Morgunblaðið - 15.05.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.05.1960, Blaðsíða 8
8 MORCVyvr 4 nio Sunnudagur 15. maí 1960 Bðrnin hafa alizt upp við þrjú tungumál — ÞÚ heldur auðvitað að ég sé að ala hér upp apa en ekki börn, sagði Sara Helgason, og benti upp í stór, allaufguð trén, er ég gekk inn í garðinn hennar í Le Pecq, skammt utan við Par- ís einn daginn í vikunni eftir páska. Sara er kona Harðar Helga- sonar sendiráðsritara í íslenzka sendiráðinu í París, ættuð frá Florída í Bandaríkjunum, og „aparnir“ hennar í trjánum þau Sigrún 10 ára, Helgi 9 ára og Sara 7 ára. Sú minnsta sat á hand legg mömmu sinnar, ekki orðin nógu stór til að taka trjágreinar íram yfir þann örugga sess. — Jæja, Sara, í þetta sinn ætla ég að hafa blaðaviðtal við þig. — Það þýðir ekki að tala neitt við mig núna. Ég get ekki hugs- að um annað en gluggatjöld. Nú erum við að flytja heim til ís- lands eftir ellefu og hálfs árs dvöl hér í Paris, búin að kaupa okkur íbúð, og ég því í fyrsta sinn að útbúa okkar framtíð- arheimili. Og þá kemst ég að raun um að ég þarf að fá 40 metra af gluggatjaldaefni. Það er ekki hægt að fá ódýrara en 1500 franka meterinn, eða 95 kr. Hér er ekki hægt að fá leigða íbúð nema með húsgögnum. Þau eru svo ekki eins og maður hefði helzt kosið og maður reynir að prýða hjá sér með smáhlut- um Þetta á jú alltaf að vera til skamms tíma. T. d. hélt ég, að við yrðum hér í 3 ár. Og eftir 14 ára búskap kemur í Ijós, að maður á meira af smáhlutum en raunverulegum húsgögnum og þárf að byrja frá grunni að koma sér fyrir. Þetta er nú mesta vanda málið í heiminum í mínum aug- um þessa stundina. Veðrið skapar lifnaffarhætti. Allt þetta segir Sara mér á liðugri íslenzku og án þess að vanta nokkurt orð. Fyrir 14 ár- um var hún á íslandi í nærri tvö ár, þó ekki samfleytt, og lærði þá málið á ótrúlega skömmum tíma. -n viðtal við Söru Helgason -□ Hún giftist Hérði Helgasyni tvítug og fluttist frá sólarland- inu Florida, þar sem hún hafði ekki átt kápu fyrr en hún var orðin 14 ára og mömmu hennar fannst tilhlýðilegt að svo stór stúlka ætti kápu, þó hún hefði ekkert með hana að gera. Til íslands kom hún eitt af þessum frægu rigningarárum okkar, þegar varla styttir upp, og kunni prýðilega við sig. — Það var ekki svo slæmt. Ég var skólastelpa heima hjá minni fjölskyldu og kom beint í aðra prýðilega fjölskyldu á ís- landi, segir hún. Það er að vísu satt að mikill munur er á veðri í þessum þrem- ur löndum, þar sem ég hefi bú- ið, og veðrið hefur svo mikil áhrif að maður verður að haga lífi sínu í samræmi við það. í Florida bjó ég svo að segja úti, var alltaf í íþróttum og við úti- störf. Á íslandi miðar fólk líf sitt aftur á móti við að vera sem mest inni. Kona, sem vinnur úti, er t. d. allan daginn inni á sínu heimili. Hér í Frakklandi hefur veðrið verið ákaflega breytilegt þessi ár, sem við höf- um búið hér. Einu heitu sumrin voru 1949 og 1959. Hin árin hafa komið hitabylgjur og kólnað á milli. Ég hefi kunnað ákaflega vel Matarkaup á markaffinum tilheyra störfum húsmóðurinnar í París. frægu frönsku brauð, sem eru um Vz metri á lengd, og Frakk- ar borða með öllum mat. En vei þeim bakara, sem býður við- skiptavinum upp á brauð frá í gær. Hrædd viff kommusetninguna Þegar við erum aftur komin heim og börnin farin í reiðskól- ann, tökum við aftur upp þráð- inn. — Börnin eru öll fædd hér í Frakklandi, er það ekki? Hvaða tungumál tala þau af þessum þremur, ensku, þitt móðurmál, íslenzku, móðurmál pabba síns eða frönsku, mál vina sinna og kunningja? — Til skamms tíma töluðu Býmningarsala Svefnsófar frá kr. 2.400,00 til sölu í dag, sunnudag og næstu daga. Nýir, gullfallegir sófar. Fjaðrir eða svampur. Tízku-áklæði. — Verkstæðiff, Grettisgötu 69. Opið kl. 2—9. I garðinum viff hús sendiráðsritarahjónanna. — Frú Sara og börnin. Mercury 1956 sjálfskiptur til sýnis og sölu að Marbakka Seltjarnarnesi (gegnt Vegamótum) eftir kl. 1 í dag og á morgun sunnudag. Ryðfrítt stál Smíðum lista úr ryðfríu stáli á hurðir og þröskulda. Blikksmiðjan GRETTIR Brautarholti 24. íbúð Stúlka í fastri stöðu hjá ríkinu, óskar eftir 2 her- bergja íbúð i miðbænum. Tilboð merkt: „Miðbær —13 — 3484“ sendist Morgunblaðinu. við mig hér í París. Hér er svo margt að sjá og mörgu að kynn- ast. Og ég hefi reglulega notið þessa góða matar og góðu vína, sem hér eru á boðstólum. Að vísu höfum við allar matvælategund- ir í Florida, en hirðum ekki um að hafa svo mikið úrval af hverju. Hvað það snertir er reglu lega ánægjulegt að vera hús- móðir hér. En maður verður að fylgjast mjög vel með því hvað er gott og hagkvæmt að kaupa á hverjum tíma. Verðlagið breyt- ist í hverri viku. Ég geng með Söru á mark- aðinn, en það er einn liðurinn í störfum hverrar húsmóður í Frakklandi. Markaðurinn er und ir berum himni og þar er ákaf- lega líflegt.Kaupmennirnir bjóða vörur sínar hástöfum: — Salat- búntið aðeins 100 franka hjá mér. Komið og kaupið! Og á næstu borðum bjóða nágrannar grænmetissalans fisk, ost og ávexti. Og þá er um að gera fyrir húsmóðurina að þekkja vel kosti og lesti á því, sem á boð- stólum er, til að geta gert sem hagkvæmust kaup. Á leiðinni heim komum við svo við hjá brauðsalanum, og fáum bessi þau öll málin jöfnum höndum, segir Sara. Við hjónin tölum mest saman ensku, frönsku læra þau í skólanum og við gættum þess alltaf að hafa íslenzka stúlku, auk þess sem við um- göngumst að sjjilfsögðu mikið þá fslendinga, sem hér eru. En fyrir tveim árum héldum við að við værum að flytja heim, og fannst ekki taka því að fá ís- lenzka stúlku í stað annarrar sem fór. Og nú eru þau farin að ryðga í að tala íslenzku. En við höfum verið að æfa okkur, þau og ég, síðustu vikurnar. Kommu- og punktasetningin í íslenzku reynist okkur sérlega erfið, því hún er svo gerólík því, sem hún er í hinum málunum. Annars eru tvö af börnunum bezt í frönsku í sínum skóla, e. t. v. vegna þess að þau vita að mál- fræðin í einu máli er frábrugðin því sem hún er í öðrum. Ég full- vissa Söru um að íslenzkar hús- húsmæður og íslenzk börn kunni heldur ekki íslenzka kommu- setningu. — Er ekki erfitt að ala upp börn við þessar aðstæður, verða að flytja þau þannig á milli landa og skóla, og láta þau skipta um tungumál? — Því er erfitt að svara. Mað- ur heldur að maður viti hvað bezt er að gera fyrir krakkana, en svo kemur það ekki í ljós fyrr en seinna hvort það hefur verið rétt. Við höfum haft krakkana í venjulegum frönskum skólum. Barnaskólar hér eru mjög góðir og börnin byrja snemma að læra, sem ég álít mjög gott, ef þau eru nægilega þroskuð til þess. Mínir krakkar byrjuðu 5 ára að lesa og skrifa. Svo færast þau upp í skólanum eftir getu. Sara, sem er 7 ára, er t. d. í 3 bekk og er á undan sínum jafnöldr- um. Reglusemi og námsáhugi. Það, sem mér finnst einkum gott við franska barnaskóla er það, að krökkunum er strax kennd ströng reglusemi og jafn framt virðast kennararnir hafa lag á að vekja hjá þeim löngun til að vilja læra hinar einstöku námsgreinar frá upphafi. Aftur á móti held ég að þegar lengra er komið í skólanum, þá sé námið orðið of strangt. — Frakkar eiga sér gamla menn- ingu og eru ákaflega færir um að kenna sína eigin sögu, bók- menntir og annað sem franskt er. En ég held að það skorti tals- vert á um almenna alþjóðlega fræðslu. Og nú viljum við einmitt koma okkar börnum í íslenzka skóla. Við vitum að þau geta fengið almenna menntun hvar sem er, en íslenzk saga, íslenzkt mál og annað sem íslenzkt er, mundi þá falla niður. Þess vegna mund- um við helzt kjósa að vera á fs- landi a. m. k. næstu fimm árin. Úr því getum við skilið börnin eftir yfir veturinn, ef utanríkis- þjónustan sendir okkur eitthváð annað. — Tefur það ekki frá bama- uppeldi og húsmóðurstörfum að gegna skyldunum sem fulltrúi lands sins og þurfa t.d. að stunda samkvæmislíf sendiráðanna? — Éð hugsa að hér í París sé minna um samkvæmi meðal sendimanna erlendra ríkja en á minni stöðum, þar sem sendi- ráðsfólk kynnist meira. Á stórum stöðum umgengst maður þó mest lítinn hóp. Við höfum t. d. helzt kynni af sendimönnum Norður- landanna og annarra ríkja, sem mest skipti hafa við ísland. —Berðu engan kvíðboga fyrir að flytja nú til íslands? — Nei, 'alls ekki. Við hlökk- um öll til, bæði við hjónin og krakkarnir. Fjölskyldan lagði af stað frá París til Kaupmannahafnar 1. maí, með yngsta barnið i hengi- koju yfir aftursætinu á bílnum Og nú munu þau vera lögð af stað með Gullfossi heim til ís- lands. Þó þau hlakki til heimferðar- innar, verður öllum fslendinum í París eftirsjá í þessari alúð- leg og gestrisnu fjölskyldu, sem í nærri _ 12 ár hefur greitt götu allra íslendinga, sem til hennar hefur leitað. E. Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.