Morgunblaðið - 14.06.1960, Side 12

Morgunblaðið - 14.06.1960, Side 12
12 MORGUNBT. AÐIÐ Þriðjudagur 14. júnx 1960 wgifttMðfrifr Útg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. STYÐJUM VIÐ- REISNARSTARFIÐ rORMANNARÁÐSTEFNA * Sjálfstæðisflokksins sem lauk sl. laugardag lýsti á- nægju sinni yfir því, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur á örlagastundu tekið að sér forystu um stjórn landsins og úrlausn hinna alvarlegustu vandamála. Jafnframt lýsti ráðstefnan eindregnum stuðn ingi við viðreisnarstefnu rík- isstjórnarinnar og stuðnings- flokka hennar. Formanna- ráðstefnan skoraði á alla ís- lendinga að styðja ríkis- stjórnina í viðleitni hennar til þess að koma efnahags- málum þjóðarinnar á traust- an grundvöll, því að á þann hátt einan væri auðið að tryggja auknar framfarir og batnandi lífskjör í landinu. Engum hugsandi manni getur blandazt hugur um það, að íslendingum ríður lífið á því að ríkisstjórnin fái frið til þess að framkvæma viðreisnarstefnu sína. Ef þær jafnvægisráðstafanir, sem nú hafa verið gerðar yrðu brotn- ar niður, hlyti af því að leiða fjárhagslegt hrun og ófyrir- sjáanlegt öngþveiti. SORGLEG ÖMENNING OEYKVÍKINGAR hafa al- mennt fagnað því, að undanfarin ár hefur verið gert meira til þess en nokkru sinni fyrr að prýða og fegra bæinn. í því skyni hefur blóma- og trjárækt mjög ver- ið aukin og mörg svæði, sem áður voru girt, opnuð almenn ingi til afnota. Með þessu hefur tvímæla- laust verið stefnt í rétta átt. Fólkið á að eiga aðgang að hinum grónu svæðum borgar sinnar. Það er frumskilyrði þess, að blóma- og trjárækt verði því sá yndisauki, sem að er stefnt. Lítilmótleg skemmdariðja En því miður er til fólk í Reykjavík, sem ekki kann að meta viðleitnina til þess að fegra og prýða bæinn. Þetta fólk leggst svo lágt að vinna skemmdarverk á trjám og blómum. Einn af blaðamönn- um Morgunblaðsins fór fyrir nokkrum dögum með garð- yrkjustjóra bæjarins og skoð- aði bæjargarðana. í lýsingu blaðamannsins á þessu ferða- lagi í blaðinu sl. sunnudag er m. a. komizt að orði á þessa leið: „Við komum fyrst í Tjarn- argarðinn. Milli litlu Tjarn- arinnar og Bjarkargötu eru falleg, gömul tré, þar sem fólki þykir gott að sitja í skjóli á góðviðrisdögum. Þar er hvert tréð af öðru dauða- dæmt, búið að fletta berkin- um af með hníf, hringinn í kringum stofninn, svo vökvi streymir ekki lengur upp eftir trénu og það lifir ekki annað ár. Þar teygði reynitré sig hálfan þriðja meter upp í loftið, en með banvænt sár um stofninn. Einasta seljan í garðinum er einnig búin að vera. Ótal 15—20 ára gömul tré hafa verið snúin niður, önnur tálguð og í sum hefúr verið klifrað og þau sveigð niður, svo hægt væri að bark- arfletta stofninn. —• Hér verður að höggva nið- ur hundruð eyðilagðra trjáa næstu daga, sagði Hafliði (garðyrkjustjórinn). Og þó var hér hreinsað allt í vor. Þetta eru allt nýjar skemmd- Ljót lýsing Þetta er vissulega ljót lýs- ing á hörmulegu atferli. En hverjir eru það, sem slíka iðju stunda? Garðyrkjustjórinn svaraði einnig þeirri fyrirspurn blaða manns Morgunblaðsins. Hann komst m. a. um það að orði á þessa leið: „Ég held að þarna séu mest að verki 12—14 ára strák^r og jafnvel stelpur líka. Kannski vita þau ekki einu sinni að þau eru að drepa trén með því að skera af þeim börkinn. Eða þeim er alveg sama. Til er líka fullorðið fólk, sem eyðileggur trén“. Um þetta atferli er óþarfi að hafa mörg orð. Hér er um sorglega ómenningu að ræða, ómenningu, sem verður að uppræta. Það fólk, sem þannig hagar sér, verður að vita að það hefur á sér fyrirlitningu og andúð allra góðra manna. i UTAN IIR HEIMI Slys MÁNUDAGINN 30. maí sl. fór fram í Indianapolis hinn árlegi 500 mílna kappakst- ur. Umhverfis brautina höfðu verið reistir pallar úr aluminium, sams konar og notaðir eru af húsamálur- um. Á einum pallinum voru um 150 manns saman komn- ir og þegar bifreiðunum var ekið reynsluferð um braut- ina, hölluðu áhorfendur sér fram til að sjá betur. Allt i einu tók pallurinn að hall- ast og féll loks fram yfir sig. Tveir menn létust úr hálsbroti, en um 70 særð- ust, sumir hættulega. Stærri myndin sýnir þeg- ar pallurinn er að falla, hin myndin særða áhorfendur bíða læknishjálpar. Sigurvegari í kappakstr- inum varð Jim Rathmann, sem ók með að meðaltali 138,767 mílna hraða á klst. (223,3 km.), og er það nýtt met, en gamla metið var 135,857 mílur á klst. (218,6 km.). Hvítir flýja Um 100.000 hvítra manna lifa nú í ótta í Belgiska Kongo. Land- ið fær sjálfstæði 1. júlí og veit enginn hver verða viðbrögð blökkumanna á sjálfstæðisdegin- um, en þeir eru 15 milljónir. Kom ið hefur verið á „loftbrú“ til að flytaja hina hvítu burt úr land- inu ,og hefur hún ekki undan. Kortið sýnir landamæri ríkis- ins og helztu borgir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.