Morgunblaðið - 15.05.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.05.1960, Blaðsíða 17
Sunnudagur 15. maí 1960 MORGVNBLAÐIÐ 17 85 ára í dag: Arni Arnason tré- smíðameist. Akranesi ARNI Árnason trésmíðameistari á Akranesi er 85 ára í dag. Árni er Borgfirðingur að ætt og upp runa, fæddur að Ósi í Skilamanna hr. en uppalinn að Efra-Skarði. A unga aldri fékkst Arni við ýmis algeng störf og var meðal annars sjómaður á skútum í nokkrar vertíðir. Árni fluttist til Akraness skömmu eftir aldamót- in og hefur verið búsettur þar síðan. Er hann því með elztu og kunnustu borgurum þess bæjar. Þegar Arni settist að á Akra- nesi, hafði hann nýlokið tré- smíðanámi. Hóf hann þar störf við iðn sína. Var hann aðallega við húsabyggingar og munu þau hús mörg á Akranesi, sem hann hefur byggt um dagana. I>á var Árni töluvert við vitabyggingar í nokkur sumur. Nokkru eftir 1930 kom Árni sér upp myndarlegu tré smíðaverkstæði. Bjó hann það góðum vélum og vann þar ýmiss trésmíðastörf. Þetta verkstæði sitt rak Arni þar til á síðasta ári. Fram að þeim tíma gekk hann þar til vinnu sinnar dag hvern. Var undursamlegt að sjá þennan háaldraða mann vinna þar við vélar sínar, sem ungur væri. Mun starfsþrek og dugnaður hans áreiðanlega eiga sér fáar hlið- stæður. Enda þótt Árni Árnason hafi nú sökum aldurs hætt iðn sinni, þá er hann þó vel ern, beinn : baki og höfðinglegur að vallar- sem Árni er. Árni Árnason er giftur Mar- — Úr verinu Framh. af bls. 6. tók á móti 3.316 lestum af lifur á móti 3.907 lestum í fyrra, og er það 591 lest minna nú. Hér fer á eftir aflamagn þeirra báta, sem hafa aflað yfir 700 lestir miðað við ósl. fisk frá ver- tíðarbyrjun: Stígandi ............... 1076 t. Leó .................... 1024 - Gullborg ................ 905 - Eyjaberg ................ 845 - Gjafar .................. 845 - Reynir .................. 844 - Snæfugl SU .............. 826 - Ófeigur II .............. 822 - Gullver NS .............. 789 - Kári .................... 786 - Víðir SU ................ 778 . Bergur .................. 773 - Dalaröst NK ............. 745 _ Hafrún NK ............... 743 - Hannes lóðs ............. 717 - Glófaxi NK ............. 700- Fiskafli Norðmanna var um síðustu mánaðamót 20% minni en á sama tíma í fyrra. Hafa Norðmenn aukið mjög verkun á saltfiski eða um helm- ing, en dregið að sama skapi úr freðfiskframleiðslunni og þó einkum herzlunni, sem er upp undir helmingi minni en í fyrra. Við vertíðarlok Síðastliðinn miðvikudag var lokadagurinn. Lauk þá vetrar- vertíð hjá þeim, sem ekki voru þegar hættir. Rétt einstaka bátur hélt áfram eitthvað lengur. Vertíðin byrjaði illa, þar sem báturinn Rafnkell fórst í upp- hafi hennar með allri áhöfn. Ekki urðu önnur stórslys. í verstöðvum á suðvesturlandi var góður afli og metvertíð sums staðar, eins og á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum. í Vestmannaeyjum og Hornafirði var vertíðin rýrari og nær líklega ekki meðallagi. Þrátt fyrir þenn- an heildarsvip vertíðarinnar hefði margur maðurinn þegið og haft þörf fyrir meiri afla. Gæftir voru góðar sérstaklega framan af, en þó nýttist fiskur hálfilla úr netunum vegna slæmra sjóveðra. Þegar einn og hálfur mánuður var af vertíðinni, var gengi krón- unnar breytt, og hækkaði við það útgerðarkostnaður. Margir voru að vísu búnir að kaupa eitthvað af veiðarfærum, en margir áttu líka alveg eftir að kaupa net sín. Olía o. fl. fylgdi svo í kjölfarið með hækkun nokkru seinna, þeg- ar birgðir voru þrotnar. Fyrir fyrri helgi tókust samningar um fiskverð, sem gilda fyrir fisk veiddan á tíma- bilinu frá miðjum febrúar til 20. mai. Var þar um verulega fisk- verðshækkun að ræða. Þannig hækkaði línufiskur í verði um 51 eyri kg, úr kr. 2,12 í kr. 2,63 og netafiskur um 45 aura kg úr kr. 2,08 í kr. 2,53. Söluhorfur á útflutningsafurð- unum eru nokkuð misjafnar eins og gengur. Saltfiskur hefur á sumum mörkuðum heldur hækk- að í verði og salan gengið vel. Verð á skreið stendur í stað, og birgðir frá fyrra ári eru svo til allar seldar. Freðfiskurinn hefir heldur lækkað í verði á Ameríku markaðinum, en annars staðar hefur verðið staðið í stað. Freð- fiskurinn hefur selst eðlilega, nema nokkuð hefur dregið úr innflutningi til sumra jafnvirðis- kaupalandanna. Fiskimjöl hefur lækkað í verði og gengið illa að selja það og er svo til allt óselt. Vertíðinni er varla lokið þeg- ar menn taka að búa sig undir aðra. Nú eru menn mikið farnir að tala um undirbúning undir síldveiðarnar og auðvitað byrj- aðir að spá mikilli síld og byggja það m. a. á hinni miklu síldar- gengd, sem var á miðunum fyrir Suðvesturlandi í vetur, en hún hefur þótt vera meiri en nokkru sinni. Þannig er það. Þegar einu verkefninu er lokið, tekur annað við. I. O. G. T. Hafnarf jörður St. Morgunstjarnan nr. 11 Munið fundinn mánudags- kvöldið. Fjölmennið. — Æ.t. St. Dröfn nr. 55 Fundur annað kvöld. Kosning fulltrúa á Umdæmisstúkuþing. — Æ.t. St. Víkingur Fundur annað kvöld. Barnastúkan jólagjöf nr. 107 Félagar, munið fundinn í dag kl. 14, á venjulegum stað. Til- kynnt verður um ferðalagið 29. þ.m. — Kvikmyndasýning o. fl. — Gæzlumaður. bæði af frændum og vinum. unnin störf á liðinni starfævi. G. Odýrar skyrtur Vinnuskyrtur og sportskyrtur seldar fyrir aðeins kr. 75.— (Smásala) — Laugavegi 81 mr Á miðnæturhljómleikum \LM í Austurbæjarbíó mánudaginn 16. maí kl. 11,30 skemmtir. 14 manna hljómsveit ýf Red Fosters Esquiers ásamt söngvaranum Dean Shultz og harmonikuleikaranum ýkr Alex Urban ★ Kynnir er Baldur Georgs • Aðgöngumiðasala er í Austurbæjarbíó. NlU SINNUM I VIKU fljúga VISCOUNT skrúfuþoturnar vin- sælu til KAUPMANNAHAFNAR í sumar og tvær ferðir í viku til HAMBORGAR. og ROLLS-ROYCE eru trygg- ing fljótrar og þægilegrar ferðar til meginlands Evrópu. Daglegar flugsamgöngur í sumar um Kaupmannahöfn. Mjúlkur & rjdma-ís frá Isborg Ennþá sama lága verðið Mjólkurís: 1 lítri kr. 19.50 V2. lítri kr. 11.00 R j ó m a í s : 1 lítri kr. 26.00 Vt lítri kr. 14.00 Húsmæður! — Athugið að mjólkur- og rjómaís frá ísborg er ódýrasti eftirmatur sem völ er á. _______________ ÍSBORG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.