Morgunblaðið - 25.05.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.05.1960, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 25 maí 1960 MORGUNBLAÐ1Ð 23 Foreldra Iátins varnarliðsmanns gáfu þennan bikar til minningar um son sinn. Keppt er um hann í golfi milli Islendinga og varnar- liðsmanna. Varnarliðsmenn unnu í þetta sinn. Barði í boroio - EyðUegging .Framn. af bls. .1. hh.na bágstöddti. Á ' sjó og landi er hjálnin einnig smám saman að berast. • FÁTT. TIL BJARGAR Fyrstu flóðbylgjurnar í morg- un komu Japönum að óvörum. Engin viðvörun var gefin um yf- irvofandi hættu — kváðust jarð- skjálftafræðingar ekki hafa feng ið upplýsingar um flóðöldurnar í tæka tíð og „skort reynslu" til að sjá sjálfir fyrir, hvað gerast mundi. — Fyrsta viðvörun, sem íbúar margra borga fengu, var vælið í brunaflautum — í þann mund sem flóðaldan var að skella yfir. í smærri þorpum og öðrum bústöðum manna við ströndina komu ósköpin yfir fólkið sofandi og óviðbúið með öllu — og var þá auðvitað fátt til bjargar. TÓKÍÓ, 24. maí (Reuter). — Eins og kunnugt er, hefir endurnýjun öryggissáttmála Japans og Banda ríkjanna verið mótmælt mjög hér, einkum af flokki sósíalista — og hefir oft komið til átaka og ó- eirða í því sambandi. — Bæði í dag og gær hafa þannig orðið all- hörð átök hér í borg — og í gær særðust 130—140 manns, er lög- reglan dreifði stórum flokkum stúdenta. í dag gengu forystumenn sósíal ista á fund bandaríska sendiherr- ans, Douglas MacArthurs II, og lögðu fram kröfu úm, að fyrir- hugaðri heimsókn Eisenhowers forseta til Japans yrði frestað, þar sem „andrúmsloftið" í land- inu væri nú allt annað en heppi- legt. Sendiherrann tók nefndinni heldur ómildilega, og kom til harðra orðaskipta. Lagði MacArt hur hnefann á borðið, er hann heimtaði, að þessi krafa yrði dreg in til baka — og tjáði nefndar- mönnum, að forsetinn kæmi í boði Japansstjórnar, og því væru slík afskipti óviðkomandi manna óhæfileg. — Ekki urðu sósíalist- ar við kröfu sendiherrans, en hurfu á brott eftir nokkur frekari orðaskipti. Var fátt um kveðjur. Kaffisala Kvenfélags Laugarnes- sóknar EIN bezta auglýsingin frá Reykja vík bernsku minnar, var þessi setning: „Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékkst hann." Það var Sigurjón heitinn Pét- ursson, sem þá rak veiðarfæra- verzlun í Hafnarstræti, þar sem nú er „Penninn", sem mjög not- aði þessa setningu í orðsending- um til viðskiptavina sinna. En- það má einnig segja: „Drekkir þú gott kaffi, þá mundu hvar þú fékkst það". í þessari mynd hefir setningin sannazt mjög ánægjulega, um mörg undanfarin ár, í sambandi við hina árlegu kaffisölu Kven- félags Laugarnessóknar á upp- stigningardag. Margar sömu fjölskyldurnar hafa komið ár eftir ár og jafn- vel sezt við sama borðið, eins og þetta væri orðinn fastur liður í lífinu, að drekka síðdegiskaffið einmitt þarna, þennan dag. Sömu ungu piltarnir, sömu ungu stúlkurnar, sömu skólasystkinin úr Menntaskólanum eða Verzlun arskólanum eða einhverjum öðr- um skólum — og svo hafa auð- vitað alltaf einhverjir nýir bætzt í hópinn. Allt þetta fólk myndi ekki koma svona aftur og aftur, ár eftir ár, ef það ekki myndi hvar það fékk það sem því líkaði. Á morgun (uppstigningardag) hefst kaffisalan niðri í kjallaran- um strax að lokinni messu, þar sem Jóhann Hannesson prófess- or prédikar, og mun síðan kaffið og kökurnar verða á boðstólum allt til kvölds, við undirleik léttrar sígildrar tónlistar. Kvenfélag Laugarnessóknar á það skilið, að það sé styrkt í hinu margháttaða menningar- og mannúðarstarfi sínu. Og þetta er alveg tilvalið tæki- færi fyrir alla hina mórgu bila- eigendur, að aka á morgun, með sjónum, inn í Laugarnes, jafnvel vestan úr bæ, og skilja svo gljá- fægðan farkostinn eftir á bíla- stæðinu við Laugarneskirkju, og gleðja konuna með því að veita henni kaffið þarna í þetta sinn. Það hefir alltaf verið reynslan þarna, að hver gestur finnur það hjá kvenfélagskonunum, sem þarna ganga um beina, að ein- mitt hann er alveg sérstaklega velkominn. Garðar Svavarsson. — Öryggisráðið Framh. ar Dls. 1. • Kynlegt háttalag í ræðu sinni í kvöld sagði Dix- on m. a., að Gromyko hefði gert of mikið úr njósnafluginu í gær og afleiðingum þess — og hann hefði ekki gefið neina fullnægj- andi skýringu á því, hversvegna sovétstjórnin splundraði „topp- fundinum" vegna þessa atburðar. Hversu bitrar tilfinningar sem hann hefði vakið í Sovétríkjun- um, hefði það ekki" réttlætt slíkt framferði — auk þess sem hátta- lag Rússa væri býsna kynlegt í ljósi þeirrar staðreyndar, að fáir hafa stundað jafnvíðtækar njósn- ir og þeir. , Franski fulltrúinn, sem talaði á undan Dixon, ræddi máiið mjög í sama anda. — Einnig tóku til máls fulltrúar Argentínu og Þjóð ernissinnastjórnarinnar á For- mósu og pólski fulltrúinn, sem einn studdi rússnesku sjónarmið- in í einu og öllu. Félagslíi Frá Ferðafélagi íslands Tvær ferðir á uppstigningardag á Botnsúlur og Gamla Krísuvík. Á laugardag í Þórsmörk og Land mannalaugar. Á sunnudag tvær ferðir, gönguferð á Skjaldbreið. Að Skálholti og gengið á Vörðu- fell. — Upplýsingar í skrifstofu félagsins 19533 og 11798. Þótt flóðaldan hafi valdið tjóni á svo að segja allri austurströnd Japanseyja, eru hörmungarnar þó yfirleitt mestar um norðanvert landið. — Eftir því, sem næst verður komizt hefir manntjónið orðið einna mest í borginni Send- ai, alllangt norður af Tókíó, en þar er talið, að 800 manns hafi farizt. Borgin hefir um 300 þús. íbúa. Á þessum slóðum hafa um 20 flóðbylgjur gengið á land í dag. — Frá borgunum Shiogama, Onagawa og Miyako og Susaki á Shikoku-eyju berast einnig frétt ir af ægilegu tjóni. — Auk þess er svo fjöldi fiskiþorpa og smærri staða við ströndina, sem hafa bókstaflega þurrkazt út. • EKKERT LÍFSMARK Frá flugvélum, sem flogið hafa meðfram ströndinni berast stöð- ugt tilkynningar um, að á stórum svæðum sé hvergi minnsta lífs- mark að sjá — ekkert nema brak úr húsum og fiskibátum, sem þvælt er í þanghafi langar leiðir upp frá ströndinni. — Fólkið, sem komiz't hefir út úr bæjunum und- an flóðbylgjunni, hefst nú víða við á hæðardrögum, sem enn eru umflotin sjó. — Björgunarstörf eru miklum erfiðleikum bundin, bæði vegna þess, hve hér er um miklar víðáttur að ræða og ekki síður hins, að allt er alþakið braki og þarabingjum langt á land upp. — Lögreglan kveðst ekki hafa fundið nema 85 lík, en blöð skýra yfirleitt frá því, að manntjónið muni nema a.m.k. 1—2 þúsund- um, auk margra þúsunda, sem ekki er vitað, hver afdrif hafa hlotið og um 150 þús., sem heim- ilislausir eru. Allt erU þetta þó ágizkunartölur að meira eða minna leyti. — Talið er, að 900— 1000 fiskibátar hafi sokkið eða eyðilagzt í flóðbylgjunni. • FERILL FLÓÐ- BYLGJUNNAR A leið sinni til Japan kom flóð- bylgjan víða við og skildi eftir sig mikla eyðileggingu. Verst varð Hawaii úti — þar biðu 33 bana, 27 eru týndir og um 200 slasaðir. Gífurlegt eignatjón varð, einkum í Hilo, annarri stærstu borg eyjaklasans. — í Sidney í Ástralíu æddi flóðbylgjan m.a. inn í höfnina og olli allmiklum skemmdum á skipum og mann- virkjum. Ekki er talað um mann- tjón þar. — Á austurströnd Nýja- Sjálands varð mikið tjón ,einkum í Lyttelton og þar umhverfis. Flæddi þar yfir akurlendi á stóru svæði — og 200 fjár af einu búi drukknuðu, svo nokkuð sé n'efnt. — Mikið eignatjón varð af völd- um flóðbylgjunnar á Filippseyj- um — þannig fóru t.d. tvö þorp í Luzon á kaf í vatn. — Svipaða sögu er að segja frá Nýju-Gíneu og Formósu — einnig frá Poly- nesíu og fleiri eyjum Kyrrahafs- ins, en ekki er kunnugt um mann tjón á þeim stöðum, sem síðast hafa verið nefndir. — I gær varð mikið eignatjón af voldum flóð- bylgjunnar á ströndum Kaliforn- íu, en ekki er vitað um neitt manntjón þar heldur. — Iþróttir :. velja 80 kepperidur úr 600 af þeim er þegar Kafa unnið til lágmarkskrafa Ólympíunefnd arinnar. Ilinir 80 útvöldu munu verða að meirihlula nýjar, tiltölulega óþekktar stjörnur og svo n okkrir, sem kepptu fyrir Rússland á sl. Ólympíuleikjum: Vasilly Kuz- netsov í tugþraut, Vladimir Bulatov í stangarstökki og Mikhail Lavrov o. fl.". (Kuznetsov, núverándi heimsmethafi í tugþraut, varð þriðji á Ólympíuleikjunum 1956. Bulatov varð 8 í stang- arstökki og Lavrov var dæmd ur úr leik í 50.000 metra göngu). Rússneska Ólympíuliðið verð- ur tekið út eftir að mikil frjáls- íþróttakeppni hefur farið fram í júlímánuði nk. * SIGURMÖGULEIKAR Þegar rússneski þjálfarinn var spurður að því í hyaða íþróttagreinum Rússar hafi að hans áliti mesta sigurmöguleika, sagði hann að eftir árangri sl. árs ættu Rússar að geta unnið 12 greinar. Þessar greinar eru: 800 metra hlaup kvenna (ný grein), larigstökk kveana, kúluvarp kvenna,. .spjót- og . krmglukasti kvenna, ög karlagíeinarhar:' 1Ó.Ö0Ó iríetra hlaup, 3000 métra iiindTnnarhl., þrístökk, "'sl'éggju- kast, tugþraut og göngurnar, 20.000 og 50.000 metra. ikið um dyrðir í Dnnmörku KAUPMANNAHÖFN, 24. maí — (NTB-RB): — Mikið var um dýrð ir í Danmörku í dag vegna silf- urbrúðkaups konungshjónanna. — Hundruð þúsunda Hafnarbúa og gesta utan af landi og jafn- vel frá Svíþjóð hyltu konungs- hjónin er þau óku um göturnar. Enginn lét það á sig fá, þótt ský- íall gerði — en önnur eins aus- sndi rigning hefir ekki komið í marga mánuði. Meðal konunglegra gesta við silfurbrúðkaupið voru Gústaf Adolf Svíakonungur og Louise drottning, ásamt prinsessunum Sibylle og Margaretha, og Ólafur Noregskonungur og Astrid prins- essa. Hjartanlega þakka ég öllum þeim er sýndu mér vin- áttu og hlýhug á 70 ára afmæli mínu þ. 3. þ. m. Helga Ölafsdóttir, Austurbrún 27. Alúðar þakkir færi ég öllum þeim, sem minntust mín með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 65 ára afmæli mínu. Guðrún Jónsdóttir, Laufásveg 20. Keflavík — Suðurnes Revían EITT LALF 20. sýning í Samkomuhúsi Njarðvíkur í kvöld (miðvikudag) kl. 9. — Aðgöngumiðar við innganginn. Aðeins þessi eina sýning á Suðurnesjum. Hjartanlega þökkum við alla samúð og vinsemd okk- ur sýnda við andlát og útfor mannsins míns, föður, son- ar okkar og bröður.. ÍÍENRÝS WESTEBLUND Guðbjörg Jónsdóttir, Nanna Westerlund. Linnéa og Bror Westerlund, Valborg Westérlund og Hjörleifur Zófoníasson Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og tíluttekningu við andlát og jarðarför HALLDÓBS INGIMABS HALLDÓESSONAB Skútum. Guð blessi ykkur öll. Guðríður Erlingsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn , og systkini híns látna. ^ Hjartanlega þakka ég öllum þeim, skyldum og vanda- lausum sem auðsýndu mér samúð og hluttekningu við ahdlát og jarðarför mannsins míns ÞÓBÐAB BJÖENSONAB sem andaðist að heimili sínu Hverfisgötu 9, Hafnarfirði 29. apríl s.l. — Sérstaklega þakka ég hjónunum Val- gerði Brynjólfsdóttur og Ingvari J. Björnssyni fyrir þeirra miklu hjálp og aðstoð í þeim erfiðleikum. Guð blessi ykkur öll. Ingveldur Bjarnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.