Morgunblaðið - 27.08.1960, Side 1
20 siður og Lesbók
47 árgsngur
194. tbl. — Laugardagur 27. ágúst 1960
Prentsmíðia Morgunblaðsins
Vaxandi
■ ■
agreinmgur
milli Rússa og Kínverja
LONDON, 26. ág. — (Reuter)
— Enn hefir komið fram ný
sönnun þess, að Sovétríkin og
Kauða-Kína greinir mjög á
um afstöðuna til „auðvalds-
ríkjanna“ svonefndu. — Virt-
ur rússneskur sérfræðingur í
málefnum Asíu, E. Zhukov,
hefir í grein í Pravda varað
kommúnistaríkin við að
„flytja út byltingu“ til Asíu-,
Afríku- eða Suður-Ameríku-
ríkja. — Varði greinarhöfund-
ur skelegglega kenningu Krús
jeff um möguleika á friðsam-
legri sambúð ríkja með óskylt
stjórnkerfi, — en kínversku
kommúnistarnir hafa mjög
gagnrýnt þá afstöðu hans,
sem kunnugt er. Er talið, að
nú dragi til meiri háttar ó-
samlyndis milli forystu rúss-
neskra og kínverskra komm-
únista út af þessu.
• „ALRANGAR
KENNISETNINGAR“
Zhukov réðst mjög að „ófor-
betranlegum kreddumönnum“,
sem telji, að kenningin um frið-
samlega sambúð muni tefja þró-
unina í nýlendum og öðrum
þeim löndum heimsins, sem dreg-
izt hafa aftur úr í þróuninni.
Kvað hann þetta fólk hafa hengt
sig í „alrangar kennisetningar“.
— Svo virtist af ummælum
Zhukovs, sem Kínverjar hafi
Framh. á bls 2.
] ■
. ........................................’■
Neyðar-
ástandi
aflétt
PRETORIA, Suður-Afriku, 26.
ágúst. (Reuter) — Dómsmála-
ráðherra Suður-Afriku, Fran-
cois Erasmus, tilkynnti í dag,
að hinn 31. þ.m. gengi úr gildi
neyðarástand það, sem lýst
var yfir í landinu 30. marz s.l.,
níu dögum eftir að 67 Afríku-
menn voru drepnir í óeirðun-
um í Sharpville.
Alls hafa rúmlega 10,500
manns verið handteknir, sam
kvæmt lögum þessum. Hafa
flestir þegar verið látnir laus
ir — og búizt er við, að þeir,
sem enn eru í haldi, fái frelsi
um mánaðarmótin. — Dóms-
málaráðherrann sagði, að á-
standið í landinu væri nú svo
rólegt orðið, að lög þessi væru
ekki lengur talin nauðsynleg.
Enn ein yfirlýsing Lumumba:
Herliö S.Þ. hypji sig
— jafnskjótt og Belgir eru á brott ur Kongó
LEOPOLDVILLE, 26. ág.
— (Reuter). — Lumumba
forsætisráðherra lýsti því
yfir á blaðamannafundi í
dag, að gæzlulið Samein-
uðu þjóðanna yrði að
hverfa á braut úr Kongó,
„jafnskjótt“ og allir Belg-
ir eru farnir þaðan. —
„Við kærum okkur ekki
um, að hernám Sam.
þj. komi í staðinn fyrir
hið belgiska hernám“,
sagði hann. — Þá sagði
Lumumba, að hersveitir
sínar væru að koma sér
fyrir í stöðvum sínum í
Kasai-héraðinu til þess að
tryggja þar frið og öryggi,
en höfðingi Baluba-
manna, Albert Kalonji,
hefir lýst yfir stofnun
Ægileg flóð í Indlandi
CALCUTTA, Indlandi, 26 ágúst.
(Reuter) — Hin miklu flóð sem
geisa þessa dagana í Orissa-fylk
inu í austanverðu Indlandi, hafa
valdið gífurlegu tjóni. — Var í
dag talið, að um 1/3 íbúa hefði
orðið fyrir meiri eða minni bú-
sifjum af völdum flóðanna — en
íbúarnir eru um 15 milljónir.
Eru þetta mestu flóð, sem vitað
er um á þessum slóðum. — Þús-
undir fólks eru heimilislausar,
og vitað er um a.mk. 47 dauðs-
föll af völdum þeirra. — Flóðin
eru nú sögð nokkuð í rénun.
Þessar upplýsingar eru hafðar
eftir Radhanath Rath, einum aðal
ráðamanni Orissa-fylkisins, sem
kominn er til Delhi til þess að
leita aðstoðar ríkisstjórnarinnar.
Sagði hann, að þúsundir naut-
gripa hefðu drukknað í flóðunum
— og líkur benda til, að nokkur
þorp hefðu bókstaflega þurrkazt
út. — Flóðin hafa náð yfir um
5 þúsund fermílna svæði.
óháðs ríkis í hluta héraðs-
ins, sem nefnist „Náma-
ríkið“.
— ★ —
Lumumba sagði fréttamönn
um, að komizt hefði upp um
njósnasamsæri í Brazzaville,
höfuðborg Kongó-lýðveldisins
(fyrrum Franska Kongó). Þar
hefðu Belgir komið sér upp
„aðalstöðvum, með aðstoð
franskra yfirvalda" og borgin
væri miðstöð „njósnanets“,
sem næði yfir til Leopoldville.
Af þessum sökum hefði stjórn
sín slitið öllu sambandi við
Kongó-lýðveldið og tekið fyr-
ir samgöngur milli Brazza-
ville og Leopoldville. — Það
voru útsendarar „samsæris-
manna“ sem skipulögðu and-
mælin gegn Lumumba í gær
— að sögn hans sjálfs.
• „Stela demöntum"
Lumumba sagði, að hersveitlr
Framh. á bls. 2.
Vestur-þýzka stjórnin vill
Kjarnavopn fyrír herínn
BONN, 26. ág. — (NTB-AFP)
— Vestur-þýzka ríkisstjórn-
in gaf í dag út tilkynningu,
þar sem hún lýsir samþykki
sínu við innihald bæklings,
sem yfirmenn varnarmálanna
gáfu út fyrir viku og dreift
var til allra v.-þýzkra her-
sveita. — Þar var krafizt al-
mennrar herskyldu og talið
nauðsynlegt að búa v.-þýzka
herinn kjarnorkuvopnum.
— ★ —
í yfirlýsingu stjórnarinnar
er neitað þeim ásökunum,
sem fram hafa komið innan-
lands og utan, að herforingj-
arnir hafi með fyrrnefndum
bæklingi blandað sér í stjórn-
mál ríkisins.
— ★ —
í tilkynningunni, sem gef-
in var út eftir viðræður þeirra
Adenauers og Strauss, varn-
armálaráðherra, er það skýrt
tekið fram, að sjónarmið sér-
fræðinganna varðandi varn-
armálin séu í fullu samræmi
við öryggismálastefnu ríkis-
stjórnarinnar sl. fimm ár.
í fyrradag blessaði Jóhann-
es páfi XXIII 3,500 þátttakend
ur í Olympíuleikunum á torgi
heilags Péturs í Rómaborg.
Þetta var ákaflega hátíðleg at
höfn, og auk Olympíukeppend
anna voru viðstaddir um 200
þúsund lieimamenn og ferða-
menn hvaðanæva úr heimin-
um. — Þessi mynd var tekin
við þetta hátíðlega tækifæri,
þegar páfinn blessaði keppend
ur og hvatti þá til að sýna
drengilegan leik.
Lífstíðarfang-
elsis krafizt
BERLÍN, 26. ágúst. (Reuter —
Hinn opinberi ákærandi austur-
þýzka ríkisins hefir krafizt þess,
að Manfred Gerlach, sem sakað-
ur er um njósnir fyrir leyniþjón-
ustu Vestur-Þýzkalands. verði
dæmdur til lífstíðarfangelsis.
Gerlach hefir játað sekt sírtA,
að sögn a-þýzku fréttastofunnar
ADN. — Ákærandinn sagði, að
hann hefði gert áætlanir um end
urreisn auðvaldskerfis í A-Þýzka
landi og fall kommúnistaríkj-
anna.
Reggio di Calabria, ftalíu, 2W.
gúst. — Domenico Galati, 33 ára
gamall bóndi og þriggja barna
faðir framdi óhugnanlegt sjálfs
morð í dag. Hann lokaði sig inni
í herbergi og skaut sig, með hálf
tíma millibili, fyrat tvisvar í
kviðinn og tvisvar í síðurnar,
áður en hann sendi síðustu kúl-
una gegnum höfuðið.
Í þróttamaður
lézt á Olymp-
íuleikunum
(Sjá íþróttir bls. 18)