Morgunblaðið - 06.05.1960, Side 20
20
MORGUNBLAÐ1Ð
Föstudagur 6. max 1960
~S>Lip[ro tsmenn ^ >
EFTIB W, W. JACOBS
11 ~ J JP
— Ég get ekki meint það öðru
vísi en þannig, sagði Carstairs.
Þetta er hrein verzlun, og vin-
átta okkar er málinu algjörlega
óviðkomandi. Við látum lögfræð-
ing gera samning fyrir okkur —
skelltan og felldan — og svo ætla
ég að hafa ánægjuna af pening-
unum mínum, en þú allt erfiðið.
Pope sneri sér í stólnum og
rétti síðan út höndina.
— Þetta er þá ákveðið, sagði
Carstairs, — og ég ætla að hafa
þá ánægju í annað sinn að lofa
þér að borga eitt glas af portvíni
fyrir ríkisbubbann, til þess að
staðfesta ráðninguna þína.
Pope lyfti aftur fingri til þjóns
ins og fingurinn sýndist nú miklu
stærri og merkilegri en í fyrra
skiptið. Hann leit á klukkuna,
sem nú hafði enga þýðingu fyr-
ir hann framar, lyfti glasinu og
skálaði. — Okkar skál!
Þeir félagar gengu nú til banka
síns og voru ekkert að flýta sér.
Asinn gat verið góður fyrir þá,
sem höfðu ákveðið og tímabund-
ið verk að vinna, en frjálsir
menn höfðu efni á að fara sér
hægt. Og fyrir framan sjálfan
bankann gerði Pope það að
gamni sínu að kaupa sér í mak-
indum blóm í hnappagatið, vel
vitandi, að hann var tuttugu og
fimm mínútum of seinn til vinn-
unnar. Þegar inn kom var fram
koma hans svo virðuleg, að sam-
verkamaður hans, sem hafði beð
ið fram yfir tímann eftir því að
komast sjálfur í mat, lét sér
nægja að snugga með sjálfum
sér, í stað þess að skammast.
2.
Það veldur engum tiltakanleg-
um ruglingi í stórri skrifstofu þó
að tveir menn hætti þar störfum
og hækkun í tigninni hjá öðrum
gerir meira en að bæta fyrir
óþægindin, sem breytingunum
eru samfara. Bankaritararnir
tveir kvöddu, með beztu óskir
samstarfsmanna sinna í vega-
nesti, enda þótt nokkur óvissa
ríkti um það — sökum framkomu
Popes — hvor þeirra væri í raun
inni ríki erfinginn.
Pope hóf ráðsmennskustarf-
semi sína samstundis. Hann átti
óteljandi viðtöl við lögfræðinga
— þeim heiðursmönnum til
mestu ánægju — og með fróð-
leik þeim, er hann hafði aflað
sér í nýkeyptri „Lagahandbók
handa almenningi", gat hann
komið með lögfræðilegar þraut-
ir, sem allir lögfræðingar skrif-
stofunnar þurftu að leggja sam-
an til að leysa.
Ekki var þetta svo að skilja,
að hann vanrækti hin vanda-
minni störf. Hægt en einbeitt
fékk hann Carstairs til þess að
afneita klæðskerunum, sem
höfðu saumað á hann síðustu
tuttugu árin, og öllu þeirra at-
hæfi, og fór með hann til ann-
arra í West End, sem voru þrisv-
ar sinnum dýrari.
— Hálfnaður er sigur höfðing
lega klæddum, sagði hann alvar-
lega um leið og hann fylgdi
Carstairs í veitingahús, til þess
að jafna sig eftir erfiðið.
— Hvað segirðu um litla borð-
ið þarna við gaflinn?
— Það er lofað, herra minn,
sagði þjónninn. — En það næsta
er laust.
Pope hleypti brúnum, en eftir
ofurlitla umhugsun tók hann stól
inn, sem honum var boðinn og
tók að glugga í matseðilinn. Hann
valdi sér mat eftir að hafa spurt
þjóninn 1 þaula og notaði vísi-
fingurinn, til þess að þurfa ekki
að hætta sér út í framburðinn
á öllum frönsku nöfnunum.
Hann braut sundur brauðsnúð
inn og leit kring um sig með ró-
legri velþóknun. „Beykitréð“
var nú orðið hluti af leiðinlegri
fortíð. Hann renndi augunum til
skrautklæddra kvenna og
sleiktra karlmanna og á litlu
hljómsveitina á pallinum. Hann
sneri sér brosandi til að líta á
smáréttina, sem stóðu við oln-
boga hans.
Sá sem átti lofaða borðið kom
einmitt inn í þessu vettvangi,
hávaxinn og lögulegur ungur
maður, svo sem hálfþrítugur, og
settist í stólinn, sem sneri baki
að Pope, svo hranalega, að'brauð
biti sem Pope var með í hendinni
breytti um stefnu og sveif í stór
um boga, þar til hann hvarf nið
ur í vestisopið á honum.
— Fyrirgefið, sagði ungi mað-
urinn og flutti stól sinn svo sem
þumlung fram. — Manni er ekki
gefið mikið svigrúm hér.
— Alveg nægilegt rúm, þeim
sem kunna að nota það, svaraöi
Pope, snöggt.
Ungi maðurinn brosti vin-
gjarnlega og horfði með nokkurri
eftirtekt á tilraunir Popes til að
ná í brauðbitann aftur. Og áhugi
hans fór vaxandi, er Pope laum-
aðist til að losa um vestið sitt.
— Þér ætlið vonandi ekki að
afklæða yður hér, maður minn?
spurði hann og hafði óþarflega
hátt.
Pope, sem var orðinn kafrjóð-
ur af reiði og fáti, lét þetta eins
og vind um eyrun þjóta. Hann
hélt áfram við matinn stundar-
korn, þögull, • en lágum rómi lét
hann frá sér fara við Castairs
orð eins og „eyðslubelgur", „of-
vaxinn skólastrákur" og „sletti-
reka“, svo hátt, að þau heyrðust
vel á næstu borð.
Svipur hans jafnaði sig ekki
fyrr en um það leyti sem iíkjör-
inn kom á borðið, eftir matinn.
Þá kveikti hann sér í vindli og í
einhverri gleymsku hallaði hann
sér aftur og ýtti stólnum til baka
um leið. Þá varð snerting, eins og
rafvirkjarnir kalla það, og sterk
ur straumur þrályndisins í Pope
streymdi frá honum og allt nið
ur í fætur á nágrannanum.
Carstairs, sem hafði í fyrstunni
haft gaman af öllu saman, tók
nú að gerast kvíðinn.
— Vertu ekki að gera uppþot
hérna, hvíslaði hann. — Það má
engu muna, að fólk sé farið að
glápa á þig.
— Ég er ekki neitt að gera,
svaraði Pope, í hita. — Lofum
furtinum að halda sig á sinni eig
in lóð.
Hann ýtti nú stólnum þétt aft-
ur á bak, staðráðinn í því að
hörfa ekki um þumlung. Sama
virtist vaka fyrir andstæðingi
hans, en þó varð hans betri mað-
ur yfirsterkari og nú kippti hann
stólnum til sín, að minnsta kosti
um eitt fet.
Pope hafði rétt svigrúm til
þess að stöðva sig með hand-
leggjaafli sínu, en snarpur brest
ur gaf til kynna, að þetta hefði
ekki gengið alls kostar slysa-
laust. Hann sá, er hann sneri sér
við, að bakið af stól hans hékk
niður á gólfið. Þjónninn flýtti sér
að koma til hjálpar, og forstjór-
inn kom gangandi eftir gólfinu,
hægt og virðulega.
— Annan stól! sagði Carstairs
rólega.
Komið var með annan stól og
forstjórinn bað innilega afsök-
unar á ófullkomleika hins fyrra,
og gekk síðan burt, til að skamma
þjóninn. En upphafsmaður slyss-
ins, sem hafði horft á allt sam-
an, afskiptalítill, kveikti sér í
nýjum vindlingi og leit á
Carstairs.
— Það er höfuðókostur við
þessa nýju Chippendale-stóla,
hvað þeir eru ónýtir, sagði hann
kæruleysislega.
— Já, þeir munu ekki vera
sniðnir fyrir nýjustu mannasiði,
svaraði Carstairs með jafnaðar-
geði.
Ungi maðurinn roðnaði. —
Eigið þér við, að þetta hafi allt
verið mér að kenna? spurði
hann.
— Þér vitið ósköp vel, að það
var það, sagði Carstairs.
— Ef til vill hafið þér á réttu
að standa, sagði ungi maðurinn
og hristi höfuðið. — En — og nú
leit hann í áttina til Pope og
lækkaði sig niður í leiksviðs-
hvísl — hann þarna hefur svo
áleitið bak, og auk þess datt
mér ekki í hug, að stóllinn myndi
brotna, heldur ætlaði ég honum
að fara aftur yfir sig.
Pope kæfði niðri í sér ein-
hverja upphrópun, sneri sér við
og leit fast á unga manninn.
— En allt er gott, sem endar
vel, sagði ungi maðurinn. — Ég
vil bara fá að bæta skaðann, sem
orðinn er.
— Ekki gð nefna, svaraði
Carstairs.
—■ Annars líður mér illa á
samvizkunni, sagði ungi maður-
inn.
— Það er engin ástæða til
þess, að yður líði vel, sagði
Carstairs. — Þér hafið gert yðar
ýtrasta til þess, að vini mínum
liði illa.
— Það er ekkert að honum,
sagði ungi maðurinn og leit á
Pope. — Hann kann sýnilega að
taka gamni. *
Síðan sneri ungi maðurinn
stólnum sínum í áttina til þeirra
félaga, rétt eins og hann vildi
gefa sig á tal við þá, kveikti á
eldspýtu handa sér, en bar hana
þó fyrst að vindli Popes, sem
varð höggdofa yfir þessari
ósvífni, þóði samt eldinn, en of-
urlítill hlátur frá Castairs hreins
aði brátt loftið. Pope lauk við
annan vindilinn sinn, og veitinga
salurinn var orðinn mikið til
manntómur, er þeir loks stóðu
upp frá borðum, gengu út úr
salnum og skiptu bróðurlega
með sér hneigingum forstjórans.
— Þetta er skemmtilegur ná-
ungi, sagði Carstairs, þegar ungi
maðurinn var farinn út.
Pope jánkaði því, en ekki með
sérlega mikilli hrifningu. — Þú
gafst honum heimilisfangið þitt?
bætti hann við ásakandi.
— Já, ég kann vel við hann,
svaraði hinn.
— Og hann er einn þeirra
manna, sem lætur það ekki
bregðast að koma í heimsókn,
sagði Pope.
Og Jack Knight sannaði sp>á-
dóm hans, er hann kom í íbúð
þeirra félaga þrem kvöldum síð-
ar. Sagði, að þar sem hann ætti
heima þarna á næstu grösum,
fyndist sér sjálfsagt að líta inn
og sjá, hvernig Pope gengi með
húsgagnaflutninginn. Og þegar
•hann fór um kvöldið, fylgdu hús-
bændurnir honum báðir til lyft-
unnar.
Áður en hálfur mánuður var
liðinn, var Knight orðinn gamall
og virtur vinur þeirra, og stútfull
ur af alls konar ráðleggingum,
sem betur hefðu setið á eldra
manni, og snerust mest um það
að koma aurum í lóg. Bæði væri
hægt að gefa ríflega til munaðar
ileysingjahælis, og eins væri hægt
að fara til Monte Carlo — og svo
auðvitað allt þar á milli.
— Eða þú gætir náð þér í
•konu, sagði hann hugsandi. Alls
staðar er fullt af konum, sem
létu það verða sitt minnsta verk
að eyða öllum peningunum þín-
um, og biðja svo um meira.
SHÍItvarpiö
Skáldið oif mamma litla
1) Heyrðu, mamma litla!
Nú eru aðeins þrír stundar-
fjórðungar þar til við eigum
að vera mætt!
2) Já, góði, ég er tilbúin,
en segðu mér: Sést undir-
kjóllinn niður undan kjóln-
um?
3) Já, — en það eru bara
smámunir.
4) Mamma, mamma litla!
Nú eru bara 10 mínútur til
stefnu!
a
r
Á
d
ó
Jæja þingmaður, ég ætla að
lofa ykkur að hlusta á upptöku
á umræðum ykkar Finns við
Ketilsklett í gær.
„Fáðu þér sæti þingmaður, við
getum skotið elgdýr seinna.
Núna langar mig pð^ins til að
benda þér á einn hlut. Manst þú
eftir peningunum sem friðunar-
sinnarnir sendu í kosninga»jóð-
inn þinn síðast?"
„Bíddu hægur Finnur. Þú ert
að reyna að beita mig fjárkúgun.
Þú hirtir siálfur b«ssa peningal“
Föstudagur 6. maí
Morgunleikflmi. — 8.15 Tónleik-
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik
ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20
Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. —
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
15.00 Miðdegisútvarp. — 16.30 Veðurfr.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.25 Veðurfregnir.
19.35 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Spilað fyrir dansi, — erindi (Þór
leifur Bjarnason rithöfundur).
20.55 Islenzk tónlist: Tónsmíðar eftir
Arna Björnsson og Sigursvein D.
Kristinsson.
21.30 Utvarpssagan: „Alexis Sorbas",
eftir Nikos Kazantzakis; XV. (Er-
lingur Gíslason leikari).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Garðyrkjuþáttur; Axel Magnús-
son garðyrkjukennari talar um
áburðarþörf jarðvegsins.
22.25 A léttum strengjum: Danshljóm
sveit útvarpsins í Berlín leikur
(sent hingað á segulbandi).
23.00 Dagskrárlok.
Laugardagur 7. maí
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05
Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar
— 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar
— 10.10 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp.
12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig-
urjónsdóttir) .
14.30 Laugardagslögin. — (16.00 Fréttir
og veðurfregnir).
18.15 Skákþáttur (Guðmundur Arn-
laugsson).
19.00 Tómstundaþáttur barna og ung-
linga (Jón Pálsson).
19.25 Veðurfregnir.
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Tónleikar: Lög úr óperettum eftir
Strauss og Lehár (Rita Streich,
Annelise Rothenberger, Peter
Anders og kór og hljómsveit
flytja; Franz Marszalek. stj.).
21.00 Leikrit: „Ur öskunni í eldinni"
eftir Arthur Goring í þýðingu
Sveins Skorra Höskuldssonar
mag. art. Leikstj.: Ævar Kvaran.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög.
2-1.00 Dagskrárlok