Morgunblaðið - 15.05.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.05.1960, Blaðsíða 24
Íbróttasíðan er á bls. 22. JtitffgtSttfylðfrtd 110. tbl. — Sunnudagur 15. maí 1960 Reykiavíkurbréi er á blaðsíðu 13. Með hákarl í kjðlfarinu Sögulegur lokaróður Reykjavíkurbáts VÉLBÁTURINN Björn Jónsson héöan úr Reykjavík, koro árla dags í gær úr síðasta róðri sínum á vertíðinni. Þessi róður varð dálítið jögulegur. Er báturinn sigldi hér inn á Eeykjavíkurhöfn, rcyndist stærðar hákarl vera í kjölfarinu. Hákarlinn var að vísu dauður og hafði báturinn fengið hann í eitt netanna. Þetta var 6—8 metra skepna. RÓLEGUR Svo rólegur hafði hann ver ið er hann var kominn í netið, að hann spillti veiðarfærum bátsins litt. Allt upp undir lunningu komu skipsmenn hon um án þess að svo sem nokkurt lífsmark væri með honnm að sjá. Þar settu skipverjar voldugan kaðal um sporðinn og hugð- ust mnbyrða hann. En er aiiur þunginn var kominn á sporðinn, slitaði hann af. En skipverjum tókst þá að slá stroffu utan um hákarlinn og þannig drógu þeir hann í kjöl farinu hingað inn tii Reykja- víkur. Hákarlinn var tekinn á land á togarabryggjunni. Tveir kranar frá Togaraaf- greiðslunni lönduðu ferlíkinu og giskuðu kranamenn á að Flngíélogínu synjnð Dönsk stjórnarvöld hafa vís- að á bug beiðni Flugfélags íslands um leyfi til að hefja reglubundið farþegaflug til Narssarssuak, Syðri Straum fjarðar og Kulsuk á Græn- landi. Hins vegar getur fé- lagið fengið leyfi til ein- stakra ferða til Grænlands með skemmtiferðamenn og mun Flugfélagið hafa sam- vinnu við Ferðaskrifstofu Rikisins um að undirbúa slík ar ferðir til Narssarssuak en einmitt á þeim slóðum er ætlað að Eiríkur rauði hafi hysgt sér ból. hann myndi hafa verið • ð á fjórða tonn að þyngu.. LIFRIN 4—5 TUNNUR Við tökum hákarlinn upp í krana og lifrina úr honum, sagði Hallgrímur Guðmundsson í Tog- araafgreiðslunni, en síðan tökum við hann til vinnslu í fiskimjöls- verksmiðjunni á Kletti. Kvaðst Hallgrímur giska á að lifrin í há karlinum myndi verða í 4—5 tunnur. 1 þessum síðasta róðri var Björn Jónsson (skipstjóri Halldór Benediktsson frá Hnífsdal) með um 15 tonna afla. Á vertíðinni er báturinn, að sögn skpiverja með alls um 850 tonna afla, þar af voru um 500 tonn aðgerður fiskur. Elliði kominn SIGLUFIRÐI, 14. maí: — Tog- arinn Elliði kom til Siglufjarðar í gær af Nýfundnalandsmiðum. Þar er um þessar mundir stór floti rússneskra veiðiskipa, eins og áður hefur verið skýrt frá, allt frá 200 tonna bátum upp í stóra verksmiðjutogara yfir 2000 tonn að stærð. Fregnin, sem birt var óstaðfest, um að Elliði hefði orðið fyrir veiðafæratjóni á þess- um slóðum, er byggð á misskiln- ingi. Siglufjarðartogurunum ganga veiðarnar vel og er hiutur orðinn allgóður. — Fréttaritari. Verzlunarstaður NEÐRI deild Alþingis sam- þykkti í gær fyrir sitt leyti frum varp Matthíasar Á. Mathiesen um löggildingu á verzlunar- stað við Arnarnesvog í Garða- hreppi, Gullbringusýslu. — Fer frumvarpið nú til Efri deildar., Strókar skoða hákarlinn þar sem hann liggur í sólskininu á togarabryggjunni Sjálfvirkt eldvarnar- kerfi í Miðbœjarskólann NÚ hafa bæjaryfirvöldin ákveðið að sett skuli upp sjálfvirkt eld- varnarkerfi í gamla Miðbæjar- skólanum. Þetta kerfi, sem lagt verður um allt húsið, byggist á því að gera viðvart um eld. Eru það hárfínir rafmagnsþræðir sem lagðir verða um skólann. Þeir eru þeim eig- inleikum gæddir, að einangrun þeirra bráðnar af ef ofhitnar í skólastofu eða göngum, og við það að einangrunin bráðnar, myndast skammhlaup í vírunum, en þá fara brunabjöllur eða bruna lúðrar af stað. Kerfið er mjög fullkomið, og sem dæmi má nefna að ef bæjarstraumurinn rofnar á húsinu, þá taka raf- hlöður samstundis við. Slíkt eldvarnarkerfi í skólann mun kosta um 150 þúsund kr. Sparifjáraukningin E I N S og frá hefur verið skýrt hafa efnahagsráðstaf- anirnar þegar borið þann árangur, að sparifjáraukn- ing í bönkium varð í apríl- mánuði meiri en nokkurn tíma áður. Spari- og veltiinnlán i viðskiptabönkunum fjórum (í millj. kr.) Aukning Aukning 31/12 ’59 31/3 ’60 30/4 ’60 31/3-30/4 ’60 31/12 '59-30/4 ’60 Spariinnlán .. 1356,4 1354,2 1397,6 43,4 41,2 Veltiinnlán .. 549,9 568,3 594,3 26,0 44,4 31/3-30/4 ’60 31/12 '59-30/4 ’60 Aukning spariinnlána......... 43,4 41,2 Aukning veltiinnlána......... 26,0 44,4 Mál verka sýnin gu Kristjáns að Ijúka MALVERKASÝNINGU Kristj- áns Davíðssonar, listmálara, i Bogasal Þjóðminjasafnsins lýkur í kvöld kl. 10 og hefur þá staðið í viku. Aðsókn að sýningunni hefur verið góð og hafa 15 mynd- ir selzt. — Sýningin er opin í dag frá kl. 1—10, en henni lýk- ur þá eins og áður er sagt. I ■ $ sé'- /' j'- Tveír ungir piltar, Baldur og Hjálmar Sveinssynir, sýna um þessar mundir í glugga Morgunblaðsins flug vélalíkön, sem þeir hafa sett saman í tómstundum sin- um. Hefur sýning þessi vak- ið athygli, sérstaklega ungl- inganna. Þessar tvær flug- 2„.r ..1,— vélar eru meðal þeirra fjöl- mörgu, sem glugganum eru, en þetta eru nákvæmar eftirlíkingar tveggja fræg- ustu orrustuvéla fyrri heims styrjaldarinnar. Til vinstri: Fokker Dr. 1, sem þýzka flughetjan von Richthofen flaug, en í henni skaut hann niður 80 óvinavélar og var að lokum skotinn niður sjálf ur, 21. apríl 1918: Til hægri: Flugvél Rickenbackers, en hann var frægasti flugmað- ur Bandaríkjanna í fyrri heimsstyrjöldinni og skaut niður 26 þýzkar vélar á átta mánuðum. Tóíon synti í lnnd f Hrútey í Mjóafirði er dálít ið æðarvarp. Nú í vor, þegar hugað var að æðarvarpinu, kom í Ijós, að tvær tófur höfðu tekið sér þar aðsetur. Menn fóru út í eyna til að vinna á dýrunum. Kom þá þriðja tófaníljós hinum meg in sundsins og kallaði til fé- laga sinna í eynni. Lagði þá önnur tófan til sunds og synti í land, en sundið milli eyjar og lands er mjög mjótt. Refaskyttunni tókst ekki að vinna á dýrunum þessa fyrstu nótt. Er æðar- varpinu búin eyðilegging, ef dýrin vinnast ekki. Menn minnast þess ekki að tófur hafi fyrr tekið upp þann hátt að synda á milli eyjarinnar og lands til að sækja sér æti. Nýr formaður húsnæðissnála- stjórnar EGGERT ÞORSTEINSSON alþm. hefur nýlega verið skipað- ur formaður húsnæðismála- stjórnar í stað Sig. Sigmunds- sonar. Eggert hefur að undanförnu átt sæti í húsnæðismálastjórn. S1 y savarnarhúsið sýnt í dag í TILEFNI merkjasölu Slysa- varnadeildarinnar „Ingólfs“, verð ur hið nýja hús S.V.F.l. á Granda garðinum, opið almenningi í dag. Þar verður og opin sýning sú á björgunartækjum, sem útbúin var fyrir fulltrúa Landsþings S.V.F.Í. sem lauk í vikunni. Vöruskiptajöfnuður í marz óhagstæður um 101,3 millj. kr. BLAÐINU hefur borizt skýrsla frá Hagstofu íslands um verð- mæti útflutnings og innflutnings í marzmánuði þetta ár. Bráða- birgðatölur í þús. kr. Fluttar voru út vörur fyrir 171.863 kr., en inn fyrir 273.148 kr. og vöruskiptajöfnuðurinn því óhagstæður um 101.285 kr. í sama mánuði í fyrra voru fluttar út vörur fyrir 72.896 kr. en inn fyrir 96.306 kr. og vöruskiptajöfnuður- inn því óhagstæður um 23.410 kr. Verðmæti útflutnings í janúar— marz þetta ár nam alls 372.982 kr. en verðmæti innlflutnings alle 529.673 kr. Er vöruskiptajöfnuð- urinn því óhagstæður um 156.691 kr. á þessu tímabili, en var á sama tíma í fyrra óhag- stæður um 23.410 kr. Allt verðmæti útflutnings og innflutnings tvo fyrstu mánuði ársins er hér reiknað á eldra gengi. Frá marzbyrjun er hins vegar allt verðmæti innflutnings og útflutnings reiknað á nýja genginu. Athygli er vakin á því, að hækkun á fob-verðmæti út- flutnings og innflutnings vegna gengisbreytingarinnar er 133%, þar sem uppbætur á útfluttum vörum og yfirfærslugjald á inn- fluttum vörum hefur ekki verið meðtalið í verðmæti útflutnings og innflutnings samkvæmt verzl- unarskýrslum Hagstofunnar. t D A G hefst Norræna sund- keppnin. Keppnin verður sett í Sundlaugunum kl. 9 af Auði Auð- uns borgarstjóra, en síðan „opna“ keppnina forseti íslands Ásgeir Ásgeirsson, Geir Hallgrímsson borgarstjóri, forsetl ÍSÍ Ben. G. Waage, formaður Sundsambands- ins Erlingur Pálsson og form. Olympíunefndar Bragi Kristjáns- son. Síðan er þess vænzt að sem flestir syndi. I sundhöllinni hefst keppni kl. 10 með því að landsnefnd keppn- innar og framkvæmdanefndin I Reykjavík synda. Takmarkið er nú að bikar for- seta íslands fari ekki af landi brott. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.