Morgunblaðið - 25.05.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.05.1960, Blaðsíða 14
14 MORCIJl\BL4ÐlÐ MiðviKudagur 25. rriai 1960 Hópferðir til nátfúruskoðunar HÓPFERÐIR til náttúruskoðunar undir Ieiðsögn náttúrufræðinga eru nú að hefjast á vegum Hins íslenzka náttúrufræ.ðifélags, sem þar með hefur sumarstarfsemi sína. Hefur verið boðað til tveggja slíkra ferða, á uppstigningardag og næstkomandi laugardag. Hraunmyndanir við Kaldársel Á uppstigningardag verður farið suður í Kaldársel og geng- ið um nágrennið, m. a. í Helga- dal og á Búrfell, alls 8 km leið. Er tilgangur fararinnar að sjá upptök Hafnarfjarðarhrauns, hraunhella, hrauntraðir, mis- gengisstalla í hrauni og grágrýti, fullkomin lindá, margvíslegan gróður, vatnsból Hafnarfjarðar o. fl. Leiðbeinendur verða Guð- „Heitnr" kosn- ingnr — 4 drepnir LEOPOLDVILLE, Belgísk- Kongó, 23. maí. (Reuter). — í gær kom til harðra átaka með blökkumönnum af mis- munandi kynþáttum — og mismunandi pólitískum fl. — í Kamina nærri Jadot- ville. — Fjórir blökkumenn voru drepnir á hinn villi- mannlegasta hátt í óeirðum þessum, sem blossuðu upp í sambandi við kosningar þær, sem nú standa yfir, um 137 sæti í neðri deild hins nýja þings, sem skipað verð ur, þegar landið fær sjálf- stæði 30. júní nk. A. m. k. 14 manns særðust meira og minna í átökunum. — Belg- ísku yfirvöldin lýstu þegar umsátursástandi á umræddu svæði, og herlið var sent á vettvang til þess að halda uppi lögum og reglu. Minni háttar átök áttu sér ag stað í Elisabetville, Jad- otville og Leopoldville. ■— Þess má geta, að hvítir menn hafa ekki atkvæðis- rétt í kosningum þessum. mundur Kjartansson og Ingólf- ur Davíðsson. Farið verður frá suðurenda Lækjargötu kl. 14 og komið til Reykjavíkur um kl. 20. Fargjáld kostar kr. 25 og ráð- gert er að hafa með sér nestis- bita og drykk. Dýralíf og gróður í Gufunesfjöru Laugardaginn 28. maí verður ekið frá Lækjargötu kl. 14 og inn að Gufunesi. Þar verður skoðað dýralíf og gróður í fjörunni og tækifæri gefst til að safna skelj- um og kuðungum. Komið til baka um kl. 18. Leiðbeinendur verða Ingimar Óskarsson og Sig- urður Pétursson. Gestir félagsmanna, ekki sízt unglingar, eru velkomnir í báð- ar ferðirnar. Upplýsingar um þær fást í síma 12728. Verksummerki jökla Þá ráðgerir félagið þriggja daga ferð inn á Kjöl milli Lang- jökuls og Hofsjökuls seint í ágústmánuði. Þar verða m. a. skoðuð fróðleg verksummerki jökla og jarðelda frá ísaldarlok- um. Leiðbeinandi verður Guð- mundur Kjartansson, en hann hefur áður flutt erindi í félag- inu um þessar minjar. PEKING 20. maí. — Tólf manna sendinefnd stjórnar uppreinar- manna í Alsír hélt í dag flug- leiðis frá Peking. Við brottför- ina þökkuðu Alsírmennirnir gest gjöfunum kínversku fyrir mikils verða aðstoð, en ekki var frekar greint frá því í hverju þessi að- stoð mundi fólgin. Fræðsiufundir og númskeið A vegum Norrænu íélaganna NORRÆNU félögin hyggjast halda fjölmörg mót og námskeið í sumar til að stuðla að persónu- legum kynnum fólks á Norður löndum og fræða þátttakendur um gildi norrænnar samvinnu. Bendir félagið þeim, sem hyggju hafa að ferðast til Norð urlanda í sumar, að með þátt- töku í þessum mótum geta þeir notið ódýrrar dvalar og ferða- lags við hin beztu skilyrði um leið og þeir fá tækifæri til að eignast vini og kunningja frá öll- um Norðurlöndunum. í Danmörku verða fræðslu- fundir um ljóðagerð o. fl., skóla- stjórafundur, fundur norrænna stéttarfélaga, æskulýðsmót o. fl. í Finnlandi mót norrænna verzlunar-, banka- og iðnaðar- manna, myndlistanámskeið verð- Félagsmenn Starfsmanna félags Reykjavíkur 800 AÐALFUNDUR Starfsmannafé- lags Reykjavíkurbæjar var hald- Gangandi fólki leiðbeint í umferðinni ÞETTA er hinn frækni íþrótta- maður Jón Pétursson lögreglu- þjónn. Hann er hér á verði við mikla umferðargötu, Banka- stræti, og fylgist með umferð gangandi fólks Og hversvegna sérstaklega gangandi? Það stend ur i sambandi við það, að undan- farið hefur götulögreglan mjög beitt sér við að leiðbeina vegfar- endum, er þeir fara yfir gatna- mót þar sem mikil umferð er. Því svo mjög vill það brenna við, þar sem umferðarljósin eru, að vegfarendur skeyta engu um hvort þeir ganga á móti rauðu ljósi eða grænu. Auðvitað ber gangandi sem og ökumönnum að fara eftir umferðarljósunum. Fulltrúi lögreglustjóra, Ólafur Jónsson, svaraði í gær fyrirspurn um það hvor eigi réttinn, þegar báðir fara yfir á grænu ljósi í Bankastræti, maðurinn sem ætl- ar yfir Lækjargötuna og áfram vestur Austurstræti, eða bílstjór inn, sem ætlar að beygja suður í Lækjargötuna. Skal vegfarand- inn hopa? Nei, þvert á móti, sagði Ólaf- ur. Ökumaðurinn skai víkja fyr- ir gangandi, en það er svo annað mál, að fólk er mjög oft skeyt- ingarlaust um það hvar það fer yfir göturnar, og starf lögreglu- þjóna beinist að því mjög nú um þessar myndir að leiðbeina gang- andi um þessi atriði, en reglan er einföld: eftir hinum afmörk- uðu gangbrautum, en þar sem þær eru ekki, ber fólki að fara yfir þar, sem næst gatnamótum. Við væntum þess, sagði Ólafur að almenningur taki þátt í þessu starfi, sem gert er í þeim tilgangi einum að draga úr slysahættunni á götum Reykjavíkur. inn í Tjarnarcafé þann 9. marz sl. Formaður, Júlíus Björnsson, minntist í upphafi fundarins lát- inna félaga, en flutti siðan skýrslu stjórnarinnar fyrir liðið starfsár. Félagsmenn í St. Rv. eru nú rúmlega 800. Lesnir voru og samþykktir reikningar félagsins fyrir árið 1959. Tekjuafgangur varð á ár- inu, og er fjárhagurinn góður. — Úr styrktarsjóði voru veittar á árinu kr. 16 þús. — Úr Menning- ar- og kynningarsjóði voru veittir utanfararstyrkir að upphæð 18 þús. Tilkynnt voru á fundinum úr- slit kosninga til stjórnar og full- trúaráðs. Formaður félagsins var endurkjörinn, og þeir sem úr stjórn áttu að ganga, urðu sjálf- kjörnir. Stjórnin er nú þannig skipuð: Júlíus Björnsson, form.; Ragnar Þorgrímsson, varaform.; Kristín Þorláksdóttir, ritari; Gunnar Gíslason, gjaldkeri; Haukur Eyjólfsson, bréfritari; Þórður Ág. Þórðarson, spjald- skrárritari og Georg Þorsteinsson, fjármálaritari. — Varastjórn: Bjarni Bjarnason, Hákon Þor- kelsson og Magnús Óskarsson. Á aðalfundinum var kosið í ýmsar nefndir innan félagsins, ennfremur 17 fulltrúar á þing B.S.R.B. Undir síðasta dagskrár- lið, önnur mál, urðu allmiklar umræður og ræddu menn á víð og dreif um félagsmál. Fundarstjóri var Ragnar Þor- grímsson, fundarritari Kristin Þorláksdóttir. ur í Aabo og einnig æskulýðs- námskeið. í Noregi verður rrámskeið fyrir áhugafólk um leiklist, æskulýðs- mót og námskeið fyrir unga kennara og kennaraskólanema. í Svíþjóð verða flest mótin eða um 20. Verða þar á meðal ýmis námskeið fyrir kennara o. fl. blaðamannamót, Jónsmessumót, bókmenntanámskeið og mörg fleiri. Norræna félagið í Reykjavík annast milligöngu um þátttöku héðan í þessum fræðslufundum og mótum og mun Magnús Gísla- son, framkvæmdastjóri félagsins veita nánari upplýsingar. — Verzlunarbanki Framh af Dls. 13 verði bezt komið.“ Nefndin lauk störfum í desembermánuði 1940 og samdi allmörg frumvörp og greinargerð til Alþingis, sem allt var gefið út sérperntað árið 1941, sem „Álit og tillögur milli- þinganefndar í bankamálum.“ Meðal þessara frumvarpa frá nefndinni var frumvarp til laga um banka, — almenn bankalög- gjöf — þar sem gert var ráð fyrir einkabönkum. Þetta frumvarp varð þó aldrei að lögum. 3) Þriðja tilraunin til undir- búnings almennrar bankalög- gjafar var gerð af stjórnskipaðri nefnd, sem starfaði á árunum 1954—56, og átti að endurskoða bankalöggjöf landsmanna, m. a. að Undirbúa almenna bankalög- gjöf og þá einnig að semja frum- varp um seðlabanka. Við stjórn- arskiptin 1956 niun nefnd þessi hafa verið leyst upp, án þess að hafa átt kost á að Ijúka störfum, en gögn hennar og mikil und- irbúningsvinna munu liggja í stjórnarráðinu og geta verið gagnleg þegar horfið verður að því að undirbúa almenna banka- löggjöf, sem er skoðun a. m. k. margra nefndarmanna í fjár- hagsnefnd, að bráða nauðsyn beri til og hæstvirtur viðskipta- málaráðherra hefur á fundi nefndarinnar upplýst, að hann hyggist hrinda fljótlega í fram- kvæmd. Þessu atriði um almenna bankalöggjöf er skotið hér inn i, sökum þess að það kom töluvert til umræðu á fundum fjárhags- nefndar við afgreiðslu þessa frumvarps og einnig vegna þess, að ef slík löggjöf hefði nú verið til í landinu, væri þessa frum- varps ekki þörf. — Á þetta er bent vegna þess að líklegt má telja að hér verði ekki látið stað ar numið með stofnun einka- banka. Var það og mál, sem nefndin ræddi sérstaklega á þeim fundi er hæstvirtur við- skiptamálaráðherra sat. Var það sameiginleg skoðun hæstvirts viðskiptamálaráðherra og nefnd GUÐMUNDUR Nikulásson stendur þarna og horfir á kindina sína og þrílcmbing- ana hennar á blettinum sínum við Háaleitisveg. Þetta verður siðasta vorið, sem hann getur veitt sér þá ánægju, því Revkjavík teygir sig út yfir lönd fjár- eigendanna og kindurnar verða að víkja. Þarna er Guðmundur búinn að hafa nokkrar kindur síðan fyrir 1930, en það getur ekki orð- ið lengur, eins og áður er sagt. armanna, eftir að hafa borið það undir þingflokkana, að eðlilegt væri, að þau réttindi um skatt- frelsi, sem frumvarp þetta gerir ráð fyrir til handa Verzlunar- bankanum hf., myndu einnig I verða veitt öðrum aðiljum, svo I sem verkalýðssamtökum, sam- j vinnufélögum og samtökum | sveitarfélaga, sem til banka | vildu stofna við svipuð skilyrði og hér um ræðir, og há með sam þykkt líkra laga og þetta frum- varp er. í sambandi við umræður í nefndinni um skattfríðindi komu og nokkur önnur atriði fram, sem ástæða er til að geta, m. a. það að forsenda þeirra ?kattfríð- inda fyrir banka væri, að þau gildi aðeins fyrir íslenzkt fjár- magn, eins og tilætlunin mun vera við stofnun Verzlunarbank- ans. Yrði hinsvegar síðar sú breyting á, að erlent fjármagn kæmi inn í Verzlunarbankann hf., sem hlutafé, væru þær for- sendur, sem nú eru fyrir frum- varpinu brostnar og nýtt viðhorf skapað. Þá gat hæstvirtur við- skiptamálaráðherra þess og í sambandi við skattfrelsisákvæð- ið, að hann hygðist í fyrirhug- aðri reglugerð kveða svo á um, að bankanum væri skylt að birt’a reikninga sína opinberlega, eins og Verzlunarsparisjóðurinn raun ar mun jafnan hafa gert fram til þessa og að einn af endurskoð- endum á reikningum bankans verði tilnefndur af ríkisstjórn- inni. Ég hef leyft mér að ræða grund völl og forsögu þessa frumvarps nokkuð ítarlega, þar sem með því, ef að lögum verður, er stig- ið, að mínu viti, töluvert þýðing- armikið spor í íslenzkum banKa- málum, sem er stofnun algerlega innlends einkabanka, án rikis- ábyrgðar eða hlutdeildar. Eins og ég sagði í upphafi máls míns, greinir okkur í fjárhagsnefnd háttvirtrar deildar í grundvaU- aratriðum á um ágæti hinna ein- stöku rekstrarforma í atvinnu- lífinu. Við erum hinsvegar sam- mála um, að bankastofnun á heil- brigðum fjárhagsgrundvelli, sem stuðlar að bættri þjónustu við atvinnuvegina, hvern og einn og alla til samans, í hvaða rekstrar- formi, sem henni kann að verða sniðinn stakkur, geti verið æskiieg, svo lengi sem hún hlýt- ur almennum þjóðarhag og erum þessvegna allir því meðmæltir, að frumvarp þetta verði sam- þykkt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.