Morgunblaðið - 25.05.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.05.1960, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 25. maí 1960 Hópferðir til náttúruskoðunar HÓPFERÐIR til náttúruskoðunar undir leiðsögn náttúrufræðinga eru nú að hefjast á vegum Hins íslenzka náttúrufræðifélags, sem þar með hefur sumarstarfsemi sína. Hefur verið boðað til tveggja slíkra ferða, á uppstigningardag og næstkomandi laugardag. ¦ Hraunmyndanir við Kaldársel Á uppstigningardag verður farið suður í Kaldársel og geng- ið um nágrennið, m. a. í Helga- dal og á Búrfell, alls 8 km leið. Er tilgangur fararinnar að sjá upptök Hafnarfjarðarhrauns, hraunhella, hrauntraðir, mis- gengisstalla í hrauni og grágrýti, íulikomin lindá, margvíslegan gróður, vatnsból Hafnarfjarðar o. fl. Leiðbeinendur verða Guð- „Heitar" kosn- ingar — 4 drepnir LEOPOLDVILLE, Belgísk- Kongó, 23. maí. (Reuter). — í gær kom til harðra átaka með blökkumönnum af mis- munandi kynþáttum — og mismunandi pólitískum fl. — í Kamina nærri Jadot- ville. — Fjórir blökkumenn voru drepnir á hinn villi- mannlegasta hátt í óeirðum þessum, sem blossuðu upp í sambandi við kosningar þær, sem nú standa yfir, um 137 sæti í neðri deild hins nýja þings, sem skipað verð ur, þegar landið fær sjálf- stæði 30. júní nk. A. m. k. 14 manns særðust meira og minna í átökunum. — Belg- ísku yfirvöldin lýstu þegar umsátursástandi á umræddu svæði, og herlið var sent á vettvang til þess að halda uppi lögum og reglu. Minni háttar átök áttu sér ag stað í Elisabetville, Jad- otville og Leopoldvílle. — Þess má geta, að hvítír menn hafa ekki atkvæðis- rétt í kosningum þessum. I mundur Kjartansson og Ingólf- ur Davíðsson. Farið verður frá suðurenda Lækjargötu kl. 14 og komið til Reykjavíkur um kl. 20. Fargjáld kostar kr. 25 og ráð- gert er að hafa með sér nestis- bita og drykk. Dýralíf og gróður í Gufunesfjöru Laugardaginn 28. maí verður ekið frá Lækjargötu kl. 14 og inn að Gufunesi. Þar verður skoðað dýralíf og gróður í fjörunni og tækifæri gefst til að safna skelj- um og kuðungum. Komið til baka um kl. 18. Leiðbeinendur verða Ingimar Óskarsson og Sig- urður Pétursson. Gestir félagsmanna, ekki sízt unglingar, eru velkomnir í báð- ar ferðirnar. Upplýsingar um þær fást í síma 12728. Verksummerki jökla Þá ráðgerir félagið þriggja daga ferð inn á Kjöl milli Lang- jökuls og Hofsjökuis seint í ágústmánuði. Þar verða m. a. skoðuð fróðleg verksummerki jökla og jarðelda frá ísaldarlok- um. Leiðbeinandi verður Guð- mundur Kjartansson, en hann hefur áður flutt erindi í félag- inu um þessar minjar. Fræðsiufundir og námskeið Á vegum Norrænu íélaganna PEKING 20. maí. — Tólf manna sendinefnd stjórnar uppreinar- manna í Alsír hélt í dag flug- leiðis frá Peking. Við brottför- ina þökkuðu Alsírmennirnir gest gjöfunum kínversku fyrir mikils verða aðstoð, en ekki var frekar greint frá því í hverju þessi að- stoð mundi fólgin. NORRÆNU félögin hyggjast halda fjölmörg mót og námskeið í sumar til að stuðla að persónu- legum kynnum fólks á Norður- löndum og fræða þátttakendur um gildi norrænnar samvinnu. Bendir félagið þeim, sem í byggju hafa að ferðast til Norð- urlanda í sumar, að með þátt- töku í þessum mótum geta þeir notið ódýrrar dvalar og ferða- iags við hin beztu skilyrði um leið og þeir fá tækifæri til að eignast vini og kunningja frá öll- um Norðurlöndunum. í Danmörku verða fræðslu- fundir um ijóðagerð o. fl., skóla- stjórafundur, fundur norrænna stéttarfélaga, æskulýðsmót o. fl'. í Finnlandi mót norrænna verzlunar-, banka- og iðnaðar- manna, myndlistanámskeið verð- GC8MUNDUR Nikulásson stendur þarna og horfir á kindina sína og þrilembing- ana hennar á blettinum sínum við Hóaleitisveg. Þetta verður siðasta vorið, sem hann getur veitt sér þá ánægju, þvi Revkjavík teygir sig út yfir lönd fjár- eigendanna og kindurnar verða að víkja. Þarna er Guðmundur búinn að hafa nokkrar kindur siðan fyrit 1930, en það getur ekki orð- ið lengur, eins og áður er sagt. Félagsmenn Starfsmanna félags Reykjavíkur 800 AÐALFUNDUR Starfsmannafé- lags Reykjavíkurbæjar var hald- Cangandi fólki leiðbeint í umferðinni ÞETTA er hinn frækni íþrótta- maður Jón Pétursson lögreglu- þjónn. Hann er hér á verði við mikla umferðargötu, Banka- stræti, og fylgist með umferð gangandi fólks Og hversvegna sérstaklega gangandi? Það stend ur í sambandi við það, að undan- farið hefur götulögreglan mjög beitt sér við að leiðbeina vegfar- endum, er þeir fara yfir gatna- mót þar sem mikil umferð er. Því svo mjög vill það brenna við, þar sem umferðarljósin eru, að vegfarendur skeyta engu um hvort þeir ganga á móti rauðu ljósi eða grænu. Auðvitað ber gangandi sem og ökumönnum að fara eftir umferðarljósunum. Fulltrúi lögreglustjóra, Ólafur Jónsson, svaraði í gær fyrirspurn um það hvor eigi réttinn, þegar báðir fara yfir á grænu ljósi í Bankastræti, maðurinn sem ætl- ar yfir Lækjargötuna og áfram vestur Austurstræti, eða bílstjór inn, sem ætlar að beygja suður í Lækjargötuna. Skal vegfarand- inn hopa? Nei, þvert á móti, sagði Ólaf- ur. Ökumaðurinn skaí víkja fyT- ir gangandi, en það er svo annað mál, að fólk er mjög oft skeyt- ingarlaust um það hvar það fer yfir göturnar, og starf lögreglu- þjóna beinist að því mjög nú um þessar myndir að leiðbeina gang- andi um þessi atriði, en reglan er einföid: eftir hinum afmörk- uðu gangbrautum, en þar sem þær eru ekki, ber fólki að fara yfir þar, sem næst gatnamótum. Við væntum þess, sagði Ólafur að almenningur taki þátt í þessu starfi, sem gert er í þeim tilgangi einum að draga úr siysahættunni á götum Reykjavíkur. inn í Tjarnarcafé þann 9. marz sl. Formaður, Júlíus Björnsson, minntist í upphafi fundarins lát- inna félaga, en flutti síðan skýrslu stjórnarinnar fyrir liðið starfsár. Félagsmenn í St. Rv. eru nú rúmlega 800. Lesnir voru og samþykktir reikningar félagsins fyrir árið 1959. Tekjuafgangur varð á ár- inu, og er fjárhagurinn góður. — Úr styrktarsjóði voru veittar á árinu kr. 16 þús. — Úr Menning- ar- og kynningarsjóði voru veittir utanfararstyrkir að upphæð 18 þús. Tiikynnt voru á fundinum úr- slit kosninga til stjórnar og full- trúaráðs. Formaður félagsins var endurkjörinn, og þeir sem úr stjórn áttu að ganga, urðu sjálf- kjörnir. Stjórnin er nú þannig skipuð: Júlíus Björnsson, form.; Ragnar Þorgrímsson, varaform.; Kristín Þorláksdóttir, ritari; Gunnar Gíslason, gjaldkeri; Haukur Eyjólfsson, bréfritari; Þórður Ág. Þórðarson, spjald- skrárritari og Georg Þorsteinsson, fjármálaritari. — Varastjórn: Bjarni Bjarnason, Hákon Þor- kelsson og Magnús Óskarsson. Á aðalfundinum var kosið i ýmsar nefndir innan féiagsins, ennfremur 17 fúlltrúar á þing B.S.R.B. Undir síðasta dagskrár- lið, önnur mál, urðu ailmiklar umræður og ræddu merui á víð og dreif um félagsmál. Fundarstjóri var Ragnar Þor- grímsson, fundarritari Kristín Þorláksdóttlr. — Verzlunarbanki Framh af Dls. 13 verði bezt komið." Nefndin lauk störfum í desembermánuði 1940 og samdi alimörg frumvörp og greinargerð til Alþingis, sem allt var gefið út sérperntað árið 1941, sem „Álit og tillögur milli- þinganefndar í bankamálum." Meðal þessara frumvarpa frá nefndinni var frumvarp til laga um banka, — almenn bankalög- gjöf — þar sem gert var ráð fyrir einkabönkum. Þetta frumvarp varð þó aldrei að lögum. 3) Þriðja tilraunin til undir- búnings almennrar bankalög- gjafar var gerð af stjórnskipaðri nefnd, sem starfaði á árunum 1954—56, og átti að endurskoða bankalöggjöf landsmanna, m. a. að undirbúa almenna bankalög- gjöf og þá einnig að semja frum- varp um seðlabanka. Við stjórn- arskiptin 1956 rriun nefnd þessi hafa verið leyst upp, án þess að hafa átt kost á að ijúka störfum, en gögn hennar og mikil und- irbúningsvinna munu liggja í stjórnarráðinu og geta verið gagnleg þegar horfið verður að því að undirbúa almenna banka- löggjöf, sem er skoðun a. m. k. margra nefndarmanna í fjár- hagsnefnd, að bráða nauðsyn beri til og hæstvirtur viðskipta- málaráðherra hefur á fundi nefndarinnar upplýst, að hann hyggist hrinda fljótlega í fram- kvæmd. Þessu atriði um almenna bankaloggjöf er skotið hér inn í, sökum þess að það kom töluvert til umræðu á fundum fjárhags- nefndar við afgreiðsiu þessa frumvarps og einnig vegna þess, að ef slík löggjöf hefði nú verið til í landinu, væri þessa frum- varps ekki þörf. — A þetta er bent vegna þess að iíklegt má telja að hér verði ekki látið stað ar numið með stofnun einka- banka. Var það og mál, sem nefndin ræddi sérstaklega á þeim fundi er hæstvirtur við- skiptamálaráðherra sat. Var það sameiginleg skoðun hæstvirts viðskiptamálaráðherra og nefnd ur i Aabo og einnig æskulýðs- námskeið. í Noregi verður rrámskeið fyrir áhugafólk um ieiklist, æskulýðs- mót og námskeið fyrir unga kennara og kennaraskólanema. í Svíþjóð verða flest mótin eða um 20. Verða þar á meðal ýmis námskeið fyrir kennara o. fl. Maðamannamót, Jónsmessumót, bókmenntanámskeið og mörg fleiri. armanna, eftir að hafa borið það Norræna félagið í Reykjavík undir þingflokkana, aS eðlílegt annast milligöngu um þátttöku væri, að þau réttindi um skatt- héðan í þessum fræðslufundum frelsi, sem frumvarp þetta gerir og mótum og mun Magnús Gísla- ráð fyrir til handa Verzlunar- son, framkvæmdastjóri félagsins \ bankanum hf., myndu einnig veita nánari upplýsingar. verða veitt öðrum aðiljum, sva iem verkalýðssamtökum, sanjr vinnufélögum og samtökum sveitarfélaga, sem til banka vildu stofna við svipuð skilyrði og hér um ræðir, og bá með sam þykkt Jíkra laga og þetta frum- varp er. 1 sambandi við umræður í nefndinni um skattfríðindi komu og nokkur önnur atriði fram, sem ástæða er til að geta, m. a. það að forsenda þeirra skattfríð- inda fyrir banka væri, að þau gildi aðeins fyrir íslenzkt fjár- magn, eins og tilætlunin mun vera við stofnun Verzlunarbank- ans. Yrði hinsvegar síðar sú breyting á, að erlent fjármagn kæmi inn í Verzlunarbankann hf., sem hlutafé, væru þær for- sendur, sem nú eru fyrir frum- varpinu brostnar og nýtt viðhorf skapað. Þá gat hæstvirtur við- skiptamálaráðherra þess og í sambandi við skattfrelsisákvæð- ið, að hann hygðist í fyrirhug- aðri reglugerð kveða svo á um, að bankanum væri skylt að birta reikninga sína opinberlega, eins og Verzlunarsparisjóðurinn raun ar mun jafnan hafa gert fram til þessa og að einn af endurskoð- endum á reikningum bankans verði tilnefndur af ríkisstjórn- inni. Ég hef leyft mér að ræða grúnd völl og forsögu þessa frumvarps nokkuð ítarlega, þar sem með því, ef að lögum verður, er stig- ið, að mínu viti, töluvert þýðing- armikið spor í íslenzkum banKa- málum, sem er stofnun algeriega innlends einkabanka, án ríkis- ábyrgðar eða hlutdeildar. Eins og ég sagði í upphafi raáls míns, greinir okkur í fjárhagsnefnd háttvirtrar deildar í grundvall- aratriðum á um ágæti hinna eín- stöku rekstrarforma í atvinnu- lífinu. Við erum hinsvegar sam- mála um, að bankastofnun á heil- brigðum fjárhagsgrundveili, sem stuðlar að bættri þjónustu við atvinnuvegina, hvern og einn og alla til samans, í hvaða rekstrar- formi, sem henni kann að verða sniðinn stakkur, geti verið æskileg, svo lengi sem hún hlýt- ur almennum þjóðarhag og erum þessvegna allir því meðmæltir, að frumvarp þetta verði sam- þykkt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.