Morgunblaðið - 27.08.1960, Side 10

Morgunblaðið - 27.08.1960, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 27. ágúst 1960 Utg.: H.í. Ai-vakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Augtýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. FREKJA A AKRANESI hefur sem kunnugt er verið vinstra samstarf um bæjarmálefni. Hafa Alþýðuflokksmenn' þar starfað með Framsóknar- mönnum og kommúnistum. Nú í vikunni lauk þessu sam- starfi, er allir bæj arfulltrúar samþykktu vítur á Daníel Ágústínusson, bæjarstjóra, og bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins ákváðu að víkja honum úr starfi og kjósa nýjan bæjar- stjóra til bráðabirgða. Um sakir þær, sem bornar eru á fyrrverandi bæjar- stjóra, skal ekki fjölyrt hér. Þau mál varða fyrst og fremst Akurnesinga sjálfa og endan- legt uppgjör fer sjálfsagt ekki fram fyrr en við næstu bæjarstjórnarkosningar á Akranesi. Aftur á móti verður ekki hjá því komizt að víta þá dæmafáu frekju og ósvífni, sem hinn fyrrverandi bæjar- stjóri sýnir, er hann neitar að víkja úr starfi, þótt 7 af 9 bæjarfulltrúum hafi sam- þykkt uppsögn hans. Ekki verður hér farið út í umræð- ur um lagaflækjur, enda verða þær útkljáðar á þeim vettvangi, sem hinn fyrrver- andi bæjarstjóri hefur kosið. Augljóst mál er, að Daníel Ágústínusson getur ekki haldið áfram bæjarstjóra- starfi af þeirri einföldu ástæðu að hann styðst ekki við meirihluta í bæjarstjórn, og 7 af 9 fulltrúum vantreysta honum fullkomlega. Hver sómakær maður hefði því beðizt lausnar, er hann sá að hverju stefndi í stað þess að berja hausnum við steininn og láta sem hann væri sjálf- kjörinn til forystu bæjarmál- efna Akraness. Hitt er auð- vitað allt annað mál, að hann gat gert kröfu um einhverjar bætur vegna fyrirvaralausrar brottfarar úr starfi og þess fjárhagstjóns, sem hann kann af því að hafa beðið. Þótt framkoma hins fyrr- verandi bæjarstjóra á Akra- nesi sé einsdæmi, sem betur fer, þá leiðir hún hugann að því, að ýmsum íslenzkum stjórnmálamönnum gengur erfiðlega að skilja það, að störf þeirra eiga að vera þjónustustörf í þágu-umbjóð- enda þeirra, kjósendanna. í því efni taka Framsóknar- menn öðrum fram. Þeir berj- ast gegn réttlæti hvenær sem það kann að skerða persónu- lega hagsmuni þeirra eða hag flokksins. Þeir hagnýta hin fjölmennu samvinnusamtök í eigin þágu og svífast einskis í bitlingaveitingu og hvers kyns frekju. GARÐUR KRISTMANNS 17'YRIR skömmu var hér á * ferð þýzkur prófessor, deildarforseti landbúnaðarhá- skóla í heimalandi sínu. Þessi þýzki prófessor var í boði Gísla Sigurbjörnssonar, for- stjóra Elli- og hjúkrunar- heimilisins Grundar, og dvaldi nokkuð í Hveragerði, þar sem Gísli Sigurbjörnsson hefur af fádæma elju og fyrir hyggju komið upp heilu þorpi íbúða fyrir aldrað fólk með hinum mesta glæsibrag. Er prófessorinn dvaldi í Hveragerði, kynntist hann garði Kristmanns Guðmunds- sonar. Taldi hann garð þenn- an vera hreinan gimstein, og er hann hefði gengið í gegn- um garðinn, hefði hann þegar séð á 2. hundrað plantna, sem mjög fágætar væru suður í Þýzkalandi. Taldi prófessor- inn að á dauða sínum hefði hann getað átt von, en að sjá slíka gersemi hér uppi á ís- landi, hefði hann talið útilok- að. — Að þessu efni er hér vikið, vegna þess að þessi dýrgripur liggur nú undir eyðileggingu, þar sem ekki er um hann ann- azt. Fróðir menn telja að mikið muni fara forgörðum þegar í vetur, ef ekki er um búið fyrir vetrarhörkur og á næsta ári mundi meginið af því dýrmætasta verða ónýtt. Þetta má auðvitað alls ekki henda og þurfa góðir menn eða opinberir aðilar að takast á hendur að forða því óbæt- anlega tjóni. Fyrir Hvergerð- inga hefur þetta auk þess sér- staka þýðingu, því að líklegt er að bráðlega muni rætast spárnar um það, að Hver%- gerði verði mikill ferða- manna- og heilsuræktarbær og vissulega mundi Krist- manns-garður þá eiga sínu mikilvæga hlutverki að gegna. UTAN UR IIEIMI Til sýnis í Bergen DAGANA 25.—31. ágrúst stend- ur yfir í Bergen norsk fiskiðn- aðarsýning. Eitt af því sem mesta athygli vekur á sýningunni er brezki skuttogarinn „Universal Star“, sem þangað kom á fyrsta degi sýningarinnar. Þetta er lítill togari, aðeins ZT'A metri á lengd (nýjustu togarar fslendinga eru rúmlega 60 metra langir), en mjög nýstárlegur. • GÁLGI OG HLIÐ Það sem einkennir þennan tog- ara er sveigjanlegur gálgi eða „gantry“, sem liggur þvert yfir skut togarans, og er notaður við að út- og innbyrða botnvörpuna. Þennan gálga má sveigja fram og aftur þannig að hann getur skag- að aftur fyrir skipið eða inn á afturdekkið. Annað einkennandi fyrir togar- ann er hreyfanlegt hlið, sem ligg- ur þvert fyrir skut skipsins. Þetta hlið auðveldar mjög meðferð vörpunnar og er vökvaknúið, eins og gálginn. Hliðið er aðeins opið stutta stund í einu við út- byrðingu vörpunnar • VINNUSPARNAÐUR Gott skýli er fyrir þá sem vinna á afturdekkinu og er togvindan yfirbyggð. Hátalarakerfi liggur um allt skipið frá stjórnklefa. Segja þeir sem til þekkja að þessi nýja tilhögun hafi í för með sér mikinn vinnusparnað, því færri menn þurfi við meðferð Gálginn auðveldar mjög meðferð vörpunnar. vörpunnar og gangi út- og inn- byrðing mjög fljótt. ★ Universal Star mun dvelja í Bergen meðan sýningin stendur yfir og mun daglega fara í veiði- ferðir á nálæg mið með ýmsa full trúa norska fiskiðnaðarins Hafa norsk yfirvöld leyft að aflanum verði landað í Bergen. Von Braun til tunglsins 1963 ÞÝZK-BANDARÍSKI eldflauga- sérfræðingurinn dr. Werner von Braun skýrði frá því í Berlín ný- lega að hann væri ákveðinn í því að fara sjálfur með einu af fyrstu geimskipum Bandaríkjanna til tungisins. Áætlar hann að þetta verði i árslok 1963. í viðtali við dagblaðið ,,B.Z.“ i Vestur-Berlín sagði von Braun að e’dflaugin, sem notuð yrði, væri af gerðinni Saturnus, sem þegar hefðu verið gerðar tilraunir með. Fyrst mun verða send mönnuð Saturnus eldflaug umhverfis tungiið til að rannsaka og undir- búa lendingar þar, sem ekki geta orðið fyrr en seint á árinu 1963. Verður að finna leið til að lenda eidflauginni á tunglinu þannig að hvorki menn né mælitæki verði fynr tjóni. Á meðfylgjandi mynd sézt bar-ón Braun (í miðju), fyrrver- andi ráðherra, taka á móti syni sínum Werner von Braun í Miinchen, þar sem nýlega var frumsýnd kvikmynd um æfi eld- flaugasérfræðingsins. Til vinstri er leikarinn Curt Jurgens, sem leikur von Braun í kvikmyndinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.