Morgunblaðið - 15.05.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.05.1960, Blaðsíða 3
Sunnudasiur 15. maí 1960 M OJt CT’NfíT 4 fílÐ 3 Þessi mynd var tekin á Siglufirði. Komu skíðin sér vel, þó kominn vaeri annar dagur sumars. Flugvél Björns er fyrsta islenzka flugvélin með skíðaútbúnað. „Ef hreyfillnn bilar“ Sr. Jón Auðuns dómprófastui: U ppsprettulLnd'Lmar BJÖRN Pálsson, flugmaður, er er löngu kunnur í'yrir sjúkra- flug sín um byggðir íslands — og óþarft að kynna hann frekar. Nýlega var sagt frá því í blöðum, að hann hefði flog- ið með þúsundasta sjúklinginn — nánar tiltekið 9. maí síð- astliðinn. í tilefni af því átti blaðamaður Mbl. eftirfarandi samtal við Björn. ★ — Já, það er orðin venja að halda upp á öll hugsanleg afmæli, sagði Björn, áttræðis- afmæli, sextugsafmæli og svo framvegis, afmæli alls konar stofnaria, þó þær séu ef til vill ekki nema 10 ára — að ógleymdum öllum hugsanleg- um tímamótum, merkum og ómerkum. Ég verð víst að fylgja tízkunni í þessum efn- um eins og aðrir — svo hef ég líka þá afsökun, að konan átti afmæli sama dag og ég flutti þúsundasta sjúklinginn, þó ég gaéti ekki haldið af- mæli hennar hátíðlegt á venju legan hátt — geri það bara seinna. — Hvað kemur þér helzt í hug, þegar þú minnist þús- undasta sjúklingsins, sem þú hefur flutt? — Framfarirnar, sem átt hafa sér stað í sambandi við sjúkraflug. Samtímis fluginu sjálfu hef ég unnið markvíst að því að þetta gæti orðið virkur þáttur í framtíðinni. Ég sá strax að undirstaða þess voru fleiri og betri flug- brautir eða lendingarstaðir. Til þess að ná því marki sneri ég mér til ríkisstjórnarinnar og Alþingis, sem samþykkti að veita 500.000 krónur ár- lega til að byggja upp, merkja og skipuleggja flugbrautir út um land, sem nota mætti til lendingar fyrir sjúkraflugvél. Nú eru þessir vellir orðnir yfir 70 og alltaf bætist við ár- lega. Lendingarhæfir staðir eru í flestum sveitum lands- ins — og í öðrum þekktir lend ingarstaðir, sem ekki eru merktir, en hægt er að lenda á, t. d. í fjörum, þegar lág- sjávað er. Einnig rak ég mig fljótlega á að óþægilegt var að hafa ekki skýli fyrir vél nema í Reykjavík — og sneri mér því enn til Alþingis, sem samþykkti að veita leyfi til að byggja skýli á Akureyri, sem væri nægilega stórt til að rúma sjúkraflugvél, sem væri á ferðalagi og aðra sem væri staðsett á Akureyri. Þú sérð að ýmislegt hefur áunnizt í þessum málum. — Hvernig stóð á því, að þú hófst sjúkraflug? — Það var tilviljun, eins og svo margt annað. Ég átti litla flugvél með öðrum manni og var oft að fljúga að gamni mínu og skoða loftið og land ið Þá var það einu sinni, — 6. desember 1949 — að hringt er til mín frá Reykhólum og ég beðinn að sækja þangað unga konu, sem væri alvar- lega veik. Ég sagði eins og satt var að flugvélin væri svo lít- il að enginn gæti legið í henni, en ef konan gæti setið, væri velkomið að ég sækti hana. Þetta var nú upphafið að framtíðinni — þetta fréttist og fleiri komu á eftir og eiga enn eftir að koma. — Hvað hefurðu átt marg- ar flugvélar á þessu tímabili? — Það var ekki hægt að kom ast af með vél sem ekki var hægt að láta sjúkling liggja í, svo ég réðist von bráðar í að kaupa brezka flugvél af Auster-gerð, sem gat tekið sjúkrakörfu. Slysavarnafélag íslands keypti síðan hluta í henni, þegar hún var komin til landsins. Þetta var gól byrjun — en samt var ég ekki ánægður. Ég vildi fá burðarmeiri vél, svo ég gæti einnig tekið farþega, lækni, hjúkrunarkonu eða aðstand- endur sjúklinga, sem oft er nauðsynlegt, ekki sizt þegar um börn er að ræða. Þá keypti ég fullkomna vél, ásamt Slysvarnafélagi íslands og er með hana í dag eftir 6 ár. — Ertu þá ánægður? — Nei, við höfum fullan hug á fullkomna þetta með því að kaupa aðra vél til við- bótar og þá helzt tveggja mó- tora vél, búna ísvörnum og fullkomnum blindflugstækj- um. Þá verður að sjálfsögðu að ráða flugmann til viðbót- ar. — Svo þú getir haldið upp á afmæli konunnar? # — Já, meðal annars. Einnig væri gott að geta sent tvær flugvélar, ef beiðnir um sjúkraflug koma af sitt hvoru landshorni samtímis. Það sparar tíma og fé og gæti einnig sparað líf sjúklings. Það er óhæft að þurfa að stóla á eina vél.Henni getur hlekkzt á eða ég orðið veikur sjálfur. Svo er gott að fá einhvern tíma frí. — Hvað heldurðu að þú sért búinn að fljúga á marga staði á landinu. — Hátt á fjórða hundrað. Þeim hefur fjölgað mjög, sér- staklega eftir að ég fékk skíða útbúnað á vélina og get lent þar sem annars væri ófært vegna snjóa á veturna. — Hefur sjúklingur nokk- um tíma dáið í vélinni hjá þér? — Nei ,aldrei, hins vegar hafa sumir verið langt leidd- ir, oft ekki mátt neinu muna að hægt væri að bjarga þeim, og sumum hefur ekki verið hægt að bjarga eins og geng- ur, þó tilraun væri gerð til þess. — Hefurðu ekki einhvern tíma verið hætt kominn í sjúkraflugi? — Það hefur sjálfsagt ein- hvern tíma staðið glpggt. En maður vill ekki tala um hættu. Það er ekkert hættu- legra að fljúga en hvað ann- að, öryggið er orðið svo mik- ið. — En ef þessi eini hreyfill bilar? — Maður verður bara að stóla á hann. Það er svo ein- falt. Ef hann bilar er samt hægt að reikna með að sleppa. — Viltu ekki segja mér frá einhverju sjúkraflugi, sem þú hefur farið? — Ég skal segja þér frá því síðasta — í gær (miðviku- dag): ★ Ég byrjaði daginn á því að fljúga til Patreksfjarðar eftir mönnum, sem ekki voru sjúk lingar. Það er eins konar þjón usta við þjóðfélagið og gerir sjúkraflugið ódýrara. Þegar ég kom úr þeirri ferð var ég beðinn um að fljúga til Hornafjarðar Flugskilyrðin voru slæm, þoka sums staðar og alls staðar óvenjumikið mistur. Ég lagði samt af stað og gekk ferðin greiðlega aust ur í Meðalland. Þar lá mjög þunn og dimm þoka yfir lág- lendinu, en grisjaði upp úr henni á stöku stað. Mér tókst ekki að fljúga undir henni austur og hækkaði því flugið upp í 1000 fe„, en þá var ég kominn upp úr henni. Þar var aftur á móti sama mistrið og skyggnið heldur lélegt. Þá hækkaði ég flugið upp í 12000 fet. Rétt áður en ég lenti í Hornafirði var kallað til mín í radíóinu og var ég beðinn um að taka alvarlega veikt barn upp í Skaftártungum, ef þess væri nokkur kostur að koma því líka í vélina. Ég í SPAKMÆLASAFNINU, sem kennt er við hinn vitra konung Salómon, eru gullkorn mörg og meðal þeirra þetta: „Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru, því að þar eru uppsprettur lífsins". Sálfræði nútímans og eínkum sálgreiningin, sem kennd er við Freud og fjöldi sálusorgara og geðlækna notar með góðum ár- angri ,styður mjög þetta æva- forna, hebreska spakmæli. Þeg- ar geðlækni eða sálusorgara tekst — í skriftmáli eða með dáleiðslu — að ná til dýpri sviða sálarlífs- ins, kemur þrásinnis upp úr kaf- inu, að rætur sjúkdómsins liggja í hugsunum, sem maðurinn ól með sér, gerði gælur við og iðk- aði í einrúmi. Hann hélt að hugs- unin væri ósaknæm ,vegna þess að hún var „bara hugsun“ og fékk ekki útrás í athöfn. En það var öðru nær. Með því að um- gangast hana í einrúmi, gera gælur við hana, ala á henni innra m.eð sér gaf hann henni mögu- leika til að vaxa, unz hún brauzt fram sem sálsýki, eða varð hon- um að falli siðar á veikleikans stund. ákvað að reyna þetta, þó það litli hálf illa út og skildi einn farþega eftir á Hornafirði, sem ætlaði með suður, en tók aftur á móti sjúkan dreng, lagði svo af stað aftur og flaug vestur á bóginn. Þegar kom að Skaftá lá þokan eins og kolsvartur varnarveggur að jörðinni. Ég komst ekki undir hana, en freistaði þess þó að finna einhverja glufu sem ég gæti séð niður um. Það tókst ekki fyrr en ég var kominn vestur fyrir Mýrdalsjökul, en alla þá leið lá þokan eins og reyfi á jörð- inni. Þar var orðið bjart, svo ég ákvað að gera tilraun og flaug suður fyrir Eyjafjalla- jökul og Mýrdalsjökul og komst með góðu móti austur að Hafursey. En þar lá kol- svartur þokubakki, sem ég lagði ekki í að skoða og varð ég þá að snúa ’endanlega frá og flaug til baka. — Ég kom drengnum í Landsspítalann og hringdi síðan austur í Skaftártungur og kvaðst geta komið á móti þeim að Skóga sandi, en þar er stór flugvöll- ur. Þangað kom ég klukkan 11,30 í gærkvöldi, en þeir voru ekki komnir og komu ekki fyrr en klukkutíma síð- ar, því þokan var svo dimm að bílstjórinn gat ekki ekið nema löturhægt til að halda veginum. Ég kom til Reykjavíkur klukkan að ganga tvö í nótt með litlu stúlkuna. Báðir krakkarnir voru skornir upp og heilast vel. — Þar með var þessum degi lokið. i.e.s. Ein sterkasta hvöt mannsins er kynhvötin. Náttúri'eg hvöt og ekki syndsamleg fyrr en maður- inn misbýður henni, afskræmir hana og leiðir hana á brautir, sem heilbrigður maður finnur, að ekki eru hreinar. Sorgarsaga margra unglinga er sú, að af óvitaskap taka þeir að gera gæl- ur við kynóra í einrúmi. Þeir halda þetta ósamnæmt, en bjóða með því alvarlegri hættu heim. Með því að gæla við lágar hugs- anir í einrúmi, á hverju sviði sem er, elur þú í hjarta þínu hers- ingu óvina, sem ráðast gegn þér, þegar freistingin kemur, og þá er ósigurinn oftast vís. En ef þú varð veitir hjarta þitt, varðveitir þú uppsprettulindir hamingju þinn- ar og hreinleika. Innra með þér, í hjarta þinu, er stöðugt eitthvað að vaxa, og það kann að vera miður á valdi þínu en þú veizt, að fylgjast með þeim vexti. En ávextirnir koma á sínum tíma í ljós, ýmist sem bless un eða böl. Þess vegna ríður þér á svo miklu, að leggja stund á varðveizlu hjartans, sem þeim vitra manni, er spakmælið forna skóp, lá í miklu rúmi. Þetta er alvörumál, sem við alla kemur, einkum hina ungu. Kvikmyndir, sem eru dulbúinn áróður fyrir glæpum og krydd- aðar kynæsandi atriðum, eru góð verzlunarvara og hvarvetna sýnd ar. Afskræmis-framleiðsla óheil- brigðra manna, sem fjandskap- ast við hreinleika og fegurð, er hvarvetna á boðstólum og köll- uð list, oft þeim m.un tærari list, sem óþverrinn er meiri. Allt seitl- ar þetta inn í mannssálina, og í gáleysi gæla menn við þessar myndir, unz þær ýmist bjóða freistingunum heim eða valda geðtruflun. í geðveikrahælum víðs vegar um lönd má finna óhugnanlega mörg dæmi þess. „Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru“, sagði spekingurinn, og vissi, hvar „uppsprettur lífsins“ eru, hvar ræturnar liggja að gæfu mannsins og ógæfu. Hvernig mátt þú varðveita hjarta þitt? Innra með þér er stöðug hreyfing, stöðugt líf. Á tjaldi hugar þíns koma fram myndir hver af annarri, ljósar og dökkar. Ef þú vilt forðast þær ljótu — og þær leita á alla menn — verður þú að fylla hjarta þitt fögrum hreinum myndum. Ann- ars býður þú þeim lágu, óhreinu, heim. Ef hús þitt er fullt af góð- um gestum, komast hinir óboðnu ekki að. Og svo er um hjarta þitt. Sama lögmáli lýtur það. Merkur nútímarithöfupdur seg ir þessa sögu: Kunningi minn fór í heimsókn til vinar síns, og sér til undrunar sá hann, að vinur- inn hafði hengt á veggina í stof- um sínum ómerkilegar, grófar myndir. Hann fór ekki að finna að þessu við vin sinn, en fór aðra og skynsamlegri leið. Hann keypti fagra, verðmæta Kristsmynd og sendi vini sínum að gjöf. Svo fór, sem hann vænti. Vinurinn fann, að með þessari fögru mynd gátu hinar ekki hangið á veggj- um hans, og hann flutti þær orða- laust burt. Ef þú, sem þessar línur lest, átt við ásókn ógeðfelldra hugsana að stríða, — og það eiga allir menn í einhverjum mæli, jafnvel í bænaklefanum kemst hinn heil- agi maður ekki hjá þeim, — en ef þær myndir, sem heilbrigt skyn segir þér að séu ósamboðn- ar góðum manni, gerast tíðir gest ir á tjaldi hugar þíns, þá láttu mynd Krists koma þar sem oft- ast fram, og þá munu hinar smám saman hörfa. Undir merki hans hafa margir sigrað, sem urðu fyrir ásókn hins lága engu síður en þú. Betri varð- 1 veizla hjartans get ég ekki bent i þér á. Björn Pálsson, flugmaður, og þúsundasii sjúklingurinn, Jón Gunnarsson frá Þverá, við komuna til Heykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.