Morgunblaðið - 25.05.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.05.1960, Blaðsíða 10
10 MORCVJSBLÁÐÍÐ Miðvikudagur 25. maí 1960 söguslúðum SAGT er, að ekkert vatn á ítalíu sé eins blátt og Garda- vatnið. Hvort sem þetta er rétt eða ekki, þá er það víst, að Lagó di Garda, er stærsta ítalska vatnið og eitt af hin- um fallegustu. Norðurhluti þess er umkringdur háum Alpafjöllum á þrjá vegu, en suðuroddinn nær alla leið nið- ur á Pósléttuna. Alpafjöllin veita þarna skjól gegn norðanvindunum. Gróð- urinn er þvi mjög fjölbreyttur og suðrænn. Sítrónugarðar og olíuviðarlundar skiptast á í fjallshlíðunum. Fíkjutré, ferskjutré, . lárberjatré og pálmar vaxa á bökkum vatns ins. Náttúrufegurðin við Garda- vatnið hefur frá fornöld og fram á þenna dag, dregið fjölda fólks til sín. Virgil, Horats og Catullus lofsungu þetta vatn, sem í fornöld hét Lacus Benacus. Júlíus Cæsar var tíður gestur á þessum slóðum. Margir listamenn og skáld seinni tíma hafa dvalið þarna um stundar sakir eða tekið sér þarna varanlegan bú stað, m. a. Dante. Goethe og Gabrielé d'Annunzio. Mussolini lét gera akbraut, sem nefnist „Gardesana Occi- dentale", meðfram vatninu vestanverðu. Var henni lokið árið 1931. Er þarna um mikið mannvirki að ræða, sem kost- aði ógrynni fjár, vafalaust mörg hundruð milljónir mælt í íslenzkum krónum. Akbrautin er víða höggvin inn í klettana, og á nálega 80 stöðum er ekið gegnum jarð- göng. Þetta er emn af feg-. urstu bilvegunum á ftalíu, minnir sums staðar á hinn víðkunna veg, Axenstrasse, meðfram Vierwaldstátter- vatninu í Sviss. Ferðamannastaðir. Margir fjölsóttir ferðmanna staðir eru beggja megin vatns ins, bæði glæsilegir „riviera" bæir og lítil fiskiver. Gardone Riviera vestan við vatnið er einn fjölsóttasti og að mörgu leyti skemmtilegasti staðurinn. Meðfram breiðgöt- unni á vatnsbakkanum vaxa pálmar og líbanonskur sedrus- viður. Monte Baldo með hvít- an koll gnæfir við himin hinum megin vatnsins. d'Annunzio átti iengi heima í Gardone. Eftir fyrri heims- styrjöldina settist hann þar að í glæsilegu húsi, sem hafði verið eign austurríks vísinda- manns, Henry Thode. ítalska ríkið gerði það upptækt, þeg- ar ítalía fór í styrjöldina á móti Austurriki. Sagt var að Mussolini hefði seinna selt d' Annunzio húsið fyrir eina líru. Eftir andlát Thodes skip- ust ríkisstjórnirnar í Dan- mörku og ítaliu á orðsending- um út af þessu máli. Danska stjórnin taldi sér skylt að veita frú Thode hjálp. d'Annunzio barðist sem kunnugt er ötullega fyrir þvi, að ítalir fengu hafnarborgina Fiume norðan við Adríahafið eftir fyrri heímsstyrjöldina. ítalir, undir forystu hans her námu hana. Margir minnast þess ennþá, þegar d'Annun- zio stóð kjólklæddur með hvíta hanzka á Ieiksviðinu í aðalleikhúsi borgarinnar og hélt þrumuræðu um nauðsyn þess, að ítalir fengju Fiume. Hin fræga leikkona, Eleonora Duse, sem hafði leikið aðal- hlutverkið í mörgum leikrit- um hans, sat í veglegustu stúk unni og klappaði ákaft. d'Annunzio mundi ekki liggja rólegur í gröf sinni, ef hann vissi, að ekki aðeins Fiume, sem nú heitir Rijeka, „Vittoriale", fyrrum bústadur Gabriele d'Annunzio. Vesturveldunum, hafði aðset- ur sitt í Salo, smábæ skammt fyrir sunnan Gardone. Sjálfur átti Mussolini heima í skraut- hýsi i Tignale nokkra km fyr- ir norðan Gardone. í öðru húsi í Tignale bjó hjákona hans, Claretta Petacci. Þetta við Gardavati heldur líka svo að segja all- ur Istriaskaginn er nú í hönd um Júgóslava. Eftir að d'Annunzío andað- ist árið 1938 var bústaður hans í Gardone gerður að minnis- merki um hann, ekki aðeins til að minnast hans sem skálds heldur Iíka sem herforingja, sem vann að því að gera ítal- íu stærri. Þarna hvílir hann í moldu ásamt nokkrum ítöl- um, sem létu lífið í baráttunni um Fiume. Þetta er eins kon- ar sigurminnismerki. ítalir kalla staðinn: „Vittoriale degli Italiani". Þarna er líka varðveitt hið mikla bóka- og listasafn, sem d'Annunzio átti. Fjársjóður Mussolinis. Mussolini bjó við Garda- vatnið vestanvert síðustu ár ævi sinnar.Hin svokallaða lýð veldisstjórn, sem hann mynd- aði, eftir að Þjóðverjar björg uðu honum úr fangavist hjá vaf síðasti dvalarstaður þeirra áður en þau reyndu að flýja til Sviss í lok apríl 1945, en þá voru þau bæði tekin föst í Dango við Comovatnið og skotin. Ennþá tala menn á þessum slóðum um fjársjóðinn, sem Mussolini hafði með sér á flótt anum. Enginn veit með vissu, hvað af honum varð. En hús kommúnistaflokksins í Róma- borg er kallað „Palazzo Dongo", af því að sagt er að það hafi verið reist fyrir fé, sem kommúnistar komust yf- ir, þegar Mussolini var hand- samaður. Gamlir kastalar og kastala rústir í smábæjunum við Gardavatnið, bera vott um valdabaráttuna milli norður- ítölsku borganna, Feneyja, Veronu og Milano, fyrr á tím- um. í Malsecine austan við vatnið stendur kastali mikill, sem reistur var seint á miðöldun- um. Goethe segir frá því í ferðaminningum sínum, að hann var svo hrifinn af þess- um kastala, að hann teiknaði mynd af honum. En á meðan hann var að þvi, var hann tekinn fastur, grunaður um njósnir. Honum tókst þó að sannfæra yfirvöldin um sak- leysi sitt. Einn skemmtilegasti staður inn við Gardavatnið er Sir- mione. Þessi litli bær stendur á örmjóum skaga, sem gengur út í vatnið sunnanvert. Göt- urnar eru svo þröngar, að tvær bifreiðir geta ekki farið samhliða um þær, og hvergi á þessum slóðum er götulífið eins suðrænt og þarna. Fornrómverska skáldið Ca- tullus dvaldist oft í Sirmione og skrifaði þar ástakvæði sín til Lesbia. Yzt úti á skaganum eru leifar af fornrómversku húsi. Nefnast þær „Grotta di Catullo". Sumir halda, að þetta séu rústirnar af íbúðar- húsi Catullusar. Það sem öðru fremur setur svip sinn á Sirmione er hinn voldugi og tilkomumikli Scali gero- kastali, sem gnæfir yfir bæinn. Hann var reistur fyrir rúmlega 500 árum af della Scala, sem sat við völd í Ver- onu. Það voru menn af hans ætt, Scaliger-ættinni, sem stjórnuðu Veronu á 13. og 14. öld og sköpuðu þessari glæsi- legu borg nýtt blómaskeið. Páll Jónsson. X-I5 í 32.600 km /íceð SL. FIMMTUDAG tókst banda ríska tilraunaflugmanninum Bob White að komast upp í 32.600 metra hæð í rakettu- flugvélinni X-15 — og hefir hún aldrei áður komizt jafn- hátt. 1 14.000 metra hæð var X-15 sleppt frá „móðurskip- inu", jötunstórri sprengjuflug vél af gerðinni B-52. — White setti þegar eldflaugarhreyfl- ana í gang, og eftir 4 mínút- ur náði hann hápunktinum — á 2.160 km. hraða á klst. Veður var bjart, og White tilkynnti, að liann sæj San- Francisco úti við sjóndeildar- hring — en borgin var þá í 560 km. fjarlægð frá honum. — Eftir 11 V-i mínútu lenti White síðan heilu og höldnu á eyðimerkurflugvellinum Ed- wards. Brunakall í nvtt skip í GÆRKVÖLDI stukku bruna- verðir um borð í nýjan fær- eyskan togara, Jogvan á Görð- um. Hafði brunkall komið. — í eldhúsi skipsins hafði kviknað í einhverjum pokadruslum, en skipuverjum hafði tekizt að kæfa eldinn, áður en brunaverðirnir komu. Mikil gleði virtist ríkjandi meðal hinna færeysku sjó- manna, eh þeir eru að fara til saltfiskveiða á Nýfundalands- mið og er Reykjavík síðasta höfn, Leiksýníngar í Uellubíói HVOLSVELLI, 21. maí. — Sunnu daginn 15. maí heimsótti Nýtt leikhús Rangæinga með gaman- leikinn Ástir í Sóttkví undir stjórn Flosa Ólafssonar. Gaman- leikur þessi var mjög fjölsóttur og var honum ákaft fagnað, leik- endum klappað lof í lófa hvað eft ir annað að leiksýningunni lok- inni. í gærkvöldi kom annar leik- flokkur og sýndi Deleríum Búbón is á vegum Leikfélags Reykjavík- ur. Sýndi i>að sig í annað sinn, þótt ekki væri full vika milli sýninganna, að Rangæíngar fagna slíkum gestum, og yfirfylltist Hellubíó að þessu sinni. Bæði leik og leikendum var forkunnar vel tekið. Mætti L.R. samt athuga að hljóðfæri, er spila skal á hverju sinni í þessari „langreisu" sé boðlegt og ekki til hneisu höf- undi laganna. Eins að meðfylgj- andi hljóðfæraleikari sé fullkom- lega æfður. — Fréttaritari. Fréttabréf frá Bíldudah VertíSarbátar hœttir — rækjuvei&i treg — vegir slæmir BÍLDUDAL, 5. maí: — Frekar kalt hefur verið hér undanfarna daga, en alveg snjólaust nema til fjalla. Tveir vetrarvertíðarbátar era SyndiÓ 200 metrana nú hættir Reynir og Geysir. Var hendarafli þeirra sem hér segir: M.s. Reynir 320.400 kg. i 56 sjó- ferðum, Geysir 300.315 kg í 60 sjöferðum. Þriðji báturinn, Jör- undur Bjarnason, var kominn með um mánaðarmót apríl—maí 509.260 kg. í 70 sjóferðum. Rækjuveiði treg Rækjuveiði hefur verið frekar treg undanfarna daga, en rækj- an er stór og feit. Rækjan er öll hraðfryst í 4 lbs. pakka. Mark- aður er mjög Iélegur serri stend- ur. Síðan á áramótum mun vera búið að vinna um 30 tonn af piliaðri rækju. Rækjuveiði mun sennilega vera fram í miðjan mánuðinn. , Einn bátur hefur róið héðan á nandfæri og hefur afli verið sæmi legur, þegar gefið hefur á sjó. B.v. Pétur Thorsteinsson kom inn sl. sunnudag og landaði 76 lestum af fiski eftir 10 daga úti- veru. Vegir hér í hreppi eru í mjög slæmu ástandi, og er lítið byrjað að laga þá. Vegurinn yfir Hálfan milli Bíldudals og Tálknafjarðar, má heita ófær, nema jeppum. A þessu ári mun hafa verið veitt í þennan veg aðeins 30 þúsund kr., svo að búast má við að hann verði illfær í sumar, og er það n jög slæmt. Flugferðir hafa nú verið lagð- ar niður hingað, og væri mjög slæmt ástand í samgöngumálum, ef Sigrún kæmi ekki vikulega, en hún flytur aðeins fragt og póst. — Hannes. 131 jbi/s. fjár slátrad hjá S.S. á s.l. ári FULLTRÚAFUNDUR og aðal- fundur Sláturfélags Suðurlands voru haldnir í Reykjavík sl. miðvikudag og fimmtudag. — A fulltrúafundinum voru mættir 63 af 65 fulltrúum úr deildum félagsins. Formaður félagsins, Pétur Ottesen, fyrrv. alþm., var kjör- inn fundarstjóri, en fundarritari var Þorsteinn Sigurðsson, form. Búnaðarfélags Islands. Forstjóri félagsins, Jón H. Bergs, flutti skýrslu um starfsemina og lagði fram ársreikninga félagsins fyrir árið 1959. í sláturhúsum S.S. var slátrað alls 131.000 fjár á árinu 1959, og nautgripa- og svínaslátrun var mikil, eins og áður. Mikil fram- leiðsluaukning varð á árinu, og var heildarvörusala starfsgreina félagsins um 118 milljónir króna. Nemur söluaukning frá árinu á undan um 22 milljónum króna. Félagsmenn í árslok 1959 voru 2.957, og árið 1959 störfuðu hjá félaginu um lengri eða skemmri tíma um 880 manns, þar af 230 manns allt árið. Á aðalfundi áttu að þessu sinni að ganga úr stjórn formað- ur félagsins, Pétur Ottesen, og Siggeir Lárusson, Kirkjubæjar- klaustri, og voru þeir báðir endurkosnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.