Morgunblaðið - 25.05.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.05.1960, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIlt Miðvikudagur 25. maí 1960 wgitssiMðfrifr TTtg.t H.f Arvakur Reykjavilt ""Tramkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. BRJÓSTVÖRN HEIMSFRIÐARINS CPLUNDRUN og algert árangursleysi ráðstefnu hinna æðstu manna í París hefur kennt okkur að aldrei er meiri þörf á því en nú að NATO-þjóðirnar standi þétt saman í náinni samvinnu, bæði á sviði landvarna og efnahagsmála. Þannig komst Hugh Gait- skell, leiðtogi Verkamanna- flokksins brezka, m. a. að orði í ræðu í neðri málstof- unni, eftir að Macmillan, for- sætisráðherra, hafði skýrt brezka þinginu frá úrslitúm mála á Parísarfundinum. Ekkert hik Óhætt er að fullyrða, að lýðræðissinnaðir menn um allan hinn frjálsa heim, séu sammála Gaitskell um, að nú beri brýnni nauðsyn til þess en nokkru sinni fyrr að þjóð- ir þær, sem myndað hafa varnarbandalag lýðræðis- þjóðanna standi vel saman, treysti samtök sín og sýni Rússum að á þeim sé ekkert hik. Þær séu þess alráðnar að efla varnir sínar og mæta hverri ofbeldisárás sterkar og sameinaðar. Þetta er í sannleika sagt það eina, sem bjargað get- ur heimsfriftnum. Ef Rúss- ar fá minnstu átyllu til þess að halda að lýðræðis- þjóðirnar séu að slaka á vörnum sínum og að óein- ing ríki meðal þeirra, hlýt- ur það að hafa þær afleio- ingar að yfirgangur þeirra og ofbeldishneigð færíst i aukana. Efling Atlantshafs- bandalagsins Enda þótt margir telji að ofstopi Krúsjeffs á Parísar- fundinum eigi rætur sínar í fallvaltleika hans heima fyr- ir, þá er hæpið að treysta á það. Hugsanlegt er, að Krús- jeff eigi í vök að verjast og að valdadógum hans kunni að fækka. En allar líkur benda til að þeir, sem við taki af honum, yrðu sízt betri viðskiptis en Krúsjeff og samstarfsmenn hans. Það sem nú er þess vegna mikilvægast er að lýðræðis- þjóðirnar freisti allra ráða til þess að efla Atlantshafs- bandalagið og gera það sem hæfast til þess að verða brjóstvörn heimsfriðarins. FÁHEYRT ÁBYRGÐARLEYSI Í»AÐ hefur komið í hlut nú- ¦"• verandi ríkisstjórnar að segja þjóðinni þann beizka sannleika, að hún hefur á síðustu árum gengið gálaus- lega um gleðinnar dyr, lifað um efni fram og veikt grund- völl afkomu sinnar og efna- hags hættulega mikið. Af þessu hefur ríkisstjórnin dregið þær eðlilegu og sjálí- sögðu ályktanir að drepa verði við fæti, hefja efna- hagslega viðreisn og leggja nýjan og traustari grundvöll að framförum og uppbygg- ingu í landinu. Út í ófæru Mikill meiri hluti þjóðar- innar gerir sér áreiðanlega Jjóst, að ekki mátti lengur slá þessu viðreisnarstarfi a frest. Þjóðin var komin út í mikla ófæru. Þess vegna var það, að vinstri stjórn Her- manns Jónassonar sagði af sér 4. desember 1958. Engum dettur í hug að sá valdaglaði maður hafi gert það að gamni sínu að segja af sér og stjórn sinni á miðju kjörtímabili. Hann gerði það beinlínis vegna þess að raúnveruleik- inn sjálfur hafði knúið hann til þess. Mennirnir sem gáfust upp Þetta verða menn að hafa í huga, þegar stjórnarand- stæðingar, kommúnistar og Framsóknarmenn, mennirnir sem gáfust upp í vinstri stjórninni á miðju kjörtíma- bili, reyna að æsa þjóðina gegn hinum nauðsynlegu viðreisnarráðstöfunum. Það sýnir fáheyrt ábyrgðarleysi, þegar kommúnistar og Fram- sóknarmenn, sem engin já- kvæð úrræði áttu sjálfir í efnahagsmálum þjóðarinnar, hefja nú baráttu gegn úrræð- um núverandi ríkisstjórnar undir kjörorðinu: Rífa verður niður efnahagskerfi ríkis- stjórnarinnar. UTAN UR HFJMI Vatn VATN — vökvi, sem renn- " ur úr krönunum, þegar skrúfað er frá þeim, eða sótt- ur er í fötu í brunninum! — Að vissu leyti rétt skýrgrein- ing, miðað við nútíma-að- stæður. Og þó — vatnið er raunverulega alls ekki jafn- sjálfstagður hlutur, ef svo má segja, eins og þannig er gefið til kynna. Víða í heiminum ríkir nefnilega vatnsskortur, svo að til vandræða horfir — á meðan við íslendingar neyt- um þessa „sjálfsagða", ferska vökva og notum hann ótæpi- lega á degi hverjum, og lát- um hann oft „renna út í sand- inn" af slíku hugsunarleysi, að þeir, sem við vatnsskort búa, mundu telja óguðlega sóun á verðmætum. • VAXANDI NOTKUN Og vatnsnotkunin eykst hröð- um skrefum með fólksfjölgun- inni í heiminum og vaxandi iðn- Vatnsskortur gerist æ meira áberandi víða um heim — og fjöldi sérfræðinga situr með sveittan skallann og veltir fyrir sér, hvað til bragðs skuli taka. Þegar á heildina er litið, helzt vatnsnotkunin í heiminum nú nokkurn veginn í hendur við „framleiðslu" náttúrunnar . . . aði á ýmsum sviðum. Það er því eKki að undra, þótt mikið sé um það hugsað, hvernig bæta megi úr vatnsskortinum og tryggja heiminum nægilegt vatn til fram búðar. Hafa margar hugmyndir komið fram í því sambandi — frumlegust sennilega sú að roga stórum borgarísjökum frá heims skautasvæðunum til hinna heit- ari heimshluta og bræða þá þar. Þetta er óneitanlega skemmtileg Vatn hugmynd — en varla að sama skapi hagkvæm. Hætt við að vatn ið það yrði æði dýrt. • - Víða um heim sitja sérfræðing ar í nefndum og vísindastofnun um með sveittan skaltann og velta þvi fyrir sér, hvað hér sé hægt að taka til bragðs. Hið cvenjulega þurrviðrasama sum- ar í fyrra hefir víða hert á vanda málinu, ef svo mætti segja, en ninir sérfróðu hafa lengi bent á hættuna — oftast fyrir daufum eyrum, eins og svo oft vill verða. • 20 LTR. — 1500 LTR. Bandaríkjamenn hafa gert rannsóknir, sem leiða glöggt í ljós, hve vatnsnotkunin hefir auk izt hröðum skrefum á síðari ár- um. Árið 1939 — fyrir aðeins rúmum tuttugu árum — komst rannsóknarnefnd frá Yale-há- skólanum að þeirri niðurstöðu eftir umfangsmiklar vísindalegar athuganir, að dagleg vamsnotk- un næmi 20 lítrum á hvern íbúa — og var þá allt meðtaiið, vatn til iðnaðar, áveituf ramkvæmda *• o.s.frv. — Átján árum síðar, eða 1957, sýndu hliðsæðar rannsókn ir, að vatnsnotkunin íbúa var komin upp í á dag — og varla minnkað síðan. hefir hún • EIN BRAUÐSNEIÐ — 130 LTR. AF VATNI Það er ótrúlegt, en satt, að því er nákvæmustu útreikning- ar herma, að til þess að „fram- leiða" eina meðalstóra brauð- sneið þarf um 130 Iítra af vatni — og er þá reiknað með því, sem hið lifandi korn á akrinum hefir sogiS úr jarðveginum. Á sama hátt er talið, að ungur uxi, sem sláitrað er, hafi neytt um 16000 lítra af vatni fyrir hver pund kjöts, sem af honum kemur! • VATNSHÁKAR Stáliðjuverin eru hinir mestu vatnshákar. Þannig þarf að nota 160 tonn af vatni til þess að fram leiða 1 tonn stáls. Olíuhreinsun- arstöðvar nota 10 tonn af vatni fyrir hvert tonn af benzíni, vatn ið, sem ölbruggunarfyrirtækin nota, er margfalt meira en „kemst til skila" til neytandans — og þannig mætti lengi telja. Vatn á hvern 1500 lítra Við reynum eftir beztu getu að verjast því vatni; sem úr loft- inu streymir — en þegar það hefur sigið í jörð niður, reynum við með öllum ráðum að ná því upp aftur, því að við gerumst æ gírugri til vatnsins, og náttúran hetur varla undan að full- nægja eftirspurninni . . . Hvers konar vinnsla og iðnaður nota yfirleitt vatn í ríkum mæli. — Það hefir verið reiknað út í Bandaríkjunum, að þáttur heimil anna í heildarvatnsnotkuninni nemi 10%, ca 33% fari til áveitu framkvæmda, en iðnaðurinn hirði afganginn. — Enda þótt til greindar tölur séu miðaðar við bandarískar rannsóknir, má gera ráð fyrir, að hlutfallið sé ekki ósvipað í öðrum tækniþróuðum iöndum. • NÓG AF VATNI — ÓNOTHÆFU Sannleikurinn er sá, að ástand ið í þessum málum er víðast hvar þannig, að vatnsnotkunin helzt nokkurn veginn í hendur við „framleiðslu" náttúrunnar — þ. e. þá vatnsmyndun, sem á sér stað á jörðunni. Aðeins til- tölulega lítilfjörleg aukning vatnsnotkunar almennt gæti nú leitt til alvarlegs ástands mjög víða um heim. Þetta þykir mörg- um blóðugt, að vonum, þar sem vissulega er nóg af vatni allt í kringum okkur — en gallinn er bara sá, að saltmagnið í höfnun- um gerir allt það óhemju vatns magn óhæft til neyzlu — og flestr ar annarrar notkunar. • FERSKT VATN ÚR SJÓ Það er vissulega von, að menn Framh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.