Morgunblaðið - 13.09.1960, Síða 12

Morgunblaðið - 13.09.1960, Síða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. sept. 1960 TTtg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórart Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók.: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Áskriftarg]ald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. BRÚSAST AÐA- HREYFINGIN t STÖÐUGRI leitun ljóss- ins til að lífsins helgustu skyldu“. Þessi orð er að finna í ljóði, sem Þóroddur Guðmundsson frá Sandi flutti þeim Brúsa- skeggjum á samkomu um helgina. Hann sat þar við hlið erindreka heimskommúnism- ans og getur varla hjá því farið að honum hafi verið ljóst hver er þeirra „lífsins helgasta skylda“. Hitt lætur einnig að líkum, að hirðskáldi Brúsaskeggj a-hreyf ingarinn- ar hefur verið klappað lof í lófa, og líklega hefur hann fundið til þess með hrærðu hjarta að hann væri ekki lengur misskilinn. „En áhrif hennar (herset- unnar) eru djúptæk á mál, menningu og siðferði þjóðar- innar og má þegar sjá greini- leg merki þess í aukinni laus- ung, fjármálaspillingu og málskemmdum“. Já, siðferði og menning þeirrar þjóðar er á lágu stigi, sem ekki hefur hafið upp til skýjanna skáld á borð við þau, sem á mála hafa gengizt hjá kommúnist- um, af þeim sökum að hin gjörspillta íslenzka þjóð hef- ur ekki skilið hverjir afburða menn voru á ferð. En hvað þá um „mál- skemmdirnar“? Maður skyldi ætla að hreyfing Brúsa- skeggja legði sig fram um að uppræta þann þátt spillingar- innar. Svo kynlega bregður þó við að þeir nefna göngu frá Narðvíkum til Reykja- víkur Keflavíkurgönguna og fund sem á Brúsastöðum er haldinn kalla þeir Þingvalla- fund. Virðast þeir því hafa komizt í hin nánustu kynni við spillt málfar og tala í því efni af eigin reynslu. Ákveðn- ar grunsemdir vakna þó um að þessar tiltektir stafi ekki eingöngu af „málskemmd- um“ heldur gægist þar einnig fram angi hins spillta siðferð- is sem mönnum þessarar hreyfingar er hvað tíðrædd- ast um. í þeirri menningu ljóssins, sem þeir Brúsa- skeggir telja helgustu skyldu sína að innleiða á íslandi, er því nefnilega þannig varið, að staðreyndir skipta ekki máli nema þær séu þóknan- legar hinum útvöldu. Þar er ekkert sannleikur nema það, sem valdhöfunum er þóknan- legt og alkunna að í sæluríkj- um Brúsastaðamenningar þarf að gjörbylta sagnfræði- ritum frá ári til árs. Örlítil snerting við þá menningu er fólgin í nafn- giftunum Keflavíkurganga og Þingvallafundur. Munu kommúnistar hafa ætlað að þreifa sig áfram með það hve djúpstætt siðferðið væri hjá sakleysingjunum sínum. Og ekki ber á öðru en að þeim hafi geðjast ágætlega að nafn- giftunum og þessari byrjun á innleiðslu Brúsastaðamenn- ingarinnar, en þeim mun þó reynast það erfitt um það er lýkur að fá íslendinga til að trúa því að hvítt sé svart og svart sé hvítt, að menning Brúsaskeggja sé íslenzk menn ing. En kommúnistar virðast ekki einungis hafa ætlað að reyna þolrif sakleysingjanna sinna með tilliti til máls, menningar og siðferðis, held- ur nefna þeir líka fjármála- spillinguna sem prófstein, rétt eins og Hannibal hefði samið ályktunina. Og þeir fundu hina ágætustu leið til þess að gera þessa tilraun. Þeir settu sem sé séra Sigur- jón Einarsson, rúbluprestinn, sem uppvís var að því að stunda viðskipti með rúss- neskan gjaldeyri fyrir Kreml- verja, gjaldkera Brúsa- skeggjahreyfingarinnar, og hann lýsti því yfir að hús- bændur sínir væru „mjög ör- látir“. Ekki hefur síðan á því borið að sakleysingjunum flökraði við rúblum Sigur- jóns og mun láta nærri að þaðan séu runnir peningar sem svara til hálfrar milljón- ar íslenzkra króna. En sjálf- sagt munu þeir, sem féð hafa reitt af hendi ekki sjá eftir því, enda lýsir einn af hinum íslenzku æðstu prestum þeirra því yfir í málgagni kommúnista, að megin mark- mið Brúsaskeggjahreyfingar- innar sé að berjast gegn „ný- lendustefnunni í nýjasta bún- ingi sínum“. Og þessi nýja nýlendu- stefna sem sakleysingjarnir berjast gegn við hlið komm- únistanna, er hreint ekki sú, sem sýndi ásjónuna í Búda- pest, Berlín eða Tíbet, heldur er það nýlendustefna hinnar „gjörspilltu“ vestrænu menn- ingar, og hálf milljón króna mun ekki þykja ofríflegt framlag til baráttunnar fyrir þeirri „lífsins helgustu skyldu“. /i Sfökk yfir Aflanfshafið ¥ BYRJUN næsta mánaðar ■“■ byrjar hin alþjóðlega út- gáfa af bandaríska stórblað- inu New York Times að koma út samtímis austanhafs og vestan. New York Times International hefir undanfar- in 11 ár verið gefið út í Ev- rópu, fyrst prentað í París og hin síðari ár í Amsterdam, — en efni blaðsins hefir alltaf verið eins dags gamalt. Fram- vegis verður það sem sagt alveg nýtt og „ferskt“. o---O-----o Það eru hinar svonefndu Teletype-setningarvélar, sem gera þessa „byltingu“ mögulega. —• Um leið og efni blaðsins er sett í New York eru hinar vél- settu línur „yfirfærðar" á papp- írsræmur með sérstöku gata- kerfi. — Þannig er efnið símað austur yfir Atlantshafið, þar eru gataðar nýjar ræmur eins og hinar fyrri, setningavélarnar í París taka við þeim og geta nú sett nákvæmlega sömu línurn ar eins og vélarnar í New York gerðu skömmu áður. Allt gengur þetta með miklum hraða. o--------------O-----o Öll ritstjórn útgáfunnar mun hafa aðsetur í New York, þar sem komið verður á fót sérstakri Evrópudeild, sem semur mik- inn hluta efnisins í alþjóðlegu útgáfuna. 1 París, þar sem að- eins New York Herald Tribune, aðalkeppinautur „Times“, hefur gefið út blað með alveg nýju efni, mun Theodore Bernstein verða aðalfulltrúi „Times“ og sjá algerlega um tæknilegu hlið- ina og þá viðskiptalegu, en Bern- stein hefur lengi notið mikils trúnaðar í starfi. — Annar mik- ilsvirtur starfsmaður „Times“, Robert Garts, sem unnið hefur hjá fyrirtækinu um 30 ára skeið, verður aðalritstjóri Evrópu-efn- isins í New York. -O- Hin nýja alþjóða-útgáfa af New York Times, mun koma út alla virka daga árið um kring. Hið daglega fréttaefni verður ,.kryddað“ daglega með úrvals- greinum úr sunnudagsblöðum New York-útgáfunnar, bók- mennta-, leiklistar- og hvers kon ar listgagnrýni; að sjálfsögðu birtist áfram hið vikulega yfir- lit' yfir heimsfréttirnar — og margt fleira mætti nefna. — Má segja, að New York Times verði loks sannkallað „heimsblað", þegar það hefur stokkið yfir Atlantshafið — eins og starfs- i menn þess tala nú um í gamni. 125 manns farast af völ dum fellibyls Tjón metið á hundruð milljóna Puerto Rioo, Havana, Miami, (Reuter/NTB) — AÐ minnsta kosti 125 manns hafa farizt og mörg hundruð manna særzt af völidum fellibyls, „Donna“, sem geisað hefur við suðurströnd N-Ameríku undan- farna þrjá daga. Fellibylur þessi er álitinn einn hinn mesti, sem komið hefur a þessum slóðum síðan 1932, er 200 manns fórust af völdum slíkra náttúruhamfara. Fellibylurinn „Donna“ gekk fyrst yfir Puerto Rioo og aðrar eyjar í Karabíska hafinu með um 200 km hraða á klst. og úrhellis- rigningu. Torveldaði regnið alla hjálparstarfsemi með flugvélum og þyrlum, en bandarísk skip héldu þegar í stað á slysstað til aðstoðar. Fellibylurinn færðiist síðan að strönd Kúbu og þaðan í átt til Florida. Höfðu menn á þessum stöð'Um dáliítinn tíma til varúð- arráðstafana, sem þó diugðu skammt. Var fólk flutt frá þeim stöðum sem líklegast þótti að yrðu harðast úti. Hætta á drepsótt Er fellibylurinn skall á suður- stjjínd Florida í gærmorgun var hraði hans um 250 km. á klst. og í kjölfar hans fylgdi mikil flóð- bylgja. Hjálparbeiðni berst nú frá eyjum víða í Karabíska haf- inu ,en þar er hætta á að drep- sótt kunni að gjósa upp, þar sem hræ nautgripa og annarra dýra liggja að hálfu eða öllu leyti und- ir vatni. Tjón af völdum fellybylsins er þegar metið á hundruð milljónir króna. Listaverk á tveim min. f ÞANN mund, sem barátt- an um „gullið" stóð sem hæst á Olympíiuleikunum í Róma- borg, fór fram afhending annars konar gullverðlauna í bænum Port Lligat á Spáni. Furðufuglinn Salvador Dali, sérvitringurinn, sem aldrei brosir — sennilega af því að ( hann tekur list sína svo há- I tíðlega — veitti viðtöku heiðursmerki úr gulili fyrir unnin afrek í málaralistinni. ★ Er hin virðulega afhending- arathöfn hafði farið fram, málaði Dali mynd fyrir heið- ursmerkjanefndina. — Það tók aðcins tvær mínútur að mála myndina; og þér sjáið þið meistarann með nýjasta Dali-meistaraverkið. Ræða stefnu í olíumáltim BAGHDAD, írak, 10. sept. (Reut- er). — í dag komu hingað full- trúar, sem þátt taka í ráðstefnu sex ríkja, sem auðug eru af olíu lindum. írak hefur haft forgöngu um að ráðstefnan sé haldin, en mark mið hennar er að samræma stefnu ríkjanna gegn stærstu oliu félögum heims, sem ákveðið hafa að lækka verð á óunninni olíu. Ríkin, sem taka þátt í ráðstefn unni eiga 90% af öllum olíu- lindum heims, en þau eru Saudi Arabía, írak, íran, Kuwait, Oat- ar og Venezuela.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.