Morgunblaðið - 06.05.1960, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 6. maí 1960
Hitaveitugjöld hœkka
i sama hlutfalli og olía til upphitunar húsa
Hækkunin nemur 25*%», en heira vatnið
nýtist nú a.m.k. 15*%» betur en áður
HÆKKUN á gjaldskrá Hitaveit-
unnar var til umræðu á bæjar-
stjórnarfundi í gær. Geir Hall-
grímsson, borgarstjóri fjármála,
gerði grein fyrir málinu og verð-
ur greinargerð hans rakin í höf-
uðdráttum hér á eftir:
Nýja gjaldskráin gerir ráð
fyrir því, að fyrir afnot heita
vatnsins skuli greiða kr. 4.50
fyrir hvern rúmm. vatns. Nú er
þetta gjald kr. 3.60, og er því
hér um að ræða 25% hækkun á
gjaldi fyrir afnot heita vatnsins,
auk söluskatts.
Brýn nauðsyn ber til þessarar
tillögu um hækkun á gjaldi fyr-
ir afnot heita vatnsins, og hef-
ur sparnaðarnefnd lagt fram
greinargerð með breytingum á
gjaldskrá Hitaveitu Reykjavík-
ur. — f>ar er getið um það, að
hækkanir á gjaldaliðum Hita-
veitunnar vegna efnahagsráð-
stafananna muni nema rúmum
5 millj. kr. Áætlaðar tekjur
Hitaveitunnar eru 28.7 millj. kr.,
og þarf þá að hækka tekjumar
um 17.6% til þess að vega upp
á móti þessari hækkun.
Varðandi hækkun á gjaldalið-
um Hitaveitunnar vegna efna-
hagsráðstafananna er langsam-
lega veigamesti liðurinn hækk-
un á rekstrarkostnaði gufubors
ríkisins og Reykjavíkurbæjar, en
samkv. áætlun raforkumála-
stjóra Jakobs Gíslasonar mun
rekstrarkostnaður gufuborsins,
að svo miklu ltyti sem Reykja-
víkurbær á að standa undir hon-
um, hækka nra 3 millj. króna, úr
rúmum 9 millj. í rúmar 12 millj.
kr. Hér !r um að ræða afborg-
anir og vexti af erlendum lán-
um, auk annars erlends kostn-
að»T.
Heitara vatn
En auk þessarar hækkunar er
bent á það í greinargerð með
breytingum á gjaldskrá Hita-
veitu Reykjavíkur ,að hækkun
á hitastigi þess vatns, sem selt
er, hefur í för með sér betri
nýtingu á vatninu ,og notendur
fá því verðmætari þjónustu en
áður.
Eins og kunnugt er hélt bæj-
arstjóri áfram, hafa nú á síð-
ustu mánuðum verið virkjaðar
nýjar borholur í Reykjavik, sem
veita inn í hitaveitukerfið langt-
um heitara vatni'heldur en vatn-
ið er frá Reykjaveitunni. Vatnið
frá Reykjaveitunni er um það
bil 83 stiga heitt, þegar það
kemur í geymana við Öskjuhlíð,
en vatn það, sem hér er um að
ræða, er um það bil 120 og allt
að 150 stiga heitt, og þar sem
hér er um mjög mikið magn að
ræða eða um 100 1/s., þá hækkar
Dagskrá Alþingis
A FUNDUM Alþingis í dag kl. 13,30
eru dagskrár sem hér seglr:
Kfri deild: — 1. Lífeyrissjóður tog-
arasjómanna, frv. — 2. umr. — 2. Rík-
isreikningur 1957, frv. — 2. umr. Ef
leyft verður. — 3. Símahappdrætti
Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, frv.
___ 2. umr. Ef leyft verður. — 4. Um-
ferðarlög, frv. — 3. umr. — 5. Lækn-
ingaleyfi, frv. — 3. umr. — 6. Ráðstöf-
un erfðafjárskatts og erfðafjár til
vinnuheimila, frv. — 3. umr. — 7. Rík-
isborgararéttur, frv. — 2. umr. Ef leyft
verður. — 8. Orlof húsmæðra, frv. — 3.
umr.
Neðri deild: — 1. Verzlunarbanki Is-
lands, frv. — 1. umr. — 2. Innflutnings-
og gjaldeyrismál, frv. — Frh. 3. umr.
— 3. Eignarnámsheimild fyrir Húsa-
víkurkaupstað á Preststúni, frv. — 2.
umr. — 4. Abúðarlög, frv. —• 3. umr. —
5. Aburðarverksmiðja, frv. ,— 2. umr.
— 6. Skólakostnaður, frv. — 1. umr.
Ef deildin leyfir. — 7. Verkfall opin-
berra starfsmanna, frv. — 1. umr. Ef
deildin leyfir. — 8. Loðdýrarækt, frv.
I — 1. umr. Ef deildin leyíir.
hitastig vatnsins til notenda all-
verulega með þeim árangri, að
notendur þurfa minna vatns-
magn en áður til þess að hita
upp híbýli sín. Talið er, að hag-
ur notenda af þessu hærra hita-
stigi vatnsins sé allt frá 15%
og upp í 30%. Er það mat hita-
veitustjóra, að öruggt megi telja,
að þótt verð heita vatnsins væri
hækkað sem svaraði 15%, þá
fengju notendur samt sem áður
sama hitamagn fyrir sama verð
og áður.
Samanburður við olíuverð
Eins og kunnugt er þá var verð
á heita vatninu, þegar Hitaveit-
an hóf starfrækslu sína í árs-
byrjun 1943, sett sem svaraði
10% lægra en talið var að kola-
kynding kostaði. Var síðan reynt
að láta verðlag hitaveituvatns
vatns vera um 10% undir verð-
lagi kolakyndingar, en á árinu
1952 eða í ársbyrjun 1952 var svo
komið, að olíukynding var ódýr-
ari en kolakynding og var upp frá
því miðað við kyndingakostnað
með olíu. >á var verðið á heita
vatninu ákveðið 10% ódýrara
heldur en talið var, að kynding
með olíu kostaði. Samkv. því var
verðið á heita vatninu ákveðið
kr. 3.00 í ársbyrjun 1952, en verð
ið á líter olíu var þá 71% eyrir.
Þrátt fyrir ýmsar verðbreyting-
ar á olíunni, þá var verð heita
vatnsins látið haldast óbreytt, allt
fram til miðs árs 1958, er taka
þurfti tillit til efnahagsráðstafan-
anna vinstri stjórnarinnar, og
verðið á heita vatninu var hækk-
að um 20%, eða upp í kr. 3,60.
Hefði í raun og veru sú hækkun
átt að vera meiri, til þess að þeirri
reglu væri fylgt, að heita vatnið
eða kyndingarkostnaður með
heitu vatni væri 10% ódýrari en
kyndingarkostnaður með olíu.
Ástæðan til þess, að Hitaveitan
er ekki nú beinlínis rekin með
rekstrarhalla, er sú, að megin-
hluti hitaveitukerfisins er 18 ára
gamall og telst til kostnaðar í
bókum Hitaveitunnar í krónu-
tölu þess tíma. Sá hluti hita-
veitukerfisins er því ódýr, og það
er hann, sem ber uppi kostnað af
nýju hverfunum að verulegu
leyti. En eftir því sem hinn gamli
stofn hitaveitukerfisins verður
hlutfallslega minni þáttur í hita-
veitukerfinu í heild, þá er fyrir-
sjáanlegt tap á rekstri Hitaveit-
unnar og má ekki við svo búið
standa.
Geta má þess t.d. hér, að mjög
lausleg kostnaðaráætlun hefur
verið gerð um hitaveitu í Skjól-
in og Hagana. Talið er, að þetta
hitaveitukerfi muni kosta, að frá-
dregnum heimæðagjöldum, rúml.
30 millj. króna fyrir gengislækk-
un. Samkv. því þyrftu tekjur frá
notendum þessa kerfis að vera
allt að 6 millj. króna ,en mundi
ekki verða með verðlagi kr. 3,60
á klúbikm. vatns nema 4 millj.
króna. Þannig mundi þetta nýja
kerfi út af fyrir sig í Skjólunum
og Högunum vera rekið með tæp
lega 2 millj. kr. rekstrarhalla, og
jafnvel eftir að búið er að hækka
verðið á heita vatninu upp í kr.
4,50, þá er þetta kerfi út af fyrir
sig tekið með milljón kr. rekstr-
arhalla.
Sparnaður að hafa hitaveitu
Það er talið, að olíueyðsla á
hvern íbúa bæjarins, sem notar
ólíu tii kyndinga, nemi um kr.
1365,00 á ári. Samkvæmt þessu
mundi kostnaður þeirra 41 þús,
íbúa, sem njóta Hitaveitunriar,
vera um kr. 56 millj., ef þeir
þyrftu að nota olíu.
Þrátt fyrir hækkunina mundu
gjöldin fyrir heita vatnið frá
Hitaveitunni að söluskatti með-
töldum ekki nema meiru en kr. 38
millj. á ári, og sparar því Hita-
veitan 41 þús. af íbúum Reykja-
víkur kr. 18 millj. á ári. Gjaldeyr
issparnaður núverandi hitaveitu-
kerfis er talinn nema nær 37
millj. kr. á ári hverju.
Lán hafa hins vegar ekki feng-
izt til hitaveitunnar vegna þess
fjárhagsástands, sem hér á landi
hefur ríkt á undanförnum árum.
Eftir viðreisnaráform núv. ríkis-
stjórnar skapast hins vegar mögu
leikar til lánsfjáröflunar, og er
ég bjartsýnn, að afla megi fjár-
magns að láni, svo að halda megi
áfram aukningu Hitaveitunnar,
því að um hagkvæmari fram-
kvæmdir í þjóðfélaginu er vart
að ræða.
En sú skylda hvílir á okkur
bæjarfulltrúum að treysta fjár-
hagsgrundvöll Hitaveitunnar og
horfast í augu við lágmarks fjár-
þörf fyrirtækisins. Veit ég og að
allir bæjarfulltrúar muni skilja
þau rök, sem liggja til grund-
vallar hækkun á afnotum heita
vatnsins núna, sagði borgarstjóri
að lokum.
Umræður um gjaldskrá
Alfreð Gíslason kvað sig and-
vígan hækkun á gjaldskrá hita-
veitunnar, þar sem nú væru svo
miklar hækkanir á öllum sviðum
vegna stefnu ríkisstjórnarinnar.
Lagði hann fram frávísunartil-
lögu í málinu fyrir hönd Alþýðu-
bandalagsins.
Óskar Hallgrímsson tók til máls
og sagðist ekki sjá aðra mögu-
leika en gjaldahækkun til að
mæta auknum útgjöldum Hita-
veitu Reykjavíkur, enda hefði
enginn komið með raunhæfar til-
lögur þar að lútandi og væri hið
sama að segja um mál strætis-
vagnanna. Myndi hann því greiða
tillögunum, er nú lægju -fyrir,
atkvæði sitt.
Þórður Björnsson kvaddi sér
hljóðs og sagði m.a., að nú ætti
að nota Bæjarstjórn Reykjavíkur
til að hjálpa ríkisstjórninni til
að skerða lífskjörin.
Geir Hallgrímsson tók aftur til
máls og gerði enn frekari grein
fyrir málefnum hitaveitunriár.
Hann vék sérstaklega að skuld
hitaveitunnar við bæjarsjóð og
rafmagnsveitunnar, sem nemur
28 millj. kr. Einnig skýrði hann
frá þvi að tap væri á rekstri hita-
veitunnar í Hlíðunum, ef hún
væri athuguð ein sér. Benti það
til þess sem verða myndi í öðr-
um nýjum hverfum að óbreyttri
gjaldskrá.
Því næst svaraði Geir Hall-
grímsson nokkrum fyrirspurnum
varðandi störf Hitaveitunefndar,
kaup á nýjum djúpbor og athug-
un á hitaveitu frá Krísuvík. :—
Hitaveitunefnd hefur m.a. staðið
fyrir árangursríkum borunum í
bæjarlandinu. Lengi hefur staðið
á leyfi fyrir kaupum á nýjum
djúpbor til landsins, en nú standa
vonir til að slíkir borar verði á
frílista. Búast má við að mun
meira finnist af heitu vatni í
bæjarlandinu, en áfram mun hald
ið athugunum á hitaveitu frá
Krísuvík og víðar að.
Reksturskostnaður
strœtisvagnanna hœkkar
Fargjöld þurfa þess vegna að hækka um 25*%»
Á FUNDI bæjarstjórnar í gær
var rætt um hækkun á gjaldskrá
Strætisvagna Reykjavíkur. Borg
arstjóri fjármála, Geir Hallgríms
son, gerði grein fyrir nauðsyn
þessarar hækkunar og sagði m.
a.:
Á sl. ári urðu tekjur vagn-
anna um 21 millj. króna, en gjöld
in að meðtöldum afskriftum kr.
22.3 millj. Rekstrarhalli varð því
um 1.2 millj. kr. Hann var unn-
inn upp með því, að bæjarsjóður
styrkti fyrirtækið með kr. 1.250
þús. framlagi. Þrátt fyrir þenn-
an styrk varð bæjarsjóður aðlána
fyrirtækinu 1.9 millj. kr. á ár-
inu til þess að það gæti staðið
undir skuldbindingum sínum og
keypt vagna til endurnýjunar
eldri vögnum og á nýjar leiðir.
Fyrirtækið skuldar bæjarsjóði
nú um 8 millj. kr. Á fjárhagS-
áætlun fyrir árið 1960 er styrkur
úr bæjarsjóði til fyrirtækisins
áætlaður 2 millj. kr.
Hækkanir útgjaldaliða.
Varahlutir og efni til viðgerða
er talið hækka um 1 millj. kr.
Hér ber þess að geta, að stræt-
isvagnar í notkun eru nú 54 að
tölu og fer þeim stöðugt fjölg-
andi. Til þess að tryggja ör-
uggan rekstur svo margra vagna
er óhjákvæmilegt að eiga veru-
legar birgðir varahluta og efni
til viðgerða. í fjárhagsáætlun
var gert ráð fyrir útgjöldum af
þessum sökum 2.2 millj. kr. og
þar sem gera má ráð fyrir 45%
hækkun á þessum vörutegundum
var hækkunin áætluð 1 millj.
kr. eins og áður segir.
Áætlað er að kaupa 5 nýja
vagna á yfir3tandandi ári, þar
af 3 til endumýjunar á eldri
vögnum og 2 á nýjar leiðir. Er
ógerningur að komast af með
minni vagnakaup ef halda á í
horfinu með vagnakost fyrirtæk
isins og öruggan rekstur þess. —
Talið er að nálægt 225 þús. kr.
venShækkun verði á hverjum
vagni og næmi þá hækkunin 1,2
millj. kr.
Þegar gengi krónunnar var
breytt, skulduðu Stræisvagnar
3 NA /5 hnúfar ¥ Snjókoma V Stvrlr KuUatlil H Hal
/ SVSOhnútar • ÚSi K Þrumur 'yyy/sraii Hihrkit L * LaqS
Stuttbuxnaveður í Paris ...
S LÆGÐIN fyrir suðvestan land SV-mið til Breiðafjarðarmiða:
| hreyfist hægt norður, og snjó SA-kaldi og síðan stinnings-
S komu- og regnbeltið færist kaldi> rigning eða þokusúld |
j norður yfir Island og að Græn . ._ . ....
S . , . .. , „ ; með koflum. Breiðafjorður til
< kandsstrond, en smærri regn- : * ... ,
\ svæði berast hingað úr suðri. NAlands og V-fjarðamið til s
' Á meginlandi Evrópu er bjart NA-miða. SA-kaldi, skýjað en j
J og gott veður, nærri logn, sól- úrkomulaust að mestu. A-firð j
S skin og 20 stiga hiti í París. ir SAland, A-fjarðamið og s
S Vcðurhorfur kl. 22 í gær- SAmið: S-kaldi, rigning eða
C kvöldi SV-land, Fxaflói, og þokusúld.
Reykjavíkur 671 þús. þýzk mörk.
Hækkaði því skuldin í ísl. krón-
um um 2.1 millj. kr. Þessi hækk-
un greiðist á þrem árum eða kr.
700 þús. á ári eins og sýnt er í
greinargerðinni.
Samkvæmt lögum nr. 10/1960
ber að greiða 3% söluskatt af
fólksflutningum með strætis-
vögnum. Er áætlað að sá skatt-
ur nemi um 700 þús. Hækkun
á brennsluefni, hjólbörðum og
öðrum kostnaði er áætluð í sam-
ræmi við það, sem talið er, að
vörur þessar hækki í verði.
Hækkun á öðrum fólksflutn-
ingum.
Rétt er að vekja athygli á því,
að taxtar vörubifreiða og leigu-
bifreiða hafa verið hækkaðir um
25% og er sú þjónnusta þó undan
þegin söluskattinum. Þá mun
Umferðarmálaskrifstofan hafa
lagt til við verðlagsyfirvöldin,
að gjald fyrir fólksflutninga á
sérleyfisleiðum verði hækkað um
ca. 25%. Er hér um sömu hækk-
un að ræða og lagt er til, að gerð
verði á fargjöldufn SVR.
Bæjarfulltrúi Guðmundur Vig
fússon hefur gert að tillögu sinni,
að útgjaldaaukning Strætisvagn-
anna verði greidd með hækkuðu
framlagi úr bæjarsjóði, eða með
öðrum orðum að hækka útgjöld
bæjarsjóðsins um 5.2 millj. kr.
Þetta mundi hafa þá þýðingu,
að útsvÖT hækkuðu um þessa
upphæð. Meirihluti bæjarstórnar
hefir gert allt sem unnt er til
þess að halda útsvörunum sem
mest niðri og hafa v-onir staðið
til að unnt mundi vera að lækka
þau um 10—15%. Væri sú leið
farin, sem bæjarfulltrúinn sting
ur upp á, væri loku skotið fyrir
svo mikla lækkun. Verður að
telja miklu eðlilegra að Strætis-
vagnarnir afli sér tekna í út-
gjaldaaukninguna með hækkuð-
um fargjöldum hjá þeim, sem þá
nota, heldur en hækka útsvör á
öllum almenningi í bænum.
Nýju farmiðamir.
Gert er ráð fyrir að strætis-
vagnagjöldin verði sem hér seg-
ir: 5 farmiðakort kosti 10 kr.,
34 farmiðakort kosti 50 kr. eða
1,47 kr. hver miði og 16 far-
miðakort fyrir böm kosti 10 kr.
eða 62 % eyri hver miði.
Að lokinni ræðu borgarstjóra
Framh. á bls. 23.