Morgunblaðið - 25.05.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.05.1960, Blaðsíða 2
MORGVNBLAÐIÐ Jm*. JTiðvikudagur 25. mal 1960 /P m B mennmgsa ekki verða n Á ÁGÆTUM fundi í gærkvöldi var rætt um skipulagningu almenningsálitsins. Kom margt fróðlegt og skemmtilegt fram í ræðum manna. — má FYRSTI ræðumaður var Jóhann Hannesson, prófessor. Hann vék að því, að enginn vafi væri að skipulagt almenningsálit væri til, og það væri skipulagt af býsna mikilli hörku í einræðisríkjum. Hann ræddi sérstaklega um hina andlegu áþján einræðisins í Kína, þar sem hið skipulagða almenn- ingsálit væri stjórnarvöldunum nauðsyn. Ef þeir slepptu tökun- um, rynni byltingin út í sandinn. I Kína er kommúnisminn skyldunámsgrein í skólum, og sá sem ekki fær nógu háa einkunn í hinum marxísku fræðum kemst ekki milli bekkja, sagði ræðu- maður. Með þessari kommúnisku uppfræðslu skapa valdhafarnir þá kjölfestu, sem þeim er nauð- synleg. En í lýðræðisríkjum verður að varast, að almenningsálitið verði neikvætt. í Kína var byltingin ekki gerð af verkamönnum, því að þeirra hagur var bærilegur í styrjaldarlokin, heldur af bænd- um og menntamönnum, sém stjórnin sá ekki um að hefðu til hnífs og skeiðar. En ef einhverri stétt finnst hún engu hafa að tapa, þá snýst hún gegn þjóðfé- laginu. Þessvegna er jöfnuður og réttlæti frumskilyrði þess, að al- menningsálit verði ekki skipu- lagt gegn þjóðfélaginu. Borgararnir varast ekki áróðurinn Næstur tók til máls Kristmann Guðmundsson, rithöfundur. I frjálsu þjóðfélagi er fræðslan byggð á reynzlu margra alda, sagði ræðumaður, en menn eiga sjálfir að meta hvað er sannleik- ur. Hinir beztu og vitrustu eru ekki altaf þeir, sem ráða, heldur oft þeir, sem eru harðsvíraðastir Og líta á einstaklinginn sem peð á taflborði stjórnmálanna. Kristmann Guðmundsson gat þess, að oft væri hægari aðstaða þeirra, sem ófyrirleitnir væru í áróðri, því að mörgum þætti gott að láta hugsa fyrir sig, en rök- semdir hinna betri og vitrari manna krefðust einatt umhugsun ar. En auk þess væri oft hægara að vekja ógöfugar hvatir. Og ótrú legt væri hve oft tækist að fá góða menn til fylgis við hið illa með slóttugum áróðri. Þá benti ræðumaður á, hve lagnir kommúnistar hefðu hér verið að mynda sér hagstætt al- menningsálit á sviði lista og hve sofandi borgararnir hefðu verið og ginkeyptir fyrir hinum skipu- lagða áróðri. Virtist menn vanta hæfileikann til að sjá gegnum á- róður niðurrifsaflanna. Fyrir listamenn hefði borgað sig bezt að bera kápuna á báðum öxlum og þeir verið mest virtir, sem léðu sig stöku sinnum til að skrifa undir ýmislegt smávegis fyrir kommúnista eða ganga í hin „ópólitísku" félög þeirra. Þessum mönnum hefi .verið sýnt traust þó að þeir væru hinir hættulegustu. » Menn verða að finna samein- ingartákn, sem andstætt er hatri kommúnista, en það á að vera bræðralag, sagði ræðumaður. I heiðri á að hafa frelsi einstak- linganna fornar dyggðir, guðstrú og ástúð meðal manna. Hlutdrægni í gagnrýni á listum Síðastur frummælenda Var Ævar Kvaran, leikari. Benti hann á að í lýðræðisríki væri óhugs- andi að framfylgja lögum, sem brytu í bága við almenriingsálitið. En með öflugum áróðri er hægt að skapa almenningaálit, sam Ieitt getur til ægilegra hörmunga, sagði ræðumaður. Um þetta er ljósast dæmi frá gagnmenntaðri þjóð, Þjóðverjum á Hitlerstímun- um. Og enn í dag starfa um allan heim flokkar, sem boða fagnaðar erindi ofbeldisins. Þessir menn væru einnig að verki hér og þeim hefði á ýmsum sviðum orðið vel ágegnt við að skipuleggja almenningsálitið, en í lýðræðislandi væri aldrei hægt að skipuleggja það til fulls. Én mikil áhrif er hægt að hafa á al- menningsálitið og ótrúlegt er, hve tízku venjur geta verið ríkar. Hugsum okkur, t.d., sagði ræðu maður, að einhver þekktur borg- dri, við skulum segja Hermann Jónasson, sæist ganga niður Bankastræti á rauðum buxum. ílvað mundu menn segja? Sumir ftiundu halda, að hann væri geggj áður, en aðrir mundu segja: — Nú fiykir mér hann vera farinn að svara lit fyrir alvöru. En það eina $ém maðurinn hefði í rauninni gert, væri að ganga í buxum, sem vöru öðruvísi á litin en tízkan byði. [ En það er ekki eingöngu hinn ópinberi áróður sem er árangurs fíkur, heldur nota óhlutvandir menn ekki síður undirróður og orðasveim og sú iðja bitnar fyrst og fremst á þeim, sem eru svo ólánsamir að skara fram úr á ein- hverju sviði. Og á öllum þessum áviðum eru hér færir áróðurs- rhenn. § Haegt er að ganga úr skugga úm, hvar menn standa í stjórn- málum með því að lesa í ákveðnu blaði gagnrýni á listum. Ég þori að ábyrgjast, að illu mun aldrei vikið að ákveðnum Hstamönnum í þessu blaði, svo fremi sem þeir ekki skipta um skoðun. Ræðumaður lauk máli sínu með þvi að segja skemmtilega sögu af því, hvernig úlfaldi get- ur orðið til úr mýflugunni. Að ræðum framsögumanna loknum hófust frjálsar umræður og tóku þessir til máls: Karl Hall dórsson, Ólafur Gunnarsson, Jó- hann Hannesson og sr. Leó Júlíus- son. Að lokum þakkaði formaður Heimdallar, Birgir ísleifur Gunn arsson, framsögumönnum ágætar ræður og fundarmönnum góða fundarsókn og sagði fundi slitið. met Rússa Posternnk nokkru hressori MOSKVU, 24. maí (NTB-AFP): Það var tilkynnt hér í dag, að skáldinu Boris Pasternak, sem iegið hefir mjög sjúkur undanfar ið, hefði létt nokkuð síðdegis í dag. Enn er þó talin ástæða til að óttast um líf hans. — í morgun var hann óvenjuþungt haldinn, en er á daginn leið hresstist hann talsvert, eins og fyrr segir. ÞESSI mynd var tekin á Kana verjilhöfða, bandarísku eld- £laugastbSínní,%; sj. ^íóstudag, um ÚZ rníriúturrt og"kom niður þegar Atlaseldflaugin, .. sem skotið var tilíIrtdÍSndshafs, yaif. ræst þar. * *í.i-' I ™i :JÍ .f!-;-5' Þessi tilraun þótti takast á- kaflega vel. Eldflaugin fór um langdrægu eldflaugar Banda- 14;400 km. vegalerigd á rúm- k, fyrirfram"*" ákveonum stað íoréausturaf Prince Edwardsh syjuhum í Indlandshafi. ' Meftflþessu var sýnt, að hinar ríkjamanna standast samjöfn- að við þær rússnesku — því að Atlas-flaugin „sló" met Russ- anna ,er þeir settu með eld- flaug, sem send var yfir Kyrra haf í janúar sl. — en hún fór „aðeins" um 12.400 km. leið. Krafa Denh Welch • Alger forgangs- réttur til löndunar I EINKASKEYTI til Mbl. frá Grimsby í gær segir, að yfirmenn á togurum þar hafi að líkind- um frestað enn boðuðu verkfalli sínu fyrst og fremst vegna þess, að stofnuð var nefnd til þess að gera athugun á löndunum allra erlendra togara. — Mun hér fyrst og fremst hugsað til islenzkra tog /"NAIShnútar • SVSOhnúhr ^ Snjófcoma » Úli V Skúrir lí Þrumur %r?e3n\^'. KuUaskil Y/svcAA^ Hihskil H Hal L .Laal Brá til hlýinda LÆGÐ yfir Grænlandshafi veldur nú S.- og VS-átt hér á Landi. Jafnframt hefur brugð ið til hlýinda um allt land, liti yfirleitt 5—9 stig Vestan lands er rigning, en þurrt og ojart austan lands. Önnur tægð nærri kyrrstæð er norð- ur af Azoreyjum og hlýtt há- gola eða kaldi, skúrir. þrýstisvæði yfir Bretlandseyj um og Frakklandi. Veðurhorfur kl. 22 í gær- kvóldi: SV-land 'til Norðurlands, SV-mið til Norðurmiða: SV- kaldi, skúrir en bjart á milli. NA-land, Austfirðir, Norð- austurmið og Austfj.mið: SV- kaldi, víðast léttskýjað. _SA-land og SA-mið: NV- ara, en samkvæmt Parísarsamn- ingnum frá 1956 hafa þeir jafnan rétt og heimaskip í Grimsby til löndunar: Aðrir erlendir togarar verða hins vegar að bíða allt að 48 klst. eftir löndun, ef skortur er á vinnuafli. — Vilja yfirmenn koma fram breytingu á þessum samningi. — • — Eftir fundinn á mánudag, þar sem ákveðið var að fresta enn verkfallinu, lét Denis Welch, for maður yfirmannafélagsins, svo um mælt, að hann og menn hans væru einbeittir í því að öðlast fullkominn forgangsrétt til lönd- unar fram yfir alla erlenda tog- ara. — Einnig var upplýst, að boðað verkfall kæmi til fram- kvæmda, ef ekkert samkomulag hefði verið gert við íslendinga að þrem mánuðum liðnum. — Tog- araeigendur hafa staðið gegn kröfum yfirmanna, og er talið, að þeir muni eindregið leggjast gegn breytingu 4 Parisarsamn- ingnum. Ruglingur með 100 og 1000 kr. seðla AÐ GEFNU TILEFNI vill stjórn Félags kjötverzlana í Reykjavík lýsa óánægju sinni vegna mjög mikils skyldleika í litum hinna nýju 100 og 1000 kr. seðla. Hún beinir því til félagsmanna sinna að þeir brýni fyrir starfsfólki sínu sérstaka aðgæzlu í meðferð þessara seðla. (Stjórn Fél. kjötverzlana). „Njósna-hnöt tur" lofti a Washington, 24. maí. (NTB-Reuter) BANDARÍSKI flughérinn sendi síðdegis í dag upp nýtt gervitungl, 2,5 lestir aff þyngd — „njósnahnött- inn" MIDAS, sem á að gefa aðvörun til ratsjárstöðva Bandaríkjamanna, ef eld- flaugum er skotið á loft 1 öðrum löndum. — Hnöttur- inn var sendur á loft með tveggja þrepa Atlas-Ag- enda eldflaug. Mun hann ganga á fremur „lágri" braut um jörðu — í 240— 320 km f jarlægð. Hugkvæmur útbúnaður í hnettinum nemur infra- rauða geisla frá sldflauga- hreyflum, er þeim er skotið á loft — og sendir þá merki sín til ratsjárstöðvanna. — Hins vegar tekur hann ekki ljósmyndir. — Talið er, að fleiri slíkir „njósnahnettir" fylgi í kjöifarið. María Júlía á stefnumót í KVÖLD heldur leiðangur frá Fiskideild Atvinnudeildar Há- skólans af stað í rannsóknarleið- angur sjö þjóða á varðskipinu Maríu Júlíu, sem leigt hefur ver- ið í því skyni og útbúið eftir að- stæðum. Leiðangursstjóri verður Unnsteinn Stefánsson efnafræð- ingur. Hittast leiðangursskip frá sex þátttökuþjóðunum í Vest- mannahöfn í Færeyjum, en til- gangur leiðangursins er að rann- saka hafstrauma við hrygginn milli íslands og Færeyja. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.