Morgunblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 14
IUORCr\rtL4ÐIÐ J. Sunnudagur 12. júní 196C 14 Laugavegi 33 Ný sending tœkifœriskjólar Úfgerðarmenn Eitt af bezt útbúnu skipasmíðastöðvum á vesturstrónd Noregs býður yður þjón- ustu sína. — Stöðin getur tekið í drátt- arbraut skip allt að 1800 tonn eða 220 feta kjöllengd. — Alls konar skipa- og véla- viðgerðir. — Við höfum í þjónustu 1. flokks. fagmenn. — Lág gjöld fyrir slipp- töku og vinnu. Flokkunarviðgerðir á togurum og aðrar stærri viðgerðir munu borga sig hjá okkur. Nánari upplýsingar gefur yður Jón Kr. Gunnarsson, Hafnarfirði — Sími 50351 BOLSÖNES VERFT — MOLDE — NORGE Vorum að fá mjög ódýr en vönduð reið- hjól. Stærðin 24“xlJ/2, fyrir drengi og stúlkur og 28“xl3/4, sem er full stærð. • «r Verzlunín Orninn Viljum ráða til okkar stúlku vana afgreiðslustörfum. Uppl. í apótekinu mánudag. kl. 9—11 f.h. Apótek Austurbœjar FREON frystivökvi frá FREON Frystivökvi Orsakar ekki sprengingar er ekki eldfimur er ekki eitraður tærir ekki málma er næstum lyktarlaus skemmir ekki matvæli skaðar ekki hörundið Ávallt fyrirliggjandi. Einkaumboðsmenn: aMo^cyaF Attræd í dag: Steinunn Ólafsdóttir Kaupmannahöfn SÍÐASTLIÐINN miðvikudag var jarðsunginn í Kaupmánnahöfn Þórður Jónsson, fyrrverandi yfir tollvörður, vammlaus maður og drengur góður. Eftir lifir eigin- koan hans, Steinunn Ólafsdóttir, mikilhæf kona, góðviljuð og hjartahlý, sem varpað hefur birtu á veg svo margra íslendinga, sem lagt hafa leið sína um borgina við Sundið. Nú er skarð fyrir skildi á hinu gestrisna heimili þerra Þórðar og Steinunnar í Nordre Frihavnsgade 31, þar sem húsbóndinn hefur verið kvaddur á braut. Þó mun áfram verða hlýtt og bjart í rausnargarði Steinunnar, hugarþel hennar og viðmót óbreytt, því að þannig er skaphöfn þessarar góðu konu. Og nú er Steinunn Ólafsdóttir áttræð í dag, 12. júní. Af eðlilegum sökum hefur Kaupmannahöfn um aldir verið sú borg í útlöndum, sem íslend- ingar hafa kynnzt bezt. Þangað hafa menntamenn vorir sótt öld ur landa setzt að, og gerzt ur landa setzt að, og gerzt dug- andi borgarar, og þar eru mörg heimili, sem bera öll einkenni gamallar gestrisni íslenzkrar, heimili, sem verið hafa aðkomu- mönnum af íslandi hvorttveggja griðastaður og unðaslundur. — LOFTUR h.t. LJ ÓSM YNDASTOFAN Ingólfsstræti 6. Pantið tíma í s/ma 1-47-72. EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmen'i. Þórshamri við Templa? asund. Heimili þeirra Steinunnar og Þórðar var slíkt. Ég hygg, að ekki sé það ofmælt, þótt sagt sé, að heimilið í Nordre Frihavns gade 31, hafi verið einstætt 1 sinni röð og engu líkt. Þeir eru orðnir æði margir landarnir, sem gengið hafa upp stigann til þeirra Steinunnar og Þórðar og þrýst á dyrabjölluna við látúnsskiltið „Th. Jonsson", og þá hefur það ekik brugðizt, að til dyra hefur komið höfðingleg kona, hvít fyr- fyrir hærum, svipur hennar mild ur og kíminn í senn. Og ævinlega hefur verið sagt: Gjörðu svo vel að ganga í bæinn, og þar með hefur verið stofnað til vináttu- banda, sem aldrei hafa rofnað. A þessu heimili hefur aldrei ver- ið svo þröngt, að ekki væri rúm fyrir fleiri. En flest sín störf hefur Stein- unn Ólafsdóttir unnið í kyrrþey. Til hennar hafa leitað sjúkir menn og vondaufir, umkomu- lausir og fátækir, og allir hafa þeir notið hjálpar hennar og að- stoðar, sem aevinlega var veitt af glöðum hug. Allt var þetta sjálfsagt, hvort heldur var að skjóta skjolshúsi; yfir njann næt- ur sákir eða vikum og mánuðum saman, eða viíja jum sjúkling á Ríkisspítal'ánurh. j Þessi saga verður ekkl rakin hér. 1 Árum saman áttu íslenzkir menntamenn hauk í horni þar sem Steinunn var. Hjá henni var þeirra annað heimili. Þar snæddu þeir og þar sátu þeir á kvöldin og nutu samvistanna við þessi einstæðu heiðurshjón. Þeir verða margir, sem hugsa til_ Steinunn- ar í dag á þessum merkisdegi. Steinunn giftist Þórði Jónssyni árið 1909. Var það hátíðisdagur í lífi hennar, og sú hátíð hélzt óslitin æ síðan, unz Þórður varð að sinna því kalli, sem enginn getur daufheyrzt við. Samhent- ari og elskulegri hjón hefi ég ekki fyrir hitt á lífsleiðinni. Þau eignuðust eitt barn, Halfdór, sem er búsettur í Kaupmannahöfn, en ólu auk þess upp Dýrleifu Ár- mann, konu Sigurðar Magnús- sonar, fulltrúa hjá Loftleiðum. Þessi fátæklegu orð mín í til- efni áttræðisafmælis Steinunnar Ólafsdóttur, verða ekki öllu fleiri. En með þeim vildi ég tjá henni innilega hluttekningu mína og mins fólks vegna fráfalls Þórð- ar, þess góða drengs, um leið og ég þakka henni ótal yndisstund- ir og óska henni alls hins bezta um ókomin ár. Thorolf Smith. — Reykjavlkurbréf Framh af bls 13 frá hærri sjónarhól en flestir hinna og skilur til hlítar nauð- syn á sameiningu Evrópu og þá einkum sáttum Þjóðverja og Frakka. Heimsókn Krúsjeffs til Frakklands í vetur var fyrst og fremst gerð í þeim tilgangi að ýfa upp gömul sárindi milli þess- ara tveggja þjóða og koma iilu af stað þeirra í milli. í þvi varð honum ekkert ágengt. Franska þjóðin vildi að vonum fremur fylgja róðum de Gaulle en hins rússneska einræðisherra. í ræðu sinni um upplausn Par- ísarfundarins víkur de Gaulle að því, af hverju Krúsjeff kom til Parísar að þessu sinni. Ef Krús- jeff var alvara með skilyrði sín fyrir þátttöku í Parísarfundinum og ekkert vakti annað fyrir hon- um en það, sem hann sjálfur segir, af hverju lét hann þá ekki berast vitneskju um þau áður en han fór frá Moskvu og hélt þar kyrru fyrir, þangað til lágmarks- kröfum hans var fullægt? Al- jjjóðleg venja og háttvísi í skipt- um manna í milli, kröfðust þess, að svo væri að farið. Krúsjeff valdi hitt, sem hann taldi lik- legra til áróðurs. Þar er það hon- um sízt til afsökunar, að hann reiknaði dæmið vitlaust, og skap aði með atferli sínu meiri sam- heldni meðal lýðræðisþjóðanna en árum saman hafði verið. Ólíkt hafast þeir að Annars er fróðlegt að bera sam an viðbrögð valdhafanna í Rúss- landi og Bandaríkjunum. í Rúss- landi er lögð leynd yfir allan að- draganda þessara atburða. Stór- yrði og skammir eru látnar nægja til skýringar. en enginn veit hvað í raun og veru hefur ráðið úrslitum. Bandaríkjamenn ræða aftur á móti frjálslega um það, sem skeð hefur. Bandaríkja- þing hefur efnt til rannsóknar á atburðarásinni og hafa þar allir ráðgjafar Eisenhowers, sem við sögu koma, verið kvaddir til yfir- heyrslu. Einstöku svörum þeirra er haldið leydum, en megin- atriði skýrslna þeirra og skýr- inga eru birt öllum almenningi. Þannig fær þjóðin sjálf færj á að dæma um, hvað gerzt hefur og hvort í einhverju hefur öðru (vísi verið farið að en skyldi. Opinber stofnun óskar að ráða skrifstofumann með verzlunarskóla- eða hliðstaeða menntun. Tilboð er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. föstudagskvöld, merkt: „Fulltrúi — 3726“. Lokað vegna sumarleyfa frá 17. júní. Ullarverksmiðjan Ó. F. Ó. Borgartúni 3 Ný sending af filt og strá'höttum. Aldrei meira úrval en nú. Verzlunin Jenny Skólavörðustíg 13 A Linoleum C-þykkt og Hessian fyrirliggjandi Ó. V. Jóhannsson & Co. Hafnarstræti 19 — Símar 12363 og 17563

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.