Morgunblaðið - 25.05.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.05.1960, Blaðsíða 24
Ibróttasíðan er á bls. 18. Verzlunarbanki Sjá bls. 13. 118. tbl. — Miðvikudagur 25. maí 1960 30 lestir fengnar á Dynskógafjöru JÁRNIÐ á Dynskógafjöru, sem búið er að liggja þar grafið í sandinn síðan 1943, er járnflutn- ingaskipið Persier strandaði þar, er nú að koma upp á yfirborðið aftur. Um 8 leytið í gærkvöldi, er þeir sem verkið vinna höfðu samband vestur í sveitirnar í talstöð sinni, skýrðu þeir frá því að búið væri að ná upp um 30 lestum. Verkið gekk erfiðlega í fyrstu vegna þess að sandur og vatn Nær 200 togarar við Vestfirði — fsafirði 24. maí. SÓLBORG landaði í dag um 200 tonnum eftir 10 daga úti- vist. Var togarinn að veiðum undan Vestfjörðum og hafa togarar aflað vél þar að und- anförnu. Skipverjar á Sól- borgu segja, að á miðunum fyrir Vestfjörðum séu nú á að gizka 150—200 togarar og mest ber þar á íslenzkum, brezkum og þýzkum. — J. P.. vildi fylla gryfjurnar jafnóðum. Járnið er talið vera á 5—6 m. dýpi. En eftir að búið var að reka járnhlið niður með gryfjubörm- unum gekk það vel. í fyrradag náðist fyrsta járnið. Að verkinu vinna 10 manns. Þeir hafa tilbúna trukka, til að flytja járnið vestur yfir Múla- kvísl og af sandinum og síðan til Reykjavíkur. Járnstykkin munu vera um 35 kg. að þyngd. Áður hefur verið bjargað um 500 lestum af járni þessu, en það sem eftir er mun skipta þúsundum lesta. Konungshjónin fengu gæruteppi að gjöf í TILEFNI af silfurbrúðkaupi Friðriks 9. Danakonungs og Ingi- ríðar drottningar í gær, sendu íslenzku forsetahjónin konungs- hjónunum heillaóskaskeyti og að gjöf gólfábreiðu gerða úr ís- lenzkum skinnum (gærum). Sendiherra íslands í Kaup- mannahöfn, Stefán Jóhann Stef- ánsson afhenti gjöfina. Talbrú milli síldveiði- bátanna og lands um Raufarhafnarradió Á RAUFARHÖFN er í bygg- Ingu nýtt símstöðvarhús, sem reiknað er með að verði tilbúið fyrir síldarvertíð. Mun það bæta mjög símaþjónustuna norður þar. Einnig er verið að reisa þar möst ur og smíða tæki hér fyrir sunn- an fyrir radíóþjónustu. Verður því í sumar í fyrsta skipti talbrú milli síldveiðibátanna og símnot enda í landi.. Undanfarið hefur síldarleitin á Raufarhöfn annazt margt fyrir bátana á miðunum og flutt skila- boð á milli þeirra og aðila í landi. Léttir það mikið á síldar- leitinni að bátarnir skuli nú geta Sló íslandsmel í mjólkurnyt NYTHÆSTA kýr á Iandinu árið 1959 verður sennilega Huppa IV frá Vetleifsholti í Ásahreppi í Rangárvalla- sýslu. Hún mjólkaði 6821 kg. yfir árið og var fitu- magn mjólkurinnar 4,78%. Afurðirnar eru því 32.604 fitueiningar og er það ís- lenzkt met. Eigandi Huppu er Sigurður Þorsteinsson, bóndi í Vetleifsholti. Skýrslugerð um afurða- verð kúa í landinu fyrir ár- ið 1959 er ekki að fullu lok- ið, en talið er þó nokkurn veginn víst að Huppa sé nyt hæsta kýrin. Huppa er 10 vetra gömul og hefur ekki verið nein sérstök mjólkurkýr fyrr. Nokkra skýringu má gefa á þessari háu nyt. Það mun stuðla að henni að Huppa bar í janúar núna, en i byrjun ágúst 1958 og fékk því að hvíla sig í nokkra mánuðl. farið með allar sínar útréttingar gegnum Raufarhafnarradíó, og hún getur þá einbeitt betur sér að veiðihorfum, síldarleit. og þeim verkefnum, sem henni er raunverulega ætlað að vinna. Starfsmenn síldarleitarinnar á Raufarhöfn hafa undanfarin sumur leyst margan vanda fyrir bátana, og haft af því mikla fyr- irhöfn. Borgarstjóri í Hull KOMA Geirs Hallgrimsson- ar, borgarstjóra, til Hull vakti mikla athygli þar um slóðir. Brezk blöð fluttu ýtarlegar fréttir af heim- sókn borgarstjórans og vígslu Iceland Close. Yorkshire Post greinir meðal annars frá því, að Geir Hallgrímsson hafi skoðað St. Andrews togara- höfnina í fylgd með borg- arstjóra Hull og fleiri for- ystumönnum borgarinnar. Rómar blaðið mjög fram- komu borgarstjóra. Blaðamenn fylgdu fast á eftir og vildu fá Geir til að gefa yfirlýsingu um land- helgismálið, en borgarstjóri sagði: „Ég er hér sem bæjar- starfsmaður, ekki á vegum ríkisstjórnarinnar“, en hann kvaðst vona, að landhelgis- deilan yrði ekki til að spilla vináttutengslum Hull »g Reykjavíkur. Geir Hallgrímsson heim- sótti einnig hið stóra fisk- iðjuver Eskimo Foods, Hull Fish Meal and Oil Comp- any og vísindarannsóknar- stöðina í borginni — og snæddi að því loknu í boði borgarstjóra Hull. Meðfylgjandi mynd birt- ist í einu brezku blaðanna og var tekin í ráðhúsi Hull, er borgarstjóri skrifaði nafn sitt í gestabók ráðhúss ins. Eiginkona hans, frú Erna Finnsdóttir, stendur við hlið honum. JT I Elzta steinhús Axarfirði brann SL. sunnudag brann elzta steinhús í Axarfirði, gamli bærinn á Þverá, til kaldra kola. I húsinu, sem var notað sem fjós og geymsla, voru tvær kýr og tókst að bjarga þeim. Um 40 manns frá Kópaskeri og úr sveitinni i kring tóku þátt í slökkvi- starfinu, að því er fréttarit- arar blaðsins á Kópaskeri og í Ærlæk síma. Eldsins varð vart um kl. 4. Drifu þá að allir liðtækir menn úr sveitinni og frá Kópasken komu menn með slökkvitæki. — Var norðvestan gola og stóð eld- urinn af nýja íbúðarhúsinu, sem byggt var fyrir tveimur árum. Tókst að verja það, en rífa þurfti af því járnplötur til að stöðva eldinn. Aðrar skemmdir urðu ekki á húsinu. Gamla húsið, sem brann til ösku, var byggt á árunum fyrir AÐALFUNDUR fulltrúaráðs Sjálfstæðismanna í Árnessýslu verður haldinn í Iðnaðarmanna- húsinu á Selfossi næstkomandi sunnudagskvöld kl. 9 síðdegis. Auk venjulegra aðalfundar starfa mun landbúnaðarráðherra Ingóifur Jónsson hafa framsögu um stjómmálaviðhorfið. Allt Sjálfstæðisfólk a fundinn. velkomið Fóstbræður simgu í Oslo OSLÖ, 24. maí: — Fóstbræður sátu sérlega ánægjulegt heimboð hjá íslenzku sendiiherrahjónunum hér í Osló. Sungum hér í ráðhúsinu fyrir miklum fjölda áheyrenda og var almenn hrifning. — Ágúst. 1920, af þáverandi oddvita, Benedikt Kristjánssyni, og var búið í því þangað til fyrir tveim- ur árum. Á Þverá býr ungur bóndi, Kristján Benediktsson, með konu sinni og 6 böraum. Hefur hann beðið mikið tjón við missi gamla bæjarins. Eldsupptök eru ókunn. Engin eldfæri voru í gamla húsinu. Verða að lóga öllu fé Isafirði, 24. maí. BÆJARSTJÓRN Isafjarð- ar hefur nú ákveðið, að öllum fjáreigendum í lög- sagnarumdæmi bæjarins skuli skylt að lóga öllu fé sínu hinn 20. október í haust. Samþykktin var gerð með þeirri undantekningu, að Seljalandsbúinu er heimilað að hafa sauðfé áfram. Allmargir ísfirðing- ar hafa stundað búskap í hjáverkum á undanförnum árum og munu Um 5—600 ær hafa verið aldar í vetur á bæjarlandinu. Erfitt hef- ur reynzt að halda sauð- kindum með öllu frá bæn- um og hafa þær oft á tíð- um verið þar til óþrifa og mun sú ástæðan fyrir ákvörðun bæjarstjórnar. — — J. P. Coribou-vélin kom í gær I GÆRKVÖLDI kom hingað kanadíska flugvélin de Haviland Caribou, sem verið hefur á sýn- ingarferð í Evrópu, og kemur hér við svo að forráðamönnum flugmála gefist kostur á að skoða hana, en hún mun vera sérstak- lega byggð fyrir stuttar flugbraut ir. Flugvélin kom til Reykjavíkur- flugvallar kl. 19.45 eftix 5 klst. og 8 min. flug frá Prestwick og var 39 mínútum fljótari í förum en áætlað hafði verið. Á flugvélinni er 4 manna á- höfn. Flugstjóri kanadískur að nafni Fairbanks. Verður flugvélin til sýnis for- ystumönnum íslenzkra flugmála í dag. 13 hvalir AKRANESI, 24. maí — Fyrsta veiðiförin á hvalvertíðinni hefur gengið að óskum. Allir hvalbát- arnir fjórir eru nú á leið til lands með 13 hvali í eftirdragi. Er nú búið að setja allt á hreyf ingu í hvalstöðinni til undirbún- ings til að taka á móti þessari miklu veiði, því að hvalbátarnir eru væntanlegir til hvalstöðvar- innar í nótt. Reknetjabáturinn Ásbjörn fékk 40 tunnur síldar í nótt. Oddur Styrr stendur um stigatöfluna SIGLUFIRÐI, 24. maí. — Síð- asta umferð sveitarkeppninnar á íslandsmótinu í bridge var spiluð í gærkvöldi. Þar áttust við sveit Halls og Gísla og sigraði Hallur með 60 punktum gegn 33, sveit Brands og Steingríms og sigraði sveit Brands með 67:41, sveit Ár- manns Jakobssonar og sveit Ástu Flygenring. Fyrir þessa umferð stóðu leikar þannig að Ármann hafði ekkert tap og sveit Ástu engan vinning, en leikar fóru þannig að jafntefli varð, 45 hjá frúnum gegn 44 hjá Ármanni. Samkvæmt þeirri stigatöflu, sem gilt hefur til þessa, ætti sveit Halls Símonarsonar að verða ís- landsmeistari, enda þótt hún og sveit Ármanns séu jafnar að stig- um, 7 stig hvor, þar eð punkta- hlutföll sveitanna voru Halli í vil skv. gömlu stigatöflunni. Hins- vegar var samþykkt ný stigatafla á bridgeþingi í gær, og skv. nýju töflunni er vinningurinn Ár- manns. Einhver styrr mun um það standa hvor stigataflan skuli gilda við útreikninga á þessu móti og verður sennilega leitað úrskurðar þar um. Stigin eru þá þannig að Hallur og Ármann hafa 7 stig hvor, Brandur 6 stig, Gísli 5 stig, Stein grím-ur 4 stig og Ásta 1 stig. Tvímenningskeppni hefst í kvöld og lýkur annað kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.