Morgunblaðið - 14.06.1960, Page 8

Morgunblaðið - 14.06.1960, Page 8
8 MORCVNBT AÐTÐ Þriðjudagur 14. júni 1960 Sjómannadagur í sólskini Tekið á móti heiðursmerkjum. Talið frá vinstri: Sigurjón Kristjánsson, vélstjóri, Auðunn Sæm- undsson, Sigurður Einarsson, Selfossi, Elín Jóhannsdóttir (Péturssonar, skipstjóra), Henry Hálfdánarson. — Sitt til hvorrar handar eru fánaberar. — Á myndina vantar Grím Þorkels- son, skipstjóra, sem einnig var sæmdur heiðursmerki. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) SJÓMANNADAGURINN var hátíðlegur haldinn um land allt sl. sunnudag. Hér í Rvík var veður hið bezta, sem sézt hefur lengi, sól og blíða. — Blöktu fánar á skipum í höfninni og húsum í bænum frá því snemma um morgun- inn. Þátttaka í hátíðahöldun- um var mikil og sala merkja dagsins og Sjómannablaðsins gekk vel. Hátíðahöldin hófust með messu f Laugarásbíó. Séra Garðar Svav- arsson messaði. Kl. 2 hófust úti- hátíðahöld á Austurvelli. Séra Óskar J. Þorláksson flutti minn- ingaræðu um sjómenn, sem látizt höfðu á árinu. Nítján sjómenn hafa látizt við störf sín frá síð- asta sjómannadegi og var þeirra minnzt með því að blómsveigur var lagður á gröf óþekkta sjó- mannsins í Fossvogskirkjugarði. Þá söng Kristinn Hallsson ein- söng. Næst fluttu ræður Emil Jóns- son, sjávarútvegsmálaráðherra, Hafsteinn Baldvinsson, skrif- stofustjóri og Egill Hjörvar, vél- stjóri. Sj ávarútvegfcmálaráðherr a kvað veiðiflota landsmanna aldrei hafa bætzt jafnmikill kostur myndarlegra báta búna fullkomnum tækjum og sl. ár. Þá væru tveir togarar nýkomn- í vetur ,er krónan var skráð á því gengi er ætla mátti að dygði til þess að útflutningsframleiðsl- an gæti staðið undir sér án nokk- urra opinberra bóta. Þá ræddi hann nokkuð um landhelgismál- ið og lét í ljós þá ósk, að Bret- ar tækju aldrei framar upp vopn- aða gæzlu togara í íslenzkri land- heigi. Hafsteinn Baldvinsson vék m. a. í ræðu sinni að launakjör- um sjómanna. Kvað hann -að ferðir við launaútreikninga þeirra meingallaðar og erfitt að halda þeim áfram við þær breyttu aðstæður, er leiddu af efnahagsráðstöfununum. Væri það því ánægjuefni, að sjómenn hefðu á ráðstefnu sinni nýverið lagt eindregið til, að haf- izt yrði handa um endurskoðun þessa launakerfis í samvinnu við útvegsmenn og með gagnkvæm- um skilningi ætti að mega finna farsæla lausn þessa máls. Þá fór ræðumaður nokkrum orðum um þær skemmdir á hrá- efni, sem borið hefði á að und- anförnu, sem brýna nauðsyn bæri til að færa til betri vegar. Egill Hjörvar ræddi um tilgang Sjómannadagsins og hagsmuna- og áhugamál sjómanna. Fór hann nokkrum orðum um launakjör sjómanna og nauðsyn þess ,að þeir bæru ekki minna úr být- um en þeir, sem ynnu að aflan- um í landi. Væru sjómannasam- tökin vel vakandi fyrir öllum breytingum á kjörum félaga sinna. Að lokum sagði Egill, að sjó- menn tækju sér í munn á þess- um degi orð Grettis Ásmunds- sonar og segðu til þeirra, sem stýrðu landinu og þjóðarinnar: „Ekki mun skuturinn eftir liggja ef vel er róið framá“. Heiðursmerki og kappróður Þá voru afhent heiðursmerki Sjómannadagsins og Fjalarbik- arinn. — Einnig fór fram kapp- róður og kepptu tíu skipshafnir. — Eyjólfur Jónsson, sundkappi, synti Viðeyjarsund í tilefni dags- ins og kom að landi í þann mund sem róðurinn var að hefjast. — Skipverjar á Guðmundi Þórðar- syni unnu kappróðurinn. Enn lifir í gömlum glæðum Eýjólfur Jónsson á Viðeyjarsundi á Sjómannadaginn. (Ljósm. Sveinn Þormóðsson). fr til landsins og þrír væntan-' legir. Þá væri það einnig gleði- efni, að á síðustu vertíð hefði þurft að ráða um helmingi færri erlenda menn til starfa á fiski- skipaflotann en árið áður. Ráðherrann vék að því, að síð- ustu ár hefði oft Verið hugsað meira um aflamagnið en gæði aflans, en einnig í þessu efni væri orðin breyting til batnað- ar. Minnti ræðumaður í því sam- bandi á lög um ferskfiskeftirlit, er samþykkt voru á síðasta þingi. Ræðumaður minntist á hina breyttu skipan, er tekin var upp Samkomuí Fíladelfía Almenn samkoma kl. 8;30. — Daníel Glad og Garðar Ragnars- son tala. Allir velkomnir! Kennsla Lærið ensku í Englandi. í eina sameiginlega hótelinu og málaskólanum í Bretlandi. — Stjórnað af Oxford-manni. Frá £ 10 á viku með öllu. — Aldur 16— S0. — THE REGENCX, Ramsgate, England. Rússar viður- keima mannrán BONN, 8. júní (Reuter — Rauði kross Vestur-Þýzkalands til- kynnti í dag, að þýzki lögfræð- ingurinn Walther Linse hafi lát- izt í Rússlandi 15. desember 1053. Linse var einn af helztu forustu mönnum samtaka frjálsra lög- fræðinga í Vestur-Berlín og varð það 1952 mjög híjóðbært um all- án heim, þe£ar austur-þýzkir kommúnistar rændu honum frá heimilj hans, og fluttu hann með valdi austur yfir járntjaldið. Lögfræðingasamtökin fengu fregnir af því að austur-þýzkir kommúnistar hefðu haldið Linse í fangelsi fram á sumar 1953, en þá var hann afhentur rússnesku hernámsyfirvöldunum, og flutt- ur til Rússlands. Þegar hernáms- stjórnir Vesturveldanna í Berlín ítrekuðu margsinnis mótmæli sín vegna meðferðarinnar á Linse. þóttust Rússar aldrei vita neitt um það, hvar hann væri niður kominn. En fyrir skömmu veitti rússneski rauði-krossinn upplýsingar um að hann hefði látizt í Rússlandi fyrir rúmum sex árum. — Próf. Richard Beck ræð/r við fréftamenn um þjóðræknismálin PRÓFESSOR dr. Richard Beck, sem fyrir skömmu er kominn hingað til lands í heimsókn og mun dveljast hér að mestu sumarlangt, ræddi við fréttamenn síðdeg- is í gær. Eins og vænta mátti af hálfu þessa ötula formælanda traustra tengsla íslenzks fólks í Vestur- heimi við ættjörðina, bar þjóð- ræknismálin einkum á góma í viðtalinu. 40 ára stúdentsafniæli Próf. Beck sagði, að sér væri ekki sízt kærkomið að vera hér um þessar mundir, þar sem hann ætti nú 40 ára stúdentsaímspli. En það var einmitt ári eftir það, er próf. Beck hélt vestur um haf fyrst til náms en síðan starfs. Vitanlega kæmi hann þó hingað líka í þjóðrækniserindum. Marg ir vestra hefðu beðið sig fyrir kveðjur, og væri hann önnum kafinn við að koma þeim til skila og ætti þó enn margar eftir. ' — Ekki get ég, sagði prófessor- inn, — ímyndað mér betra hlut- skipti, en að vera boðberi frænd seminnar og góðhugarins milli Vestur-íslendinga og þeirra, sem hér heima búa. Þá drap próf. Beck á fyrirlestur sinn í Haskóla íslands í kvöld, þar sem fjallað verður um ýmis málefní Vestur-íslendinga, og kvaðst vera þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að halda hann. islenzkt fólk vestra í Vesturheimi búa nú, að því er talið er, um 40 þúsund manns af íslenzku bergi brotnir. Á árunum frá þvi um 1870 og fram að alda- mótum er áætlað að um 12 þús- und manns hafi flutzt búferlum héðan vestur um haf. Og héldu flutningarnir áfram að nokkru fram undir 1930, nema kvað mjög lítið var um þá á árunum fyrir heimsstyrjöldina og meðan hún stóð yfir. Starfsemi Þjóðræknisfélagsins í Vesturheimi hefur verið með ágætum, en próf. Richard Beck hefur tvívegis verið forseti þess, í síðara sinnið nú um 4 ára skeið. Sagði hann að tvö síðustu þing þess hefðu verið mjög vel sótt og þótt hin ánægjulegustu. Ekki væri því þó að neita, að á bratt- ann væri að sækja, eftir því sem gamla fólkinu héðan fækkaði. — En samt höldum við hópinn, því enn lifir í gömlum glæðum, sagði próf. Beck. íslenzkan væri töluð, þar sem því yrði við komið, og skiptu þeir enn hundruðum — ef ekki þúsundum — sem hana kynnu. Annars staðar, einkum meðal yngstu kynslóðarinnar, væru tengslin við ísland og það sem íslenzkt væri efld á enska tungu. Og vissulega yrði líka vart hjá mörgu því fólki, sem ekki talaði málið lengur, djúprar rækt arsemi við íslenzkt efni. Auk margvíslegra mála vestra, nefndi próf Beck, að þjóðræknis- félagið hefði lagt nokkurt lið skógræktinni hér heima með plöntugjöfum og nokkru fé. Þá væri nú verið að undirbúa komu Karlakórs Reykjavíkur vestur þangað næsta haust — og væri þeirrar heimsóknar beðið með mikilli eftirvæntingu. Heimsóknir héðan mikilvægar Próf. Beck ræddi nokkuð um íslenzkar heimsóknir vestur í byggðir íslendinga og kvað þær ómetanlegar. — Nýafstaðin heimsókn bisk- upsins yfir íslandi, séra Sigur bjarnar Einarssonar, var merk- ur viðburður, sem við landar hans kunnum vel að meta, sagði próf. Beck. — Hann prédikaði á nær hverju kvöldi, ýmist á íslenzku eða ensku, og flutti auk þess margar ræður og talaði við fólk ið. Með komu sinni treysti hann áreiðanlega drjúgum bræðra- böndin og tengslin við fósturjörð ina. j Nú væri háskólarektor, dr. Þor kell Jóhannesson, vestra, og mundi þá væntanlega ferðast um íslendingabyggðirnar, þar sem Próf. Ricliard Beck honum yrði áreiðanlega vel tek ið. — Áframhaldandi samstarf við hérlenda aðila er lífsnauðsyn fyrir þjóðræknisstarfið, sagði próf. Beck, — því að það er eins og skáldið sagði: „Rótarslitinn visnar vísir“, Mikil ánægja væri að vita til þess, að við hér heima vildu halda samstarfinu áfram. En áhuginn fyrir því hefði m.a. komið glöggt í Ijós við útgáfu ritsins „Edda“ nú ekki alls fyr- ir löngu, þar sem margir af for- ystumönnum þjóðarinnar hefðu ritað snjallar greinar til mikillar hvatningar í þessum efnum. " Sitthvað fleira kom fram í viðtali próf. Richards Beck við fréttamenn í gær, en allt bar mál hans vott hins eldlega og ódrep- andj áhuga fyrir vestur-íslenzk- um tengslum — og þeirrar rót- grónu þjóðrækni, sem við hér heima höfum svo oft orðið varir og vissulega metum mikils. Mun ferðast um landið Að þessu sinni mun prófessor inn dveljast hér sumarlangt, nema hvað hann mun skreppa til Noregs í hálfsmánaðarferð síðari hluta júlímánaðar. Hér á landi mun próf. Beck bæði fyrir og eftir þá för ferðast talsvert um og m.a. flytja erindi í flestum landshlutum. Þeir sem einkum hafa staðið að heimsókn hans hingað nú eru þeir Árni Bjarnar son, bókaútgefandi, Árni Jóns- son, stórkaupmaður, og Unn- steinn Beck, tollgæzlustjóri, auk svo nefndar þeirrar, sem hér starfar að auknum samskiptum við íslendinga í Vesturheimi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.