Morgunblaðið - 05.05.1960, Blaðsíða 20
23
MORGUNBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 5. mai 1960
William Pope skellti aftur höf
uðbókinni, renndi sér niður af
háa stólnum, læsti skúffunni í
púltinu sínu og stekk lyklinum
í vasa sinn. Klukkan var á slag-
inu eitt, og þarna í bankanum
var samtímis flóð og fjara, þeg-
ar einn starfsmannahópurinn
gekk til hádegisverðar og annar
kom frá mat. Þetta hafði verið
daglegur viðburður fyrir augum
P<jpes síðustu þrjátíu árin, og nú
var hann farinn að hlakka til
þegar næstu tíu árin væru liðin
og hann kæmist á eftirlaun, sem
hann vonaði í einfeldni sinni að
njóta í þrjátíu ár til viðbótar. —
Hann gekk hægum skrefum gegn
um stóra salinn, stakk höfðinu
fyrir milligerð úr gleri og rauð-
viði, og leit með hátíðlegri van-
þóknun á starfsemi mannsins,'
sem þar var að vinna.
— Klukkan er eitt, Carstairs,
sagði hann snöggt.
Carstairs sneri að honum
þunnu, alrökuðu andlitinu og
þurrkaði það, sem hann hafði
verið að skrifa.
— Ég hafði enga hugmynd um
að klukkan væri orðin svona
margt.
Pope snuggaði. — Það myndi
ég vita, klukkulaus í kolamyrkri.
Ég held svei mér bara, að þér
þyki gaman að vinna, Carstairs.
Hinn hristi höfuðið. — Þetta
er orðið að vana hjá manni, sagði
bann dræmt. — Það er svo sem
ekki mikið að hafa gaman af.
Komdu nú áður en líður yfir þig.
Hann gekk nú á undan út úr
bankanum og út í sólskinið á göt
unni, og alla mannþröngina, sætti
lagi og skauzt yfir götuna þvera.
Pope, sem var vandari að virð-
ingu sinni, beið þangað til umferð
in var stöðvuð og gekk síðan há-
tíðlega til vinar sins.
— Einhvern daginn .... byrj-
aði hann.
— Ég veit það vel, svaraði
hinn, en i dag finnst mér ég vera
strákur. í morgun datt heill ald-
arfjórðungur af herðunum á mér,
svo að nú er ég tvítugur strákur.
— Það var verst, að gráu hár-
in skyldu ekki detta um leið, svar
aði Pope.
— Maður getur nú ekki gert
allt í einu, svaraði hinn, — og
auk þess eru þau ekki svo sér-
lega mörg.
Hann staðnæmdist við djrrnar
á „Beykitrénu“, opnaði síðan og
hélt áfram upp á loft í matsalinn,
og að borðinu við gaflinn, þar
sem þeir voru vanastir að sitja.
Pope andvarpaði af ánægju er
hann settist, setti upp gullbrydd-
ar nefklemmur og tók að kynna
sér matseðilinn. Hann neytti
því næst matarins með ánægju,
kveikti síðan í vindli og bað um
kaffi. Nú var hann reiðubúinn til
samræðna. Carstairs, sem hafði
ekki étið nema lítið eitt, svaraði
einhvern veginn svo úti á þekju,
að Pope fyrstist við og steinþagði
— Fyrirgefðu, sagði Carstairs,
— ég var bara að hugsa.
— O, hugsaðu bara eins og þú
vilt, svaraði vinur hans, önugur.
— Ég er að hugsa um öll þau
skipti, sem ég hef borðað hér á
þessum stað, sagði Carstairs. —
Dag eftir dag og ár eftir ár. Þetta
hefur liðið eins og draumur.
— Það er líka einna skást, að
hádegisverðurinn líði þannig,
svaraði vinur hans með tilfinn-
ingu. — Ef þú hefðir melting-
una hans Halls veslingsins...
— Ég á við allan daginn, sagði
Carstairs. Járnbrautarlestin á
morgnana, og svo vinnan á dag-
inn. í tuttugu og fimm ár, hvern-
ig sern viðraði, hef ég verið hér
innilokaður að gæta peninga ann
arra manna. Nú er ég minn eig-
inn herra. Ég gæti farið til norð-
urpólsins, ef ég vildi, eða þá leg
ið í bælinu allan daginn.
Pope tók út úr sér vindilinn
og horfði á vin sinn með athygli.
— Ég held þú ættir að vera í
rúminu heilan dag, sagði hann
loksins. — Eða kannske öllu held
ur tvo eða þrjá daga.
— Þetta er síðasti dagurinn
minn í bankanum, sagði Carsta-
irs. — Það er rétt þar um bil, að
ég botna í því sjálfur.
— Nei, það skaltu heldur ekki
reyna að gera, sagði Pope,
áhyggjufullur.
— 1 fyrramálið fer ég í eggja-
leit.
— Eggjaleit í október? stamaði
Pope veslingurinn.
— Eða í bíltúr, sagði Carsta-
irs og brosti í laumi. — í veðri
eins og er í dag, væri það alveg
upplagt. Ég skal biðja um eins
dags frí fyrir þig. Ég keypti
prýðilegasta bíl í gær.
Pope ætlaði að andvarpa, en
stillti sig með erfiðismunum. —
Ég held við ættum að fara aftur
til vinnunnar, sagði hann og stóð
upp.
— Ekkert liggur á. Við eigum
tuttugu og fimm mínútur eftir
enn. Seztu niður, við skulum at-
huga, hvert við eigum að fara.
Þú skalt ekkert vera hræddur —
ég ætla ekki að aka sjálfur. Hvað
segirðu um Brighton? Skjótast
þangað í hádegisverð, horfa dá-
lítið á sjóinn, fara svo aftur til
London í kvöldverð og í leikhús-
ið á eftir.
Nú leit Pope fast og lengi á vin
sinn. — Heyrðu mig, Carstairs,
— veiztu almennilega, hvað þú
ert að tala um?
— Bíltúr, svaraði hinn.
— í þínum eigin bíl, eða hvað?
Carstairs kinkaði kolli.
— Hvar fékkstu hann?
— Keypti hann.
Pope andvarpaði en hélt síðan
áfram yfirheyrslunni.
— Hvað kostaði hann?
— 925 pund.
Löng þögn, meðan Pope var
að reyna að koma einhverju
skipulagi á málróm sinn.
— Og hvar fékkstu peningana?
spurði hann loks, tiltölulega ró-
lega.
___ Jæja, þar kemurðu loksins
að efninu, sagði Carstairs og
brosti út undir eyru. — Ég erfði
þá eftir frænda minn, sem ég
hef ekki séð síðan ég var tíu ára
gamall. Hann fór til Ástralíu að
rýja kindur. En eftir upphæðinni
að dæma, sem hann lét eftir sig,
hefur hann ekki látið kindurnar
einhlítar, heldur rúið mannfólkið
um leið.
Pope var enn tortrygginn og
ræskti sig nú.
— Hvað lagði hann sig á?
— Ég þori ekki almennilega
að segja þér upphæðina, því að
þú værir vís til að þjóta með
mig til læknis.
— Hvað mikið?
___ .... eða þá þú dettur af
stólnum.
— Hvað mikið fékkstu eftir
karihræið? spurði Pope með
hörku.
— Við vitum það ekki svo al-
veg upp á hár, svaraði Carstairs,
og leitaði í vasa sínum, — en í
bréfinu hérna frá lögfræðingnum
minum, stendur, að það rnuni
verða ein þrjátíu þúsund pund á
ári.
^OSPER. 20S2. CopyrigKt K I. B. 8Ó« 6 Copenhogenl
— Vegurinn til Ringsted? Þú skalt bara fylga mér eftir,
ég fer einmitt þá leið!
Allar viðræður í salnum þögn-
uðu meðan bergmálið af and-
varpi Popes var að deyja út. Með
skjálfandi hendi tók hann bréfið
0{ las það, og síðan bað hann
um glas af vatni með matnum,
en það hafði ekki skeð í mörg
ár. Loksins óskaði hann Carstairs
til hamingju.
— Það hlýtur að vera nokkuð
síðan þú fréttir þetta, sagði hann,
í ávítunarróm.
— Hér um bil þrjár vikur,
sagði Carstairs. — Ég vildi nú
helzt vera alveg viss, áður en ég
færi að hafa það í hámæli, eins
og þú getur nærri.
— Hvað ætlarðu að gera við
alla þessa peninga? spurði Pope
agndofa.
Carstairs lét eins og hann hugs
aði sig um. — Ég ætla að fá mér
fáein Hænsni og skemmta lér
við þau. Og svo bílinn, auðvitað.
Pope hristi höfuðið, myrkur á
svip. — Þetta er að kasta perlum
fyrir svín — fyrirgefðu orðið. Þú
hefur aldrei kunnað að skemmta
þér almennilega. Gamli maður-
inn hefði heldur átt að eftirláta
þér fimm hundruð á ári. Þú hef-
ur svo óbrotinn smekk.
— Það óbrotna, sem lætur lít-
ið yfir sér, kostar oft mest, held
ég, svaraði Carstairs. — Minn
bíll gerir ekki nærri eins mik-
inn hávaða og gamall skröltorm-
ur, sem kostar fimmtíu pund. Tíu
punda föt vekja enga eftirtekt,
en það gera aftur á móti önnur,
sem hafa kostað hálft annað
pund.
Pope, sem hafði ekki hlustað á
þetta, benti nú þjóninum. — Tvö
glös af bezta og elzta portvíninu,
sem þið eigið til. Og þegar þjónn
inn var farinn, bætti hann við.
— Ég vil rétt vita, hvernig það
er að traktera þrjátíu þúsund
punda mann. — Nú yfirgefurðu
alla gömlu kunningjana, er ekki
svo?
— Auðvitað. Og byrja á þér,
það er að segja, þegar ég er bú-
inn með portvinið þitt.
Pope klingdi glösum við vin
sinn og sötraði síðan vínið, and-
varpandi. — Þér væri nú betra
að fara varlega, sagði hann. —
Nóg verður af mönnum, sem
vilja gjarna hjálpa þér að eyða
þessum aurum, og þú ert alltof
meinlaus til þess, að þér sé trú-
andi fyrir þeim. Ég sé alveg í
anda, þegar þú ferð að setja pen
ingana í hin og þessi fyrirtæki á
tunglinu, ekki af því að þú trúir
á fyrirtækin, heldur bara af því,
að þú kannt ekki að segja nei.
— Þetta er sennilega alveg rétt
hjá þér, svaraði Carstairs.
— Já, ég veit, hvað ég er að
segja, sagði Pope með ákafa. —
Þú þekkir heiminn ekki frekar
en ómálga krakki, og þú treyst-
ir mönnunum eins og slíkur
krakki. Ég skyldi ekkert verða
hissa þó að þú tapaðir þessu, sem
þú átt, á fimm árum.
— Sjálfur hafði ég reiknað
með tíu, en sennilega er þín til-
gáta nær sanni, sagði Carstairs.
Þó get ég huggað þig með því,
að ég hef gert varúðarráðstaf-
anir til þess að afstýra slíkri
ógæfu. Ég ætla að ráða mann til
að hafa umsjón með eignum mín
um, svo að hann beri ábyrgðina,
ef ég verð kominn á hausinn eft-
ir fá ár. Ég læt hann svo að
segja hafa einræðisvald yfir öllu
saman.
— Já, og ef hann svo svíkur
þig, hvað þá?
— Það gerir hann aldrei.
Pope leit á vin sinn með ein-
lægum áhyggjusvip. — Þetta
skaltu ekki gera, sagði hann.
Finnur, vildir þú og þingmað- í herbergið mitt snöggvast? piltar á meðan ég leyfi ykkur að
urinn gera svo vel að koma inn Látið nú fara vel um ykkur heyra mjög athyglisverða segul-
bandsupptöku.
— Eg er beinlínis til neyddur,
sagði Castairs. — Ekki get ég ver
ið að slíta taugunum á svona fjár
málastússi. Þá er eins gott að
vera kyrr í bankanum. Það þýð-
ir ekki að telja um fyrir mér,
Pope, ég er einráðinn í þessu.
— Þú hlýtur að vera snarvit-
laus, sagði Pope loksins. —
Hvað veiztu svo sem um mann-
inn. Hvað lengi hefurðu þekkt
hann?
— Nógu lengi til þess að vita,
að ég get treyst honum, sagði
Castairs. — En annars þekkir þú
hann enn betur en ég.
— Ég? Nei, svei mér ef ég
þekki nokkurn mann, sem ég
myndi treysta svona út í æsar.
Hver er þessi fyrirmyndarmað-
ur?
— Hann heitir William Pope,
sagði Carstairs.
Svipurinn á Pope breyttist
snögglega og um varir hans lék
skjálfandi bros. En svo tók hann
sig á, og svipurinn harðnaði aft-
ur. — Þér þýðir ekki neitt að
fara að fitja upp á neinum mót-
mælum, sagði Carstairs. — Þetta
er greiði við mig. Þú hefur allra
manna bezt viðskiptavit og ert
miklu einbeittari í umgengni við
fólk heldur en ég. Þú hefur eitt-
hvað í framkomu þinni, Pope,
sem ég á ekki til. Og ég þarf að
hafa þig til að veita mér siðferði
legan styrk. Ég vil að þú ijúgir
fyrir mig, og gangir á milli min
og þeirra, sem eru alltof greið-
viknir að hjálpa mér að koma
þessum aurum í lóg.
— Ja, náttúrlega, ef þú mein-
ar það þannig .... byrjaði Pope,
og var á báðum áttum.
SUÍItvarpiö
Fimmtudagur 5. maí
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05
Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar
— 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar
— 10.10 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp.
12.50—14.00 „A frívaktinni", sjómanna-
þáttur (Guðrún Erlendsdóttir).
15.00 Miðdegisútvarp. — 16.30 Veðurfr.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.25 Veðurfregnir.
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Skógrækt á Islandi, — erindi
(Hákon Bjarnason skógræktar-
stjóri).
20.55 Einsöngur: Jón Sigurbjörnsson
syngur: Fritz Weisshappel* leik-
ur undir á píanó.
a) Tveir negrasálmar.
b) „O, promise me“ eftir Regin
ald de Koven.
c) ,,Ma Lindi Lou" eftir Lilly
Strickland.
d) „O, tu Palermo", aría eftir
Verdi.
21.15 Sjómannaþáttur: Fyrsti íslenzki
togaraskipstjórinn, Indriði Gott-
sveinsson.
Loftur Guðmundsson, rithöfund-
ur flytur erindi og Bárður Jak-
obsson lögfræðingur inngangs-
orð.
21.50 Tónleikar: Konsert fyrir harmon
iku og manndólínhljómsveit.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Smásaga vikunnar: „Frakkinn**
eftir Alfred Polgar, í þýðingu
Þorvarðs Helgasonar (Jóhann
Pálsson leikari).
V*.35 Ffá tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands í Þjóðleikhúsinu
12. apríl. Stjórnandi: Olav Kiell-
and. Einleikari á píanó: Mikael
Voskresenskí. a) Forleikur að
þriðja þætti óperunnar „Lohen-
grin" eftir Wagner. b) Píanókon
sert nr. 3 í c-moll eftir Beethov-
en.
23.20 Dagskrárlok.
Föstudagur 6. maí
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik-
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik
ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20
Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. —
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
15.00 Miðdegisútvarp. — 16.30 Veðurfr.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.25 Veðurfregnir.
19.35 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Spilað fyrir dansi, — erindi (Þór
leifur Bjarnason rithöfundur).
20.55 Isltenzk tónlist: Tónsmíðar eftir
Arna Björnsson og Sigursvein D.
Kristinsson.
21.30 Utvarpssagan: „Alexis Sorbas",
eftir Nikos Kazantzakis; XV. (Er-
lingur Gíslason leikari).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Garðyrkjuþáttur: Axel Magnús-
son garðyrkjukennari talar um
áburðarþörf jarðvegsins.
22.25 A léttum strengjum: Danshljóm
sveit útvarpsins í Berlín leikur
(sent hingað á segulbandi).
23.00 Dagskrárlok.