Morgunblaðið - 28.06.1960, Síða 12

Morgunblaðið - 28.06.1960, Síða 12
12 MORGVNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 28. júní 1960 Útg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. HVAÐ HEFÐI ORÐIÐ ? E G A R menn hugleiða efnahagsmálin, er eðli- legt, að þeir geri sér grein fyrir því, hvað hér hefði orð- ið, ef áfram hefði sigið á ó- gæfuhlið vinstri stefnu. — í fyrsta lagi verður þá ljóst, að þróun sú, sem há- marki sínu náði við fall vinstri stjórnarinnar, hefði leitt til þess, að hér hefði orð- ið óðaverðbólga og vísitalan farið upp í a. m. k. 270 stig, þegar á síðasta ári. í öðru lagi hefðu skuldir erlendis aukizt stórkostlega, ef lán hefðu þá nokkurs staðar ver- ið fáanleg. En þegar lántökur þraut hefði skapazt mjög al- varlegur gjaldeyrisskortur, samdráttur og atvinnuleysi. Jafnframt var svo uppbóta- kerfinu þannig háttað, að út- flutningssjóður hefði orðið gjaldþrota þegar er draga þurfti verulega úr innflutn- ingi, ef honum hefði ekki verið séð fyrir nýjum tekj- um. í þriðja lagi hefði því orðið að taka upp nýja og stórkostlega skattaálagningu til þess annars vegar að greiða auknar uppbætur vegna verð- bólgunnar og hins vegar að bæta útflutningssjóði það tjón, sem hann liði af því að innflutningur minnkaði. — Mundu þessar skattabyrðar hafa numið mörgum hundr- uðum milljóna króna. HVAÐ ER? AUÐVITAÐ eru menn ekki ánægðir með þá erfið- leika, sem þessa mánuðina eru samfara hinni nýju efna- hagsstefnu. En þegar núver- andi ástand í þjóðmálunum er borið saman við þessa óhugnanlegu mynd, sem við blasti, þá sjá allir heilskyggn- ir menn, að vel var ráðið að hverfa að nýjum stjórnar- háttum í efnahagsmálunum. Með efnahagsráðstöfunun- um hefur tekizt að koma í veg fyrir áframhaldandi halla búskap. Þær hafa leitt til stóraukinnar sparifjársöfnun- ar, til hagstæðari verzlunar- jöfnuðar og þær hafa tryggt fullan rekstur atvinnutækj- anna og næga atvinnu. Allt hefur þetta tekizt, án þess að verulegar byrðar væru lagð- ar á landslýð. Og til að létta þær byrðar, sem óhjákvæmi- legar voru, hafa verið teknar upp fjölskyldubætur, sem mjög hjálpa þeim, sem erfið- ast eiga í lífsbaráttunni. Eru menn þegar farnir að njóta þeirra. Jafnframt léttir svo hin mikla skattalækkun von bráðar verulegum byrðum af almenningi. Þannig eru menn nú þegar farnir að finna, að átak það, sem þurfti til að koma efna- hagslífinu á heilbrigðan grundvöll, var ekki eins til- finnanlegt og stjórnarand- stæðingar vildu vera láta. En meginatriðið er þó að efna- hagsráðstafanir voru ekki miðaðar við þessa fáu mán- uði heldur framtíðina. HVAÐ VERÐUR? ivAXTANNA af erfiði því, sem borgararnir í heild leggja nú á sig, munu þeir von bráðar fá að njóta. Horf- ið hefur verið frá hallabú- skap, höftum, uppbótum og nefndaskipulagi og til svip- aðra stjórnarhátta og tíðkast í nágrannalöndum okkar, sem háþróuðust eru og tryggja þegnum sínum bezt lífskjör samfara fullkomnustum lýð- réttindum. Slíkt heilbrigt þjóðlíf er nú einnig að verða að veruleika hér á íslandi. Fram að þessu hafa efna- hagsráðstafanirnar í öllu til- liti svarað til björtustu vona þeirra, sem að þeim hafa staðið. Ef eyðileggingaröflum tekst ekki að torvelda sókn þjóðarinnar til betri lífskjara, þá má telja öruggt, að innan skamms fari menn að njóta gæða hins nýja framfaratíma- bils, sem markar spor í efna- hagssögu þjóðarinnar. Hin nýja sparnaðarvið- leitni, traustið á gjaldmiðlin- um og frjálsræði það, sem leysir úr læðingi afl borgar- anna, mun von bráðar leiða til stórstígra framkvæmda og efnahagslegs öryggis alls almennings. Þegar þessar staðreyndir eru hafðar í huga, þá þarf engrar afsökunar að biðja á því þó að stjórnarstefnan kunni að þrengja hag manna eitthvað um nokkurra mán- aða skeið. Þvert á móti geta stjórnarflokkarnir verið stolt- ir af djörfung þeirri, sem þeir hafa sýnt. ROT- höggið Myndirnar her á síðunni eru frá viðureign þeirra Floyd Patterson og Inge- mars Johansson. — Syna þær þegar Patterson sló Johansson rothoggið í 5. lotu. — Ekki verður sagt að íþróttin sé fögur!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.