Morgunblaðið - 15.05.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.05.1960, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐÍÐ Sunnudagur 15. maí 1960 TTtg.: H.f Arvakur Reykjavfk Ikamkvæmdastjóri: Sígfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. VIÐ VERTIÐAR- LOK yETRARVERTIÐ er nú lok- ið um land allt. Má segja að þessi vertíð hafi reynzt út- gerðinni í öllum landshlutum óvenju hagstæð. Veðurfar hefur yfirleitt verið gott og miit á vertíðinni, aflabrögð góð og sums staðar ágæt. Eins og oftast áður mun afli jafnhæstur hér við Faxaflóa og í Vestmannaeyjum. En athygilsvert er að afli hefur á þesssari vertíð stóraukizt við Breiðafjörð, og á Vest- fjörðum hafa aflabrögð einn- ig verið með langbezta móti. Að vísu eru áraskipti að fiskigöngum. En margt bend- ir til þess að útfærsla fisk- veiðitakmarkanna og lokun flóa og íjarða sé nú fyrir al- vöru farin að segja til sín. Er það vissulega hið mesta gleðiefni. Stöðvun rányrkjunnar Tilgangurinn með útfærslu fiskveiðitakmarkanna er að sjálfsögðu sá að bæta aðstöðu þjóðarinnar í lífsbaráttunni. Með stóðvun rányrkjunnar á grunnmiðum batnar aðstaðan mjög fyrir vélbátaútveginn, sem oft hefur átt í vök að verjast vegna ágangs botn- vörpunnar. Sennilega hefur íslenzku þjóðinm aldrei verið það eins þýðingaimikið og einmitt nú að geta aukið framleiðslu sína og gert hana sem verð- mætasta. Útflutningsfram- leiðslan hefur undanfarin ár verið rekin með stórkostlegu tapi. Tilraun hefur nú verið gerð til þess að koma rekstri hennar á heilbrigðan grund- völl. Aukin framleiðsla Það er mjög mikilvægt, að einmitt á fyrsta misseri viðreisnarráðstafana, sem nú hafa verið gerðar, skuli afla- börgð hafa verið eins góð og raun ber vitni. Við þurfum að leggja á það meginkapp að efla útflutningsframleiðsl- una sem mest við megum. íslendingar þakka sjó- mönnum sínum farsælt og þrótimikið starf á síðustu vetrarvertíð um leið og þeir eru boðnir velkomnir að landi í heimahöfn. MIKILL ÓSIGUR 1YÝLEGA er lokið bæjar- og sveitarstjórnarkosn- ingum í Englandi. Það sem mesta athygli vekur við úrslit þessara kosninga er áfram- haldandi stórfellt tap Verka- mannaflokksins. Hann hefur haldið áfram að tapa atkvæð- um yfir til íhaldsmanna og frjálslyndra. Missa trúna sósíalismann Enda þótt hér sé um bæjar- og sveitarstjórnarkosningar að ræða eru þessi úrslit geig- vænlegur ósigur fyrir Verka- mannaflokkinn. Á sl. ári fóru fram þmgkosningar í Bret- landi. Emnig þá tapaði Verka mannafiokkurinn miklu fylgi og íhaldsmenn undir forystu Macmillans unnu það afrek, sem er tátítt, ef ekki einstakt í Bretlandi, að stjórnarflokk- ur vinm þriðju kosningarnar í röð. Þetta gerðist þrátt fyrir það, að engan veginn verður sagt að stjórn íhaldsmanna á síðasta kjörtímabili hafi ver- ið farsæl, a. m. k. ekki í utan- ríkismaium. En sú staðreynd verður ekki sniðgengin, að brezka þjóðin er að missa trúna a sósíalismann. Þrátt fyrir það að brezkir jafnað- armenn eru mjög teknir að fjarlægjast þjóðnýtinguna, treystir almenningur þeim ekki til þess að stjórna land- inu. Mikið áfall Hinir miklu ósigrar jafnað- armanna í Bretlandi eru mik- ið áfaii fyrir jafnaðarstefn- una í Evrópu. Brezki Verka- mannallokkurinn hefur um langt skeið verið forystu- flokkur jafnaðarmanna í heiminum. Stöðugt þverrandi fylgi hans hefur vafalaust áhrif víða um heim, en þó auðvitað fyrst og fremst í Evrópu. Margt bendir til þess að þróunin muni víða um hinn xijálsa heim ganga í sömu átt og í Bretlandi. — Sósíalisminn á þverrandi fylgi að fagna. Þjóðirnar treysta frjálslyndum borg- aralegum flokkum betur til þess að skilja kall hins nýja tíma og hafa forystu um hag- nýtinru tækninnar til sköp- unar biartrar og farsællar framtíðar. UTAN UR HEIMI Fórst ■ árekstri ALI KHAN prins fórst í bif- reiðaárekstri sl. fimmtudags- kvöld. Hann ók sjálfur Lancia „sport“ bifreið sinni og við hlið hans sat unnusta hans, „Bettina“, sem heitir réttu nafni Simone Bodin, en bíl- stjórinn sat í aftursæti. Ók AIi Khan á 50—60 km hraða fyrir horn, en á móti kom önnur bifreið á svipaðri ferð og var hún á miðjum vegin- um, svo árekstur var óum- flýjanlegur. Við áreksturinn hálshrotnaði prinsinn og rif- brotnaði. Mun hann hafa lát- izt samstundis. Bettina meidd ist lítið en hílstjórinn slapp ómeiddur. Áhugamálin Ali Khan fæddist 13. júní 1911. Faðir hans var Aga Khan, en móðir hans fyrrverandi ítölsk dansmær, Theresa Magliano, fvrsta evrópska eiginkona Aga Khans. Nafn Ali Khans hefur oft sézf á forsíðum blaða um allan heim í sambandi við helztu áhugamál hans, sem voru fagrar konur, veðreiðar, kappakstur og sam- kvæmislífið. Síðustu árin bar þó minna á honum á þessum svið- um og jafnframt fór stjarna hans hækkandi á sviði heims- málanna. Hann varð aðalfulltrúi Pakistans hjá Sameinuðu þjóð- unum árið 1958 og varaforseti Allsherjarþingsins skömmu sið- ar. Auk þess var hann skipaður sendiherra Pakistans í Argentínu skömmu áður en hann lézt. Fyrsta hjónabandið Þegar Ali Khan var um tví- tugt, kynntist hann Joan Yarde- Bullet Guiness, dóttur Chustons lávarðar og hertogaynjunnar af Leinster. Var Joan þá gift inn í ★ hina forríku Guiness bruggara- fjölskyldu („Guiness is good for you“). Skildi Joan við mann sinn, giítist Ali og tók múham- meðstrú. Vakti þetta feikna al- hygli í Bretlandi. Þau eignuðust tvo syni, en hjónabandið átti Ali Khan ekki við Ali, sem fór fljótlega að líta á aðrar konur, þeirra á meðal frönsku leikkonuna Cor- inne Luchaire. Joan yfirgaf hann árið 1939 og hélt heim til Englands með synina, en Ali gekk í stríðsbyrjun í frönsku út- lendingahersveitina og starfaði síðar með bandaríska hernum. I stríðslok var hann sæmdur bandarískum og frönskum heið- ursmerkjum fyrir frammistöðu sina. A næstu árum sést hann víða með þekktum kvikmyndadísum og öðrum fögrum konum, og tek- ur mikinn þátt í samkvæmislif- inu. — Annað hjónabandið Árið 1949 kynntist hann amer- ísku kvikmyndastjörnunni Ritu Hayworth í boði hjá slúðurdálka höfundinum Elsu Maxwell, sem þá var stödd í Cannes í Frakk- landi. Rita var þá á hátindi frægðar sinnar. Voru þau gefin saman skömmu síðar. Yasmin. prinsessa ,dóttir þeirra, fæddist sjö mánuðum eftir brúðkaupið. Hjónabandið entist í þrjú ár, og sagði Ali að skilnaðurinn væri sér að kenna. Hann væri of Ali og Rita Simone Bodin: „Bettina“ austurlenzkur til að geta verið einni konu trúr. Eftjr skilnaðinn við Ritu Hay- worth var eins og kvenfólkið kæmi til Ali á færibandi. Banda- rísku , kvikmyndastjörnurnar Joan Fontaine, Rhonda Fleming og Gene Tierny, Pamela Church- ill hin brezka, Lise Bourdin hin franska og Irene Papas hin gríska. Árið 1955 var Ali aftur stadd- ur í boði hjá Elsu Maxwell. Meðal gestanna var Bettina, sem þá var tízkusýningarstúlka og fyrirsæta ljósmyndara. Urðu þau strax hinir beztu vinir og tveim árum síðar, í júní 1957, opin- beruðu þau trúlofun sína. Voru þau enn trúlofuð er Alí lézt. Eldri sonur Ali Khan og fyrri konu hans, Joan Guiness, ernú23 ára. Hann varð Aga Khan árið 1957, að afa sínum látnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.