Morgunblaðið - 15.05.1960, Blaðsíða 22
22
M O n c rnv n r 4 nifí
Sunnudagur 15. maí 1960
N$tt
kerfi
UM langt skeið hefur hið svo-
nefnda WM kerfi verið ríkj-
andi í herkænskulist knat.t
spyrnunnar. Kerfið er kallað
pessu nafni vegna þess, að
leikmönnunum er raðað upp
á vellinum svo að þeir mynda
þessa tvo bókstafi, eins og
sést greinilega á teikningunm
sem hér fylgir með En það
er heil og mikil fræðigrein
knattspyrnunni, hvernig nið-
urskipun kerfisins verkar til
sóknar eða varnar og hefur
nú verið talið um langt skeið,
að WM hafi slíka yfiburði yf-
ir allar aðrar og eldri skipu-
lagningaraðferðir í íþróttinni,
að fóum hefur komið til hugar
að reyna að leita nýrra leiða.
Oft koma upp nýir öflugir
knattspyrnufloKkar, eða gaml
ir flokkar endurnýjast og fá
í sig nýtt blóð, svo að þeir
virðast ósigrandi. En þetta
gerist ekki þannig að menn
reyni nýjar leiðir herkænskú
á vellinum Eina leiðin fyrir
félögin til að siá' í gegn hefur
verið að leita uppi sem alVca
snarpasta pilta, þjálfa þá eg
kenna þeim meginreglurnar í
WM-kerfinu.
Þeir atburðir hafa gerzt ný-
lega suður í Þýzkalandi, að
ungur og áhugasamur íþrótta-
kennari að nafni Gúntner
Brust hefur haft forgöngu um
að reyna að ryðja nýjar braut
ir í knattspymunni. Það er
óvéfengjanlegt, að Brust tÓKst
að byggja upp sterkari sókn-
arlínu með nýja kerfinu ?n
nokkurn tímann hefur þekkzt
í WM-kerfinu. Með þessu
tókst félögum sem hann þjalf-
aði að vinna sig ótrúlega upp
á skömmum tíma. En vissir
vankantar voru á þessu nýja
kerfi, svo að nú er um það
deilt, hvort hagkvæmt sé að
WM-KERFIÐ
FERHYRNING5KERFIÐ
1 -Markvörður 2-h.bakvöröur 3v;bakvörðuir 4-h.framvörÖur 5-mi^framvör3ur O.'V.frðm-
vöráur 7-hufhörjt 8-h innherjí 9-midframher|i 10-v. innherjí lí-v.útherjí
taka það upp. Versti gallinn
við það, er að það reymr
meira á leikmennina. Þeir
þreytast meira og sérstakl-'ga
hefur þetta þau áhrif, að hið
nýja kerfi verður ekki vin-
sælt meðal leikmanna sjáífra.
Og þá vantar mikið, því að
Þá tók hann við þjálfun
knattspyrnuliðsins í Altona,
einni útborg Hamborgar.
Þetta var gamalt og rótgróið
lið, en var nú ekki lengur í
hópi hinna fremstu.
Nú kenndi Brust því hinar
nýju aðferð út í yztu æsar.
fer sigurför
áhugi og ánægja leikmann-
anna sjálfra skiptir líklega
öllu máli.
Gúnther Brust hafði lengi
velt þessu nýja kerfi fyrir sér.
Hann gat ekki sætt sig við
það, að þróun kænskulistar í
knattspyrnu væri lokið með
WM-kerfinu. Taldi hann að
alltaf hlyti að \?pra hægt að
finna nýjar og fullkomnari að
ferðir, ekki síður í knatt-
spyrnu en í öðrum íþrótta-
greinum.
Árið 1950 lauk Brust prófi
frá íþróttakennaraskóla í
Köln og valdi sér' sem
ritgerðarefni á lokaprofi:
„Grundvöllur samspils og
samstarfs sóknarmanna og
varnarmanna í knattspyrnu."
Hann var þá þegar farinn að
fá áhuga á viðfangsefninu.
Síðan þjálfaði Brust ýmsa
knattspyrnuflokka í Slésvík
og Holstein og i Rínarhéruð-
um eftir gömlu WM-aðferð-
inni, en notaði stundum tæki-
færið til að prófa einstök
atriði i knattspymukenning-
um sínum.
Það var fyrst árið 1956, sem
hann taldi sig hafa rannsakað
hinar nýju hugmyndir sínar
til hlítar og gert sér grein
fyrir beitingu peirra við ólík-
ustu aðstæður á knattspyruu-
vellinum.
Gúnther Brust sá er fann
upp kerfið.
Árangurinn varð stórkostle *-
ur. í fyrsta leiknum gegn einu
fremsta knattspyrnuliði Ham-
borgar sigraði Altona með 3
mörkum gegn 1. Og er liðið
tók þátt í Norður-þýzku bikar
keppninni vann það hið ein-
stæða afrek, að sxgra í 13
leikjt im í óslitinni röð. Sigur-
göngunni var lýst svo í þýzk-
um blöðum, að Altona molaði
andstæðinga sína.
Það varð fljótt lýðum ljóst,
að Altona beitti nýjum að-
ferðum, sem rugluðu and-
stæðingana svo gersamlega,
að þeir vissu ekki sitt rjúk-
andi ráð og skildu ekki að
hverju Altona stefndi fyrr en
það var um seman. Og með
ýmsum brögðum tókst leik-
mönnum Altona um sinn að
villa svo um fyrir knatt-
spyrnusérfræðingum, að það
tók þá langan tíma, að skilja,
hvað hér var á seyði.
Hið nýja kerfi Gúters Brusts
hefur verið kallað ferhyrn-
ingskerfið. í stað þess að
skipta leikmönnuin í þrjá
flokka — bakverðina nr. 1—2
og 3, framverðina nr. 4—5 og
6 og framherjana nr. 7—8—9
—10 og 11 og raða þeim niður
í líkingu við bókstafina WM,
þá skipaði Brust leikmönnum
niður í tvo ferhyrninga, ems
og sést hér á teikningunni.
Fremstir stóðu innherjarn-
ir nr. 8 og 10 og um 20 metra
fyrir aftan þá stóðu hliðar-
herjarnir nr. 7 og 11 og mynd-
uðu þessir fjórir leikmenn lít-
inn ferhyrning framan til á
vellinum.
Hinum leikmönnunum á
vellinum var einnig skipað
niður í ferhyrning, sem var
nokkru stærri. Þeir stóðu þrír
saman í tveimui beinum röð-
um. Framar voru leikmenn
nr. 4, 9 og 6 og nokkru fyrir
aftan þá rétt fyrii framan
vítateig stóðu leikmenn nr.
2, 5 og 3.
Þegar sókn skyldi hefja,
sendi Brust fram 6 sóknar-
menn í stað þeirra 5 sóknar-
manna, sem venjulega fav’a
fram í WM-kerfinú. Þessir
sex menn eru beir fjórir sem
standa í fremri ferhyrningn-
um og tveir hliðarframverð-
irnir. En það undarlega er, að
sjálfur miðframherjinn, jem
er aðalsóknarmaðurinn í WM-
kerfinu fer ekki fram, heldur
á hann að vera aðalvarnar-
maðurinn.
Það er hlutverk útherjanna
að sækja fram kantirin til þess
að varnarmenn andstæðing-
anna snúist gegn þeim. En við
það opnaðist eyða í miðjunni
hjá andstæðingunum, er opna
hliðarframvörðunum nr.
4 og 6 leið upp að marki eftir
miðjum vellinum. Miðfram-
herjinn nr. 9 sem getur nú
varla kallazt því nafni lengur
fær það hlutverk að snúast til
varnar gegn miðframherja
andstæðinganna, meðan mið-
framvörðurinn nr. 5 tók við
því hlutverki að „sópa út,“
þ. e. vera alls staðar viðbú-
inn þar sem hætta var á ferð-
um. Brust hefur lýst þessari
aðferð svo, að hún gefi 6 sókn
armenn en 4 menn séu stöð-
ugt í vörninni.
Þegar andstæðingarnir
höfðu boltann, breytti liðið
þegar um aðferð. Þá áttu út-
herjarnir að snúast gegn hlxð-
arframvörðum andstæðing-
anna og hindra uppbyggingu
sóknar, en hliðarframverðirn-
ir í liði Brusts hröðuðu sér
aftur til að hjálpa til við
vörnina.
Eins og fyrr segir vann
Altona liðið míkla sigra í bvrj
un með þessari aðferð, en síð-
an fór liðið að tapa leikjum
sínum. Er mjög umdeilt,
hvernig stóð á sigurgöngunni
og hvers vegna hún hélzt ekki
til enda gegn andstæðingun-
um.
Sumir halda því fram, að
nýja kerfið hafi verið sigur-
sælt eingöngu vegna þess, að
það kom á óvart og andstæð-
ingar skildu ekki í hverju það
var fólgið. Það virðist þó ekki
vera hægt að forkasta hinu
nýja kerfi þannig, því að sýnt
er, að með því fæst fram
sterkari sóknarlína en í WM-
kerfinu, sem getur brotizt í
gegn með meirii krafti en tíðk
ast í WM-kerfinu. En gall-
inn á nýja kerfinu er að það
reynir miklu meira á leik-
mennina. Fregnir frá Þýzka-
landi herma, að ferhyrnings-
kerfið hafi reynzt mjög óvin-
sælt meðal leikmanna. Þar
sem það er tekið upp heyrist
sífellt nöldur meðal þeirra,'
hvers vegna ekki megi nota
gamla kerfið, sem þreytir þá
ekki eins mikið.
Árið 1957 réði Gúnther
Brust sig sem þjálfara ul
knattspyrnuliðsins Arminía í
Hannover, sem hafði árið áður
fallið niður úr meistaraflokki
Saxlands. Hann tók upp nýja
kerfið og það stóð vissulega
ekki á árangrinum. Vann
Arminia m. a. frægan sigur
yfir Oldenburg-liðinu 6 mörk
gegn 1. En þar hefur sagan
orðið hin sama, að eftir þvi
sem tíminn líður fer aftur að
síga á ógæfuhlið liðsins sem
tekur upp þessa nýju aðferð.
Leiddu óvinsældir nýja kerf-
isins meðal leikmanna til þess
að Brust var sagt upp þjálf-
arastarfi hjá Arminia áður en
ráðningartíma hans var lokið
Það verður ekki talinn loka-
dómur yfir kerfi hans og um-
ræður um þetta áfram í
Þýzkalandi.
RECISTEREO TRADE MARK
Útgerðarmenn! Kynnið yður kosti CATERPILLAR hátavélanna
sí-slett POPLIN
iT- ( NO-IRON i
MINERVA
STRAUNING
ÓÞÖRF