Morgunblaðið - 27.08.1960, Page 9
jLaugardagjur 27, lá^úst 1960
MORGU ]S BL AÐIÐ
Péfur H annesson
fyrrurrt póst og símstjári Sau&árkrÓki
Fæddur 17. júní 1893.
Dáinn 13. ágúst 1960.
ÞANN 13. ág. sl. andaðist á
beiinili sínu í Reykjavík einn
þeirra manna er um langt skeið
var einn af helztu forustumönn-
um okkar Skagfirðinga.
Pétur var fæddur á Skíða-
stöðum í Lýtingsstaðahr. i
Skagafirði. Var íaðir hans Hann
es bóndi á Skíðastöðum f. 1857
d. 1. maí 1900 Péturssonar
bónda í Valadal og síðast á Álf-
geirsvöllum d. 1894 Pálmasonar
bónda í Syðra-Vallholti d. 1861
Ma.gnússonar bónda í Syðra-
Valiholti d. 1815 Péturssonar
bónda á Lóni í Viðvíkursveit
Skúiasonar Einarssonar. En
Skúli býr í Hólkoti við Birkihlíð
er manntalið var tekið, 1703.
Þetta er alkunn skagfirzk bænda
ætt sem hefir búið í Skagafirði
mann fram af manni, og margir
þeirrá góðir búhöldar og jarð-
eigendur. Börn Péturs Pálma-
sonar og systkini Hannesar
bónda á Skíðastöðum voru auk
hans, Pálmi bóndi á Sjávarborg
og kaupfél.stjóri og síðar kaupm.
í Sauðárkrók Jón bóndi á Nauta
búi og Eyhildarholti, og Pétur
hreppstj. á Bollastöðum í Blöndu
dai. En systurnar voru Halldóra
kona Ólafs Briems alþm. á Álf-
geirsvöllum Steinunn kona séra
Vilhjálms Briem Herdís kona
séra Hálfdánar Guðjónssonar
vígslubiskups og Ingibjörg er
giftist ekki, hún rak saumastofu
á Sauðárkrók um langt skeið.
Pétur Pálmason á Álfgeirsvöll-
um Var mikilhæfur maður og
góður bóndi, hefir hann orðið
mjög kynsæll og margt af lands-
kunnu fólki frá honum komið
Hannes bóndi á Skíðastöðum
var mikilhæfur sem faðir hans
og góður bóndi, en andaðist
rúmlega fertugur að aldri frá
þremur ungum börnum, þótti
öllum mikill mannskaði að frá-
falli hans.
Móðir Péturs Hannessonar og
kona Hannesar á Skíðastöðum
var Ingibjörg f. 28/1 1861 d 10.
okt. 1945 Jónsdóttir Eiríkssonar
bónda á Þóreyjarnúpi í .Húna-
vatnssýslu og síðar ráðsmanns í
Haganesi i Fljótum. Börn þeirra
voru auk Péturs Jórunn ekkja
Jóns Sigfússonar deildarstjóra
hjá kaupfél. Skagfirðinga og
Pálmi Hannesson rektor. Ingi-
björg bjó áfram á Skíðastöðum
eftir lát manhs síns og síðar
með síðari manni sínum Gísla
Björnssyni til vorsins 1915. Ól-
ust börnin upp hjá móður sinni.
Pétur var elztur systkina
sinna og á sjöunda ári er faðir
hans andaðist. Eftir að hafa
notið nokkUrrar undirbúnings-
fræðslu fór hann í Bændaskól-
ann á Hólum og útskrifaðist
þaðan vorið 1911.
Telja má fuilvist ef fáðir hans
hefði lifað, að Pétúr með hæfi-
leikum sem honum voru gefnir
heðfi notið Stuðnirtgs föðurins til
þess að afla sér meiri menr.tun.
ar og ef til vill farið utan *il
frekara náms. Næstu árin eftir
að Pétur lauk námi i Hólaskóla
vann hann að búi móður sinnar
og stjúpa, en mun hafa þótt
þröngt um sig og framtíðin þar
ótrygg. Árið 1913 fluttist hann
til Sauðárkróks og naut þar og
jafnan síðan umhyggju Pálma
Péturssonar föðurbróður sínr..
Dvaldist hann þar að mestu ó-
slitið til 1958 er hann flutti al-
farinn til Reykjavíkur. Fyrstu
árin á Sauðárkrók vann hann að
ýmsu, lærði meðal annars ijós-
myndagerð og rak þar Ijós-
myndastofu um allmörg ár en
hætti því er á hann hlóðust
margvísleg trúnaðar- og félags-
máiastörf, verður fæstra þeirra
getið hér. Hann var gjaldkeri
Sparisjóðe Sauðárkróks frá
1923—1932 og sparisjóðsformaf-
ur frá 1932—1946 er hanrt flutti.
burt í bili. Sýslunefndarmaður
Sauðárkróks var hann frá 1934—
1947. Hann sat í bæjarstjórn
Sauðárkróks og var forseti bæy
arstjórnarinnar frá 1956—1953
Hann var póst- og símastjóri á
Sauðárkrók frá 1948—1958 og
póstafgr.maður í Kópavogi frá
1958 til dauðadags. Auk þessa
var hann meðal margs annars
varaþingm. Skagf. um hríð og
tók sæti á Alþingi sem varamað-
ur Jóns Sigurðssonar. Hér hefir
verið stiklað á nokkrum þátt-
um úr starfssö'gu Péturs Hann-
essonar, en með því er raunar
lítið sagt um störf hans fynr
Sauðárkróksbæ og ’Skaghrðinga.
Öll störf sín leysti hann af
hendi af dugnaði og írábærri
samvizkusemi og var því eftir-
sóttur til trúnaðarstavfa, tak-
mörkuð undirbúnings menntun
bagaði hann ekki, því hæfileik-
arnir voru svo miklir að hann
var furðu fljótur að átta sig á
óskyldum viðfangsefnum.
Pétur Hannesson var hár
maður vexti og karlmannlegur,
fríður sínum og aliur hinn
gjörvilegasti. Hann var vitur
maður, glöggskygn og tillögu
góður, en nokkuð hlédrægur.
Pétur var prúðmenni í alrri
framgöngu, hófsamur og glaður
í vina hóp, óáleitinn og sein-
þreyttur til vandræða, en fastur
fyrir ef á hann var leitað. Hann
var vel máli farinn rökfastur og
hélt fast á sínu máli ef þess
þurfti með, einnig vel ritfær og
prýðis vel hagorður en hélt því
lítið á lofti. Pétur var i fáum
orðum sagt mikilhæfur ágætis-
maður sem naut trausts og virð-
ingar fjölda Skagfirðinga, sem
eiga hpnum og þá fyrst og
fremst Sauðárkróksbúar margt
og mikið að þakka fvrir margra
áratuga störf í þágu bæjarféiags
ins.
Pétur kvæntist 24. júní 1920
eftirlifandi konu sinni Sigríði
f. 16/1 1894. Sigtryggsdóttur
gestgjafa og verzlunarmanns á
Hjalteyri o. v. Benediktssonar,
en móðir hennar var fyrri kona
hans Guðrún Guðjónsdóttir
systir séra Hálfdánar vígslu-
biskups ólst Sigríður að miklu
levti upp hjá séra Hálfdáni.
Börn þeirra eru: Sigrún Sigríð-
ur gift Árna Þorbjarnarsyni
lögfæðingi og kennara á Sauðár-
krók. Hanna Ingibjörg gift
Svavari Júliussyni starfsrr.anni
hjá vegagerð ríkisins Reykjavík
og Hannes skáld er nú dvelur
erlendis.
Þótt Pétur Hannesson væri
fluttur úr héraðinu var hann
sami ágæti Skagfirðingurir.n
eftir sem áður. Það var og hon-
um líkt að kjósa að bera beinin
hjá okkur hér nyrðra. Þar með
gefst Skagfirðmgum kostur á að
fylgja honum síðasta spölinn.
J. Sig.
★
Eg nýt ekki til að neyða timann
úr stað,
nýt ekki t>, að gleyma.
Þyrstum huga safna eg lífinu
saman
í sérhverri hreinni nautn,
i lestri, í kossi —
svo allt verður tilfinning, dýr-
mæt og daglega ný.
En dauðinn á eftir að koma.
Hann veit hvar eg bý.
ÞANNIG yrkir Hannes Péturs-
son. Fráfall föður hans bar að
með snöggum hætti. Dauðinn
gerði ekki boð á undan sér, frek-
ar en oftast áður. En öllum sem
til þekkja finnst hann hafa heim-
sótt Pétur Hannesson alltof
fljótt.
Þessi grein segir ekki ævisögu
Péturs. Til þess skortir höfund-
inn þekkingu og heimildir, en
henni er ætlað að flytja kveðju
— og þakkarorð frá inanni, sem
átti þess kosi að hafa af honum
og heimili hans nokkur kynní á
síðari árum. Og nú, þegar ég rita
þessi fáu kveðjuorð til Péturs
Hannessonar, finn ég að heimili
hans er mér jafn ofarlega í huga
og hann sjálfur. Hann var
óvenjulegur heimilisfaðir. Hinar
fjölþættu gáfur hans og hæfi-
leikar köiluðu * hann til ótal
starfa í bágu annarra, en þrátt
fyrir það var heimilið honum sá
vettvangur, sem hann vildi helzt
dvelja á og starfa fyrir. Það
duldist engum sem kom á beim-
ili Péturs, að þar réði ríkjum
mikill og góður heimilisfaðir. En
þar með er ekki sagan öll. Hér
kom annar aðili til greina, sem
er hin ágæta kona hans, Sigríður
Sigtryggsdóttir. Þáttur hennar í
mótun heimilisins, hvort heldur
það var á Sauðárkróki -eða í
Reykjavík, var sízt minni en hús-
bóndans. Ég veit að engum var
ljúfara að viðu rkenna þessa
stáðreynd en Pétri.
að færa honum alúðarþakkir.
j Nú er þesti nierki maðúr horf-
inn af sjónarsviðinu. Eftir standa
hníþnir ættingjar harts og Vinir,
: sem áttu þá ósk heitasta, að mega
njóta samvistanna við hann enn
um sinn. Þac, er eðlileg ósk, en
að
Pétur var mjög listhneigður
maður. Hann var ágætt ljóð-
skáld, orti mikið á sínum yngri
árum, en lítið er frá leið, senni-
lega mest vegna annríkis. Ræðu-
maður var hann ágætur, talaði
fagurt mál og kjarngott. Hann
var hagur maður, smíðaði tals-
vert og skar út í tré. Ungur lærði
hann ljósmyndaiðn og stundaði
hana um árabil. Þau hjón tóku
mikinn þátt í leiklistarlífi hér á
Sauðárkrók, og er mér sagt að
þau hafi bæði verið ágætir leik-
arar. Því miður sá ég þau aldrei
á leiksviði, nema Pétur í einu
hlutverki, en ég ræddi oft um
leiklist við þau, því áhugi þeirra
á þeim málum var mikill og lif-
andi.
Pétur var mikill náttúrudýrk-
andi, hafði gaman af ferðalögum
og naut þess að ræða um þau og
fegurð landsins. Hann var mjög
víðlesinn, held hann hafi lesið
allt sem hann komst yfir, enda
margfróður maður. Og þannig
mætti lengi telja. Áhugamál
hans voru mörg, gáfur hans svo
miklar og víðfemar að óvenju-
legt er. Slíkur maður hlaut að
verða kallaður til margþættra
starfa, jafnvel þeirra sem hann
hafði lítinn húg á. Svo fór um
Pétur. Hann gegndi um ævina
hinum ólíkustu störfum. A sum-
um þeirra hafði hann takmark-
aðan áhuga. en samborgarar
hans töldu sig ekki geta verið án
hæfileika hans og því varð hann
að sinna fleiru en hugur hans
stóð til. I öj'u dagfari var Pétur
hægur maðar og hlédrægur, en
framkoma hans var ákveðin ög
einarðleg og maðurinn allur
traustvekjandi. Hann var þess-
vegna kallaðer til margra starfa.
Þau innti hann af hendi af trú-
mennsku og dyggð, með það eitt
i huga, að tau yrðu sem flestum
til góðs. fcg heyrði hann aldrei
leggja neinum illt til, reyndi
frekar að færa allt tií betri veg-
ar. Þess vegna átti hann velvild
samferðamanna sinna, en um
óvildarmenn veit ég ekki. 1 þjóð-
málaskoðunum skipaði Pétur sér
á bekk með Sjálfstæðismönnum
og innti af höndum mikil störf í
þágu flokksms. Hann sat í
hreppsnefnd Sauðárkróks og síð-
ar í bæjarstjórn sama staðar og
var forseti hennar um hríð. í
framboði til Alþingis var hann
margoft. Fynr störf hans í þágu
flokksjns heíur mér verið falið
sem ekki verður uppfyllt
| sinni. En það hefur ekki allt ver-
ið frá okkur tekið. Minningin um
Pétur Hanne-sson lifir. Hún verð-
ur aldrei burtu tekin, allra sízt
frá þeim sem nutu hans bezt og
hann elskaði heitast.
Þyrstum huga safna eg lífinu
saman
j í sérhverfi hreinni nautn,
í lestri, í kossi —
svo allt verður tilfinning, dýr-
mæt og daglega ný.
Pétur Hannesson þjáðist ekki af
, lífsleiða. Hann naut þess að lifa.
í návist hans og frú Sigriðar
undi maður sér vel, en þó allra
I bezt „heima á Pósthúsinu“, er
! talið barst að fögrum listum eða
góðum bókum Þá loguðu augun
I í Pétri Harinessyni. Við fyrstu
' kynni mátti ætla, að þau hjón
, væru miklar alvörumanneskjur
og svo var reyndar, en glaðara
og hláturmildara fólki hef ég
varla kynnzí. Ég minnist gleði
margra stunda á heimili þeirra.
Við fráfall Péturs færi ég frú
Sigríði, börnum þeirra hjóna og
öllu venzlafólki innilegar samúð-
arkveðjur.
Og nú er Pétur köminn heim
í Skagafjörð og í þetta sinn til
langdvalar. Hann unni Skaga-
firði mjög og taldi hana fegurstu
byggð á íslandi.
Hjá þér vildi eg hvilast
og heyra að kvöldi væran svefn
I vijta mín vængjuðum skrefum
, yfir votan lyngmó,
j gleyma, gleyma í þögninni
j þjóðanna steyttu hnefum.
| Að lokum þakka ég Pétri kær-
: lega fyrir mig og óska honum
á neinu því, sem honum vaf
fyrir trúað. Hann var drehgur
góður og mikill manndómsmag-
ur. — Fyrir hönd okkar Sjálf-
stæðismanna í Skagafirði flyt ég
Pétri Hannessyni miklar þikkir.
Hann hafði starfað mikið fyrir
okkur og af þeim trúnaði sem
honum var lagin . Hvað eftir
annað skipaði hann sæti í fram-
boðslista okkar við kjör til Al-
þingis. Hann var fulltrúi flökks-
ins í bæjarstjórn Sauðarkróks
og um skeið formaður héraðs-
nefndar flokksins í sýslur.ni.
Hvarvetna var að honum sómi.
Allir virtu hann, einnig and-
stæðingar. Óvildarmann át.ti
hann víst engan. Mættum við
Skagfirðingar og þjóðin öll eign
ast marga slíka trúleiksi.enn
sem Pétur Hannesson.
Konu hans og börnum, pllu
sifja- og frændaliði votti ég
samúð mina og bið þeim bless-
unar í bráð og lengd.
Gunnar Gíslason.
Notið sjóinn
og sólskinið
— Bennó
góðrar ferðar.
Kári Jónsson.
I EITT siðasta skiptið, sem ég
sá og heyrði Pétur Hannesson,
var á Skagfirðingamóti í höfuð-
bonginni á sl. vetri. Hann flut’i
þar ræðu og minntist Skaga-
fjarðar. Engum fékk dulizt. sem
á mál hans hlýddi, hversu mjög
hann unni ættarbyggðum sinum.
Það var sem góður sonur minnt-
ist móður. Hugurinn var heima
í Skagafirði, þó að heimilið væri
flutt í annan landshluta. Margt
vel hafði Pétur Hannesson okk-
ur Skagfirðingum unnið, og fyrr
hafði hann ekki bólstað tekið
fjarri okkur, en hann tók öfl-
ugan þátt í þeim félagsskap, sem
starfar að þvi að treysta tengsl-
in og styrkja böndin milli Skag-
firðinga heima og heiman. Við
sem kynntumst og bekktum
Pétur Hannesson munum ætið
telja hann í hópi þeirra sona
héraðs okkar, sem það hefur
bezta fóstrað. Þessvegna er og
það, þá er hann nú hverfur af
jarðnesku sjónarsviði okkar, þá
söknum við hans og um leið
þökkum honum heilshugar. Pét-
ur Hannesson var trúverðugur
og traustur maður með ágætum.
Ég veit ekki annað en allir haíi
borið til hans traust. Það var
gott að eiga verk í höndum hans.
Um það þurfti ekki að efast, að
sérhvert það starf, sem hann
tókst á hendur, var innt af hendi
svo vel sem bezt varð á kosið.
Pétur Hannesson níddist a.drei
Ms. Heniik Danica
fer frá Kaupmannahöfn 9. sept.
til Færeyja og Reykjavíkur. Frá
Reykjavík fer skipið þann 19.
sept. til Færeyja og Kaupmanna
hafnar. Flutningur óskast til-
kynntur sem fyrst.
Skipaafgreiðsla Jes Zimsen.
SVEINBJORN DAGFINSSON
bæstaréttarlögmaður
EINAR VIÐAR
héraðsdómslögmaður
Máiflutningsskrifstofa
Hafnarstræti 11. — Simi 194o<5.
Bifreiðasfjórar
Opiö alla sunnudaga og laugardaga og
alla virka daga frá kl. 8 f.h. — 11 e.h.
Hjó!barftaverAstæði?í Hr«iníi'u>ll
við hliðina á Nýju sendibílastöoiiuu við Miklatorg