Morgunblaðið - 25.05.1960, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 25. maí 1950
MORCVTSBl ÁBlh
17
Kristín Halldórsdóltir sjötug
GRÍMSNESIÐ góða hefir frá upp
hafi átt góða sonu og dætur, sem
hafa haldið uppi sóma þessarar
fögru sveitar. Ein af slíkum
dætrum hennar, Kristín Hall-
dórsdóttir frá Öndverðarnesi, er
sjötug í dag.
Hún var aðeins 10 ára er hún
fluttist með foreldrum sínum að
Öndverðarnesi og dvaldist þar
að mestu til haustsins 1955, er
hún seldi jörð og bú og hefir átt
hér heimili síðan.
Foreldrar hennar voru sæmdar
hjónin Halldór Stígsson og Þór-
unn ísleifsdóttir, er lengi voru
góðir búendur í Öndverðarnesi.
Ólst Kristín upp hjá foreldrum
sínum og átti góða og bjarta
aesku.
Um tvítugt gekk hún að eiga
Bjarna Jónsson frá Alviðru og
nokkrum árum síðar tóku þau
við jörð og búi í Öndverðarnesi.
Þau hjón eignuðust 9 börn, 5
sonu og 4 dætur. Tvö þeirra eru
dáin, Jón er dó ógiftur og barn-
laus og var stoð og stytta móður
innar og Þórunn gift Valdimar
Pálssyni kennara. Hin eru: Ragn
ar kvæntur Guðrúnu Guðjóns-
dóttur frá Hrygg í Hraungerðis-
hr., Halldóra gift Jóni Helgasyni
á Selfossi, Anna gift Guðm. Jóns
syni búsettt í Kópavogi, Hjalti
kvæntur Kristínu Jónsd. frá Eyr
arbakka, Gunnar kvæntur Guð-
rúnu Jónsd. frá Akureyri, Bjarni
íulltrúi hjá borgardómaxanum í
Reykjavík kvæntur Ölöfu
Pálsd. frá Búrfelli og Unnur gift
Jóni Brynjólfssyni verkfr. Óll
börnin sem gift hafa verið hafa
átt börn og eru barnabörnin yfir
tuttugu.
Arið 1926 varð Kristín fyrir
því þunga áfalli og djúpu sorg
að missa eiginmann sinn af slys-
förum. Hafði hann verið hinn
mesti dugnaðarmaður og var því
missirinn mikill.. Þegar af því,
sýndi Kristín þá hvert þrek
henni var gefið, er hún varð ein
að taka í sínar hendur uppeldi
og farsjá heimilis og barna.
Stóðst hún með ágætum þá þrek-
raun, kom börnunum vel til
manns og menntaði þau og búið
efldist sí og æ undir handleiðsiu
hennar og jörðin jafnframt stór-
um bætt að ræktun og húsakosti.
Foreldrar hennar dvöldu alla tíð
hjá henni í góðu yfirlæti. Móðir
hennar andaðist árið 1929. en fað
ir hennar lifði við góða heilsu til
hárrar elli.
Mér er það minnisstætt frá
æsku, að brátt tókst góð vinátta
milli heimilanna, Öndverðarness
og Kiðjabergs. Hélst sú vinátta
óslitið og ágerðist með árunum
milli móður minnar og Kristín-
ar, enda áttu þær óslitið og
Margrét Auðunsdóttir
Minningaroró
TÖLFTA maí, á sólfögrum sum-
armorgni, þegar vorþeyrinn strýk
ur mjúklega um kinn móður jörðu
og döggin glitrar eins og perlur,
en leysist síðan upp í hitamóðu,
kveður ung og glæsileg hafnfirzk
húsmóðir og móðir þessa jarð-
nesku tilveru eftir miklar og sár-
ar þrautir um margra mánaða
skeið.
Þessi hafnfirzka húsfreyja hét
Níelsína Margrét Auðunsdóttir
fædd í Hafnarfirði 11. ágúst 1911.
Föreldrar hennar voru Auðurin
Níelsson, þekktur hafnfirzkur
borgari, sem látinn er fyrir nokkr
um árum, og Guðrún Hinriksdótt
ir kona hans er bjuggu að Austur-
götu 7, og býr Guðrún þar enn.
Æska „Möggu Auðuns“, eins og
hún var ávallt kölluð af þeim, er
hana þekktu, er mér ekki kunn,
því ég þekkti hana fyrst sem
glæsilega, gjafvaxta stúlku, frán-
eyga og bjarta yfirlitum, bros-
milda og aðlaðandi, og mun marg
ur sveinnirvn hafa litið hana hýru
auga. Þegar hún hafði aldur til,
lagði hún stund á ljósmynda-
smíði og lauk námi í þeirri grein.
Ekki starfaði hún nema stutt við
þá iðn, því þnn 9. nóv. 1935 gift-
ist hún eftirlifandi manni sínum,
Oddi Hannessyni rafvirkjameist-
ara. Byggðu þau sér hús að Hellis
götu 1 og hafa búið þar síðan,
og ól hún manni sínum 3 manii-
vænlega sonu. Það fer ekki á
milli mála að hennar hugstæðustu
eiginleikar voru að fegra og
prýða, ekki einungis heimili sitt
að innan, heldur garðinn í kring
um það, svo að fegurð hans bar
af. Eins og Hafnfirðingum er
kunnugt, voru þau hjónin bæði
samhent í því verki sem og öðru,
enda var hún gædd ríkum aðlög-
unarhæfileikum og lagði ávallt
eitthvað gott til allra mála, og
sóttust konur til vínfengis við
hana, og átti hún mrgar tryggar
vinkonur alla ævi, allt frá því,
er æska hennar stóð í fullum
blóma. Þessu ber ljósast vitni hin
sérstæða og eftirtektarverða sam
heldni systkina og venzlafólks,
maður kom vart svo á heimili
hennar, að ekki væri þar fyrir
e.tthvert systkinanna eða hennar
kæra móðir, sem með veikum
burðum annaðist heimili hennar,
þegar dóttirin gat ekki lengur að
staðið.
Þegar við nú kveðjum þessa
góðu konu, dáum við þrek henn-
ar og léttlyndi til hinztu stundar.
Það er táknrænt fyrir skapgerð
hennar, að þegar konan mín heim
sótti hana á spítalann nokkrum
dögum áður en hún dó, sagði hún
með sínu venjulega, aðlaðandi við
móti: ,En hvað það var sætt af
þér að heimsækja mig segðu mér
nú eitthvað skemmtilegt”. Svo
var gestrisni henni í blóð borin,
að jafnvel þegar mesti skaðvald-
ur þessa mannkyns gerði henni
ókleift að lifa með okkur, bauð
hún gesti sína velkomna.
Mikill er tregi eiginmanns,
sona, aldraðrar móður og allra,
er henni kynntust, en við getum
öll huggað okkur við þá stað-
reynd er hér er góð kona gengin.
Magnús Hannesson.
happadrjúgt samstarf í kvenfé-
lagi sveitarinnar. Komu þær
mörgu til leiðar og voru samtaka
í stóru og smáu. Mat móðir mín
því Kristínu mikið og hennar
staðföstu vináttu og tryggð, sem
aldrei brást.
Þiátt fyrir mótlæti og erfiði
hefur Kristín haldið sér vel og
er við beztu heilsu og sí glöð.
Hún getur með ánægju litið yfir
farin veg og glaðst yfir því, að
nafa orðið mörgum til góðs, það
er hið æðsta og bezta. sem nokkr
um getur fallið í skaut.
Ég veit að Grímsnesið góða,
fagnar þessari góðu dóttur á 70
ára afmæli hennar og árnar
henni allra heilla.
Við vinir hennar, óskum henni
— Utan úr heimi
Framh. af bls. 12.
líti mjög til hafsins, þegar vatn
er orðið af skornum skammti, og
reyni að finna leiðir til þess að
breyta saltvatninu í ferskt vatn.
Ýmsar tilraunir hafa verið gerð-
ar í þessu efni, en allar þær að-
ferðir, sem enn eru kunnar —
því að þetta er hægt með ýmsu
móti — hafa reynzt allt of kostn-
aðarsamar. — Áfram er þó hald-
ið með tilraunir á þessu sviði —
og frá ísrael hafa borizt fregnir
um, að þar séu menn á góðum
vegi með að finna hagkvæma að
ferð og ódýra til þess að vinna
ferskt vatn úr sjó. Ekki hefur
enn verið upplýst, í hverju þessi
aðferð er fólgin, en fyrirhugað
mun að beita henni til þess að
nýta hið salta vatn Miðjarðar-
hasins til að veita á hina sól-
Vatnsskorturinn mun væntan-
lega verða æ viðameira og al-
mennara vandamál á næstu ár-
um. Og á því verður að finna full
nægjandi lausn til frambúðar,
því að annars mun skorturinn á
þessum „hversdagslega" vökva,
sem okkur finnst mörgum svo
sjálfsagður, smám saman kyrkja
iðnaðarþjóðfélag .íútímans I
greip sinni. Má með nokkrum
rétti segja að hér sé teflt um
líf og dauða........
Hriitu í réttar-
salnum
WEWAK, Nýju Guineu, 20. maí.
—■ Sextán innfæddir menn hafa
verið leiddir fyrir rétt, sakaðir
um mannát. Á fjórða degi rétt-
arhaldanna urðu truflanir í rétt
allra heilla og biðjum henni I heitu Negev-eyðimörk, sem I arsalnum vegna þess að nokkr-
blessunar Guðs, um ókomin ár. ísraelsmenn eru staðráðnir í að ir hinna ákærðu sofnuðu oghrutu
Steindór Gunnlaugsson. | breyta í gróðursælt land. | hátt.
NYTT
Toni
veitir yður fullkomið permanent og greiðslu að eigin vali—og
það er Even-Flo hárliSunarvökvinn, sem leysir allan vandann
Hið dásamlega nýja Toni gerir yður ennþá
auðveldara en yður gat áður grunað, að setja
permanent í hárið heima og leggja það síð-
an að eigin vild, — en það er Even-Flo-
hárliðunarvökvinn, sem leysir allan vanda:
— því hann hæfir öllu hári og gerir það
létt og lifandi, sem í raun og veru er aðal-
atriði fagurrar hárgreiðslu, varanleg og
endingargóðs permanents.
HVAÐ ER AUÐVELDARA?
F.vlgið aðeins hinum einföldu leiðbeining-
um, sem eru í íslenzku og permanent yðar
mun vekja aðdáun, vegna þess hve vei hef-
ur tekizt að gera bylgjurnar léttar og lifandi
GENTLE fyrir auðliðað hár
SURER fyrir erfitt hár
REGULAR fyrir venjulegt hár
VELJIÐ TONI VIÐ YÐAR HÆFI.
■■■; I
' %