Morgunblaðið - 28.06.1960, Side 10

Morgunblaðið - 28.06.1960, Side 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 28. júní 1960 NÝJASTA kvikmynd, sem United Artists hefur látið frá sér fara, er „Harðsvíraðir ná- ungar í New York“. Aðalhlut- verið leikur 25 ára gamall leikari, John Saxon, og mót- leikari hans er Linda Christal. John Saxon er fæddur í Brooklyn og er fæðingarnafn hans Carmen 'Orrico. Hann hefur komið fram undir ýms- um nöfnum, svo sem Coby Bennet o. fl. Fyrsta sigur sinn vann hann í kvikmyndinni „Næturgesturinn hennar“, þar sem siindrottningin Ester Williams lék sitt fyrsta hlut- verk, alvarlegs eðlis. Kvikmyndin „Harðsvíraðir náungar í New York“ fjallar um unglingspilt, Miguel (John Saxon), sem sleppt er lausum úr fangelsi, þar sem hann hafði setið stuttan tíma fyrir smávægilega yfirsjón. Hann er ákveðinn í að lifa heiðar- legu lífi og vinna fyrir dag- legu brauði, en fortíðin eyði- leggur öll tækifæri hans. — Unglingaflokkur hefur kom- izt á snoðir um afrek hans og reynir á allan hátt að fá hann í flokkinn, og nota unga stúlku til að flækja hann í netið. Það heppnast, Miguel verður yfir sig ástfanginn í stúlkunni og leggur á ný út á glæpamannabrautina. — Að loknu ráni lendir hann í deil- um við einn bófanna og skýt- ur hann í sjálfsvörn. Og þá eru öll sund lokuð. Hann er útilokaður frá öllu samfélagi. John Saxon Sir Laurence Olivier og 4oan Plowrigiit Umtalaður skilnaður Skilnaðarmál sir Laurence Olivier og lady Vivien Leigh hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og um heim allan, en það hjónaband þótti til fyr irmyndar og hefur varað leng ur en títt er um kvikmynda- leikara. Það er leikkonan Joan Plowright (28 ára), sem komst upp á millj þeirra hjóna. Þau sir Laurence léku saman ,í kvikmyndinni „Tribune-hetj. an“, og hafa einnig lgjkið saman á sviði. Joan Plowright þarf einnig að sækja um skiln að, ef hún óskar eftir að ganga í það heilaga með sir Laur- ence, en hún er í augnabiik- inu gift leikaranum Roger Gage. Vivien Leigh hefur upp á síðkastið fengið hvert tauga- áfallið af fætur öðru og dvalið langdvölum á sjúkrahúsum: — Ég mun gera allt, sem sir Laurence óskar eftir, sagði hún, þegar hún fyrir skemmstu ræddi um skilnað þeirra hjóna, og þykir það óvenjulega hyggilega mælt af hinni frægu leikkonu. Nýr fram- leiðandi Kvikmyndaleikarinn Curd Júrgens, sem til skiptis hef- ur leikið í þýzkum og amer- ískum kvikmyndum, hefur ákveðið að byrja sjálfur að framleiða kvikmyndir Hefur hann stofnað félag undir nafninu Cinester og mun það mjög bráðlega byrja á sinni fyrstu kvikmynd. En Júrgens verður ekki aðeins framleiðandi kvikmyndarinn- ar, heldur leikur hann einnig aðalhlutverkið. Fyrsta myndin verður saka- máiamynd — Júrgens segir sjálfur að hún sé af „Hitch- cock-gerðinni“ — og á að heita „Búrið“. Flest atriðin verða tekin í Frakklandi. — Leikstjóri verður Jean Sacha. SKAK — Einar i Sindra Framh af bls. 6. ar en ef það er keypt beint frá verksmiðjunni svo að maður minnist ekki á þann ógnartíma, sem farið hefur forgörðum í leit- ina og tafir á verkinu. En þegar fcirgðastöð er á staðnum er málið venjulega fljótleyst. Einfallt dæmi — Dæmið er ósköp einfalt: Við getum sagt, að tvær slíkra birgða stöðvar væru í landinu og hvor um sig hefði 1500 tonna birgðir af járni og stáli að verðmæti um 22 milljónir króna. Gerum ráð fyrir að járniðnaðurinn ssekti megnið af efninu í þessar stöðvar og sparaði sér þannig tugi millj- óna í fjárfestingu á ári. En ef þessar birgðastöðvar hættu skyndilega störfum t. d. vegna lágrar álagningar eða rekstrar- fjárskorts — þá getrm við áætl- að, að hvert fyrirtæki verði að koma sér upp að meðaltali um 200 tonna birgðum. Þetta yrði að einhverju leyti keypt beint frá verksmiðjunum, en að talsverðu leyti frá erlendum birgðastöðv- um. Við getum áætlað, að fyrirtækin væru 60 og samanlagt yrðu þau þá að liggja með 12,000 tonna birgðir. Fjárfestingin yrði þá þessi: I. 60 fyrirtæki 12,000 tn. verð- mæti 88 millj; kr. II. 2 fyrirtækj 3,000 tn. verð- mæti 22 millj. kr. 6 millj. í vexti En hvert um sig yrðu fyrirtæk- in ver sett hvað hráefnisöflun snertir. Og ef við miðum við fjölda fyrirtækjanna hér, þá hækkar fjárfestingin meira en lítið. Nú hafa t. d. á þriðja hundr að vélsmiðjur og önnur ]árniðn- aðarfyrirtæki um allt land við- skipti við Sindra. En útkoma fyrrgreinds dæmis verður sú, að 66 milljónir eru lagðar í óhag- stæða fjárfestingu. Vextirnir af því eru 6 millj. og þetta er fé, sem ;árniðnaðurinn þarf að nota til uppbyggingar en ekki niður- rifs. Það er því miklu nagstæð- ara tyrir fyrirtækin að geta leit- að til birgðastöðva en hafa eigin birgðir. Og fyrir þjóðarbúið er hagnaðurinn stór. Mikilvægt þjónustuhlutverk — Þegar keypt er af hinum er- lendu birgðastöðvum er verðið oft 20% hærra en beint frá verk- smiðjunum. Öþarfa gjaldeyris- eyðsla nemur því auk þess þess- um 20%, því erlendis er hvergi hægt að fá vöruna ódýrari. Á mótinu, sem ég var á, voru allir á einu máli um, að ekki væri hægt að starfrækja birgðastöð meÖ minni álagningu. — En birgðastöð verður ís- lenzkur járniðnaður að hafa. I henni er fólginn geysilegur hagn- aður fyrir þjóðarbúið. Birgða- stöðin gegnir þjónustuhlutverki, þar þurfa alltaf að vera fyrir- liggjandi mörg hundruð stærðir og tegundir af- járni og stáli og þeir, sem innkaupin gera, verða | að gera sér greiw fyrir þörfinni á hverjum títna. Þeir, sem við það fást, verða að gjörþekkja okkar iðnað á þessu sviði og hafa reynzlu að baki svo að vel fari. En þetta er líka tvímælalaust eitt mesta hagsmunamál járniðnað- arins, en járn- og vélaiðnaður eru eitt af frumskilyrðum aukinnar framleiðslu og framfara í land- I inu. ÚRSLIT á meistaramóti USA hafa verið kunngerð hér fyrir alllöngu, en því miður hefur heimsmeistaraeinvígið tekið upp svo mikið rúm í blaðinu, að ekki hefur verið fært að birta reglu- legan skákþátt á meðan á því stóð, og þar af leiðandi ekki ver- ið hægt að sýna skák frá áður- nefndu móti. Ég vil því í þessum þætti reyna að bæta úr þessu og kynna ykk- ur taflmennsku unglingameistara Bandaríkjanna R. Weinstein, en andstæðingur haná er kunningi okkar Pal Benkö, sem ver sig á Spánska vísu, og beitir „opna af- brigðinu“ Weinstein nær undir- tökunum í miðtaflinu og notar vel alla þá möguleika sem hon- um veitast. OPNA MEISTARAMÓTIÐ 1959 Hvítt: R. Weinstein Svart: Pal Benkö Spánski leikurinn. I. e4, e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4, Rf6 5. 0-0, Rxe4 Þrátt fyrir að skákfræðin hafi ekki ennþá fundið óhyggjandi yfirburðj fyrir hvítt í þessu af- brigði, þá hefur vegur þess far- ið mjög minnkandi síðan 1948. 6. d4, b5 7. Bb3, d5 8. dxe5, Be6 9. De2 Af flestum talin skarpasta leiðin (Moskva-leikur- inn), en á allra síðustu árum hef- ur 9. Be3 átt mestum vinsældum að fagna, vegna þess að með textaleiknum gefur hvítur' svört- um færi á að stýra inn í langa „runu“ frá USSR sem að visu er álitin gefa hvítum betra tafl, en hin gífurlegu uppskipti torvelda mjög allar vinningstilraunir. 9......Rc5 10. Hdl, b4(?) Af skiljanlegum ástæðum forðast Benkö áðurnefnda „runu“, sem hefst með 10.....Be7 11. Bxd5 Bxd5 12. Rc3 Bc4 13. Hxd8f Hxd8 14. De3 b4 15. b3 Be 6 og allar götur fram til 26. leiks. Leik urinn sem Benkö velur hefur ver- ið reyndur að Reshewsky gegn Smyslof í Moskvu, en án þess að svörtum takist að jafna taflið. Aftur á móti hefur leikurinn þann kost að hafa verið mjög lít- ið notaður síðan áðurnefnd skák var tefld. II. Bg5 í stórmóti T.R. 1957 lék ég þessum sama leik gegn Pilnik, en nákvæmara er Be3! eins og Smyslof lék. 11..... Dd7 Rangt. Betra er 11.....Be7, Bxe7 13. c4, Rxb3 14. axb3, Dc8 og svartur hefur þolanlega stöðu. 12. Rbd2 h6 13. BeS Ra5. — Hér lék Pilnik 14.....Rxb3 15. axb3 Dc8 og þá var sterkast að leika 16. c4 ásamt cxd5 og Rc4 með greinilega betra tafli fyrir hvítann. Texta leikurinn getur hvorki talist lakari né betri, en leikur Pilniks. 14. Rd4, Be7 15. c4! Eins og þegar hefur verið bent á með mörgum dæmum er þetta ein- kennandi leikur fyrir þetta af- brigði (9. De2) og nú er vanda- samt fyrir svart að velja beztu leiðina. 15.....bxc3 framhj. hl. H. Kmoch bendir á í skýringum, sínum við skákina í Chess Review 15.....Raxb3 16, R2xb3 Rxb3 17. axb3 hefur svartur einnig við erfiðleika að etja nr. 1) 17... 0-0 18. Rxe6 fxe6 19. Dg4 (Hót- ar Hxd5 og Bxh6) 19.......Kh8 20. cxd5 og vinnur. 2) 17...c5 18. Rxe6 fxe6 19. Dh5f og vinnur. 3) 17 .... c6 18. cxd5 Bxd5 19. Hxa6 Hxa6 20. Dxa6 Bxb3 21. Hcl og vinnur peð. Af þessum dæmum má sjá að staða svarts er allt annað en öfundsverð. 16. bxc3 Raxb3 Kmoch bend- ir á að betra hefði verið að bíða með þennan leik og leika 16.... 0-0, en hann gætir ekki að því, að eftir 17. Rxe6!, fxe6 (þving- að) 18. Bc2! og svarta kóngs- staðan er illverjandi; eða jafnvel I óverjandi! 17. axb3 0-0 18. Ha5! Fall- egur leikur, en nærliggjandn Svartur hótar Hxc5 og Rxe6 sem inni að minsta kosti tvo létta menn fyrir hrók. 18.....Bg4 19. f3 Bh5 20. Rf5! Rb7 Ekki 20.......Dxf5 vegna 21. Bxc5 Bxc5 22. Hxc5 og vegna hótunarinnar g4 vinnur hvítur lið. 21. Rxe7f Dxe7 22. Hxd5 c6 Þannig vinnur svartur peðið aft- ur, en Bh5 lendir í stofufangelsi- 23. Hd4 Dxe5 24. g4! Bg6 25. f4 Db5 Ef 25.....De7 þá 26. f5 og Df3 með prýðilegum sóknarmöguleikum. 26. Dxb5 cxb5 27. f5 Hfe8 Millileikur, sem hefur ekki mikla þýðingu. 28. Kf2, Bh7 29. b4 Eins og sjá má er Benkö gjörsamlega yfirspilaður og þar á bætist að hann er í hroðalegri tímaþröng. 29.......He7 30. Re4 Hae8 31. Kf3 Ef nú 31.....Rd6 þá 32. Rxd6 Hxe3f 33. Kf4 H8-e7 34. Re4 og vinnur skiptamun. 31.....a5 Þessi tilraun kem- ur ekkí að haldi eins og næsti leikur hvíts sýnir. ABCDEFGH ABCDEFGH Staðan eftir 31.a7-a5 32. Bxh6! Nákvæmt reiknað. T.d. 32.....gxh6 33. Rf6 Kg7 34 Rxe8t Hxe8 35. Hd7 Hb8 36. Hl-d5 og vinnur. 32.......Hxe4 33. Hxe4 Hxe4 34. Kxe4 gxh6 35. Hd7 og vinnur. 32.....a4 33. Bxg7! Þessi leikflétta byggist því eingöngu á því hversu Bh7 og Rb7 eru illa staðsettir. 32.....f6 33. Hd7! axb4 — 33.....a4 svarar hvítur með Bf4. 34. exb4 Kh8 35. Hxe7 Hxe7 36. Be3 Bg8 37. Bf4 Bc4 38. Hd2 Fyrirbyggir Be2f 38 ....Kg8 39. h4! Hvítur stefnir að myndun frelsingja. 39 ....Kf7 40. g5 fxg5 — Hér er svartur í leikþvingu. T.d. 40..... He8 41. Hd7f He7 42. Hxb7! og Rd6t 41. hxg5 Ke8 42. g6 Bb3 43. f6 — og svartur gast upp. SKÁKÞRAUT Hér fylgir svo að lokum skemmtilegt tafllok eftir J. Bethge: ABCBEFGH ABCDEFGH Svartur lék síðast Ke3—f2! og nú á hvítur að halda jafntefli. I. R. Jóh.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.