Morgunblaðið - 19.05.1960, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 19. maí 1960
Utg.: H.f Arvakur Reykjavík
íramkvæmdastjórí: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
HORMULEG
TÍÐINDI
IJEIMURINN stendur nú
agndofa gagnvart þeim
hörmulegu tíðindum, sem
gerðust, er leiðtogar stór-
veldanna loks hittust til að
reyna að setja niður deilu-
mál. Hin dólgslega framkoma
Krúsjeffs minnir svo óþyrmi-
lega á atburði, sem áður hafa
hleypt af stað tveimur heims-
styrjöldum, að hvarvetna rík-
ir nú uggur og kvíði.
Árásir Austurríkismanna á
Serba 1914 fyrir fyrri heims-
styrjöldina miðuðu allar að
því að auðmýkja andstæðing-
inn og lítillækka, en engu var
sinnt um málefnalegar lausn-
ir. Af sama toga voru spunn-
ar athafnir Hitlers og
Mussolinis árið 1938 og ’39.
I báðum tilfellunum var hin
hrottafengna framkoma liður
í styrjaldarundirbúningi. Og
nú er engu líkara en að sagan
sé að endurtaka sig.
Að vísu eru miklar líkur
fyrir því, að Krúsjeff eigi í
vök að verjast heima fyrir og
aðgerðir hans séu meðfram
sprottnar af ótta við að missa
völdin. Ef sú skýring er rétt,
virðist allt hanga á bláþræði
um framvindu mála í Ráð-
stjórnarríkjunum og nánast
vera undir tilviljunum kom-
ið, hver þróun mála verði.
Svö mótsagnakennt sem
það kann að virðast, þá er
þess að vænta að einmitt
hinn geigvænlegi vígbúnaður
muni geta forðað styrjöld. —
Árásaraðili veit nú, að jafn-
vel þó herstyrkur hans sé
meiri en gagnaðilans, þá
muni hann sjálfur bíða óbæt-
anlegt afhroð í styrjöld. Og
sá sem fyrirskipaði að hefja
hildarleikinn, getur allt eins
vel gert ráð fyrir því að hann
sjálfur, ættingjar hans og
meginþorri þjóðar hans, láti
lífið á nokkrum klukkustund-
um eða dægrum. Verður því
að vona að ofstopinn komist
ekki á slíkt stig algjörrar
geggjunar, að mannkynið
þurfi að óttast tortímingu.
Þegar fregnir bárust af við-
brögðum Ráðstjórnarríkj-
anna við njósnaflugi Banda-
ríkjamanna tóku menn þau
þrátt fyrir allt ekki mjög al-
varlega. Nú hefur hins-
vegar komið á daginn að
atvikið, er bandaríska flug-
vélin var skotin niður,
hefur verið notað sem átylla
til'að auka á spennu í alþjóða-
málum.
En áróðursaðferðir komm-
únista eru samar við sig. —
Megináherzla er nú lögð á að
ófrægja Eisenhower forseta,
þann mann, sem áhrifamest-
ur er í hinum frjálsa heimi og
vinsælastur. Ef takast mætti
að eyðileggja traust það, sem
til þess manns er borið víða
um veröld, hefði kommúnist-
um auðnazt að auka á sundr-
ungu frjálsra þjóða, en jafn-
framt mundi þá dvína traust
manna á, að eina leiðin til að
forðast geigvænlega styrjöld
væri að standa traustum
fótum gegn ofbeldisaðgerð-
unum. Þá mundu menn fús-
ari til að kaupa sér stundar-
grið með því að láta undan
hótunum ofbeldismannanna.
Og í dag er Berlín Súdeta-
héruð fyrirstríðsáranna.
Hinar skipulögðu áróðurs-
aðferðir kommúnista þekkj-
um við íslendingar þóttísmá-
um stíl sé. Hérlendis hafa
ákveðnir menn, sem sérstakt
orð hafa getið sér, t. d. í list-
um eða vísindum, verið lagð-
ir í einelti, ef þeir hafa ekki
viljað ganga undir jarðarpien
kommúnismans. Tilgangur-
inn hefur verið að meiða
menn svo rækilega, að þeir
hylltust til að leita sér griða
í hlutleysi eða afskiptaleysi,
en á hinn bóginn að skapa
nægilega andstætt almenn-
ingsálit til að rýra áhrif við-
komandi einstaklinga.
Þessi fræði eru barnalær-
dómurinn í sellum kommún-
ista um víða veröld. Þau eru
auðvitað ekki frumleg en
geta verið mjög árangursrík.
Og öll miða þau að því að
leiða menn til Múnchen-
samninga í sérhverju máli.
Hinn opinberi hrottaskapur
Krúsjeffs þessa dagana, mun
vafalaust verða til þess að
augu fleiri manna opnist fyr-
ir nauðsyn þess að standa
ætíð óhagganlega gegn
kommúniskum árásum og
slá skjaldborg um þá sem
skeytunum hverju sinni er
beint gegn, því að kommún-
istar eru vissulega fundvísir
á þá, sem mestu þykir varða
að eyðileggja.
Þó að frjálsar þjóðir hafi
gagnrýnt njósnaflug Banda-
ríkjamanna og áfellzt Eisen-
hower forseta fyrir það, þá
snúa þær nú bökum saman
og þakka honum einbeitni þá
og festu, sem virðist muni
orka því að ofbeldisöflum
verði ekki á ný gefinn byr
undir báða vængi, með
Múnchensamningum nútím-
ans. —
UTAN UR HEIMI
Siðlegra
nautaat?
A SPÁNI hefur verið stofnað
félag, sem hefur það m. a. að
markmiði að gera hin frægu
framan af hvössum hornum naut-
anna — og þar er ekki heldur
venja að drepa dýrin.
nautaót nokkru mannuðlegri
en verið hefur. Félag þetta
ber hið langa nafn „Samtök
gegn grimmdaræði við opin-
berar sýningar" — og tak-
mark þess er, að sögn forseta
þess, Bailen greifa, að upp-
ræta þá „sögusögn, að Spán-
verjar séu sérlega grimm
þjóð“. — Félagið mun fyrst
snúa sér að nautaatinu, en
mun einnig beita áhrifum
sínum gegn öllu því, sem það
telur slæma meðferð dýra.
— ★ —
Þetta er svo sem ekki í fyrsta
skipti, sem reynt er á einhvern
hátt að draga úr grimdaræði
nautaatsins, þessa þjóðarleiks
Spánverja — en yfirleitt hafa
slíkar tilraunir lítinn árangur
borið. Lögum, sem sett voru á
sinum tíma um það, að börn inn-
an 14 ára aldurs skyldu ekki fá
aðgahg að nautaötum, hefir t. d.
aldrei verið framfylgt að neinu
láði.
• ÞJÓÐARHEFÐ
Ekki vill Bailen halda því fram,
að nautaatið einkennist eingöngu
af grimmd. Hann heldur því
meira að segja fram að þetta sé
að vissu leyti fögur íþrótt —
eða geti a. m. k. verið það — og
hér sé auk þess um að ræða
slíka þjóðarhefð, að ekki komi
til mála að leggja hana niður. —
En hann telur, að ýmislegt megi
Tæra til betri vegar — án þess
að leikurinn missi aðdráttarafl
sitt. Hann vill taka Portúgala til
íyrirmyndar í þessum efnum, en
þar eru einnig stunduð4-nautaöt,
sem kunnugt er. En þeir sníða
• MINNKANDI ÁHUGI
Bailen greifi gerir sér fullljóst,
að tilraunir hans og félaga hans
til að endurbæta nautaatið munu
mæta mikilli mótspyrnu — en
hann væntir þess þó, að nokkur
árangur muni nást, ekki sízt
vegna þess, að þessi þjóðarleikur
nýtur ekki lehgur jafnaimennra
vinsælda og fyrrum. Unglingarn-
ir á Spáni virðast nú hafa miklu
meiri áhuga á knattspyrnu og
sækja nautötin fremur slælega nú
orðið. — Má segja, að svo sé kom-
ið, að þjóðaríþrótt Spánverja sé
mi aPt eins orðin beita fyrir
erlenda ferðamenn, sem margir
hverjir þykjast varla geta snúið
heim írá Spáni, án þess að geta
sagt kunningjunum frá æsandi
nautaati.
Tilrauna
bifreið
BÍLAFRAMLEIOENDUR
eru sifellt að gera tilraun-
ir með ýmislegar nýjungar,
bæði að því er varðar bygg-
ingarlag og hvers konar
búnað bifreiða. Á hverju
ári eru gerðar nokkrar
breytingar á, helztu bif-
reiðagerðunum hjá hinum
stóru framleiðendum — og
þótt þar sé yfirleitt ekki um
neitt byltingarkennt að
ræða, er ekki að vita,
hvenær stökkið verður tek-
ið og almenningi gefinn
kostur á að eignast raun-
verulega „nýja“ bifreið.
Einn af nýjustu tilrauna-
vögnunum er þessi Chevro-
let, sem myndin er af, en
hann var sýndur á alþjóð-
legri bílasýningu í New
York fyrir nokkru — nefnd-
ur XP-700. Byggingarlag
hans er talsvert nýstárlegt
— en meginhlutverk hans
er að reyna ýmiss konar ný
öryggistæki, sem ekki þekkj
ast enn í bifreiðum.
í HEIMINUM öllum > _
(Sovétríkin og Kína þó f V ** C#" f f
undanskilin) var fram- f f IL* * f f f f \m* f If
leitt minna smjör árið
1959 en árið á undan. —
Samkvæmt mánaðarriti
Matvæla- og landbúnað-
arstofnunar Sameinuðu
þjóðanna (FAO) fram- magnið 2,54 milljónir Vestur-Þýzkaland, en
leiddu 17 helztu smjör- tonna. Meðal þessara 17 samdrátturinn var mest
framleiðslulönd heims- landa eru Danmörk, ur í Bandaríkjunum,
ins (þau, sem hafa ár- Finnland, Noregur og Hollandi og Frakklandi.
lega skýrslur yfir fram- Svíþjóð. Einu löndin, Af skýrslunni er ljóst
leiðsluna) alls um 2,45 sem verulega höfðu auk- að írar eru mestu smjör
milljónir tonna af ið smjörframleiðslu ætur heimsins. Smjör-
smjöri, en árið 1958 var sína, voru Astralía og neyzla þeirra er árlega
smjöræfurnar
,j,2 kg. á hvern
íbúa að meðaltali.
Næst kemur Danmörk
með 12,2 kg, síðan Sví-
þjóð og Belgía með 10,7
kg. hvort og Bretland
með 9 kg. Næst á eftir
Vestur-Þýzkalandi og
Frakklandi kemur Sviss
með 6,7 kg. á hvern
íbúa, síðan Holland með
5,7 kg. Neyzlan í Banda-
ríkjunum og Sovétríkj-
unum er 3,8 kg. á íbúa,
en í Ítalíu er hún aðeins
1,9 kg. á íbúa.