Morgunblaðið - 21.05.1960, Side 12

Morgunblaðið - 21.05.1960, Side 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 21. maí 1960 Sandgerði Oss vantar ungling eða fullorðinn mann til að annast afgreiðslu Morgunblaðsins í Sandgerði. Upplýsingar hjá Axel Jónssyni, Sand- gerði eða afgreiðslu blaðsins í Reykjavík. Roskin siúlka eða piltur óskast nú þegar til afgreiðslustarfa í kjöt- verzlun. — Upplýsingar í síma 11112 milli kl. 6 og 7 næstu daga. 5 herb. íbúð til sölu JHftrgtuililafrft á góðum stað á Seltjarnarnesi. Sér inng., sér hiti, sér þvottahús og geýmslur, sér ræktuð og afgirt lóð. Mjög hagstaEíð kjör ef samið er fljótlega. Upplýsingar í símum 19729 og 15054. Hús til sölu í nágrenni Borgarness Til sölu er 56 ferm. hús í nágrenni Borgarness. 1 húsinu eru 3 herbergi, eldhús, rúmgóður inngangur og snyrtiherbergi. Húsið stendur á fögrum stað á ' skógi-vaxinni hæð og er þaðan fagurt útsýni. Um 2000 ferm. land fylgir húsinu. Húsið er við þjóð- veginn og ligur ágætur akvegur heim að því. Skipti á annarri fasteign eða góðri bifreið koma til greina. Nápari upplýsingar gefur: Málfhitningsskrifstofa Kinars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar Guðmundar Péturssonar. Aðalstræti 6, Símar: 1-2002, 1-3202 og 1-3602 TILKYNNINC um fjölskyldubœfur Frá 1. apríl 1960 breyttist réttur til fjölskyldu- bóta vegna barna innan 16 ára aldurs þannig, að nú eiga 1 og 2 barna fjölskyldur bótarétt, en áður voru fjölskyldubætur aðeins greiddar, ef 3 börn eða fleiri voru á fullu tramfæri fjölskyldunnar. Eftir breytinguna eru ákvæði aimannatrygginga- laganna um f jölskyldubætur, sem hér segir: „Fjölskyldubætur skulu greiddar foreldrum með hverju barni, þar með talin stjúpbörn og kjörbörn, sem eru Á FULLU framfæri foreldranna. Við ákvörðun f jölskyldubóta skulu ekki talin með þau börn í fjolskyldunni, sem eiga framfærsluskyld- an föður utau hennar. Greiða má fósturforehlrum fjölskyldubætur með fósturbarni, ef fullvíst er, að barnið sé á framfæri þeirra og hafi verið talið á framfæri þeirra sam- kvæmt skattíramtali undanfarin þrjú ár, enda ekki verið talið jafnframt á framfæri annars. Stytta má tímabil þetta ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi, svo sem ef barn er tekið í fóstur 'á fyrsta aldursári. Árlegar fjölskyldubætur með hverju barni skulu vera eins og á 1. og 2. verðlagssvæði kr. 2,600.00“. Fjölskyldubætur þeirra sem áttu rétt til, og nutu fjölskytdubóta fyrir lagabreytinguna, hafa nú verið hækkaðar sainkvæmt hinum nýju ákvæðum frá 1. apríl sl. og nú eru einnig greiddar fjölskyldubætur með 1 og 2 barni f jölskyldunnar. Bætur 1 og 2 barna f jölskyldna þarf að sækja um í Reykjavík til Lífeyrisdeildar Tryggingastofnunar ríkisins, Laugavegi 114, en annarsstaðar til sýslu- manna og bæjarfógeta, en þeir eru umboðsmenn stofnunarinnar. Umsóknareyðublöð fást á sömu stöðum. Fæðing- arvottorð barna samkvæmt kirkjubókum á að fylgja umsókn. Áthygli er vakin á að bætur 1 og 2 barna fjölskyldna verða aðeins greiddar fjórum sinnum á ári, og verður síðar auglýst hvenær greiðslur hef jast. Reykjavík, 20. maí 1960. Tryggingastofnun Ríkisins Húsið Háagerði 75 eign bæjarsjóðs Reykjavíkur er til sölu. Tilboð ósk- ast send skrifstofu minni í Skúlatúni 2 fyrir kl. 10 föstudaginn 27. þ.m. Nánari upplýsingar eru gefnar í skrifstofunni daglega frá kl. 11—12 fram að þeim tíma. Bæ jarverkf ræðin gur Erfðafestuland Þrír hektarar í Fossvogi til sölu ásamt íbúðarhúsi, þrjú herbergi, eldhús, gripahús fyrir 50 fjár og tvo hesta og 100 rúmmetra hlöðu. — Uppl. gefa: RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR hrl., sími 19960 og JARÐASALAN — Sími 11858. Til leigu 3 herbergi í húsi við Bankastræti. — Hentugt fyrir skrifstofur, lækningastofur eða snyrti- stofur. Magnús Helgason, sími 13630. Opnum í dag Járn- og málningavöruverzíun að Laugaveg 178 Munum kappkosta að hafa á boðstólum BYGGINGAVÖRUR BLIKKSMÍÐAVÖRUR VERKFÆRI RAFKNÚIN HANDVERKFÆRI MÁLNINGAVÖRUR í fjölbreyttu úrvali og á hagstæðu verði _b yggingavörur h.f. Laugaveg 178 — Sími 35697 — Alyktanir í'iamhald af bls. 9. sinni yfir því, að hinn alræmdi 9% söluskattur og útfiutnings- sjóðsgjald skuli nú hafa verið af- numinn, en sú skattheimta or- sakaði margvíslegt misræmi og óréttlæti í framkvæmd eins og komið hefur fram á fyrri aðal- fundum. I. M. S. í. Fundurinn ítrekaði fyrri sam- þykktir sambandsins um að beina þeim eindregnu tilmælum til iðn aðarmálaráðherra, að Vinnuveit endasamband íslands fái aðild að stjórn Iðnaðarmálastofnunar ís- lands. Taldi fundurinn að reýnsl an hafi sýnt að um mikið nauð- synjamál sé að ræða. Tilboð og útboð Fundurinn lýsti ánægju sínni, yfir nefndarskipun viðskipta- málaráðherra til þess að «thuga þann hátt, sem á er um tilboð í verk samkvæmt útboðum og gera tillögur um leiðir til úrbóta, með það fyrir augum að reglur verði settar um þau mál. Sérstaklega lýsti fundurinn á- nægju sinni yfir því að fallist var á tillögur Vinnuveitenda- sambandsins við undirbúning málsins. Þá skoraði fundurinn á nefnd- ina að hraða störfum eftir föng- um. Efnahagsráðstafanirnar Fundurinn metur mikils við- leitni ríkisstjórnarinnar um auk- ið athafna- og við skiptafrelsi og telur, að efnahagsráðstafanir hennar, verði þeim ekki spillt, eða þær eyðilagðar af óábyrgum öflum, geti í framtíðinni orðið undirstaða sjálfstæðs og heil- brigðs eínahagslífs þjóðarinnar. Fundinum er Ijóst, að eitt meg- in skilyrði fyrir því er, að al- mennt kaupgjald í landinu verði óbreytt fyrst um sinn. Þung á- byrgð hvílir því á herðum vinnu veitenda og launþega á að halda þannig á málum þessum, að þjóð in geti komist yfir erfiðleikana. Skorar 'fundurinn á alla vinnu- veitendur í landinu að gera sitt ýtrasta til að svo megi verða, enda þótt efnahagsráðstafanirnar komi hart niður á öllum atvinnu- rekstri. Vinnulöggjöf Fundurinn skorar á ríkisstjóm ina að láta nú þegar fara fram endurskoðun á lögum um stéttar- félög og vinnudeilur. Fundurinn bendir á, að al- mennur skilningur á nauðsyn breytinga á vinnulöggjöfinni hef ur farið vaxandi undanfarin ár, enda yfirlýst af forustumönnum hagsmunasamtaka bæði launþega og vinnuveitenda. Fundurinn taldi að hin öra framþróun í atvinnuháttum og félagsmálum, sem átt hefur sér stað hér á landi síðan vinnulög- gjöfin var sett fyrir 22 árum geri endurskoðun vinnulöggjafarinn- ar mjög aðkallandi. V eikindadagar Fundurinn skoraði á rikis- stjórnina að beita sér fyrir þvi, að nú þegar verði lögum nr. 16/1958 breytt í það horf að þeir launþegar, sem lög þessi taka til eigi rétt til kaupgreiðsla í allt að 14 dögum samtals á ári og þá ein- ungis kaup fyrir venjulegan dag- vinnutíma í starfsgreininni. Þá skoraði fundurinn á ríkis- stjórnina að láta fara fram endur skoðun á öðrum ákvæðum lag- anna, svo breytingar, að því leyti, verði lagðar fyrir næsta reglu- iegt Alþingi, enda verði Vinnu- veitendasambandinu gefinn kost- ur á að koma þar fram sínum sjónarmiðum. ★ Loks samþykkti fundurinn að fela framkvæmdanefnidnni að láta fara fram endurskoðun á lögum sambandsins og leggja til- lögur sínar þar um fyrir næsta aðaLfund.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.