Morgunblaðið - 05.05.1960, Page 10

Morgunblaðið - 05.05.1960, Page 10
10 MORCTnvnr 4 fílfí Fimmtudagur 5. maí 1960 Gœtið varúöar wð kaup á gömlum bilum AÐ undanförnu hefur talsvert verið leitað til Neytendasamtak- anna vegna kaupa á notuðum bílum. Hafa kaup>endur bílanna talið, að þeir hafi verið á ýms- an hátt blekktir í viðskiptunum. Bifreiðin reynist t d. ekki í því ástandi, sem seljandi hafi sagt hana vera í, þegar kaupin voru gerð. Þegar samningagerð er lokið er oft erfitt að sanna, hvað seljandi hafi sagt um ástand bif- reiðarinnar, þar sem yfirleitt ekkert er sagt um ástand hennar í samningi nema, „að bíllinn selj- ist í núverandi ástandi, sem kaup andi hefur kynnt sér“. Hafi selj- andi sagt eitthvað um ástand bíls ins þá er þess yfirleitt að engu getið í afsali. Þá hefur það komið fyrir, að seljandi hefur ekki haft löglega heimild til að selja bílinn og getur það að sjálfsögðu valdið kaupanda miklu tjóni. Einnig hefur það komið fyrir, að seljandi hefur leynt skuldum, sem á bif- reiðinni hvíldu, þar sem veðbók- arvottorð hefur ekki verið fyrir hendi, þegar gengið hefur verið frá kaupum. Ýmsir aðrir ágallar hafa komið fram í samningsgrð vegna kaupa á notuðum bílum, en þessir eru hinir helztu, sem að framan greinir. Ýtarlegir samningar Neytendasamtökin munu reyna að stuðla að því, að einhverjar breytingar verði fljótlega gerðar á þessum málum. Neytendasam- tökin vilja umfram allt hvetja væntanlega kaupendur notaðra bíla til þess að hafa eftirfarandi í huga: 1. Skoðið bílinn mjög vand- lega áður en samningar eru gerðir og hafið helzt kunn- áttumenn með í ráðum. 2. Hyggið vel að samnings- gerðinni. Hafið samninga sem ýtarlegasta að því er snertir ástand bílsins og greiðslur. Neytendasamtökin telja eðli- legast, að löggjafinn geri svipað- ar kröfur til bílasala og fasteigna sala, og telja heppilegast, að lög- in um fasteignasölu verði endur- skoðuð í heild og látin taka til bilasala. Aðalfundur nem- endasambands Kvennaskólans AÐALFUNDUR nemendasam- bands Kvennaskólans í Reykja- vík var haldinn 28. marz sl. í Tjarnarcafé. Fundurinn var mjög vel sóttur. í stjórn voru kjörnar frú Ásta Björnsdóttir, formaður, frú Regína Birkis, varaformaður, frk. Guðrún Þor- valdsdóttir, gjaldkeri, frú Mar- grét Sveinsdóttir, ritari og frk. Sigriður Rögnvaldsdóttir með- stjórnandi. Ákveðið var að nemendasam- bandið tæ«i upp þann sið að halda hóf ár hvert fyrir þær stúlkur, sem útskrifuðust hverju sinni, og verður fyrsta hófið haldið í Lidó miðvikudaginn 25. maí. Gefst þá hinum ýmsu ár- göngum ákjósanlegt tækifæri til að hittast og minnast skólans. knattspyrnu, og leitast sumar- starfið við að skapa þeim áhuga sem bezt skilyrði með því að koma upp leikvanginum. Mikið sjálfboðastarf er unnið á hverju vori og sumri í Vatna- skógi til þess að prýða staðinn og búa hann sem bezt. Skógar- menn K.F.U.M. hafa reist þarna vandaðan sumarskála, auk þess hafa þeir komið upp rafstöð og myndarlegu bátaskýli. Þá er þar snotur lítil kapella. Um 10 ára skeið hafa þeir og unnið að gróð- ursetningu trjáplantna, mest skógarfuru og greni, og eru nú trén frá fyrstu árum gróðursetn- ingarinnar að verða fallegar plöntur, nokkuð á annan metra á hæð. Sumarstarfið hefur gefið út lítið smárit, prýtt mörgum mynd- um, með helztu upplýsingum um — og sumarstarf KFUM þar GENGIÐ hefur verið frá áætlun- um fyrir sumarstarf K.F.U.M í Vatnaskógi nú í sumar. Er til- högun þess svipuð og verið hefur undanfarin ár. .1 fyrra dvöldu í Skóginum hátt á sjöunda hundr- að drengir og piltar, en þá voru flokkarnir tíu eins og nú í ár. Frá 8. júní til 1. júlí eru flokkar íynr 10—12 ára drengi. Frá 5. júlí til 22. júlí eru flokkar fyrir drengi 12—14 ára og frá 22. júlí eil 29. júlí fyrir 14—16 ára pilta. Þann 29. júlí hefst svo hinn fyrsti af þremur vikudvalar- llokkum fyrir drengi 9—13 ára. Flokkar þessir eru allir viku flokkar nema síðasti flokkurinn fyrir 10—12 ára drengi, sem verð ur 9 daga, og fyrri flokkurinn fyrir 12—14 ára drengi. Sumar- starfinu í Vatnaskógi lýkur svo með því, að flokkur verður fyrir uppkomna pilta og menn 19. til 26. ágúst. Sumarstarfið í Vatnaskógi hef- ur orðið mjög vinsælt á liðnum árum og ber hin mikla sókn þangað vott um það. Þar eru líka öll skilyrði til þess að hafa sum- arstarf, sem sé við hæfi drengja og pilta. Náttúrufegurðin gjörir sitt til, vatnið, með mörgum bát- um, dregur hugi drengjanna. Þá hefur og verið gjörður stór knattspyrnuvöllur og er það grasvöllur. Er verið að vinna að því að fá þar góðan leikvang og mun nú í vor unnið að því að gjöra hlaupabraut og annað, sem á við á íþróttavelli. Drengirnir, sem dvalið hafa undanfarin ár í Skóginum, hafa sýnt mikinn áhuga á íþróttum, einkanlega þó starfið í Vatnaskógi á komandi sumri. Er hægt að fá rit þetta á skrifstofu KF.U.M, þar sem einnig eru veittar allar nánari upplýsingar daglega nema laug- ardaga, frá kl. 5,15 til 7 e.h. Að- sókn virðist ætla að verða mikil að Vatnaskógi í sumar, því að nú þegar eru nálægt hundrað dreng- ir og piltar búnir að láta skrá sig, enda þótt sumarstarfið sé nú fyrst auglýst opinberlega. Vanda ber til samninga Það ber ávallt að vanda til þess ara samninga, ekki sízt þegar unglingar eiga í hlut Þeir bera síður skyn á það sem um er sam- ið og telja oft að útborgunin sé aðalatriðið, en eigi það, sem sem síðar á að greiða. Kemur þá oft til kasta foreldranna að leysa mál ið, þó að það sé oft erfitt, þegar skriflegir, samningar hafa verið gerðir. í slíkum tilfellum hafa foreldrar leitað til Neytendasam- takanna, en það hefur oft reynzt erfitt að leysa þessi mál. Þó að bílasalar annist sölu bif- reiðar eru kaupendur oft litlu betur settir, þar sem bílasalinn hefiur tilhneigingu til að draga taum seljanda og lítur á sig sem umboðsmann hans eingöngu. I þessu sambandi þykir rétt að geta þess, að löggjafinn gerir eng arkröfur til þekkingar bílasala og þarf ekki sérstakt leyfi til að stunda það starf. Leiðbeiningabæklingar Neytendasamtökin hafa um nokkurt skeið haft það í athug- un, hvernig mætti bæta úr þessu ásxandi. Þegar til þeirra hefur verið leitað í einstökum málum hafa þau gert það, sem hægt hef ur verið til þess að leysa þau Þá hafa Neytendasamtökin gefið út leiðbeiningabækling, sem nefnist: „Leiðbeiningar um kaup á notuð- um bílum“. í þessum bæklingi er að finna það helzta, sem sá þarf að vita, sem hefur í hyggju að kaupa notaðan bíl. Er þar bæði getið um ýmislegt, sem kaupandi þarf að vita um bílinn og nokkur helztu atriðin í sambandi við samningsgerðina. Þó að bækling- urinn sé að sjálfsögðu ekki tæm- andi, þá veitir hann margvíslegar upplýsingar og eru menn hvattir til að lesa hann, áður en þeir kaupa notaðan bíl. 18. einvígisskákin Nú er komin upp jafnteflis- staða, en Botvinnik heldur áfram vinningstilraunum. 49. Kf2, Ke5; 50. Kg3 Hh4; 51. Rg7, Rf4; 52. Ha3, Hd4; 53. Ha6, Hd6; 54. Ha7, Dd4; 55. Hf7, Hf4; 56. He7, Kf6; 57. Ha7, He4; 58. Rh5t, Kg6; í 18. skákinni gerði heimsmeist- arinn enn eina tilraun til að rétta hlut sinn. Tefldi hann mjog frumlega með hvítu mönnunum og forðaðist vandlega allar kunn ar leiðir. Tal tefldi hins vegar traust og einfaldaði stöðuna, svo að eftir 25 leiki var komið út í endatafl, sem virtist jafnteflis- legt. Bauð þá Botvinnik jafntefli, en ýmsum á óvart hafnaði Tal boðinu. Botvinnik tókst þá brátt að finna sterkt framhald og ná máthótunum á Tal og hafnaði nú sjálfur tvívegis jafnteflisboðum áskorandans. Staðan var mjög flókin, þegar Botvinnik komst í tímaþröng, en Tal tefldi vörnina mjög vel, og tókst heimsmeistar- anum ekki að vinna meira úr stöðuyfirburðum sínum en eitt veigalítið peð. Var það vel slopp- ið hjá áskorandanum, sem síðan varðist vel í biðskákinni og náði jafntefli á skemmtilegan hátt. Staðan eftir 18 skákir varð því sú, að Tal hafði 10Ý2 vinning, en Botvinnik 7!4. Hér kemur svo 18. skákin: Hvítt: Botvinnik — Svart: Tal 1. d4, Rf6; 2. c4, e6; 3. Rc3, Bb4; 4. a3, Bxc3; 5. bxc3, Re4; 6. Dc2, f5; 7. Ra3, 0-0; Tal bregður hér út af 16. skákinni, þar sem hann lék 7. — d6 og átti lengst af í vök að verjast. 8. f3, Rf6; 9. c5? Botvinnik ákveður að skipta upp á tvípeði sínu, en gallinn er sá, að hann tefst við liðskipun sina, og Tal nær gagnsókn. 9. — b6; 10. cxb6, cxb6; 11. e3, Dc7; 12. Bd2, Re8; Nú er að hefjast bar- átta um reitinn c4, og á riddar- inn að taka þátt í henni. 13. c4, Ba6; 14. Hcl, Rd6; 15. Da4, Dc6; 16. Dxc6. Nú fær svartur jafnt endatafl, en eftir 16. Db3 getur svartur svarað með 16. Hb8 o. s. frv. 16. — Rxc6; 17. Bb4, Rxb4; 18. axb4, Bxc4; 19. Bxc4, Hfc8; 20. Bxe6, dxe6; 21. Ke2, Kf7; 22. Rf4, a5; 23. bxa5, bxa5; 24. Kd3, a4; 25. Hxc8, Hxc8; í þessari stöðu bauð Botvinnik jafntefli, en Tal afþakkaði 26. Hal, Rc4; 27. Hbl! Tal hefur sennilega van metið þennan leik. 27. — a3 Betra var 27. — Rd6 og væri þá hægt að svara 28. Hb6 með 28. — Ha8! 28. Hb7t, Kf6; 29. Ha7, g5; 30. Rh5f, Kg6; 31. g4 Nú má svartur mjög gæta sín, að lenda ekki í mátneti. 31. — Rb2t; 32. Dd2, Rc4t; 33. Dd3, Rb2; 34. Kd2, Rc4t; 35. Ke2, Hc2; Önnur leið var 35. — Hg8; Botvinnik á nú kost á að leika 36. Hg7t, Kh6; 37. Hg8, og mundi þá 37. — a2?? stranda á 38. h4, fxg4 39. fxg4, gxh4; 40. Rf4 og hvítur mátar, en i stað 37. — a2, léki Tal 37. — Rd6!, eða dræpi fyrst á f4, og riddarinn færi síðan eftir atvik- um til f7 og kæmi í veg fyrir mátið á g5, auk þess sem svartur hótaði þá að vinna með Hb8! 36. h3, e5; 37. dxe5 Ónákvæmni í timaþröng. Miklu meiri vinn- ingslíkur gaf 37. d5! 37. — fxg4; 38. hxg4, Rxe5; 39. Hxa3, Hc2t; 40. Kfl, Kf7; Ekki 40. — Rxf3? 41. Ha6t, Kf7; 42. Hf6t. Hér fór skákin í bið. Framhaldið varð: 41. e4, Dd2; 42. Kel, Hg2!; 43. Hb3, Ke7; 44. Rg7, Rxf3t!; 45. Hxf3, Hxg4; 46. Rf5t, Ke6; 47. Rg3, h5; 48. Rxh5, Hxe4t Joroin sviðin MORGUNBLAÐIÐ átti í gærdag símtal við Aðalgeir Egilsson, son Egils bónda á Máná á Tjörnesi. Sagði Egill að þar væri kulda- tíð og hefði hann legið með norðaustan gjólu samfleytt síðan 25. apríl síðastl. Væri jörð sviðin og gróðurlaus. Þá stundina, sem símtalið fór fram, um klukkan 5,30, snjóaði þar. Ekki festir snjó inn þó, en frost eru hér á degi hverjum sagði Aðalgeir. Sauð- burður fer senn að hefjast og á nokkrum bæjum eru nokkrar ær þegar bornar. Fénaður er allur á gjöf. Um þetta leyti árs í fyrra, var miklu líflegra í ríki nattúr- unnar, sagði Aðalgeir. Þessi stöðuga bræla hefur dreg ið mjög úr hrognkelsaveiðinni, sem annars virtist ætla að verða mjög góð. Mikil kvika er úti og hefur hún valdið tjóni á netum bænda. Eins og er eru ekki horfur á að 59. Kf3, Hb4; 60. Rg3, Hf4t; 61. Ke3, Hf7; 62. Ha5, Hf6; 63. Re4, Hf5; 64. Ha6t, Kg7; 65. Rg3, He5t 66. Kd4, b5; 67. Ke4, Kf7; 68. Rf5, Hb4| ; 69. Rd4, Hbl; 70. Rf3, Hb4f 71. Rd4, Hbl; 72. Rc6, Kg6; 73. Re5tt Kh5; 74. Ha5, Helt 75. Kf3, Hfl; 76. Kg3, Hf5; Jafntefli. og gróðurlous norðaustanáttin muni ganga nið- ur, sagði Aðalgeir. Hann spáir nú snjóéljum. 17 pundu lux í netin ÞAÐ bar til tíðinda hjá ein- um Reykjavíkurbáta, Aðal- björgu RE 5, að hún fékk í net sín 17 punda lax í fyrra- dag. Net bátsins höfðu verið lögð út af Akranesi. Hér er um að ræða hrygnu, feita og fallega. Skipstjóri á Aðal- björgu er Einar Sigurðsson. Þess má geta að þetta cr í annað sinn sem Reykjavíkur bátur fær nú í vetur lax í net i netjasvæði bátanna hér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.