Morgunblaðið - 06.05.1960, Page 6
6
MORGVISBLAÐIÐ
Fðstudagur S. maf 1960
Heiðmörk 10 ára
á þ<
•essu sumri
ÞAB kom fram á aðalfundi Skóg-
ræktarfélags Reykjavíkur í fyrra
kvöld, að starfsemi félagsins er
nú mikil ár hvert og framvinda
mála farsæl. Á þessu ári minnist
félagið hins merkasta áfanga í
sögu sinni. í sumar verða liðin
10 ár frá því að Heiðmörk var
vígð og skipuleg skógrækt undir
stjórn Skógræktarfél. Reykja
víkur hófst þar. Gat Einar G.E.
Sæmundsen skógarvörður og
framkvæmdastjóri félagsins þess,
að nú væri búið að groðursetja
1 Heiðmörk yfir eina milljón trjá
plantna.
★ Gróðursettar 200 þús plöntur
Á aðalfundinum flutti Guð-
mundur Marteinsson formaður
félagsins skýrslu stjórnarinnar,
en Jón Helgason kaupm. gerði
grein fyrir reikningum. Gekk
rekstur félagsins vel á síðastl.
ári og er fjárhagur félagsins sæmi
legur. Einar G.E. Sæmundsen
skógarvörður, gerði grein fyrir
starfinu í Heiðmörk. Þar voru í
fyrrasumar gróðursettar nær
200,000 trjáplöntur. Var hlutur
Vinnuskólastúlkna er störfuðu í
mörkinni 116 þús. plöntur, en
sjálfboðaliða’ rúmlega 80,000
plöntur. Þá skýrði Einar frá því
að gróðursettar hafi verið á ann-
að þúsund trjáplöntur í plógför.
Hér er um tilraunagróðursetn-
ingu að ræða og kvað Einar
inargt benda til að slík aðferð
muni eiga vel við hér á landi,
við ákveðin skilyrði. Vegakerfið i
Heiðmörk hefur þegar kostað
mikið fé og kvað Einar nú búið
að .mæla út fyrir enn nýjum
veg) og verður hann inn með
Vífilsstaðahlíð, niður um Hjalla-
brúnir. Verður þessi vegur 6—7
km langur og mun þá enn opnast
skemmtileg leið um Heiðmörk,
sem er einn vinsælasti staður
Reykvíkinga er þeir vilja dusta
Uppsögn Barna-
skólans á tyirkju-
bœjarklaustri
Kirkjubæjarklaustri, 30. apríl.
U P P S ö G N barnaskólans að
Kirkjubæjarklaustri fór fram sl.
sunnudag og var hún mjög fjöl-
sótt eins og venjulega. Hófst hún
með guðsþjónustu og síðan var
gefið yfirlit um skólastarfið og
einkunnir nemenda lesnar upp.
Hæstu einkunn í skólanum hlaut
Guðlaug Magnúsdóttir, Fagurhlíð
8,80. Við skólaslitin skemmtu
börnin, með 'upplestri, söng og
leik. Sýning á teikningum og
handavinnu nemenda var mjög
fjölbreytt. í skólanum voru í vet
ur 27 börn alls, þar af 10 undir
skólaskyldu aldri. Nokkur börn
voru úr öðrum skólahéruðum. —
Kennari skólans er Kristjana
Jónsdóttir, húsfreyja á Sólheim-
um í Landbroti. — Fréttaritari.
af sér rykið á fögrum sumardög-
um.
Þá sagði Einar frá nýjum minn
ingarreit sem félagið hefur látið
gróðursetja í Vífilsstaðahlíðum
til minningar um dr. Helga Tóm-
asson sem sæti átti í stjórn Skóg-
ræktarfél. Reykjavíkur til dauða-
dags.
★ Skógræktarstöðin
Um skógræktarstöðina og starf
ið þar ræddi Einar eimnig í
skýrslu sinni til fundarins Enn
getur stöðin stækkað og hús henn
ar einnig til muna. 1 græðireitum
stöðvarinnar eru nú hundruð
þúsunda plantna og græðlinga.
Vöxtur var í meðailagi á öllum
tráplöntum þar í stöðinni.
Við kosningu tiil aðalstjórnar fé
lagsins var Lárus Bl. Guðmunds-
son endurkjörinn og nýr maður
tók sæti í varastjórn félagsins
Bjarni Helgason jarðvegsfræð
ingur.
Var fundurinn fjölsóttur og að
vanda annaðist ritstörfin á fund
inum Guðbrandur Magnússon
fyrrum forstjóri, en fundarstjóri
var Hákon Guðmundsson hæsta-
réttarritari.
Frú Guðrún J Erlings
Thorstein Petersen
Kunnur stjórnmálamaður
í Fœreyjum látinn
ÞÓRSHÖFN, 4. maí. (Einkaskeyti
til Mbl.) — Hinn kunni, færeyski
stjórnmálamaður Thorstein Pet-
ersen, fyrrverandi landsstjórnar-
maður og bankastjóri, andaðist
í dag hér í bæ, sextugur að aldri.
— Thorstein Petersen var einn af
forgöngumönnum að stofnun Sjó-
vinnubankans árið 1932, og var
hann bankastjóri til 1950, er hann
tók sæti í landstjórninni.
Hann var fyrst kosinn til Lög-
þingsins árið 1940, og þingmaður
var hann til 1951. — Frá árinu
1943 og til 1950 var hann einnig
fulltrúi í danska þjóðþinginu. —
Thorstein Petersen varð að segja
af sér þingmennsku, þegar Sjó-
vinnubankinn varð gjaldþrota ár-
ið 1951 og mál var höfðað gegn
honum og stjórn bankans — en
hann var þá dæmdur í fjögurra
mánaða fangelsi. — Árið 1957 var
hann að nýju kjörinn til danska
þjóðþingsins — en var þá útilok-
aður frá þingsetu.
— • —
Þegar Thorstein Petersen var
á leið til Danmerkur með Tjaldi
fyrir tveim árum, fékk hann
slæma byltu. Hlaut hann höfuð-
kúpubrot og nokkrar skemmdir á
heila. — Skipið setti hann þá í
land í Ósló, þar sem hann lá
sjúkur marga mánuði. — Hann
fékk aldrei heilsuna aftur. Fyrir
nokkrum dögum tók honum að
hraka mjög — og í morgun and-
aðist hann.
Dáin 1. maí 1960.
1 DAG verður frú Guðrún J. Er-
lings borim til hinztu hvílu. Hún
andaðist 1. maí s.l. Frú Guðrún
fæddist 10. jan. 1877 á Kotlaugum
í Hrunamannahreppi, dóttir Jóns
Einarssonar, bónda þar.
Frú Guðrún var kona Þor-
steins Erlingssonar skálds. Hann
lézt í sept. 1914. Bjó hún manni
sínum hið indælasta heimili, eins
og kunnugt er, og kom þangað
margt áhugafólk um bókmenntir
og listir til skrafs og ráðagerða,
enda var frú Guðrún listræn í
eðli sínu og hafði mikið yndi af
að tala um skáldskap. Höfðu þau
reist húsið Þingholtsstræti 33 ár-
ið 1911 og hefir það verið með
sömu ummerkjúm og áður var
meðan skáldið liifði. Kappkostaði
frú Guðrún að haida í heiðri
minninguna um Þorstein mann
sinn.
Frú Guðrún var fríð kona yfir-
litum og vakti athygli hvar sem
hún fór. Síðustu árin var hún
heilsulaus orðin, en fylgdist þó
með af áhuga ekki siður en forð-
um daga, þegar þau h]ón voru
samtaka í því að prýða heimili
sitt og umhverfi á alla lund:
„Hvar sem heimili okkar var,
söfnuðust smáfuglarnir utan um
okkur strax og snjór kom“, sagði
Guðrún einhvern tíma.
Frú Guðrún og Þorsteinn Er-
lingsson eignuðust tvö börn, frú
Svanhildi, rithöfund, sem gift er
Sæmundi Stefánssyni forstjóra,
og Erling lækni, sem er giftur
Huldu Davíðsson.
KVEÐJA FRÁ VINKONU
Þú áttir svo heita ást og trú
og yl þann, er hjörtun kætti.
Og líknandi hendur lagðir þú,
gr líðendum harmur mætti.
Og víst hef ég margs að minnast
nú,
er muna og þakka ætti.
Og mjög er mér hugstæð myndin
sú,
og mér vill hún huggun bjóða,
er ljósheima til við byggðum
brú,
við birtu og angan ljóða,
en óði og blómum unnir þú,
og öllu því fagra og góða.
Það gengur svo margur í manna-
heim,
er mæðist af sorg og kvíða.
Það leikur víst ei á tungum
tveim.
Hver telur þá sárt er líða?
Þú opnaðir faðm þinn öllum
þeim,
er áttu við böl að stríða.
Mér tregt er um mál, ég hnípi
hljóð,
þú horfin ert, vina kæra.
En blómálfar til þín ljúflings
Ijóð
nú leika á hörpu skæra.
Og sólskríkjur munu sumarljóð
þér syngja og þakkir færa.
Margrét Jónsdóttir.
• Ferðamannatíminn
nálgast
Nú fer ferðamannatíminn að
nálgast. Margir eru þeirrar
skoðunar að við gerum okkur
ekki nægilegan mat úr ferða-
mönnum og hafa þeir vafa-
laust rétt fyrir sér. Allar þjóð
ir heims, og ekki sízt þær sem
fátækar eru að gjaldeyri,
keppast um að hæna til sín
ferðamenn. Og skýrslur sýna,
að þó talsverðu sé til kostað
hjá þeim til að geta tekið við
ferðamönnum, þá margborgar
það sig. Hreinar gjaldeyris-
tekjur af ferðamönnumhækka
ár frá ári.
Þó held ég að þeim sem
þannig hugsa, hætti til að
ganga of langt, gera ráð fyrir
kostnaðarsamari framkvæmd-
um en nauðsynlegar eru, til
að höndla þessa eftirsóttu
ferðamenn með gjaldeyrinn
sinn, og því verður lítið úr
framkvæmdum.
Tökum t. d. hótelin. Þeir
ferðamenn, sem búa á dýrustu
og fullkomnustu hótelunum,
þar sem ekkert er til sparað,
vilja líka hafa eitthvað við að
vera. Þeir ferðast ekki langa
leið bara til að vera á fínum
hótelum, þó þeim þyki það
sjálfsagður viðurgerningur.
Glæsileg hótel eru alls staðar.
Þau eru ágæt — með öðru.
• Eitthvað við að vera
Aftur á móti er hér nóg við
að vera fyrir ferðamenn með
ákveðin áhugamál. T. d. hafa
komið hingað á vegum þýzkr-
ar ferðaskrifstofu hópar nátt-
úrufræðikennara og í sumar
vill þessi litla ferðaskrifstofa
senda fleiri hópa kennara en
Ferðaskrifstofa ríkisins treyst
ir sér til að taka við vegna
húsnæðisleysis, þó íslands-
ferðir hafi aldrei verið aug-
lýstar þaðan. Jóhanni Sig-
urðssyni forstöðumanni skrif_
stofu F. í. í London datt einn-
ig í vor í hug að bjóða brezk-
um náttúrufræðingum upp á
hópferðir til íslands.Strax var
hvert sæti skipað. í Bretlandi
munu vera um 4000 manns í
félagsskap náttúrufræðinga
svo af nógu er að taka. Þarna
er fólkið, sem hefir mikið að
sækja til íslands, og sem við
getum með íburðarlausum við
urgerningi tekið á móti — en
þó ekki engum.
Önnur tegund ferðamanna,
sem hingað kemur í sumar, á
☆
FERDIIMAIMD
líka hingað erindi. Það
eru sjóstangarveiðimenn, sem
ætla að iðka íþrótt sína 1
nokkra daga í Vestmannaeyj-
um. Áhugi þeirra fyrir ís-
landsferð beinist að sjálfsögðu
fyrst og fremst að fiskinum
og veiðinni, ekki að fínu
hóteli — en þó verða lág-
marks þægindi að vera fyrir
hendi. Menn sem ætla sér að
koma slorugir af sjó að kvöldi,
verða t. d. að hafa baðher-
bergi svo eitthvað sé nefnt.
• Látlaus viðgerningur
en góður
Auðvitað eru fjölmargir
aðrir hópar manna, sem af
ýmsum ástæðum finna hér
betra land til heimsóknar
fyrir sig en annars staðar.
Ég held að við eigum að laða
þá hingað, en ekki keppast
við að fá þá ferðamenn, sem
lúxusaðbúnaður skiptir öllu.
Enginn má þó skilja orð mín
þannig að við höfum nógu góð
an aðbúnað fyrir ferðamenn.
Langt því frá. En ég held að
við ættum að keppa fremur
að því að fá snyrtileg lítil
hótel á þeim stöðum, þar sem
eitthvað er við að vera, og
fjallakofa uppi í öræfum, þar
sem menn geta fengið gistingu'
í sæmilegu rúmi og látlausan
en góðan mat. T. d. gætu á
hverjum stað verið 1—2 stúlk
ur, sem sæju um slíkar veit-
ingar, þegar ferðamenn ber
að garði í þessa 2—3 mánuði
sem hægt er að ferðast um
hálendið.
Öræfaferðalög eru nýstár-
legt fyrirbrigði, sem þeir sem
ánægju hafa af slíku, geta vel
sótt langar leiðir, og búast má
við að látlaus þægindi nægi
slíkum ferðamönnum.