Morgunblaðið - 25.05.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.05.1960, Blaðsíða 13
Miðviknrlacrur 25. maí 1960 MORCTJNTtT 4 Ð1Ð 13 Verzlunarstéttin eign- ast sinn banki HERRA forseti! Fjárhagsnefnd háttvirtrar deild ar hefur haft Frumvarpið til laga um Verzlunarbanka fslands h.f. á þingskjali nr. 391 til meðferðar og rætt efni þess á þrem fund- um. Á einum fundanna mætti hæstv. viðskiptamálaráðherra og gerði grein fyrir frumvarpinu og væntanlegri reglugerð ,sem gert er ráð fyrir að út verði gefin samkv. 7. gr. frumvarpsins. Þá ræddu einstakir nefndarmenn við forráðamenn Verzlunarsparisjóðs ins og sömuleiðis var leitað um- sagnar stjórnar Seðlabankans á málinu. Nefndin er á einu máli um að mæla með samþykkt frumvarps- ins, þar sem sparisjóðsformið er ekki lengur heppilegt fyrir þá tegund viðskipta, sem Verzlunar- sparisjóðurinn rekur, enda banka rekstrarformið hið eðlilega fyrir svo umfangsmikil peningavið- skipti. Þá munu nefndarmenn og vera þeirrar skoðunar, að í ís- lenzkum þjóðarbúskap geti verið æskilegt, að bankar með mismun- andi rekstrarfyrirkomulagi, rík- isbankar, einkabankar og sam- vinnubankar, starfi jöfnum hönd um og hlið við hlið, enda þótt ein staka nefndarmenn greini vissu- lega á um hvert þessara rekstrar- forma sé hið æskilegasta í öll- um almennum atvinnurekstri landsmanna. Alger einkabanki Með stofnun Verzlunar- banka Islands h.f. væri stigið nýtt spor í þróunarsögu íslenzkra bankamála, því að hann er fyrir- hugaður, sem alger einkabanki byggður upp einvörðungu af inn- lendu einkafjármagni, en myndi þó njóta sömu skattfríðinda og aðrir bankar landsmanna, sem ýmist hafa að öllu eða hluta ver- ið ríkiseign. Það sýnist því ekki óeðlilegt að gerð sé örstutt grein fyrir hinum ýmsu rekstrarform- um, sem íslenzkum bönkum haía frá upphafi verið sniðin og þá sér í lagi með hvaða hætti eign- arhaldi á þeim hefur verið háttað og hvert viðhorf hins opinbera hefur verið til ábyrgð- ar á rekstri þeirra og hvaða skyldur þeim hafa verið lagðar á herðar um greiðslur á opin- berum gjöldum, af hendi Al- þingis fyrr og síðar. Sökum þess að nú er hér til umræðu frumvarp til laga um stofnun sérstaks verzlunarbanka má til gaman geta þess, að saga bankamálanna á Alþingi hefst einmitt með því að árið 1853 barst þinginu uppástunga frá kaup- manni einum í Reykjavík um stofnun veðbanka fyrir ísland, og var henni vísað til nefndar, sem átti að gera tillögur til úrbóta á peningaskortinum í landinu. Af frekari framkvæmdum varð þó ekki um sinn. Fyrstu peninga- stofnunum landsmanna var svo sem kunnugt er hleypt af stokk- unum töluvert síðar. Það var „Sparisjóður Múlasýslna" á Seyð- isfirði, sem tók til starfa árið 1868, en hætti eftir tvö ár og svo „Sparisjóður Reykjavíkur“, sem stofnað var til 1872, en samein- aðist síðar Landsbankanum. Þá kom Sparisjóður Siglufjarðar til sögunnar 1873 og starfar hann enn í dag með fullum blóma og er elsta peningastofnun landsins. — En eiginlegir bankar voru þetta samt ekki. — Um slíka starfsemi er ekki að ræða hér á landi fyrr en að lög- in um Landsbanka íslands voru samþykkt árið 1885 og hérlendis hefst því bankastarfsemin í júlí- mánuði árið 1886, en þá opnaði Landsbankinn afgreiðslu sína. A komandi hausti eru þess vegna liðnir þrír aldarfjórðungar frá því lögin um fyrsta íslenzka bankann voru samþykkt hér á Alþingi. í fyrstu Landsbankalögunum voru ákvæði um tilgang bank- ans, sem orðaður var svo með leyfi hæstvirts forseta: „að greiða fyrir peningaviðskiptum í landinu og að styðja að fram- förum atvinnuveganna." Þessi hefur og verið raunverulegur til- gangur allra banka sem síðan hafa tekið til starfa í landinu, hverju nafni, sem þeir nefnast. Landsbankinn var frá upphafi eign landssjóðs, þ. e. a. s. ríkis- banki. Landssjóður lagði honum til stofnfé, landssjóðsseðlana, en bar þó ekki óbyrgð á rekstri bankans fram yfir þetta seðla- lán, — ábyrgðin var takmörk- uð. — Með lögum var Lands- bankanum _ frá fyrstu veitt Undanþága frá tekjuskatti og út- svari og mun þangað að rekja þó reglu sem síðar hefur haldizt næsta óslitið í íslenzkri banka- löggjöf og myndar hefði í skatta- málum, þótt sú tilhögun kunni að orka tvímælis. Landsbankinn var því upphaflega ríkisbanki með takmarkaðri ábyrgð lands- sjóðs og ótakmörkuðu skatt- frelsi. Síðar varð svo sú breyting á, sem nú er við gildi í dag, að ábyrgð ríkissjóðs varð ótak- mörkuð. Mismunandi rekstrarform Næsti áfanginn í bankasögu landsins var stófnun Islands- banka. Yar það gert með lögum nr. 11 frá 17. júní 1902. Gerðu lögin ráð fyrir myndun hluta- félagsbanka. Stofnunin gekk fremur treglega. Var stofnfund- ur haldinn í Kaupmannahöfn 25. sept. 1903, en til starfa tók bankinn ekki fyrr en 7. júni 1904. Lítið fékkst af íslenzku fjármagni í hlutafjárframlögum. Megnið af hlutafénu kom fró danska Privatbanken og norska Centralbanken og dönsku einka- fyrirtæki. Islenzka ríkið hafði rétt til að kaupa ákveðið magn af hlutabréfum en notfærði sér aldrei þann rétt. Bankinn var að mestu skattfrjáls nema hvað hann átti sem endurgjald fyrir að hafa rétt til seðlaútgáfu að greiða landssjóði 10% af arði sínum, þegar 4% arður hefði áður verið greiddur til hlut- hafa. íslandsbanki var því hluta- félag, einkabanki, þar sem megnið af stofnfénu var erlent fjármagn og naut takmarkaðra skattfríðinda. Stafaði takmörk- unin á skattfríðindunum þó ekki af því að erlent fjármagn væri i bankanum, heldur var hún aí- leiðing seðlaútgáfu-sérréttind- anna. Þegar íslandsbanki hættir störfum árið 1930 og Útvegs- banki tslands h.f. er stofnaður með lögum nr. 7 frá 11. marz 1930, þá kemur enn eitt rekstr- arformið til sögunnar, því að Út- vegsbanki Islands h.f. er að vísu hlutafélag ,en af 7 milljón króna stofnfé hans á ríkissjóður 4 milljónir eða meirihluta fjár- magnsins. Einnig Útvegsbankinn h.f. naut algers skattfrelsis. — — Síðar var svo sú breyting gerð á, sem mönnum mun fersk í minni, að með lögum nr. 34, 29. maí 1957 er Útvegsbankinn gerður að hreinum ríkisbanka, eða eins og það er orðað í fyrstu grein laganna með leyfi hæst- vitrs forseta: „Útvegsbanki ís- lands er sjálfstæð stofnun, sem er eign ríkisins“, og í 4. gr. seg- ir: „Ríkissjóður ber ábyrgð á öllum skuldbindum Útvegsbanka lslands.“ Eins og útvegurinn var talinn þurfa sinn banka, þannig var og orðið við óskum landbúnaðarins og með lögum nr. 115 frá 7. nóv. 1941, er Búnaðarbanki Islands var stofnaður. Hreinn ríkis- banki, þar sem ríkissjóður ber ábyrgð á öllum skuldbindum og nýtur bankinn algers skatt- frelsis. Þá var röðin komin að iðnað- inum ,sem fékk sína úrlausn með „Lögum um stofnun og rekstur Iðnaðarbanka íslands h.f. nr. 113 frá 29. des. 1951“. Hér var enn á ný um nýtt rekstr- arform að ræða því að Iðnaðar- bankin var hlutafélag þar sem meirihluti fjármagns, eða 3,5 milljónir af 6,5 millj. stofnfé voru í einkaeign, en minnihlut- inn 3 millj. eign ríkissjóðs. — Bankinn naut fullkomins skatt- frelsis. Ekki verður þessari upp- Ræða Birgis Kjaran á Alþingi talningu lokið, svo að tæmandi sé, nema geta Framkvæmda- bankans, sem settur var á lagg- irnar með lögum um Fram- kvæmdabanka íslands nr. 17 frá 10. febr. 1953. Þar er um að ræða hreinan ríkisbanka, með stofnfé frá ríkissjóði, rekinn á ábyrgð ríkisins og njótandi fulkomms skattfrelsis. A þessum 75 árum, sem íslenzk bankasaga spannar senn yfir, höfum við sem sagt kynnzt þess- um bankaformum: ríkisböndum með skattfrelsi, einkabanka, sem að meiri hluta var eign erlends fjár- magns, með takmörkuðu skattfrelsi, einkabanka, sem var hluta- félag þar sem einkafjármagn átti meirihluta, en ríkið þó nokkurn hluta fjármagnsins og naut hann fullkomins skattfrelsis, hlutafélagsbanka, þar sem ríkið ótti meirihluta fjár- magns, en einstaklingar pó nokkurn hluta og gilti og einnig um þá algert skatt- frelsi. Höfuðatvinnuvegirnir hafa hver sinn banka Nú stöndum við frammi fyrir því að enn ein atvinnustéttm óskar eftir að fá að stofna sinn banka og hyggst að reka hann, sem hlutafélag, einkabanka, al- gerlega í eigu og á ábyrgð inn- lendra einstaklinga og óskar eft- ir að fá að njóta til þess sömu fríðinda og önnur bankastarf- semi í landinu, sem rekin er með öðru rekstrarfyrirkomulagi, þ. e. a. s. skattfrelsis. Það er sam- eiginleg skoðun fjárhagsnefndar háttvirtrar deildar að slíkt sé eðlileg og sanngjöm krafa, sem alþingi beri að verða við, svo fremi önnur bankastarfsemi njóti þeirra hlunninda. Þrír höfuðatvinnuvegirnir: sjávarútvegur, landbúnaður ogj Hæstvirt ríkisstjórn hefur nú iðnaður hafa eignazt sína banka. orðið við þessum tilmælum Það er því skiljanlegt, að sá verzlunarstéttarinnar og borið fjórði, verzlunin, vilji sigla í fram frumvarp til laga um kjölfarið. — Það hefur töluvert Verzlunarbanka íslands h.f. vatn runnið til sjávar frá því Ótal rök virðast hníga undir fyrstu íslenzku kaupmennirnir þetta lagafrumvarp, svo sem og Bjarni Sívertsen, Gísli Símonar- hæstvirtur viðskiptamálaráð- son og Guðmundur Scheving herra gerði grein fyrir í fram- hösluðu sér völl. Sá frumbýl- söguræðu við fyrstu umræðu ingsbúskapur á sviði verzlunar frumvarpsins. Meðal slíkra raka og viðskipta, hefur orðið að sjálf- má telja: stæðum atvinnuvegi og að hon- ] j Hversu umfangsmikil við- um standa fjölmennar starfsstétt- skipti þessarar stofnunar eru ir. Þróunin hefur hvað rekstrar- orgin eins Gg gpeint hefur verið form snertir að vísu að mestu runnið i tvo farvegi. Samvinnu- __ , ..... , . _ reksturinn, sem hefst með stofn- 2> Verzlunarstettm fengi með un Kaupfélags Suður-Þingeyinga Þessu frumvarp! ef að logum , TT, r 10oo verður svipaða fynrgreiðslu og a Husavik anð 1882 og þroast , . . ,, & , - . , ° „ aðrar atvinnustettir hafa hlotio afram 1 formi heildar samvinnu- . _ . _, . , j « ^ x við stofnun Utvegsbanka, Bun- samtaka ,sem mynduð eru ario „ _ _ T„ „ , ’ -.aao ' -iaaa 4. i u •+ aðarbanka og Iðnaðarbanka. 1902 og anð 1909 taka upp heit- & ið Samband íslenzkra samvinnu- 3) I nágrannalöndum eru alls félaga. Samtaka, sem árið 1917 staðar starfandi Verzlunarbank- setja á fót eigin skóla, Samvinnu ar me® l*ku sniði og hér er skólann og árið 1954 opna sinn Sert rað fyrir. sparisjóð, Samvihnusparisjóð- 4) Hagur lánastofnunar, sem inn. Sem sagt öflug verzlunar- rekin er í hlutafélagsformi, er samtök, með fjölþættan rekstur, tryggilegri, þar sem auðveldara sem aðrir munu þó kunna betri er að safna hlutafé til banka, en skil á en ég. ábyrgðarfé í sparisjóð. Meirihluti viðskiptaelfunnar . ' . . / „ hefur þó fram til þessa runmð njota nokkurra hlunnmda fram eftir farvegi einkaatvinnurekst- yf*r þa sem spansjoður nytur ursins, þótt með mismunandi sa™ °&um- , rekstrárformi hafi verið. Vörð- . 6> Þa« sfklPtir nokkru fyr- urnar á þeim vegi eru vitaskuld lr la.nastotnua ™?na Jlðsklpta * , , , , , -i nne nX við utlond að hafa rett til að mymargar fra þvi anð 1905 aö _ . Verzlunarskoli Islands var __ , „ . ... - , — ,v , . ^ , Margt fleira mætti og nefna stofnaður og þeir Garðar Gisla- *... , , & . j T . ~ mali þessu til brautargengis, en son og Olafur Johnsen voru að ástæð*laust að Iengja orðræðUr koma fotum undir fyrstu ís- lenzku stórsölurnar. 1917 mynda T ^ , ... . , , * r , .,j Við umræður um malið 1 fjar- kaupsyslumenn með ser heildar- _ _ , _ , . samtök, Verzlunarráð íslands og haf nefnd voru það hms vegar síðar fiölda sérsamtaka Eitt nokkur onnur atnði ,sem að var ... . .. , , , , vikið og til athugunar komu. eftirmmnilegasta dagsverk þess- , _ . , _ -.. , , .. _ , , Su skoðun kom fram, að galli arar þrounarsogu verður þo _ , , , , . , , _ °væri, að 1 hvert smn, sem stofna væntanlega að domi siðan tima . , Tr , . þyrfti banka eða koma a fot pen- talm myndun Verzlunarspan- . . . .... ,. _ . - . .___mgastofnun her a landi, yrði að sjoðsms, sem er fynrrennari og, f. , , ..., ’,r. , * Slsetja um hana serstok log, þar sa grunnur, sem ætlað er að _____________,________,___, byggja Verzlunarbanka Is- lands á. Aðdragandann að myndun sparisjóðsins má rekja til ársins 1953, er nefnd var skipuð af Sambandi smásöluverzlana og Verzlunarráði íslands til þess að undirbúa stofnun sparisjóðs. Nefndin boðaði til stofnfundar 4. febrúar 1956 og voru stofn- endur 310 einstaklingar og fyrir- tæki. Sparisjóðurinn tók til starfa hinn 28. sept. 1956. Þegar frá upphafi gætti almenns áhuga meðal verzlunar- og kaup sýslustéttarinnar fyrir viðgangi þessarar stofnunar, ekki ein- göngu vegna vaxandi lónsfjár- þarfar, eða af því að verzlunm fengi ekki allgóða fyrirgreiðsiu í öðrum lánastofnunum, sem bóru nafn annarra atvinnuvega, heldur vegna þess að hjá verzl- unarstéttinni virtist vaknaður einhver metnaður til að stuðla að uppbyggingu á peninga- og lánastofnun í líkingu við það, sem aðrir höfuðatvinnuvegir þjóðarinnar höfðu komið sér upp. Verzlunarsparisjóðnum óx skjótlega fiskur um hrygg. Þannig að heildarinnistæður í sparisjóðnum, sem í lok fyrsta starfsársins, ársins 1956, voru aðeins röskar 23 milljónir kr. voru í árslok 1959 orðnar 153,5 millj. kr. og þar af sparifjár- innstæður 113,6 milljónir og hlaupareikningsinnstæður 39,9 milljónir. 1 lok síðasta starfsárs voru sparisjóðsreikningar sjóðs- ins orðnir 5400 að tölu og hlaupa- reikningar um 1100. Svo fjöl- mennir viðskiptamenn sjóðsms voru auðvitað hvergi nærri ein- skorðaðir við stétt verzlunar- og kaupsýslumanna, og gilti það raunar bæði um innlög í spari- sjóðinn og útlán úr honum, sam- kvæmt upplýsingum forráða- manna sjóðsins. Margháttað hagræði Á stofnfundi Verzlunarspari- sjóðsins 1956 var því lýst yíir, að myndun þessa sparisjóðs væri hugsað sem fyrsti vísir að Verzlunarbanka, og hefur sú . viljayfirlýsing síðar verið árétt- I uð á hverjum aðalfundi sjóðsins ’ af öðrum. sem engin almenn bankalöggjöf væri til í landinu. Sérstaklega skorti á að til væri almenn lög- gjöf um einkabanka. Svo sem kunnugt er hefur Alþingi þrá- faldlega haft þessar hugmyndir til meðferðar í einu eða öðru formi. Varðandi einkabankana hafa tvívegis verið samþykkt lög frá Alþingi, sem átt hafa að greiða fyrir stofnun þeirra. Það voru lög nr. 47 frá 20. júní 1923 um „hlunnindi til myndunar einkabanka" og frá 1928 um hlunnindi fyrir lánsfélag, sem átti að greiða. fyrir því, að til landsins fengist erlent lánsfé með hagstæðum kjörum. Hvor- ugt þessara laga voru hins vegar almenn lög um einkabanka og höfðu raunar heldur enga prakt- íska þýðingu þegar til kastanna kom. Þörf allsherjar banka- löggjafar Helztu meiriháttar tilraunir til alls herjar bankalöggjafar voru þessar: 1) 14. maí 1925 var samþykkt þingsályktunartillaga um, að kjósa fimm manna milliþinga- nefnd til þess eins og segir með leyfi hæstvirts forseta: „að íhuga og gera tillögur um, hvernig seðlaútgáfu ríkisins skuli fyrir komið, og einnig að öðru leyti að undirbúa endurskoðun á bankalöggjöf landsins. Nefnd þessi klofnaði aðallega vegna ágreinings um seðlaútgáfuna og stöðu Landsbankans. Gáfu báðir hlutar út ítarleg nefndarálit sér- prentuð. Varðandi almenna bankalöggjöf kom það helzt fram, að a. m. k. meirihlutinn taldi æskilegt að stofnaðir yrðu fleiri en einn einkabanki. 2) Næsta stórátakið í athugun þessara mála var gert 1937. Þá komu bankamálin mjög til um- ræðu á vetrarþinginu og lauk með samþ. um „að kjósa fimm manna nefnd í sameinuðu al- þingi, með hlutfallskosningu, til þess að endurskoða alla löggjöf landsins um banka, sparisjóði og aðrar lánastofnanir. Jafn- framt er fjármálaráðherra heim- ilt að fela nefndinni sérstaka athugun á því, hvernig verð- skráning íslenzku krónunnar I Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.