur fyrir 4500 millj. marka, en það er liðlega 13% af útflutningi Þýzkalands. Að ræðu dr. Erhards lokinni skýrðu fulltrúar frá hverju Norðurlandanna fyrir sig frá hvernig háttað væri viðskipt um lands síns við Þýzkaland. Gunnar Guðjónsson förm. Verzlunarráðs, ræddi um við- skipti íslands við Þýzkaland fyrr og nú. Vörur frá Vestur- Þýzkalandi hafa á síðustu ár- um verið 10% af innflutningn- um til landsins. Þjóðverjar hafa keypt hér lýsi og fiski- mjöl, en engan hraðfrystan fisk, en með bættum skilyrð- um í VesturÞýzkalandi til geymslu og dreifingar á hrað- frystum fiski kvaðst Gunnar vona að opnaðist leið fyrir hraðfrystan fisk langt inn í Þýzkaland, þrá;t fyrir tolla markaðsbandalagsins. Er gefnar höfðu verið mjög Framh. á bls. 16. Fulltrúar íslands á fundinum, taliff frá vinstri: Helgi Briem sendiherra, Gylfi Þ. Gíslason, viff- skiptamálaráðherra, Gunnar Guffjónsson, form. Verzlunarráffs og Sveinn Valfells, form. Félags isl. iffnrekenda. Kristmann Gudmundsson B Ó K M E N skrifar um N T I R Grafir og grónar rústir. Eftir C. W. Ceram. Björn O. Björnsson þýddi. Bókaforlag Odds Björns- sonar. ÞETTA er með afbrigðum fróð- leg og skemmtileg bók. Enda þótt hún sé vafalaust vísindalega á- byggilíg, þá hefur hún það sér til ágætis að öllum almenningi er auðvelt að tileinka sér hana. Á kápu segir að þetta sé ný teg- und bóka, sem sé myndabók til að lesa. Og í henni eru hvorki meira né minna en 326 myndir, og af þeim 16 litprentaðar heilsíðu- myndir. Það gefur auðvitað bók- inni sérstætt gildi, því að hún fjallar um hluti sem erfitt er að gera sér grein fyrir af frásögn einni saman. Verkið hefst á sögu klassískrar fornleifafræði, og ein fyrsta myndin er af stúlkulíkinu fagra, er fannst á Via Appia í Róm árið 1485. En sá fundur vakti marga rómantíska drauma, ekki einung- is hjá skáldum og þess-háttar fólki, heldur einnig hálærðum prófessorum og öðrum rykfölln- um doðrantakörlum. Þarna voru sem sé nokkrir verkamenn að grafa upp marmarabjarg er fund- izt hafði í undirlagi götunnar, en allt í einu duttu þeir, svo að segja, niður í gríðar mikið byrgi, sem var undir bjarginu. I byrg- inu fundu þeir kistu úr marmara og er þeir opnuðu hana lá þar lík á grúfu, þakið einhverju ang- andi efni, þriggja sentimetra þykku. Skófu þeir efni þetta ut- an af líkinu, og kom þá í ljós lík af ungri stúlku, svo vel geymt að það var ekki einu sinni stirnað. Stúlka þessi var með afbrigðum fögur, svo fögur, að fólk streymdi að þúsundum saman, til að sjá þetta meistaraverk sköpunarinn- ar. Hún lá þarna nakin eins og daginn sem hún var grafin, frammi fyrir augum þúsundanna, þar til katþólska kirkjan lét stela henni og grafa hana á afskekkt- um stað sem enginn veit hvar er. Hún var sendiboði frá fornöld- inni, frá fjarlægri undursamlegri tíð, en við vitum ekki nafn henn- ar, né hver hún var. Enginn vafi leikur þó á að hún var af háum stigum. Skírt er frá Pompeyi og Her- culanum, borgunum sem grófust í ösku og hraun árið 79 e.K. Þar er unglingur einn látinn risa úr öskunni og fá sér göngutúr um bæinn Pompeyi, heimsækja stúlk urnar, fara á bar og fleira þess háttar. Bregður höf. allskæru ljósi yfir það, sem þarna gerðist, og segir frá uppgreftrinum í myndum og texta, svo að þetta verður lesandanum allt ljósara en áður. Þá er sagt frá því er Trója fannst og ljósi varpað á tímabil Illionskviðu Hómers. En þar næst er tekin til meðferðar menn ing Krítverja og Mykenaybúa. En eins og margir vita, voru Krít- verjar einhver mesta menningar- þjóð á öðru og þriðja árþúsund- inu fyrir Kristburð, hefur henni oft verið líkt við Breta, enda voru þetta eyjarbúar og undir- staða veldis þeirra og auðlegð var mikill floti, bæði verzlunar- skip og herskip. Menning þessi var flestum alveg ókunn, þar til Arthur Evans tók að grafa upp hallirnar í Knossos og víðar á Krít. Þessu næst koma nokkrir fróð- legir kaflar um Egyptaland, og allaln þann uppgröft sem þar hef- ur farið fram í höllum og gröfum hinna fornu Egypta. Textanum fylgja myndir af múmíum og skrautgripum, furðulegar myndir af minnismerkjum löngu horf- inna alda, löngu liðins mannlífs. Stiklað er á stóru í frásögninni, en farið mjög víða, og yfirlits- myndin ágæt sem lesandinn fær, af öllum þessum furðuverkum, sem fornleifafræðin hefur dregið fram í dagsins ljós. Þá eru kaflar um Babylon og Níneve og fleygrúnirnar, hið merkilega letur þeirra þjóða, er byggðu þær borgir. Síðustu frá- sagnir af uppgreftri í gamla heim inum fjalla um Úr og hina dul- arfullu Súmera, þessa geðfelldu menningarþjóð, sem lítið er vit- að um. En glöggt má sjá af stytt- um þeim og menningarleyfum er varðveist hafa, að börnum nenn- ar hefur verið gefið vit og göf- ugmennska í ríkum mæli. Loks eru nokkrir kailar um bma fornu menningu indíánaþjóð flokkanna í Vesturheimi, fróð- legir og greinagóðir. En síðast er litilsháttar sagt frá fornleita- fræði nútímans, sem nú er orð- in hnattræn, að áliti höf., ofur- lítið minnzt á bókrollurnar, er fundust við Dauðahafið, dálítið fjallað um veldi Hettita, Indus menninguna, og fleira. Það er ekki svo langt síðan að það þótti góð latína, að öll vís- indarit væru sem óaðgengilegust almenningi og helzt svo að eng- inn gæti lesið þau, nema einhverj ir hálærðir skröggar. Nú er sem betur fer annað upp á teningnum. Nú keppast menn við að gera allan fróðleik sem aðgengilegast- an og sem auðveldastan venju- legu fólki að tileinka sér hann. Þessi bók er einmitt gerð i slík- um anda, hún er vel og skýrlega skrifuð, og textinn allstaðar studdur hinum ágætustu mynd- um. Að vísu er ekki sagt ýtarlega frá neinu, en þarna er svo gífur- legu efnismagni saman þjappað, að þess er ekki hægt að krefjast. Hitt er aftur undravert hvað höf. tekst að gera þetta allt Ijóst og skýrt og aðgengilegt hverjum sem er. Bókaútgáfa Odds Björns- sonar á þakkir skilið fyrir að koma þessu ágæta verki á ísl. Útgáfan er falleg, þótt að því megi finna, hve bandið er laust í reipum og víst hefði þýðingin mátt vera betri. Hún verður þó að teljast skammlaus, enda frá- sögnin þeirrar artar, áð hvergi ei þörf á sérstökum stílbrögðum, en nokkurs smekkleysis gætir á ein- staka stað. Auk þess gífurlega fróðleiks sem bókin hefur að færa, er hún skrautverk sem prýði er að á hverju heimili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.