Morgunblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 13
Sunnudagur 12. júní 1960 MORCVNBLAÐIÐ 13 Þetta er liinn stóri jarðbor rikisins og Keykjavíkurbæjar Slík samtök eru ómissandi og j nauðsynlegur þáttur í lýðræðis- þjóðfélagi nú á dögum En stund- um er þó svo að sjá sem menn ofmeti gildi slíkra samtaka. Þau eru nauðsynleg til þess að ekki sé gengið á hlut fjöldans. Hins vegar skapa þau sjálf sjaldan ný verðmæti. Og því verður ekki jafnað, sem aldrei hefur verið safnað. Þess verður að gæta, að hin hollu félagssamtök hafi ekki öfug áhrif við það, sem þeim var ætlað. Glöggt dæmi þess er fjand skapur forráðamanna kaupfélaga innan SÍS við aðra samvinnu- verzlun. Ofsóknir þeirra gegn yerzlunarfélaginu í Vík mega ekki falla mönnum úr minni. Þar er víti, sem verður að varast. Eins verður ekki um það deilt, að verkalýðshreyfingin hefur síðustu áratugina ekki starfað með þeim hætti að erindi væri sem erfiði. Enginn hefur lýst þessu betur en Einar Olgeirsson, sem hvað eftir annað hefur sýnt fram á, að þrátt fyrir meiri fram- farir á íslandi síðustu tvo ára- tugina en nokkru sinni, þá hafa lífskjör almennings ekki batnað frá 1947. Er þó minni launamis- munur og jafnari lífskjör á ís- landi en nokkurs staðar annars staðar, sem til hefur spurzt. Hér i er eitthvað meira en lítið bogið við. Engum getur dulizt, að sjálft í j fjárhagskerfið er komið úr I skorðum. RE YK JAVÍKU RBREF Nýir möguleikar Fyrir nokkru skýrði dr. Gunn- ar Böðvarsson, sem staðið hefur fyrir jarðhitarannsóknum að und anförnu, frá því að innan 10 ára yrði mögulegt að hita alla byggð í Reykjavík, Kópavogi' og Hafn- arfirði með jarðvarma. Þessu megi ná með áframhaldandi bor- unum hér í nágrenni og með hita veitu frá Krýsuvík eða Hengli. Er þá að sjálfsögðu gert ráð fyrir því, að hér sé ekki einungis um tæknilegan möguleika að ræða, heldur fjárhagslega öruggt fyrir- tæki. Þá segir Gunnar, að á þessum sömu slóðum megi fá jarðvarma til iðnaðar fyrir einungis Vi til Vz þess verðs, sem iðnaður í Vestur- Evrópu greiði fyrir varma úr kol um og oliu. Þar sem hér er ekki um laus- legar bollaleggingar að ræða heldur áætlanir þaulreyndra verkfræðinga, eru þessar upplýs- ingar harla athyglisverðar. Mönn um hefur dottið þetta eða eitt- hvað svipað í hug áður,. en þá hefur vantað það, sem með þurfti, hina fræðilegu athugun. Nú er hún fyrir hendi og stað- festir glæstustu vonir. Þess vegna er tvímælalaust kominn tími til að hefja undirbúning að fram- kvæmdum og fjáröflun. Tækniþróunin Þegar menn hugleiða framfarir fslands á þessari öld og orsakir þeirra, verður að viðurkenna, að þær eru margar og oft erfitt sundur að greina. Augljóst er samt að hin almenna tækniþróun hefur þar úrslitaþýðingu. Hag- nýting hennar er megin uppi- staða framfaranna. Óþarft er að telja all't það, sem í þeim efnum hefur gerzt á skömmum tíma. Það blasir við allra augum. Þó er þetta aðeins upphaf þess sem koma skal, bæði vegna þess hversu tækninni almennt fleygir fram, og af því að þrátt fyrir miklar breytingar til bóta, þá er ísland enn á eftir um margt, miðað við þau lönd, sem lengst eru komin í þessum eínum. Laugardagur 11. júní Af hver ju afiur ur: Með sama hætti og ástæðurnar til framfaranna eru margar, þá eru einnig ýmsar orsakir til þess, að við erum enn aftur úr. Hér á landi hefur á fáum -áratugum þurft að gera hið sama og unnið var á mörgum öldum í nálægum löndum. Vinir okkar á Norður- löndum segja stundum, að Islend ingar þurfi ekki að kvarta yfir meðferðinni á sér áður fyrri. Al- menningur hafi þá hvarvetna bú- ið við svipuð kjör og menn gerðu hér. Hlutfall fólksfjölda í öðrum Nórðurlöndum áður og nú miðað við ísland sannar raunar, að þetta er alger misskilningur. Á fyrstu öldum íslandsbyggðar voru landsmenn hlutfallslega miklu fleiri miðað við frænd- þjóðir okkar en þeir eru nú. Erfiðari kjör á íslandi eru helzta skýring þessar staðreyndar. En látum það vera. Kjör almennings voru víðast hvar bágborin áður fyrri. En meginmunur var á því, hvort allur arður af starfi lands- manna var tekinn úr landinu, eins og hér tíðkaðist öldum sam- an, eða hvort hann þrátt fyrir lélega stjórn og margs konar mis rétti hélzt þó í landinu sjálfu. Allt þangað til frelsissókn ís- lendinga á síðari hluta 19. aldar og upphafi þessarar fékk þessu breytt, voru það menn í öðru landi, sem hirtu mestan hlut af arði starfs íslenzku þjóðarinnar og auðguðu þar með sitt þjóð- félag en ekki okkar. Frelsi og sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar er þess vegna önnur meginorsök- in til hinna miklu framfara, sem hér hafa orðið Áhrif almannasamtiika Auðvitað kemur hér margt annað til greina. Hugur einstak- linganna, er mynda þjóðarheild, ræður ætíð úrslitum um gæfu hennar. Margs konar almennings samtök hafa einnig gert sitt gagn. Vilja menn bata? Meiri möguleikar blasa nú við íslendingum en nokkru sinni fyrr. Hagnýting auðlinda lands- ins, sem við erum rétt að byrja að kynnast, er komin undir því að við kunnum með að fara. Nú stendur yfir rækilegasta tilraun, sem gerð hefur verið til að koma fjármálum okkar í lag. Ef sú til- raun tekst, er skapaður fjárhags- legur grundvöllur að meiri fram- förum og þar með hraðar batn- andi lífskjörum en við höfum áður þekkt. Þetta kostár örðug- leika í bili, en til svo mikils er að vinna, að enginn má skerast úr leik. Hinn kosturinn er sá að til- raunin fari út um þúfur vegna sundrungar og illdeilna. Þá blas- ir við algert öngþveiti, sem bitn- ar á öllum og hlýtur að hafa í för með sér ekki aðeins verri lífs- kjör allra en áður, heldur og hindrun eða tafir á hagnýtingu þeirra miklu möguleika, sem við höfum nú í hendi okkar. Kisuþvottur Hermanns Eðlilegt er að Hermann Jónas- son reyni að þvo af sér þann blett, sem frammistað hans í Genf setti á hann. Fylgispekt hans þar við Lúðvík Jósefsson og undanlátssemi við hótunina um, að Rússar mundu hefja veið- ar innan íslenzkrar fiskveiðilög- sögu, ef íslendingar tryggðu sér viðurkenningu lögmæts meiri- hluta fyrir óskertum rétti sínum, er flestum fslendingum óskiljan- leg. Frá þessu sleppur Hermann ekki með því að þegja um megin atriði málsins, segja rangt frá því, sem hann minnist á, um- skrifa sögu atburðanna 1958 og láta svo sem hann kannist ekki við samþingismann sinn 1 Vest- fjarðakjördæmi, Birgi Finnsson! Kátlegri tilburði hafa menn sjaldan séð. Hermann lætur sér ekki nægja að fylgja sjálfur Lúðvík í einu og öllu heldut hefur nú ginnt Tímann til sams konar eftiröpun- ar á Þjóðviljanum í skrifum um landhelgismálið. Leiðari Tímans í morgun, laugardag, er útþynnt uppskrift að skrifum Þjóðviljans daginn áður. Verst er, að þarna taka þeir félagar saman höndum um að reyna að rífa málstað ís- lands niður og kenna andstæðing- um okkar, hvernig þeir skuli fara að til að reyna að koma okkur á kné. Er það vissuiega óþörf iðja en sýnir í hvílíkar ógöngur þeir félagar eru komnir. Tillagan styrkti málstað Islands Því fer og víðs fjarri að það sé rétt, að íslendingar hafi veikt aðstöðu sína með flutningi hinn- ar margumtöluðu breytingartil- lögu. Hún gaf þvert á móti mörg- um, sem ella hefðu ekki látið til sín heyra, tilefni til þess að lýsa yfir því á Genfarfundinum, að þeir væru í raun og veru sam- þykkir íslendingum og skildu af- stöðu þeirra, þó að þeir af ann- arlegum ástæðum gætu ekki greitt atkvæði með þeim. Viður- kenningin á sérstöðu íslands, sem Hermann og Lúðvík af einhverj- um ástæðum vildu alls ekki fá fram í þessu sambandi, varð aldrei skýrari en eftir atkvæða- greiðsluna um þessa breytifigar- tillögu fslands. Tillagan sýndi og, að íslendingar vildu gera sitt til þess að ráðstefnan næði tilætluð- um árangri, einungis ef fengizt samþykkt á sérstöðu fslands, sem enginn vafi var á að hafði fylgi yfirgnæfandi meirihluta á fund- inum. Um það verður þess vegna ekki villzt, hverjir báru ábyrgð á vþí að svo fór sem fór. Það voru ekki íslendingar, sem með ofurveldi hindruðu að frjáls vilji meirihluta fulltrúanna fengi að lýsa sér. Þarna réði annars vegar skammsýni Vesturveldanna en hins vegar sá ásetningur Rússa, að hindra með öllum ráðum að lögmætur> meirihluti gæti mynd- azt á fundinum. Viðureign Hcnd- riks og Sigurðar Ætíð er rangt að gera mönn- um, þótt andstæðingar séu, upp illar hvatir. Hitt kemur fyrir alla. að þeim missýnist og þarf ekki illan vilja til þess. Enginn efi er t. d. á því að Hendrik Ottóson er bezti maður og vill láta gott af sér leiða, þó að ofsa- trú hans á kenningar kommún- ista blindi honum sýn. Er hann þó maður vel að sér í alþjóða- stjórnmálum, fjölfróður og hefur víða farið, heyrt margt og séð. Því eftirtektarverðara var, hvern ig hann lét séra Sigurð Eyiarsson leika sig í útvarpinu á 2. hvíta- sunnudag. Séra Sigurður hóf þeg ar sókn, en Hendrik flæmdist und an í veikri vörn, þangað til hann lét hafa út úr sér hinar furðu- legustu játningar. Menn skyldu gæta þess, að þær játningar fengust ekki vegna þess að Hendrik væri veikur málsvari sannfæringar sinnar, heldur var það málstaðurinn sjálfur, hin blinda kommúnista- trú, sem þarna lýsti sér í allri sinni nekt. Fyrst sagði Hendrik, að kommúnistaríki mundi aldrei gera árás. Því næst játaði hann, að árás Rússa á ísland kynni að geta átt sér stað. En þá væri það ekki árás á íslendinga enda væri hún réttlætanleg vegna vitneskju Rússa um árásarfyrirætlanir Bndríkjamanna. f þessu felst, að Rússum sé heimilt að gera árás, hvenær sem þeir sjálfir meta að einhver annar kunni síðar að gera árás á þá. Þarna er viður- kennt réttmæti þess að verða fyrri til að hefja svokallað „preventivt" stríð, sem er for- dærnt af flestum heilbrigt hugs- andi mönnum en gefur árásar- aðila óbundnar hendur til að ráðast gegn hverjum sem honum sýnist, þegar hann sjálfur telur sér henta. Kommúnistar telja ætíð, að þeir megi gera hvað sem þeim sjálfum sýnist. Það sé rétt, af þvi að þeir hafi ætíð rétt fyrir sér. Það sem aðrir geri, sé hins vegar rangt af því að þeir fyrirfram hafi rangt fyrir sér og vilji illa! Hættulegri boðskapur fyrir heimsfrið hefur aldrei heyrzt. Út af fyrir sig er meinlaust, þó að góðmenni eins og Hendrik Ottó- son haldi þessu fram. Hið ískyggi lega er, að rödd hans er aðein* veikur endurómur af vilja hinna voldugu einræðisherra austur i Kreml. Bezta ræðan Allir æðstu menn stórveldanna hafa nú haldið ræður um atburð- ina í París og upplausn fundar- ins, sem þar átti að verða. Ekki fer á milli mála, að beztu ræðuna hélt de Gaulle,Frakklandsforseti. Valdataka de Gaulle 1958 var með þeim hætti, að ugg hlaut að skapa hjá lýðræðisunnendum. Einstaka ákvarðanir hans síðan hafa og verið með helzt til mikl- um einræðisblæ, svo sem er hann seinni hluta vetrar neitaði að kveðja franska þingið saman, þrátt fyrir skýlaus ákvæði í gagn stæða átt, að því er flestir töldu. Þá hefur honum ekki heldur tek- izt að leysa Alsírmálið, svo sem vonir stóðu til. Engu að síður hefur de Gaulle sannað að hann er nú, ásamt Adenauer, mestur stjórnandi meðal forystumana lýðræðisþjóða. Hann horfir á mál Framh. á bls. 14. ....... og hér gýs vatnið 140 stiga heitt upp úr dýpstu hot- unni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.