Morgunblaðið - 25.05.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.05.1960, Blaðsíða 15
Miðvikudaerur 25 maí 1960 M •» w» r- rr v t» t inif) 15 81 nemandi lauk prófi v/ð Vélskólann Fjárskortur tefur úr hófi aukningu verklegrar kennslu VÉLSKÖLANUM í Reykjavík var sagt upp laugardaginn 21. maí við afchöfn er fram fór í há- tíðasal Sjómannaskólans. , í skólaslitaræðu sinni minntist skólastjórinn, Gunnar Bjarna- son, fyrst þriggja nemenda er látizt höfðu á skólaárinu, þeirra Halldórs Tryggvasonar Í2. bekk B, Eiríks Steingrímssonar í raf- magnsdeild A og Óla Hrafns Ólafssonar í rafmagnsdeild B. All ir voru þessi menn efnileg ung- menni og að þeim mikil eftirsjá. Var þeim að lokum vottuð virð- ing með því að menn risu úr sætum. Hálfgerður vélasalur Síðan ræddi skólastjórinn skólaárið s.l. vetur. Kvað hann talsverða bót hafa orðið að því, að hægt var að nota nýja véla- salinn nú í vetur, þó ekki hafi það verið nema að nokkru leyti, enda langt frá því, að hann sé enn kominn í sæmilegt horf Harmaði skólastjórinn mjög, að ekkert fé fengist til að ganga frá neinu til fullnustu, og sagði að þí.ð millibils ástand, sem nú hef- ur ríkt í nokkur ár, torveldaði ákaflega kennslustarfið. Taldi ihann, að lítils samræmis gætti mili þeirra milljónaverðmæta, sem eru í höndum vélstjóranna, bæði á sjó og í landi og þeirra upphæða, sem fjárveitingavald- ið telur sig geta af höndum innt til að mennta þessa menn og búa þá undir störf þeirra, sem þar að. auki eru beint eða óbeint í sambandi við aðalframleiðslu þjóðarinnar. Á þessu ári er ekk- ert unnið við framkvæmdir í skólanum. Fyrir þær kr. 500.000 sem á fjárlögum fyrir árið 1960 voru veittar til Sjómannaskól- ans, var gengið í fyrrasumar frá gólfi og ljósum og öðru óhjá- kvæmilegu, svo hægt væri að koma vélum inn í nýja vélasal- inn, og þar við situr. Timbur- hlerar eru fyrir dyrum í stað hurða og annað eftir pví. Það þarf engan að undra, þótt tækni- þróunin sé langt frá því að vera ör á Islandi. ÍK Til náms ytra Á s.l. sumri fór einn kennari skólans, Andrés Guðjónsson til Englands og var þar á olíurann- sóknarstofu hjá Wakefieldfélag- inu. Olíuverzlun íslands (BP) sá um þessa för og kostaði hana og er skólinn þakklátur fyrir þessa fyrirgreiðslu. Hreinn Pálsson forstjóri átti þar mestan hlut að. Því miður er ekki útlit fyrir, að hægt verði að senda neinn kenn- ara utan í sumar. Við eigum að vísu heimboð frá ýmsum fyrir- tækjum, en getum fjárhagsins vegna ekki þekkzt þau. Að því er mikill skaði, því engum er eins nauðsynlegt að fara utan, helzt árlega, eins og tæknikenn- urum, m. a. til að kynnast öllum nýungum jafnóðum og þær koma fram og ræða við menn í sínu fagi. Gunnar Bjarnason, skólastjóri, við kennslu í kaelitækni. Eitt tæki h'efur skólanum bætzt á þessu ári. Er það raf- magnstafla fyrir vélasalinn. Hún var keypt í fyrra, en vegna þess að fé til vélakaupa hrökk það ár ekki til, var samið um að greiða helming nú eftir áramót- in, en greiðslan varð skólanum nokkuð dýr, vegna gengisbreyt- ingarinnar og hækkaðs tolls. ¦k Aukin verkleg kennsla Fallizt hefur verið á að ráða 1 fastan kennara í vélfræði að skói anum í haust. Er þá hugmyndin að auka verklegu kennsluna, svo hún verði helmingi meiri næsta .'etur heldur en hún hefur verið Yfirleitt hefur sú stefna ráðið, að auka verklegu kennsluna eins og hægt er, án þess að slá af bóklegu kennslunni og verður þetta eitt spor í þá átt. Við skólann störfuðu í vetur 1P kennarar auk skólasjóra og þakkaði skólastjóri þeim ánaégju legt samstarf. ¦fc Hæstu einkunnir Nemendur skólans voru í haust 131. Vélstjórar og vélstjóraefni voru 123 en rafvirkjar 8. 1 1. bekk voru 40 (2 bekkjardeildir) í 2. bekk 42 (2 bekkir, í rafmagns- deild vélstjóra 41 (2 bekkir) og 8 í eldri deild rafvirkja. Yngri deild rafvirkja starfaði ekki vegna ónógrar aðsóknar í haust. 2 nemendur í 1. bekk haettu við nám og 3 létuzt, eins og áður hefur verið sagt. Undir próf gengu alls 88 nem- endur og stóðust þáð 34 vélstjórar í rafmagnsdeild, 39 vélstjórar og 8 rafvirkjar. Agætiseinkunn hlutu Öskar Pétursson, vélstj. rafmagnsdeild, 7,07, rafvirkjarn- ir Haukur Arinbjarnarson 7,36 og Ingimar Karlsson 7,31. Atta vélstjórar hlutu ágætiseinkunn þeir Guðlaugur Ketilsson 7,54, Svavar Sveinsson 7,44, Jón Sig- urðsson 7.32. Jón Vilhjálmsson 7,13, Kristmann Gunnarsson 7,13, Brynjólfur Guðmundsson 7.10, Sveinn Sigurðsson 7.04 og Gunn- ar Guttormsson 7.00. Hæstu einkunn í eimvélafræðl hlaut Svavar Sveinsson 38% (af 40 mögulegum), en hæstu eink- unn í mótorfræði Guðlaugur Ketilsson 39% (af 40 möguleg- um). Beztan árangur úr vélfræði fögunum samanlagt hlaut Guð- laugur Ketilsson 100 stig (af 104 mögulegum). Er skólastjóri h^fði afhent skírteini, árnaði hann nemendum alira heilla og kvaðst vona, a3 þeir yrðu gæfumenn í starfi, stétt sinni til sóma og föðurlandinu til heilla. Síðan afhenti hann bókaverð- laun þeim Oskari Péturssyni, Hauki Arinbjarnarsyni, Guðlaugi Ketilssyni og Svavari Sveinssyni. • Gjafir Þegar skólastjóri hafði lokið máli sínu, kvaddi sér hrjóðs Ey- þór Þórðarson úr hópi 10 ára vélstjóra, sem þarna voru mætt- ir. Árnaði hann skólanum allra heilla og tilkynnti, að þeir fé- lagar myndu færa skólanum full- komna kvikmyndasýningarvél að gjöf. Skólastjóri þakkaði þessa góðu gjöf og sagði síðan skólan- um slitið. Eftir skólaslitin sýndi skóla- stjóri geStum vélasalina og til- raunastofuna og skýrði fyrir þeim framtiðaráætlanir. Njosnarar kommúnista AÞENU 20. maí. — Sex Grikklr voru dæmdir til lífstíðarfangels- isvistar í Aþenu i dag. Voru (?eír fundnir sekir um njósnarstarf- semi fyrir kommúnistarikin og sannaðist einnig. að þeir höfðu notið þjálfunar í starfi sínu í njósnaskólum austan járntjalds. Einn njósnaranna var kona. LESBÓK BARNANNA CRETTISSACA 41. Hjarrandi hét bróðir Bjarnar. Hann varff reiður mjög, er hann frétti vígið og vildi engum sáttum eða fé- bótum taka. Þorfinnur fékk til Arinbjörn, frænda sinn, *ð ganga með Gretti hvern dag, því að hann vissi, að Hjarrandi sat um líf hans. Það var einn dag er þeir gengu úti á strzeti, að mað- ur hljóp út úr garðshliði nokkru mcð reidda öxi oe hjó til Grettis tveim hönd- um. Hann varði einskis um þetta og gekk undan seint. Arinbjörn þreif til Grettis og hratt honum áfram svo hart, að hann féll á hné. Öxin kom á herðablaðið og renndi út undir höndina. 42. Grettir snaraðist vi« fast og brá saxinu. Hann kenndi, að þar var kominn Hjarrandi. Öxin stóð föst í strætinu, og varð honum seint að sér að kippa, og í því hjó Grettir til Hjarranda, og kom á höndina uppi við öxl, svo að af tók. Þá hlupu að fyigdarmenn Hjarranda fimm saman. S16 þá í bardaga með þeim. Urðu þar skjót um- skipti. Drápu þeir Grettir og Arinbjörn þá fimm, er með Hjarranda voru, en einn komst undan, og* sá fór þegar á fund Sveins jarls og sagði honum þessi tíðindi. 43. Jarl varð afar reiður, er fiann frétti þetta. Stefndi hann Gretti tii Túngsbergs, en þar var Gunnar, bróðir þeirra Bjarnar og Hjarranda, garðs- bóndi. Gunnar var í bænum og sat um Gretti, nær sem færi gæfi & honum. Það bar til á einhverjum degi, að Grettir sat í búð nokk urri og drakk, því að hann vildi eigi verða fyrir Gunnari. Og er minnst vartti er hlaupið i hurðina svo hart, að hún brotnaði í sundur, þar hlupu inn fjórir menn alvopnaðir. Var þar kominn Gunnar og fylgdarmenn hans. Þeir sóttu að Gretti. I.auk svo að GretUr felldi Gunnar og félaga hans alla, nema einn, sem for þeg- ar á fund jarls og sagði hon- um tíðindin. 44. Sveinn Jarl varð ákaf- lega reiður við þessa sógu og itefndi þegar þing í bænum. Bersi Skáld-Torfuson bauð fram allt sitt góss, ef Grettir aæði sættum, en jarl kvaðst ikki gefa grið, þeim sem ó- lífismenn væru, Þá bauð Þorsteinn drómund ur, bróðir Grettis, mörg boð fyrir hann. Jarl svarar: „Drengskapur ei þér í, þó að þú viljir hjálpa honum. En vér skulum hafa líf Gi-ettis, hváð er kostar. ^^^bib 21 4 árg. ¦Ar RUstjóri: Kristján 1. Gunnarsson * 25. maí 1960. Barnaþula Sofa urtu börn á útskerjjum, veltur sjór yfir, og enginn þau svæfir. Sofa kisu börn á kerhlemmum, murra og mala, og enginn þau svæfir. Sofa Grýlu börn á grjóthólum, urra og ýla, og enginn þau svæfir. jCT>.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.