Morgunblaðið - 15.05.1960, Blaðsíða 2
2
MORCVNULAÐIb
Sunnudagur 15. maí 1960
Meirihluti Hæstaréttar skip-
aði gerðardóminn, sem ákvað
skaðabæturnar
r m'
Arásir, sem ekki styðjast við rök
UNDANFARNA daga hefur
í ýmsum blöðum verið hald-
ið uppi stöðugum árásum á
Ingólf Jónsson samgöngu-
málaráðherra og Gunnar
Thoroddsen fjármálaráð-
herra, vegna dómsniðurstöðu
gerðardóms þess, sem ákvað
að Kaupfélagið Þór á Hellu
ætti rétt á skaðabótum vegna
flutnings þjóðvegarins austur
í sveitír og nýs brúarstæðis
á Ytri-Rangá. En gerðardóm-
urinn, sem úrskurðinn kvað
upp, var skipaður þremur
hæstaréttardómurum eða
meirihluta Hæstaréttar. Árás
irnar á niðurstöðu gerðar-
dómsins eru þannig fyrst og
fremst árásir á Hæstarétt.
Á það má einnig benda, að
þar sem meiri hluti Hæsta-
réttar skipaði gerðardóminn,
sem kvað upp úrskurðinn, er
auðsætt að niðurstaða í þessu
máli hefði orðið hin sama,
enda þótt mál hefði verið
höfðað til greiðslu fyrr-
greindra skaðabóta.
Á tvímælalaust
rétt til bóta
Ástæða er til þess að rifja
nokkuð upp aðalatriði þessa
máls. Efni þess verður bezt skýrt
með því að birta kafla úr for-
sendum dóms þess, er gerðar-
dómurinn kvað upp. Þar er nj. a.
komizt að orði á þessa leið:
„Hin staðfesta skipulagning
Hellukauptúns er stjórnarathöfn,
sem kaupfélaginu var rétt að
miða framkvæmdir sínar við.
Vegna skipulagningarinnar valdi
kaupfélagið í samráði við skipu-
lagsyfirvöldin verzlunarhúsinu
þann stað, sem það nú stendur á,
í því skyni að tryggja þvi sem
bezta viðskiptaaðstöðu gagnvart
umferð um Suðurlandsveg, og
hafði kaupfélagið ástæðu til þess
að treysta því að súaðstaðamundi
haldast um alllangan tíma. Á
þessu verður nú, aðeins 5—6 ár-
um eftir byggingu verzlunar-
hússins mikil röskun vegna hins
nýja brúarstæðis og þar af leið-
andi breytingar á heildarskipu-
lagi Hellukauptúns. Af þessum
sökum þykir kaupfélagið tví-
mælalaust eiga rétt til nokkurra
bóta“.
Þetta segir meirihluti Hæsta
réttar, sem gerðardóminn skip
aði í forsendum dómsins.
Fráleit ásökun
í framhaldi af þessu er svo rétt
að benda á það, að stjórn Kaup-
félagsins Þór á Hellu ákvað að
leita réttar síns í þessu máli
löngu áður en Ingólfur Jónsson,
kaupfélagsstjóri, varð ráðherra í
núverandi ríkisstjórn.
Það er þvx fráleitt að nota
þessa ákvörðun kaupfélags-
stjórnarinnar til árása á fram-
kvæmdastjóra félagsins, enda
þótt hann yrði síðar samgöngu
málaráðherra.
Á það má einnig benda, að það
var fjármálaráðherra, sem af
hálfu ríkisins tók ákvörðun um
þá málsmeðferð, sem höfð var, en
ekki Ingólfur Jónsson. Það var
í júlímánuði árið 1959, sem stjóm
Kaupfélagsins Þór ákvað að gera
fyrrgreinda skaðabótakröfu. Að
sjálfsögðu vissi enginn þá, hver
verða mundi samgöngumálaráð-
herra, þegar úrskurður gengi um
kröfuna.
Eðlileg málsmeðferð
Af hálfu fjármálaráðuneytisins
hafa einnig verið færð fyllilega
gild rök fyrir því, að ráðuneytið
tók þá ákvörðun, að fela gerðar-
dómi, sem skipaður væri þremur
af dómurum Hæstaréttar að úr-
skurða um það, hvort ríkissjóður
væri bótaskyldur gagnvart kaup-
félaginu vegna fyrirhugaðra
breytinga á brúarstæðinu við
Ytri-Rangá og þá um leið á þjóð-
veginum á þeim slóðum. Hefur
ráðuneytið m. a. bent á það. að
þessi rök hafi hnigið að því að
þessi ákvörðun var tekin:
)1 Úrslit máisins fengust
miklu fyrr með þessu *■
2) Fyrir gerðardómii.- ,ar
fjallað um nákvæmlega sömu
atriði og gert hefði verið fyrir
hinum reglulegu dómstólum,
það er skaðabótaskyldu og
bótahæð.
3) Þessi málsmeðferð var
ódýrari en ef málið hefði ver-
ið flutt fyrir tveim dómstigum
og hefur því sparað ríkissjóði
verulegt fé.
4) Gerðardómurinn var
skipaður þrem hinna föstu
dómara Hæstaréttar. Niður-
staðan hlaut því að verða jafn
örugg og þótt Hæstiréttur
hefði Um málið fjallað.
5) Þess eru ýmis dæmi áður
að ríkisstjórnin hafi talið
heppilegast að semja um að
gerðardómur fjallaði um kröf
ur á hendur ríkissjóði.
Ekki leitað álits
hreppsnefndar
Þegar. á allt þetta er litið, er
það fráleitt, þegar rætt er um
niðurstöðu gerðardómsins sem
„hneykslismál“, sem skapa muni
hættuleg fordæmi. Talað er um
að kröfur muni koma fram frá
ýmsum aðilum, ef vegaspotta sé
breytt frá því sem áður var fyrir
hugað. í því sambandi hefur ver-
ið minnzt á lagningu vegarins
fyrir ofan Hafnarfjörð. En þá hef
ur verið látið undan fallast að
geta þess, að áður en þeim vegi
var breytt, var leitað ’álits bæjar-
stjórnar og bæarráðs kaupstaðar
ins, sem samþykkti breytinguna
einróma.
Allt önnur aðferð var við-
höfð þegar ákveðið var að
byggja brúna á Ytri-Rangá á
öðrum stað en staðfest skipu-
lag Hellukauptúns gerði ráð
fyrir. Sú breyting var fram-
kvæmd án þess að leita sam
þykktar hreppsnefndar Rang-
árvallahrepps eins og sjálf-
sagt hefði verið.
Eðlileg krafa
Kjarni máls þessa er sá, að
ekkert var eðlilegra en að stjórn
kaupfélagsins á Hellu gerði
skaðabótakröfu eftir að stór-
feldar breytingar höfðu verið
gerðar á skipulagsuppdrætti
Hellukauptúns, án minnsta sam-
ráðs við hreppsnefnd byggðar-
lagsins.
í þessu máli hefur farið sem
oftar, að þyrlað hefur verið upp
pólitísku moldviðri í þeim til-
gangi að sverta einstaka menn,
sem framarlega standa í þjóð-
máiabaráttunni. En óhætt er að
fullyrða, að hinar lúalegu árásir
á Ingólf Jónsson samgöngumála-
ráðherra munu hvorki rýra
traust hans né álit meðal bænd-
anna á Suðurlandi eða annarra
hugsandi manna, sem gera sér
Ijóst, um hvað þessar ádeilur
raunverulega snúast
Árás á 3 fremstu
lögfræðinga landsins
Það er meirihluti Hæsta-
réttar, sem komizt hefur að
þeirri niðurstöðu, að ríkissjóð-
ur sé skaðabótaskyldur gagn-
vart kaupfélaginu af fyrr-
greindum ástæðum. Árásirnar
á niðurstöður gerðardómsins
eru því fyrst og fremst árásir
á þrjá færustu og mikilhæf-
ustu lögfræðinga landsins, sem
unnið hafa verk sitt af sam-
vizkusemi og í samræmi við
lög og réttarreglur.
Að lokum er ástæða til þess að
benda á, að fyrrverandi sam-
göngumálaráðherra, Emil Jóns-
son, taldi eðlilegt að málið gengi
til dóms og úr því yrði skorið
hvort um skaðabótaskyldu væri
að ræða.
NA 15 hrtúiar S S V 50 hnútar ¥ Snjóícoma > Oói V Slúrir K Þrumur W/S, KutíoskH Hitaskí! H Hati L Latqi
5 1960 k/ 06
\ lo2o jjj'/
Olli þrumuveðri
ENN var sami hitinn í Reykja
vík í gær, 18,2 stig um há-
degið og því ennþá hlýrra á
þeim tíma en daginn áður, sem
var methitadagur í maímán-
uði. Þó var ekki hlýtt um allt
iand, t.d. þokuloft og hráslaga
legt við Austurland og Húna-
íióa Við Dalatanga var eski
nema 2 stiga hiti.
Lægðin vestur af Bretlands-
eyjum er heldur að mjaka sér
norðvestur eftir en fyigir regn
svæði, sem olli þrumuveðri og
flóðum í Bretlandseyjum í
gær. Líkur eru þó til að við
sleppum að mestu við það.
Veðurhorfur um hádegi í gær:
Sv-mið: Austan átt, hvass
austan til, skýjað í nótt.
SV-land til Norðurlands,
Faxafl.mið og Breiðafj.mið:
Austan gola iíða kaldi, bjart-
viðri.
Norðurland til Austfjarða,
Vestfj.mið til Austfj.miða:
Austan gola, næturþoka.
SA-land og SA-mið: All-
hvass austan, skýjað í nótt.
Guðmundur Jónsson
Kaffisala
blindrafélagsins
BLINDRAFÉLAGH) hefur í dag
kaffisölu í Sjálfstæðishúsinu, til
ágóða fyrir blindraheimili sitt,
sem nú er í byggingu. Verða þar
á boðstólum rausnarlegar veit-
ingar frá kl. 2 e.h.
Blindraheimilið í Hamrahlíð 19
er nú það langt komið að búið
er að pússa það að utan og inn-
an, komnar hitalagnir og byrjað
að mála. En innrétting er enn
eftir og vantar að sjálfsögðu enn
mikið fé. I bygginguna munu nú
vera komnar tvær millj. króna.
Listahátíðin I
Þjóðleikhúsinu
EINS og áður hefur verið skýrt
frá, efnir Þjóðleikhúsið til lista-
hátíðar 4.—17. júní n.k. Flutt
verður óperan „Selda brúðurin"
eftir Smetana, undir stjórn dr.
Smetáceks. Það er gestaleikur
Prag-óperunnar og eru einsöngv
ararnir úrvals söngvarar, en Prag
óperan er meðal beztu ópera á
meginlandinu. Þjóðleikhússkór-
inn syngur kórhlutverk óperunn-
ar, nemendur Listdansskóla Þjóð
leikhússins dansa og Sinfóníu-
hljómsveit íslands leikur undir.
„Rigoletto" hin vinsæla ópera
eftir Verdi, verður nú flutt í ann
að sinn í Þjóðleikhúsinu og verð
ur Guðmundur Jónsson sem fyrr
í titilhlutverkinu. Gestir verða
Nicolai Gedda frá Metropolitan
óperunni í New York, Stina
Britta Melander frá Berlínar-
óperunni og Sven Erik Vikström
frá Stokkhólms-óperunni, er tek-
ur við af Gedda, sem syngur að-
eins tvisvar sinnum. Ballettinn
„Fröken Julie“ sem hinn frægi
ballethöfundur Birgit Cullberg
hefur samið, verður sýndur und-
ir stjórn höfundarins og sem
jafnframt dansar eitt hlutverk-
ið. Aðaldansarar verða Margar-
etha von Bahr og Klaus Salin,
sólódansarar frá finnsku óper-
unni í Helsingfors, auk þess
dansa nemendur úr Listdans-
skóla Þjóðleikhússins með í
balletinum. Sinfóníuhljómsveit
íslands leikur undir. Auk þess
verða á Listahátíðinni sýnd tvö
leikrit, afmælissýningin „í Skál-
holti“ eftir Guðmund Kamban,
og „Hjónaspil" eftir Thornton
Wilder.
Nokkrar upplýsingar um gesti
Þjóðleikhússins í óperu- og
ballettsýningum þess í júní í
vor.
Söngflokkur frá Pragóperunni,
sem í eru ýmsir beztu söngvar-
ar Tékkóslóvakíu, kemur og sýn-
ir „Seldu brúðina" eftir Smet-
ana, í júníbyrjun. Er ekki að efa
að þarna verður um góða sýn-
ingu að ræða. Músíkin er Tékk-
um í blóð borin, tónlist Smetana
er ákaflega vinsæl og hér er um
að ræða vinsælustu óperu þessa
ágæta tónskálds.
Óperusöngvarinn Nicolai
Gedda er sem stendur einn eftir-
sóttasti tenórsöngvari heimsins.
Hann hefur bjarta, tindrandi,
mjög fágaða tenórrödd, sem
hann beitir af mikilli kunnáttu,
hann er óvenju glæsilegur á sviði
mikill persónuleiki og fágaður í
allri framkomu. Auk þess er
hann mikill málamaður, getur
sungið og talað jöfnum höndum
sex tungumál.
Gedda er fæddur og uppalinn
í Stokkhólmi, faðirinn var Rússi,
einn úr hinum fræga Don-
kósakkakór en móðirin sænsk
aðalskona og ber hann ættar-
nafn hennar.
Stina Britta Melander er ís-
lenzkum leikhúsgestum svo
kunn, að óþarft er að kynna
hana mikið. En síðan hún söng
hér í „Kátu ekkjunni" sem hún
söng og lék með miklum glæsi-
brag eins og kunnugt er, hefur
hún starfað í Þýzkalandi. Fyrst
söng hún Violettu í óperunni „La
Traviata" í óperunni í Wiesbad-
en og sögðu blöðin eftir frum-
sýninguna, að aldrei hefði nokk-
urri söngkonu verið fagnað eins
og henni. Það var óslitið klapp
í 20 mínútur. Síðan hefur Stina
Britta verið fastráðin við ríkis-
óperuna i Vestur-Berlín og sung-
ið þar hvert aðalhlutverkið af
öðru, þar á meðal Gildu í „Rigo-
letto“.
Margaretha von Bahr, finnska
ballettdansmærin, sem dansar
Stina Britta
aðalhlutverkið í „Fröken Júlie"
er ein bezta sólódansmær Finna.
Hún hefur verið sólódansmær
finnsku óperunnar í 10 ár og
dansað flest aðalhlutverk hinna
sígildu balletta, eins og t. d. í
Svanavatninu, Þyrnirósu, Sylþhi-
derna, Giselle, svo og „Fröken
Julie“.
Birgit Gullberg hefur á síð-
ustu árum hlotið heimsfrægð og
viðurkenningu sem sérstaklega
snjall leikdansahöfundur, enda
farið víða um heim og sett þá
dansa á svið, sem hún hefur
samið. Einn frægasti ballett henn
ar er „Fröken Julie“, sem hún
setur upp hér í Þjóðleikhúsinu
nú í júní, en sá ballett er byggð-
ur á samnefndu leikriti eftir
Strindberg.
Simon Edwardsen leikstjóri
frá Stokkhólmi er leikhúsgestum
svo vel kunnur að ekki þarf að
kynna hann sérstaklega, þar sem
hann hefur áður sett upp 4 óper-
ur fyrir Þjóðleikhúsið. En hann
kemur nú aftur til að setja
„Rigoletto“ á svið.
Sven Erik Vikström, óperu-
söngvari frá Stokkhólmsóper-
unni, hefur verið fastráðinn hjá
óperunni í nokkur ár og sungið
fjölda hlutverka, meðal annars
hertogann í „Rigoletto“ sem
hann syngur hér.
Hörður Ólafsson
lögfræðiskrifstofa, skjalaþýðandi
og domtúlkur í ensku.
Austurstræti 14.
Sími 10332, heima 35673.