Morgunblaðið - 05.05.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.05.1960, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimíntudagur 5. maí 1960 Hefur rekstur M8F versnaö? Skorað á Framsóknarmenn að gefa skýringar 1 FYRRADAG ritaði Mbl. um hinn slæma rekstur Mjólkur- bús Flóamanna, sem það hafði áður getið um. Nú var beinlín- is skorað á Framsóknarmenn að skýra í hverju hin slæma afkoma væri fólgin og þá um leið að hrekja þá staðhæfingu, að Mjólkurbúið hefði um 9 þús. krónur af hverjum bónda árlega fram yfir það, sem eðli legt gæti talizt. Að frátöldum venjulegum skætingi svarar Tíminn því einu til, að Mbl. birti „alls kon ar tölulega útúrsnúninga". Gefur það tilefni til að skora á Tímann að skýra í hverju þeir útúrsnúningar séu fólgn- ir, svo að hægt sé að brjóta mál þetta til mergjar í mál- efnalegum umræðum, og skal ekki standa á Mbl. að fallast á þær skýringar, sem réttmætar geta talizt, því að það hefur engan á'huga á að haila réttu máli. Tíminn minnist heldur ekki á þann skilning Mbl. á ummæl um stjórnarformanns MBF og kaupfélagsstjóra K.Á., að til- gangur stjórnenda þessara fyrirtækja sé að gera bændum erfitt fyrir að verzla, þar sem viðskiptakjör eru bezt, og hins vegar, að K.Á. dragi sér vísvitandi fjármuni frá MBF. Væri fróðlegt, að fá einnig skýringar Tímans á þessum ummælum kaupfélagsstjórans. „En við gerum þetta til þess að það sé verra að „konku- rera“ við þau“. Um leið og Tíminn í gær hliðrar sér hjá að ræða þessi mál, þá segir blaðið: „Mbl. er í gær steinhljótt um þessa bergmálun „verka- lýðsleiðtoga síns“,“ og er þar átt við ummæli formanns Iðju um það, að bændur byggju við góðan hag. Þessum ummælum mót- mælti Mbl. þó á tveim stöðum, svo að ekki er ofsagt, að blaða mennska Tímans sé hreystileg, þó að hún sé ekki að sama skapi heiðarleg fremur en fyrri daginn. Mbl. mun, nema sérstakt til efni gefist, láta þetta mál kyrrt liggja í nokkra daga til að gefa stjórnendum Mjólkur búsins enn gott tækifæri til að koma skýringum á framfæri. Forysfumenn svert- ingja fangelsaðir JÓHANNESARBORG, S-Afríku, 4. maí (Reuter). — Robert So- bukwe, Íeiðtogi Al-afríska sam- bandsins (samb. blökkumanna), sem stjórn Verwoerds bannaði fyrir nokkru, var í dag dæmdur í 3 ára fangelsi. Honum var gef- ið að sök að hafa hvatt blökku- menn til að brenna vegabréf sín og æst til andstöðu við stjórnar- völdin á ýmsan hátt. — Fjórir aðrir stjórnarmenn sambandsins voru dæmdir til 2 ára fangavistar — og 14 hlutu 18 mánaða fanga- vist. — Nokkrar ryskingar urðu úti fyrir dómhúsinu milli þel- dökkra manna og lögreglu í sam bandi við réttarhöldin, en engan sakaði. ★ A meðan þessu fór fram var Eining á NATO-fundinum — Honum lauk í gœr Miklagaröi, Tyrklandi, lf. maí. — (Reuter). — RÁÐHERRAFUNDI Atlants- hafsbandalagsins lauk form- lega í dag, en afgreiðslu mála varð að mestu lokið í gær. — Eftir fundinn var gefin út sameiginleg yfirlýsing, þar sem m. a. er lýst einróma stuðningi við sameiginlega afstöðu vesturveldanna fyrir fund æðstu manna austurs og vesturs í París — en segja má, að sú ráðstefna og undir- búningur hennar hafi verið meginumræðuefni NATO- fundarins. — :k — í yfirlýsingunni segir enn fremur, að Þjóðverjar sjálfir verði að fá tækifæri til að segja til um það, hvort þeir vilji að land þeirra sameinist og með hverjum hætti. Enn fremur er lögð áherzla á rétt vesturveld- anna til þess að hafa her í Vest- ur-Berlín og verja frelsi borg- arinnar. Fundurinn lýsti yfir fullum stuðningi við afvopnunartillög- ur þær, ^sem fimm af meðlima- þjóðum bandalagsins hafa lagt fyrir afvopnunarráðstefnu aust- urs og vesturs í Genf, en henni hefir nú verið frestað þar til eftir fund æðstu manna — án 4fli Akranesbáta mun mein en í fyrra AKRANESI, 4. maí. — Sigrún er aflahæst Akranesbáta á vetr- arvertíðinni frá janúarbyrjun til aprílloka með 1054,3 lestir. Heild arafli bátanna á þessum tíma er 13765 lestir, en á sama tíma í fyrra var heildaraflinn 10212 Aflinn er því nú yfir hálft fjórða þúsund lestir meiri en í fyrra. 10 bátar eru á sjó i dag. 5 bát- ar lönduðu í gær. Rýr afli 3—4 lestir á bát. 8 bátar hér eru hætt- ir á þorskanetjunum. Asbjörn var a reknetjum í nótt suður í Mið- ressjó, en fékk ekkert, því síldin stóð of djúpt. Afli trillubátanna er sáratregur enn sem komið er. Versta veðar, er Hanne S. hvorf L EIT IN að danska skipinu Hanne S., sem saknað hefur ver- ið síðan sl. fimmtudagskvöld, heldur áfram. í gær barst blað- inu svohljóðandi skeyti frá loft- skeytamanninum á Úranusi: Grænlenzka útvarpið sagði frá „Sókn44 í Keflavík Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn í Kefiavík, heldur aðalfund Sjálfstæðishúsinu, í Keflavík kvöld kl. 9 síðd. Venjuleg aðalfundarstörf. Að fundi loknum verður sam- Ciginleg kaffidrykkja og spiluð féiagsvist. Sjálfstæðiskonur eru bcðnar að fjölmenna a fundinu. því í gærkvöldi, að fundizt hefði brak úr björgunarbát með til- heyrandi varahlutakassa, dýpt- armæli og planka og dóti, m. m,, tveim óáteknum kössum af Carls berg. Talið er að þetta tilheyri Hanne S. Norskur bátur, sem kom til Færeyingahafnar í dag, var stadd ur út af Hvarfi um líkt leyti og síðast heyrðist í Hanne S. Skip stjórinn kvaðst hafa séð tvö siglingaljós á skipi, er gætu hafa verið á Hanne S. Hann kvaðst ekki hafa komið í verra veður. Sama sögðu skipstjór- ar á fleiri ndrskum bátum, sem voru á vesturleið. Flugvélar og varðbáturinn Thesis leita ásamt veðurskipinu Alpha. Einnig verður gengið á fjörur. —O.B . Flugvélar af Keflavíkurflug- vélli gátu ekki tekið þátt í leit- inni í gær vegna veðurs, austan stoims. þess nokkuð hafi þokazt í sam- komulagsátt. Lýsti fundurinn vonbrigðum sínum vegna af- stöðu Sovétríkjanna og banda- manna þeirra á afvopnunarráð- stefnunni til þessa. — ★ — Fulltrúar lýstu vonum sínum um, að fundurinn í París leiddi til bættrar sambúðar þjóða heimsins, en keppa yrði að „frið- samlegri sambúð" um allan heim — ekki aðeins á takmörkuðum svæðum. Loks segir í yfirlýsingu fund- arins, að „tilraunir Sovétríkj- anna til þess að sverta með áróðri vestur-þýzka lýðveidið O" ríkisstjórnir nokkurra annarra NATO-þjóða séu óvinsamlegar í garð bandalagsins í heild — og — Landhelgin Frh. af bls. 1. þeir þá góð orð um að færa sig utar, enda engrar vernd- ar að vænta. Þegar hér var komið sögu, bað blaðamaður frá „Daily Skétch“, sem var um borð í einum togar- anna, um viðtal við skipherrann á Þór og spurði, hvort rétt væri að varðskipsmenn teldu togar- ana of nærri landi og var því svar að til, að svo væri. Blaðamaður- inn spurði þá, hvort Þór mundi taka togarana og svaraði skip- herrann því til, að hér hefði ver- ið um aðvörun að ræða, en ann- að mál væri, hvað síðar vrði gert. Þess má geta, sagði Pétur Sigurðsson ennfremur, að brezka herskipið hafði engin afskipti af þessum orðræðum. * ÚT AF VESTFJÖRÐUM Aðspurður skýrði Pétur Sig- urðsson Morgunblaðinu ennfrem ur frá því, að hann hefði heyrt að tveir brezkir togarar hefðu siglt alveg upp að 12 mílna lín- unni út af Vestfjörðum, en ekki farið inn fyrir. Hefði brezka her- skipið á þeim slóðum rætt mál- ið við togaraskpstjórann og skild ist á þeim viðræðum, að herskips í andstöðu viff tilraunir til aff bæta ástandiff í heiminum“. L menn vildu ekki að togararnir færu nær landi. NA /5 hnúiar y/ SV 50 hnútar ¥: Snjókoma y 06/ S/ S/rúrír IC Þrumur KuUasht Hitaskit H H*» | L Latq» 1 stjórnin í Höfðaborg að rannsaka eindregin tilmæli, sem henni höfðu borizt frá forystumönnum iðaðar og verzlunar- um að breytt verði stefnunni í kynþáttamálum — en efnahagur landsins hefir orðið fyrir miklum skakkaföllum udanfarið í sambandi við átökin í landinu, og margir iðnaðar- menn eru mjög áhyggjufullir vegna ástandsins. Kuldi frá Grænlandi HITASKILIN og regnsvæðið nótt, en allhvass SA á morgun, suður af íslandi hreyfast norð rigning með köflum. ur á bóginn og verða sennilega SV-land til Breiðafj., Faxa- yfir norðanverðu landinu um fl.mið og Breiðafj.mið: All- hádegið í dag. hvass austan í nótt, en hægari Ennþá er kalt á Grænlandi; SA á morgun .rigning með t. d. 14 stiga frost á Tobin- köflum. höfða. Það er því ekkert undar Vestf., Norðurl., Vestfj.mið legt þótt norðanvindurinn sé og Norðurmið: Austan stinn- kaldur þegar hann blæs þaðan. ingskaldi í nótt, en SA-kaldi í dag er gert ráð fyrir suð- á morgun, sums staðar rigning. austan átt og hlýrra veðri en NA-land, Austf. Norðaustur verið hefir. — í Vestur mið c.g Austfj.mið: Allhvass Evrópu eru komin vorhlýindi, austan og rigning í nótt, en eins og sjá má af kortinu. 17 batnai.li veður á morgun. stiga hiti er í París og 16 stig SAland og Suðausturmið: í London og Hamborg. Austan hvassviðri og rigning í Vcðurhorfur kl. 10 í gærkvöldi nótt, en sunnan kaldi og skúr- SV-mið: Austan stormur í ir á morgun. Heimta þeir: Herskipavernd on löndunar- bann? London, h- rnaí. — (NTB/Reuter). — I DAG var haldinn fund- ur yfirmanna á togurum í Grimsby — fyrir lukt- am dyrum. —• Sagði tals- maður yfirmannafélags- ins, að samþykktir fund- arins yrðu ekki kunn- gerðar fyrr en haft hefði verið samband við félög háseta og vélamanna — en yfirmennirnir hefðu orðið á eitt sáttir um stefnu sína framvegis. Góðar heimildir segja hins vegar, að á fundin- um hafi verið ákveðið að biðja ríkisstjórnina um herskipavernd fyrir togarana allt inn að 4 mílna línunni gömlu við ísland — og auk þess farið fram á, að sett verði löndunarbann á erlend fiskiskip í brezk- um höfnum — og þá fyrst og fremst íslenzk. Flufélag íslands eykur innanlands- flug sitt SUMARÁÆTLUN innanlands- flugs Flugfélags íslands h.f. gekk í gildi 1. maí sl. Samkvæmt hinni nýju áætlun, fjölgar ferðum verulega frá því sem var í vetur og er gert ráð fyrir örari flugferðum til ýmissa staða en sl. sumar. Þannig eru þrjár ferðir á dag milli Reykja- víkur og Akureyrar mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstu daga en tvær ferðir aðra daga. Til Vestmannaeyja verða tvær ferðir á dag nema sunnudaga og mánudaga, þá ein ferð. Til Isa- fjarðar og Egilsstaða verða flug- ferðir alla virka daga og eftir 9. júní hefjast einnig sunnudaga ferðir til ísafjarðar. Til Horna- fjarðar verð a þrjár ferðir í viku. Tvær ferðir á viku verða til eftirtalinna staða: Fagurhóls- mýrar, Flateyrar, Húsavikur, Kópaskers, Patreksfjarðar, Sauð- árkróks, Siglufjarðar, Þingeyr- ar og Þórshafnar. Ein ferð á viku verður til Hólmavíkur og Kirkju bæjarklausturs og frá Vest- mannaeyjum til Hellu og Skóga- sands. Eftir að Isafjarðarflugvöllur verður fullgerður og tekinn í notkun, leggst flug til Flateyrar niður. Þá er ekki gert ráð fyrir flugi til Blönduóss í sumaráætl- un félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.