Morgunblaðið - 28.06.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.06.1960, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 28. júní 1960 MORGUNÉLAÐIÐ 23 Fyrsta markið: Knötturinn hrekkur af varnarleikmanni Red Boys í mark. Helga Björgvinssyni, en hafnaði til allrar lukku í marki Red Boys. Sendingin var ætluð Akranes — Red Boys á sunnudag Eitt mark hjá hvoru ííhi - bæbi sjálfs- mörk RED BOYS frá Luxemborg i mætti Akranesliðinu á sunnu- frá knattspyrnumótum. Voru það Þórður Þórðarson og Jón Leós dagskvöldið. Leikurinn var | son. Settu þeir báðir svip á lið- vægast sagt lélegur, þó á köf 1- um (einkum undir lokin) væri barizt af krafti og þá af meira kappi en forsjá. Gest- irnir vóru öllii ákveðnari í leik sínum nú en gegn KR. Þeim er nokkur afsökun í malarvellinum, því þar tekur knötturinn önnur viðbrögð en á grasi, sem þeir eru vanir. En liðið faefur ekki megnað í tveím leikjum að sýna okk- nr neitt það, sem islenzk knattspyrna býr ekki yfir. — Hafa okkar menn þó oft feng- ið að heyra það, að þeir séu í lélegri klassanum. * GAMALKUNNHt GARPAR Akranes kom með tvo gamal- kunna menn fram á leikvanginn — eftir allanga fjarveru þeirra Breiðablik vann Revni ÍSLANDSMÖTIÐ í 8. deild hélt áfram á sunnudaginn var í Sand- gerði. i>ar mættust UMF Breiða- blik úr Kópavogi og Reynir í Sandgerði. Flestir Suðurnesjamenn munu hai'a spáð Færeyjarförunum létt- um sigri yfir Breiðabliki því eng ar frægðarsögur hafa verið skrif- aðar um knattspyrnusigra þeirra Kópavogsbúa. En hér fór nokkuð á annan veg. Breiðablik sigraði með einu marki gegn engu. Leikurinn í heild var lélegur, einkum þó af Sandgerðinga hálf u. Nokkur vindur var, og því áríð- andi að reyna að halda knettinum niðri. Hefði maður ætlað að jafn leikvanir menn og margir Sand- gerðinganna eru, gerðu. sér Ijósa þessa staðreynd, en svo virtist þó ekki vera. Leikur þeirra ein- kenndist af táaspörkum og há- spyrnum í tíma og ótíma en sam- leikur fyrirfannst ekki. Leið Breiðabliks virðist aS miklu leyti vera skipað ungum og óreyndum leikmönnum. Þeir voru nokkuð hreyfanlegir og fljótir á knöttinn og þeir unnu flest einvígi, hins vegar vantar liðið skotmenn. Dómari var Gunnar Aðaisteins- son og átti hann lélegan dag. — BÞ. ið. Þórður var hættulegasti fram- herjinn og sá eini sem skapaði mikla hættu í vörn Red Boys. En snerpan er nú ekki sú sama né geta, enda vonlegt vegna langrar fjarveru frá æfingum og keppni. En vinsæll er Þórður ennþá og gaman er að hafa hann með sem og Jón, sem er harður og fylgihri sér — stundum um of. * SJALFSMORKIN Akranes tók forystuna í mörkum á 14. mín. Var tekin hornspyrna frá hægri á Red Boys. Helgi Björgvinsson skall aði að og Þórður fær knött- inn í lokuðu færi á hægra kanti. Hann spyrnir til marks snöggu skoti sem lendir í varn armanni og þaðan í markið. Þetta mark jöfnuðu Red Boys 2 mín. fyrir leikhlé, næstum á sama hátt. Sótt var upp hægri væng og þaðan skotið úr lokuðu færi. Helgi snerti knöttinn en fangaði ekki. Knötturinn barst að marklínu þar sem Jón ætlaði að hreinsa en mistókst og setti knöttinn í netið. Leikurinn stóð 1:1 í hálfleik og það bæði sjálfsmörk. * AKURNESINGAR SÆKNARI___ Akranes var í byrjun miklu sæknara lið. Fyrstu 20 minúturn- ar náðu Red Boys aldrei að skapa tækifæri sem gæfi vonir um mark. En hálfleikurinn jafnaðist er á leið. Þó áttu Akurnesingar góð færi, t. d. komst Ingvar Elis- son í „dauðafæri" en mistókst herfilega. •k . . . EN KLAUFSKIR Síðari hálfleikurinn var mark laus. Akurnesingar áttu tvö beztu tækifærin — Ingvar í bæði skiptin. í fyrra skiptið stóð hann óvaldaður á markteig en mis- tókst herfilega. í hið síðara fékk hann góða sendingu fyrir, en sendi hátt yfir. Red Boys áttu nokkur skot, sum góð, en Helgi forðaði allri hættu. Leikurinn var mjög skipulags- laus af beggja hálfu. Skagamenn náðu aldrei saman. Beztur var Sveinn Teitsson, þó margoft hafi hann átt betri leik. Framlínan var mjög sundurlaus og óskipu- leg í mesta máta. Voru innherj- arnir of tast báðir á vinstra kanti og varð þó aldrei séð, að liðið byggði upp leik sinn með þeirri aðferð, heldur þvert á móti brotn aði leikur þess oft á þessu ráfi hægri innherjans yfir á miðju og yfir til vinstri. Markvörðurinn er bezti maður liðs Red Boys. Letsch er góður uppbyggjari, en hann lék nú að- eins fyrri hálfleik, og margt af því sem hann gerir vel skemma aðrir með klaufaskap. — A. St. KR sigurvegari # 3. fL A SEXTÁN leikir hafa farið fram í knattspyrnumótum yngri flokk anna síðan við birtum þennan dálk fyrir viku. Er hér um að ræða Reykjavíkurmótið í knatt- spyrnu og Landsmótið sem nú er byrjað. Helztu fréttir frá Reykjavíkur mótinu eru þær, að KR hefur tryggt sér sigur í 3. flokki A. Einn leikur er eftir í mótinu Val- ur-Víkingur, en hann getur ekki haft áhrif á úrslitin. Einstök úrslit í leikjum voru þessi: Reykjavikurmótið: Z. flokkur A Fram:Þróttur 0:0 KR:Víkingur 6:0 3. flokur A KR—Víkingur 4:3 — KR hef- ur hlotið 5 stig, í þessum flokki og þar með unnið mótið. Fram var sigurvegari í þessúm flokki í fyrra. Þjálfari KR-ingana er Örn Steinsen. 4. flokkur A Fram: Þróttur 3:1 KR:Víkingur 8:2 4. flokkur B Valur.Fram C 2:1 KR:Víkingur 3:1 5. f Iokkur A Fram:Þróttur 10:1 KR-Víkingur 0:1 5. flokkur B Valur:Víkingur 0:1 KR:Víkingur b 2:3 Landsmótin: í Hafnarfirði léku Hafnfirðing- ar við Keflvikinga tvo leiki, annan í Landsmóti 4. flokks og hinn í 2. flokki. Jafntefli varð í 4. flokki 1:1, en Hafnfirðingar báru sigur úr býtum í 2. flokki 3:2. — Á sunnudaginn léku svo Hafnfirðingar og Akurnesingar í Landsmóti 3. flokks. ÍA vann 3:1. Hjartanlega þökkum við öllum þeim, sem styrktu Jónu dóttur okkar, til læknishjálpar erlendis og á einn eða annan hátt hafa sýnt okkur einstaka velvild og hjáJpsemi í veikindum hennar. — Guð blessi ykkur öll. Máiiríður Halldórsdóttir, Arnór Stígsson. Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem glödcu mig á 75 ára afmæli minu 23. júní sl. með heimsóknum, gjöf- um blómum og heihaskeytum. — Guð blessi ykkur öll. Björg Guðmundsdóttir, Þórsgötu 7 A. Hjartanlega þakka ég öllum sem glöddu mig með heim- sóknum, gjöfum og skeytum á 60 ára afmæli minu 16. júní s.l. — Guð blessi ykkur ölL Guðmundur Kr. Guðmundsson, Jófríðarstaðavegi 8, Hafnarfirði. Þakka af alhug börnum mínum, frændfólki og vinum, f jær og nær, allan hlýhug og virðingu mér sýnda á 70 ára afmæli minu þ. 13. þ.m. St. Einingunni nr. 14 af I.O.G.T. og öðrum reglufélögum mínum þakka ógleymanlega kvöldstund í G.T.húsinu 15. þ. m. Árna öllum árs og friðár. Kristjana Ó. Benediktsdóttir Öldugötu 41 Móðir mín STJ3INUNN BJÖRNSDÓTTIR frá Þurá, Sólvallagötu 39 andaðist föstudaginn 24. júní Sígrún Bjarnadóttir Eiginmaður minn HALLÐÓR SKAPTASON andaðist laugardaginn 25. þessa mánaðar. Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna og barnabarna. Hedvig Skaptason Hjartkær eiginmaður minn BJARNI GUÐNASON trésmíðameistari lézt að Landspítalanum 26. þ.m. Fyrir hönd aðstandenda. Ingibjörg Gamalíelsdóttir Hjartkær systi okkar JOHANNE KAROLINE HALDORSEN verður jarðsett frá Dómkirkjunni .fimmtudaginn 30. júní kl. 1,30 e.h. Ragnar Severin Haldorsen, Haldor Johan Haldorsen Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför eiginkonu, móður og systur JÓNU G. STENGREWSSEN Elin Alfhild, Sverre Stengrimssen. Alúðarþakkir færum við öllum fjær og nær sem auð- sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför okkar ástkæra föður, afa og bróður ANDRÉSAR INGIMUNDARSONAR Hellukoti, Stokkseyri. Jórunn Andrésdóttir, Guðrún Andrésdóttir, Margrét Andrésdóttir, Kristmundur Andrésson, Ester Þorsteinsdóttir, Gunnar Ingimundarson. Innilegt þakklæti öllum þeim er sýndu mér samúð og velvild við andlát mannsins míns. AUÖBJÖRNS EMILSSONAR, málarameis tar a þann 11. marz sh — Sérstaklega þakka ég hjartanlega hljónunum frú Sosselju Hinriksdóttur og Georg Pálssyni, Skipasundi 55, Reykjavík, sem reyndust manninum mín- um sem beztu foreldrar meðan hann dvaldist á sjúkra- húsi syðra. Eskifirði, 24. júní 1960 Fyrir mína hönd og annara vandamanna. Margrét Guðmundsdóttir Móðir okkar, tengdamóðir og amma, VALGERDUR ANNA GUÐNADÓTTIR andaðist að Landakotsspítala þann 26. þessa mánaðar. Guðni Ölafsson, Magnea Magnúsdóttir Páll Ólafsson, Ásgerður Jakobsdóttir og synir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.