Morgunblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.06.1960, Blaðsíða 24
wgtlttllfflftfö 131. tbl. — Sunnudagur 12. júní 1960 Reykjavíkurbrét er á blaðsíðu 13. Aldrei meiri skemmdarverk NÚ er verið að vinna að því að rækta og prýða bæjar- garðanna. En aldrei hefur verið eins mikið skemmt í þeun og á þessu vori. Ekki aðeins nýi gróðurinn, heldur gömul tré, sem eru barkarflett og þannig dauðadæmd. — Sjá nánar á bls. 10. — Sovézkir þingmenn væntanlegir hingaö SNEMMA í næsta mánuði eru væntanlegir hingað til lands 8—10 sovézkir þing- menn í tæplega hálfs mánað- ar heimsókn á vegum Ai- þingis. Samkvæmt upplýsingum, sem tiðindamaður Mbl. aflaði sér í gær hjá skrifstofustjóra Alþingis, Friðjóni Sigurðssyni, hefur ekki enn verið tilkynnt nákvæmlega, hversu margir þingmenn koma hingað, en gert ráð fyrir áður- nefndum fjölda. Jafnframt er búizt við að þing- mennirnir komi hingað þ. 5. eða 6. júlí og verði hér í u. þ. b. 12 daga. Skreppa út á síldarmiðm Munu gestirnir ferðast talsvert um landið, m. a. er fyrirhugað að þeir komi til flestra mark- verðra staða hér sunnanlands og farj norður a. m. k. til Akureyr- ar og Siglufjarðar og skreppi þá e. t v. einnig út á síldarmiðin, ef aðstæður leyfa. Ekki hefur þó enn verið ákveðið út í æsar, hvernig dvöl þingmanna hér verð ur háttað. Endurgjalda heimsókn Með heimsókn þessari verður endurgoldið boð Æðsta ráðs So- vétríkjanna til íslenzkra þing- manna árið 1956, en það þágu fulltrúar allra íslenzku stjórn- málaflokkanna nema Sjálfstæðis flokksins sumarið 1958; þeir Pét- ur Ottesen og Sigurður Bjarnason hættu við þá för, vegna hryðju- verka í Ungverjalandi á þeim tíma, svo sem menn munu minn- ast. Að undirbúnirigi heimsóknar- innar nú hefur starfað nefnd, sem skipuð er forsetum Alþingis, þeim Friðjóni Skarphéðinssyni, Sigurði Ó. Ólafssyni og Jóhanni Hafstein, Emil Jónssyni ráðherra, og þingmönnunum Sigurvini Ein arssyni og Karli Guðjónssyni. Gerpir verður seldur Síðasii togarinn úr höndum Aus'iirðinga NESKAUPSTAÐ, 10. júní. — Bæjarstjórn Neskaupstaðar hélt fund í dag kl. 16. Aðalmál fund- arins var tillaga stjórnar bæjar- útgerðarinnar um að selja tog- arann Gerpi NK 106. Á grundvelli tillögu útgerðar- stjórnarinnar kom fram ályktun- artillaga þess efnis að seija skip- ið, ef viðunandi tilboð fæst og var útgerðarstjóranum falið að leita eftir tilboðum í það. ar gerðir út frá Austfjörðum. Ný- lega hafa báðir togarar Austfirð- ings hí,, Austfirðingur og Vöttur, verið seldir á uppboði og togari Seyðfirðinga, Brimnes, er gerður út frá Hafnarfirði. Og nú loks hefur bæjarstjórn Neskaupstaðar tekið ákvörðun um að selja sið- asta skipið. Gerpir er nú á veiðum við Ný- fundnaland. Mikil mannvirkjagerð á Mýrdalssandi Nýr vegur og ný brú AUSTUR á hinum kolsvarta og gróðurlausa Mýrdalssandi, kippkorn fyrir austan Vík i Mýrdal, þar sem feikna flóð urðu í fyrrahaust, er nú fjöl- mennur vinnuflokkur vega- gerðarmanna og brúarsmiða við að leggja nýjan, styrktan veg og rúmlega 100 metra langa brú. Framkvæmdir við sjáifa brúar smíðina hófust fyrir nokkrum Glæsileg írum- dögum undir stjórn Valmundar Björnssonar brúarsmiðs, en vega gerðinni stjórnar Brandur Stef- ánsson og hófst hún fyrir nokkr- um vikum. Öll vegagerð á sandinum er mjög erfið. Ekki vantar þar sand inn, en undirstaða er engin önn- ur en hinn lausi sandur. Jarð- ýtur eru búnar að ýta veginum upp í 6 metra hæð á löngum kafla á því svæði sem haustflóð- in miklu í Blautukvísl 1959 réð- ust á veginn og sópuðu honum í burtu á svipstundu og grófu nýja brú á kaf í sandinn. Grjótgarður Valmundur brúarsmiður á ekki von á Kötlugosi. sýning Rigoletto ÓPERAN Rigoletto eftir Verdi var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu sl. föstudagskvöld fyrir troðfullu húsi. Var listafólkinu fádæma vel tekið og þá einkum hinum erlendu gestum, sem þarna komu fram, en það eru Nicolai Gedda og Stina Britta Melander. Guð- mundi Jónssyni var einnig ákaft fagnað, svo og hljómsveitar- stjóra. Er óhætt að fullyrða að aldrei hafi óperusýningu í Þjóð- leikhúsinm verið eins vel tekið og þessari. Blaðamenn Mbl. kynntust lítil- lega í gær að vegagerð á Mýr- dalssandi á að ýmsu leyti ekkert skylt við vegagerð eins og hún tiðkast undir venjulegum knng- umstæðum. Þar á sándinum er ekki nokkur steinn í undirbygg- ingu vegarins og stórgrýtið ekki 'til þess notað. Það er notað til þess að mynda öflugan. varnar- garð meðfram hinum nýja vegi. Vörubílar eru stöðugt í grjótflutn ingum frá grjótnámi að nýja veginum, og verður að flytia það nokkurra kílómetra leið. Verður Framhald á bls. 23. Hvítt niður í miðjar hlíðar i Siglufirði íslenzki keppandinn Tillaga þessi var samþykkt með 7 samhljóða r tkvæðum, en 1 bæjarfulltrúi (annar fulltrúi Framsóknarflokksins) sat hjá. Að formi til var þetta síðari umræða um tillögu, sem öll út- gerðarstjórnin stóð að og var dagsett 3. marz í vetur. En um hana voru ákveðnar tvær um- ræður. Áheyrendum þótti einkenni- legt og óvenjulegt að verulega kastaðist í kekki milli bæjar- stjórans, Bjarna Þórðarsonar, og forseta bæjarstjórnar, Jóhannes ar Stefánssonar, í jumræðunum. Virtist mönnum sem þeir flokks- bræðumir hefðu tæplega staðið öndverðari hvor í annars garð, þótt heitir stjómmálaandstæðing ar hefðu átt í hlut. Þo var tilefnið smávægilegt. ★ Togarinn Gerpir kom til lands- ins nýsmíðaður í janúar 1957. Hann er 804 rúmlestir og var þá stærsti togari í eigu íslendinga. Gerpir hefur reynzt hið ágætasta sjóskip. Til skamms tíma voru 4 togar- fslendingar taka nú i fyrsta skipti þátt í heimsmeistara- keppni í svifflugi, sem fram fer að þessu sinni í Vestur- Þýzkalandi. Þessi mynd hef- ur nýlega borizt frá keppn- inni og sýnir þrjá íslending- anna sem þar eru staddir. Tilið frá vinstri eru þeir Björn Jónsson fararstjóri, Þórhallur Filippusson aðal- keppandi fslands og Gísli Sigurðsson aðstoðarmaður. Þórhallur setti á dögunum nýtt fslandsmet í lengdar- flugi. Hann flaug 445 km frá Köln til Fiensborgar. SIGLUFIRÐI, 11. júní. —• f gær kólnaði hér um slóðir og snjóaði í fjöll og er nú hvítt niður í miðjar hlíðar. f dag er uppstytta, en kaldi. Talsvert hefur snjóað á Skarðið og segja bílstjórar mér að það muni ófært litlum bílum að vestan. Allmargir færeyskir bátar HUSAVIK, 10. júní. — Fyrsta túnið var slegið hér í gær, 9. júní, og er það mjög óvanalegt að sláttur hefjist svo snemma. Byrj- ar sjaldan fyrr en seint í júní eða í júlí. Á túninu var kafgras, svo heyið flekkjaði sig. Eigandi túns- ins er Benedikt Þ. Jónsson. Hér á Húsavík var íarið að slá garða fyrir mánaðarmót, og upp til sveita mun eitthvað vera farið liggja hér í höfninni, því bræla er úti og ekki veiðiveður. Hvar- vetna er unnið að undirbúningi síldarvertíðarinnar af miklu kappi og er senn allt tilbúið til að taka á móti henni. Einn síld- arbátur er kominn hingað, en margir munu koma strax eftir helgina. Síldarleitin kemur hing að í næstu viku. að siá. Er spretta ágæt, en þó hef- ur borið nokkuð mikið á þvi að stórskemmdir væru á túnum vegna kals. Ber einkum á þessu þegar frá dregur sjávarsíðunni, svo að stórir flákar eru að sjá sem graslausir þó kafgras sé allt í kring. Eru menn ekki sammála um af hverju þetta stafar þvi að ekki hafa vorfrostin verið það mikil nú. — Fréttaritari. Slátfur hafinn i Þingeyjarsýslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.