Morgunblaðið - 06.05.1960, Síða 3
Föstudagur 6. maí 1960
MORGUNBLAÐIÐ
3
— Samtal v/ð
Dennis Welch
Frh. af bls. 1.
hann er fyrirferðarmikið seg-
ulbandstæki tengt við síma-
tækið.
Á fundinum í morgun voru
rædd mjög mikilvæg mál og er
annar fundur boðaður á föstu-
dag. Vildi Welch ekkert segja
um fundinn í dag, en kvaðst
ef til vill hafa fréttir að færa
eftir föstudagsfundinn.
„SLUNGIÐ BRAGГ
„Ég var á fundinum með John
Hare sjávarútvegsmálaráðherra
í London í gær“, sagði Welch,
„og það er ekki satt sem blöðin
'segja í morgun að hann hafi sagt
það skerðandi fyrir Bretland ef
brezkir togarar fara inn fyrir
tólf mílna mörkin við ísland. —
Ráðherrann bað okkur að fallast
á sjónarmið stjórnarinnar, sem
ég get ekki sagt hvað er, því
það er trúnaðarmál, en ég er
ekkert viss um að yfirmenn á
togurum fallist á sjónarmiðið.
Togaryfirmenn samþykkja ekk-
ert annað en eftirgjöf á tólf
mílum, og sakaruppgjöf hefur
enga þýðingu. Hún er mjög slung
ið bragð af hálfu íslendinga, en
um leið og brezkur togari leit-
ar hafnar á íslandi og tekur upp
veiðarfæri sín utan tólf mílna
markanna, viðurkennir hann þau
mörk“.
VIL TAKMÖRKUN
„Ég hef heyrt að einn togari
hafi komið til Reykjavíkur til
viðgerðar og allt hafi farið frið-
samlega fram. En það er líka
meiri ástæða til að ætla slíkt,
en að landanir íslenzkra skipa
gangi friðsamlega hér, því ís-
lendingar taka af okkur miðin
Við ísland og einnig markaðinn
i okkar eigin landi. Við viljum
éndurskoða frá grunni afstöðu
okkar til landana útlendinga hér,
ekki aðeins íslendinga, heldur
einnig allra annarra. Þröngur
kvóti fyrir alla útlendinga gæti
verið ákjósanlegur. En hanp yrði
að vera þrengri en sá, sem ís-
lendingar hafa núna, því það sem
af er árinu hafa íslendingar tek-
ið meiri peninga á markaðinum
hér, og þar með új> vösum okkar
togaramanna, en á sama tímabili
síðustu 10 árin“.
EKKERT SVAR
„Ég álít að í þessu tilfelli sé
sakaruppgjöf íslands þýðingar-
laus fyrir togarana sjálfa og mál
efnið, en hefði heldur viljað fá
svar við málaleitun togaramanna
sl. vetur um að togarar fengju
að koma til hafnar með veika
menn og leita vars undan veðr-
um. Við fengum aldrei neitt svar,
enda þótt ég hefði oft samband
við sendiherra íslands í London,
og hann segðist alltaf bíða eftir
svari frá íslandi. Þessi málaleit-
an var gerð vegna mannúðar-
innar, og íslenzka ríkisstjórnin
svaraði henni aldrei“.
VONSVIKINN
Welch var rólegur allan tím-
ann, sem ég talaði við hann,
enda þótt ég hefði verið varaður
við því að láta mér bregða þó
hann berði í borðið. Hann hélt
áfram: „Ég er vonsvikinn vegna
úrslita Genfarráðstefnunnar.Við
vildum fá 10 ára veiðileyfi inn-
na tólf mílnanna við ísland, en
fimm ára leyfi kemur ekki til
greina af okkar hálfu. Okkar
svar verður, að við beitum okk-
ur fyrir endurskoðun Parísar-
samnings togaraeigenda um land
anir íslendinga og strangar tak-
markanir fyrir alla útlendinga“.
ÁFRAMHALDANDI FUNDIR
„Á morgun verður haldinn
hér fundur undirnefndar félags
verkamanna, sem starfa við fisk
iðnaðinn og þar mætir Peter
Laxness kemur heim
með handrit að nýrri skáldsögu
HALLDÓR Kiljan Lax-
ness rithöfundur kom
heim með Gullfossi í gær-
morgun eftir langa útivist.
Hefur hann nú lokið
samningu nýrrar skáld-
sögu, Paradísarheimt, og
mun hún koma út um líkt
leyti í sumar eða haust á
íslandi, Norðurlöndum og
Hollandi en nokkru síðar í
Englandi.
Fréttamaður Mbl. ræddi um
stund við skáldið um borð í
Gullfossi er hann kom í höfn.
Var fjölskylda hans með hon-
um, frú Auður og dætur hans
tvær.
Dvaldist í Lugano í vetur
— Já, það er orðin nokkuð
löng útivistin að þessu sinni.
Ég fór utan um mánaðamót-
in ágúst- september og fór
fyrst til Ameríku, m. a. dvald-
ist ég tíu daga í Los Angeles.
Síðan sneri ég til Evrópu, fór
m. a. til Stokkhólms og var
á rithöfundaþingi í Róma-
borg. Loks settist ég að í bæn
um Lugano í Suður-Sviss og
þangað kom konan og telp-
Henderson, stjórnandi fiskideild
ar sambands flutningaverka-
mannasambandsins. Mun hann
gefa skýrslu um Genfarráðstefn-
una og ræða rhálið almennt. Á
föstudag verður aftur fundur yf-
irmanna á togurum og á fimmtu
dag í næstu viku annar fundur
togaraeigenda og leiðtoga fisk-
iðnaðarins, en hann verður hald-
inn í London. Þá verða línurnar
vonandi farnar að skýrast eitt-
hvað“, sagði Welch, og dró enga
dul á það að hann ætlaði sér
gegnum fundina að samræma af-
stöðu allra viðkomandi stefnu
sinna manna. welch var þótta-
fullur, en gott að tala við hann.
í Grimsby hefur hann fleiri móti
sér en með.
GÓÐUR FISKUR
Níu togarar lönduðu í Grims-
by í morgun, en markaðurinn
var ekki ' sérlega góður vegna
þess hve mikill fiskur var þar
í gær. Sex togaranna voru með
íslandsfisk, þar á meðal Hallveig
Fróðadóttir og færeyski togar-
inn Leivur Össursson. Sigurður
Þórarinsson skipstjóri á Hall-
veigu var vongóður áður en sal
an hófst kl. 8, því hann hafði
aðeins verið 10 daga* á veiðum.
Fiskurinn var líka mjög góður,
betri en Færeyingsins, að því
er Sam Bee, sem verið hefur sölu
maður íslenzku togaranna í 30
ár, sagði.
FISKKAUPMAÐURINN
VIÐUTAN
En ekki voru allir jafn tauga-
styrkir á markaðinum, því þarna
var Ted Stenton, ungur, mynd-
arlegur fiskkaupmaður, sem fór
að heiman í morgun þegar sýnt
var að eiginkonan yrði léttari
eftir einn eða tvo tíma, Frú Sten
ton er ung kona frá Reykjavík,
Gyða Sigfúsdóttir, Eskihlíð 10.
Hafa þau hjónin búið í Grimsby
í nokkur ár og eiga fjögurra og
hálfs árs dóttur, sem heitir Lísa
og talar góða íslenzku. Stenton
vonaði að tengdamóðir hans
kæmi strax flugleiðis frá Reykja
vík og var mikið annars hugar, er
farið var að bjóða upp afla Hall-
veigar Fróðadóttur. Það var
Halldór Kiljan Laxness
urnar til mín. Þarna vorum
við svo í allan vetur og vann
ég að bókinni. Ég var búinn
að vera nokkur ár að safna
drögum að henni.
— Og þarna hafið þér haft
vinnufrið?
— Já, við nöfðum á leigu
villu. Lugano er fyrst og
fremst sumardvalarstaður og
var þar fámennt yfir vetur-
inn og urðum við ekki fyrir
neinu ónæði blaðamanna eða
annarra og komu aðeins þeir
til okkar sem við höfðum
ánægju af að kynnast. Telp-
urnar voru fljótar að samlag-
ast umhverfinu og lærðu
ítölskuna fljótt, nægilega til
að umgangast jafnöldrur sín-
ar þar í nágrenninu.
1 eftirlætisræðustól
— Hvað viljið þér segja
okltur af hinni nýju sltáld-
sögu?
— Hún er á stærð við
Brekkukotsannál, verður
tæpar 300 síður. Hún gerist
sumpart heima, £ Danmörku,
á ferðalögum yfir Atlantshaf-
ið og sex til sjö kapítular
gerast í mormónaríkinu Utah
í Vesturheimi.
Það er erfitt að gera frek-
ar grein fyrir efni og eðli
skáldsögunnar í slíku blaða-
samtali, en skáldið upplýsti
að hún væri skrifuð í þeim
sama epíska stíl sem margar
fyrri skáldsögur hans. Hann
skýrði einnig frá því að hann
hefði lesið kafla upþ úr henni
fyrir íslenzka stúdenta í
Höfn. — Þeirra ræðustóll,
sagði hann, er minn eftirlæt-
isræðustóll. Það er gott að
lesa fyrir stúdentana í Höfn.
Fyrir þeirra dómi finnur
maður hvers virði verkið er.
SIAKSIIIKAIC
hrópað og kallað þegar farið var
að bjóða upp fiskinn, en Stenton
sagði aðeins: „Ég er að vona,
að það verði drengur“. '
FÆREYINGAR
SÆKJA Á
Hallveig Fróðadóttir hafði 2644
kit (168 tonn), nær helming ýsu,
og seldist aflinn fyrir 10.521
sterlingspund. Ýsan var mjög
góð, en seldist á lægra verði en
var í gær, þótt ýsan hafi þá ver-
ið mun lakari en ýsa Hallveigar.
Ástæðan var sú að mjög mikil
ýsa var á markaðinum. Sam Bee
sagði að fiskurinn úr Hallveigu
væri eins góður og hægt væri
að vonast eftir, en að öllu saman
lögðu þetta árið, hefðu Færeying
ar verið með betri fisk en íslend
ingar og að landanir Færeyinga
fari stöðugt vaxandi.Hefðu þeir
selt fy.ir aðeins 60.000 sterlings-
pundum minna en íslendingar
fyrsta ársfjórðung þessa árs.
VILL FREÐFISK
Rowland Drewer fiskkaupmað
ur, sem er í stjórn fiskkaup-
manna í Grimsby, sagði við mig:
„Með hverju ári hefur fiskurinn,
sem landað er í Grimsby, orðið
lélegri, bæði brezki, íslenzki,
belgíski og þýzki fiskurinn, en
Færeyingar einir hafa haldið
gæðunum. Þeir ísa fiskinn bezt.
Ég vil einnig kaupa íslenzkan
freðfisk, en fæ hann sennilega
ekki fyrr en í haust" Drewer fór
ásamt fleirum frá fiskkaupmanna
félaginu til Færeyja fyrir nokkr
um vikum og samdi við Færey-
inga. Samkvæmt blaðafregnum
er félag hans nú orðið einkaum-
boðsfélag fyrir freðfisk Færeyja
í Bretlandi.
ÓVANIR MENN
Sigurður Þórarinsson skip-
stjóri á Hallveigu hafði skýr-
ingu á því hvers vegna ísing fisks
ins mistekst stundum hjá ís-
lenzku togurunum, og sagði að
flestir verði að taka óvana
menn, sem ekki kynnu nógu vel
til verka. Hann kvaðst ánægður
yfir að hafa 8 Færeyinga á Hall-
veigu, sem væru mjög góðir.
Færeyski togarinn Leivur Öss-
ursson er ársgamall og mjög
glæsilegur. Hann er 820 tonn,
bygður í Portúgal og eiga Fær-
eyingar þrjá svona togara.
ÁNÆÐIR MEÐ VERND-
ARSVÆÐIÐ
Ég talaði við Pál Aðaisteins-
son skipstjóra á brezka togar-
anum Andanes í síma í morgun,
rétt áður en hann fór til veiða j
á íslandsmiðum. Sagði hann að
brezku skipstjórarnir hafi ver-
ið mjög ánægðir með verndar-
svæðin, enda þótt margir hafi
fyrirfram hafi verið hræddir
um að erfitt yrði að stunda veið-
ar á þeim svæðum. Hefði þetta
fyrirkomulag reynzt mjög vel.
Sagði hann að færeysku togara-
skipstjórarnir hefðu verið að
vona að verndarsvæðunum yrði
haldið áfram og að þannig
myndu tólf mílna reglan brotin
og fleiri þjóðir komizt inn fyrir.
Páll sagði að margir enskir tog-
arar tapi afla við það að vernd-
arsvæðin séu lögð niður, því
brezki markaðurinn sé meira
byggður á öðrum tegundum en
þorski, sem íslendingar sækjast
mest eftir. Kvaðst hann sjálfur
lítið hafa verið við ísland að
undanförnu, en ætla nú að fiski
út af Norður- eða Austurlandi.
SÍÐUSTU FRÉTTIR
Fréttir voru að berast þess
efnis að frú Stenton fæddi
dreng og Ted Stentou lokaði
fiskverzluninni í miklum fögn
uði.
Hermann kommum
þóknanlegur
Þjóðviljinn i gær birtir megin-.
hluita viðtalsins við Hermann
Jónasson í Tímanum daginn áð-
ur. Leynir sér ekki, að kommún-
istum finnst þeir vera í þakkar-
skuld við formann Framsóknar-
flokksins fyrir að standa „drengi
lega með málstað bandamanna
okkar i landhelgismálinu".
Eins og áður hefur verið bent
á, brá Þjóðviljinn á sínum tíma
skyndilega við, hætti að tala um
íslenzka málstaðinn, en lagði á
það mikla áherzlu, að við berð-
umst fyrir málstað annarra, sem
kommúnistar kalla „bandamenn
okkar".
Þarf naumast að skýra, hverjir
séu okkar bandamenn á máli
Þjóðviljans. En þó er athyglis-
vert, að þessir „bandamenn" gátu
enga tillögu fellt sig við, sem ís-
lendingum væri tii hagsbóta, og
Lúðvík Jósefsson hótaði því,
sjálfsagt í nafni bandamanna
sinna að þeir mundu hefja veið-
ar innan 12 mílna fiskveiða- land-
helgi við ísland, ef fslendingum
tækist að tryggja sér undanþágu
frá hinum svonefnda sögulega
rétti.
Þótt Hermann Jónasson hafi
gerzt svo ógæfusamur að fylgja
kommúnistum að málum, vill
Mbi. ekki álíta, að hann hafi gert
það til að þóknast þessum banda
mönnum Lúðvíks, og er því óvíst,
að hann kunni Þjóðviljanum
þakkir fyrir hólið
J úðvík í leyniferðalagi?
^ýðublaðið segir í gær:
„Þjóðviijinn birti í gær prent-
myndir af nokkrum greinum og
greinarstúfum úr Alþýðublaðinu
— að sjálfsögðu til að hneykslast
á þeim. Það er þó mjög athyglis-
vert, að ein þessara mynda er
fölsuð. Er það mynd af hleraðri
klausu úr Alþýðublaðinu, þar
sem rætt var um ferðir Lúðvíks
Jósefssonar. Sýnir Þjóðviljinn
samvizkusamlega þann hluta
greinarinanr, sem segir frá því,
að Lúðvík hafi sézt skjótast inn
í rússneska sendiráðið í Reykja-
vík skömmu fyrir Genfarfundinn.
Hins vegar heftur Þjóðviljinn
klippt frá seinni hlutann, þar sem
sagt er frá því, að Lúðvík hafi
þegar eftir Genfarfundinn horf-
ið austur fyrir járntjald, senni-
lega til Tékkóslóvakíu. Af hverju
er þetta klippt af í mynd Þjóð-
viljans? Mega lesendur blaðsins
ekki vita af þessu dularfulla
ferðalagi Lúðvíks?
Alþýðublaðið vill gefa þær við
bótarupplýsingar, að Lúðvík Jós-
efsson var í gærdag enn ekki
kominn heim“.
Húsmœður
athugið:
ATHYGLI húsmæðra ska ,
vakin á því að á morgun
laugardag, verður verzlununs
í fyrsta sinn á árinu lokað kl
12 hádegi og verður svo fram
vegis á laugardögum til 3fl
sept. Á föstudögum verður
verzlunum lokað kl. 7 e.h. eins !
og hingað til
Gjaldeyrisstaðan batnar
um 170 millj.
Gylfi Þ. Gíslason, viðsaipta-
málaráðherra hefur skýrt frá því,
að gjaldeyrisaðstaðan hafi á síð-
ustu 2 mánuðum batnað um
hvorki meira né minna en 170
millj. Um þetta segir Alþbl.:
„Tölur þær, sem Gylfi nefndi
eru þessar: í febrúarlok var
skuld landsins í frjálsum gjald-
eyri 182,6 milljónir kr. Hinn 20.
apríl var skuld þessi komin nið-
ur í 75,6 milljónir og hafði lækk-
að um 107 millj. f febrúarlok
var inneign okkar í vöruskipta-
löndunum 11,2 milljónir, en var
20. apríl orðin 74 milljónir. Þann-
ig hafa heildar Iausaskuldir þjóð-
þjóðarinnar í erlendum gjaldeyri
á þessum tæplega tveim mánuð-
um lækkað úr liðlega 171 milljón
í liðlega eina milljón“.
Eru þetta mjög ánægjuleg tíð-
indi, því að ástandið í þessum
málum var orðið uggvænlegt. Er
því sýnt, að viðreisnin ætlar að
ganga fljótt og vel, svo að þess
verði ekki langt að bíða, að biria
í-iuni yfir íslenzku efnahagslífi.