Morgunblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 12. júní 1960 f garðinum í Laugardalnum er verið að planta út í kerin, sem fara eiga á göturnar fyrir 17. júní og mála bekki. Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri, virðir fyrir sér verkið. Aukist um 33 hektara á fimm árum Komið er við í snyrtilegri kaffistofu garðyrkjumanna og bækistöð þeirra í bænum ofan við Aldamótagarðana. Þar bittum við Björn Kristófers- son, verkstjóra. í geymslu- skúrum standa 6 litlar sláttu- vélar og traktorar, því farið er að slá bæjargarðana. Gras- ið er allt slegið tvisvar í viku. Garðyrkjumennirnir verða að hirða 48 hektara af graslendi og blómareitum í bæjarland- inu. Fyrir fimm árum, þegar Hafliði Jónsson hóf þetta starf, voru það 15 hektarar. — Ég hefi reynt að leggja á- herzlu á að binda sem mest af mold með grasi, segir hann. Er við ökum þaðan, förum við fram hjá krakkahóp í boltaleik á grasfletinum við Þorfinnsgötuna, og þau hirða ekkert um grenihríslur, sem ræktaðar hafa verið í gróðrar stöðinni í Laugadalnum og eru nú að reyna að festa rætur þarna að nýju. Þarna var líka Gömul tré dauðadæmd læra að umgangást plöntur eins og fólk. Og þar eru upp- eldisreitir fyrir fjölærar plönt ur og tré. Innan fárra ára á að reyna að opna þennan fal- lega garð að einhverju leyti fyrir almenning. Hvernig skyldi hann þá fara? Þarna standa blómaker í röð um og verið að planta í þau. Þau eiga að fara á götur Reykjavíkur fyrir 17. júní. Og bekkir eru nýmálaðir. Þeir fara líka á göturnar og koma svo inneftir aftur, allir sund- urkrotaðir eftir hnífa og nagla sköfur. Það er mikið fyrir því haft að prýða bæinn blómum. En þegar svo er komið, að Austurvöllur í hjarta bæjar- ins fær ekki að vera í friði .... segir Hafliði. Xlmgengnin aldrei verri — Er umgengnin ennþá verri en í fyrra? — Já, það hefur t. d. aldrei komið fyrir áður að gengið hafi verið jafnóðum í beðun- um á Austurvelli. Við erum að búa okkur undir að planta í þau 18 tegundum, miklu færri en áður og hafa beðin einfaldari í litum í sumar. En við erum varla búin að raka Berki num flett af með hnífum UNDANFARIÐ hefur 50 manna flokkur unnið að því að prýða garða bæjarins. í sumar á að gróðursetja 90 þús. plöntur, þar af 17 þús. á Aust- urvelli. Þannig hefur verið starfað af kappi á hverju vori í mörg ár. En svo er annar hópur manna, sem vinnur á móti og skemmir jafn óðum. Og aldrei af jafn miklu kappi og á þessu vori. Þetta eru sorglegar fréttir, en sannar. Fréttamaður blaðsins ók fyrir nokkrum dögum um bæ- in með Hafliða Jónssyni, garð- yrkjustjóra, og skoðaði bæjar- garðana. Margt er þar ánægju legt að sjá, en líka ýmislegt raunalegt. Höggva verður hundruð trjáa Við komum fyrst í Tjarnar- garðinn. Milli Litlu Tjarnar- innar og Bjarkargötu eru falleg gömul tré, þar sem fólki þykir gott að sitja í skjóli á góðviðrisdögum Þar er hvert tréð af öðru dauðadæmt, búið að fletta berkinum af með hníf hringinn í kringum stofn inn, svo vökvi streymir ekki lengur upp eftir trénu og það lifir ekki annað ár. Þar teygði reynitré sig hálfan þriðja meter upp í loftið, en með ban vænt sár um stofninn. Einasta Seljan í garðinum er einnig búin að vera. Ótal 15—20 ára gömul tré hafa verið snúin niður, önnur tálguð, og í sum hefur verið klifrað og þau sveigð niður, svo hægt væri að barkarfletta stofninn. — Hér verður að höggva niður hundruð eyðilagðra trjáa næstu daga, sagði Hafliði. Og þó var hér hreinsað allt í vor. Þetta eru allt nýjar skemmdir. — Hverjir gera þetta? — Ég held að þarna séu mest að verki 12—14 ára strák ar og jafnvel stelpur 1-íka. Kannski vita þau ekki einu sinni að þau eru að drepa trén með því að skera af þeim börkinn. Eða þeim er alveg sama. Til er líka fullorðið fólk, sem eyðileggur trén. Gaddavírinn einn dugir Við gengurft yfir að grjót- garðinum í suðurenda garðs- ins. Þar er kominn ljótur gaddavír. — Þetta er ekki skemmtilegt, segir Hafliði, en óhjákvæmilegt. í þrjú ár er- um við búin að planta 6—7 þús. fjölærum jurtum í garð- inn, því ætlunin er að láta jurtirnar yfirgnæfa grjótið. En þser hafa allar verið trað- kaðar niður áður en þær fengu að dafna og við byrjað á hverju vori að nýju. Við höf um varla undan að bæta skemmdir. Sama er að segja um limgerðið, sem ætlunin var að koma skyldi í staðinn fyrir girðingu með fram Sóleyjargötunni. Það getur ekki þétzt, því fólk ryðst stöðugt í gegnum það, og brýtur greinarnar. Ætli maður verði ekki á end- anum að setja gaddavír í það. Hann mundi reyndar engan skaða nema þá sem eyði- leggja. En það er líka ýmislegt sem gleður augað í garðinum þarna við Hljómskálann. Stíg arnir eru nú í fyrsta sinn harðir í þurrki og bleytu, vegna sérstakrar blöndu af rauðagjalli, sem látin var á þá í fyrra. Fyrstu rósirnar eru komnar í garðinn. Búið er að fjarlægja gömul tré í nánd við styttuna af Jónasi Hall- grímssyni, svo betra útsýni gefst út á Tjörnina og styttan nýtur sín betur. Og Bjarkar- götumegin blasir við styttan eftir Tove Olafsson, Piltur og stúlka, sem Lúðvíg Guðmunds son gaf bænum eftir að hann tók hana af Þjóðleikhúsinu. Við lítum við í Einarsgarð- inum neðan við Kennaraskól- ann. Þar eru tvö 30 ára gömul tré barkarskorin kringum stofninn og dauðadæmd. Það er ljótt að sjá trén í Tjarnargarðinum, brotin niður og barkarflett. — Björn Kristófersson, verkstjóri, stendur með dóttur sina og virðir fyrir sér nýbrotin tré. í fyrra reynt að koma fyrir fjölærum jurtum í svolitlu horni. En þær hafa vegfar- endur traðkað niður í vetur. Hafliði sagðist um daginn hafa staðið þarna í 20 mínút- ur. 8 manns fóru framhjó og hver maður sparaði sér Vz—1 m krók og fóru beint yfir beðið. Inni í Laugardalnum er stærsti trjágarður í Reykja- vík, hektari á hvern veg. Þar eru ræktaðar upp allar plönt- urnar í bæjargarðana og 12 þús. plöntur í Skólagarðana, þar sem nú eru 200 börn að Mjölkur & rjóma-ís frá ísborg yfir, þegar farið er að traðká í beðunum. Hér er t. d. ný teg und af fallegum rauðum beg- oníum, sem við ætlum að reyna að hafa á Austurvelli í sumar. — Já, það væri mikið hægt að gera, ef svona mikill tími færi ekki í að bæta skemmdir, sagði hann að lokum, er við ókum niður í bæinn, fram hjá styttunni hans Ásmundar af manni og konu, sem einhver hafði klínt varalitnum sínum á, framhjá brekkunni með- fram Lækjargötunni, þar sem fólk beið eftir strætisvagnin- um og gerði það sér til dund- jirs á meðan að traðka niður brekkuna, framhjá .... Nei, það yrði of löng upptalning. — E. Pá. Ennþá sama lága verðið Mjólkurís: R j ó m a í s : 1 lítri kr. 19.50 1 lítri kr. 26.00 y2 lítri kr. 11.00 y2 lítri kr. 14.00 Húsmæður! — Athugið að mjólkur- og rjómaís frá ísborg er ódýrasti eftirmatur sem völ er á. í S B O R G DG8 þolur PRESTWICK, London, 8. júnf. — (Reuter) — TCA-flugfélagið kanadíska tilkynnti í dag, að ein af nýjustu þotum félagsins hefði sett met á flugleiðinni Montreal — Prestwick, sem er 4768 km. Þotan var af gerðinni DC-8. Fór hún leiðina á 5 klst. 11 mín., en áætlaður tími fyrir þessa flug- leið er 5 klst. 35 mín. Þá tilkynnti Pan Amercan flugfélagið einnig, að ein af DC~ 8 þotum þess hefði sett met á flugleiðinni Boston —. London. Flaug hún á 5 klst. 33 mín. eða á 13 mín skeirof-í «n gamla metið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.